Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 29

Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 29 FROSTI Friðriksson hefur opnað sýningu í rými undir stiganum í i8. Frosti (f. 1968) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum. Verkið sem hann sýnir undir stiganum nefnist „Útibú“ og fylgir því eftirfarandi texti frá listamann- inum: „Ég undirritaður hef verið staddur á Indlandi undanfarna 3 mánuði og hygg á að dvelja þar að- eins lengur. Á vegi mínum hafa orðið talsvert margir betlarar, mis- jafnlega á sig komnir. Ég var fljót- ur að komast að því að það er úti- lokað fyrir mig að verða við beiðni þeirra allra. Því brá ég á það ráð að opna fyrir þá lítið útibú hér á Klapparstígnum og fá í lið með mér íslenska listunnendur. Það væri gaman ef hérna safnaðist dá- góð summa, því þá hefði ég nóg að gera næstu vikurnar við að koma framlagi ykkar í rétta hendur. Lát- um nú listina gott af sér leiða.“ i8 er opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 13–17 og stendur sýningin til 26. júlí. Frá ferðalagi listamannsins Frosta Friðrikssonar um Indland. „Útibú“ fyrir betlara HANDVERK og hönnun mun nú í sumar og haust ferðast um landið með sýningu sem byggist á fimm sýningum sem Handverk og hönnun hélt í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári. Verkefnið hlaut Menningarverðlaun DV 2002 í list- hönnun fyrir þessar sýningar. Á sýningunni er fjölbreytt hand- verk og listiðnaður eftir 25 aðila og hefst sýningarferðalagið í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði í dag kl. 17. Sýningin verður opin alla daga frá 15–18 og stendur til sunnu- dagsins 14. júlí. Næsti áfangastaður er Ólafsvík og þar mun sýningin opna 10. ágúst. Í haust og vetur verður sýningin m.a. í Reykjanesbæ, Akureyri, Skriðuklaustri og Hvera- gerði. Heimasíða Handverks og hönnun- ar er á slóðinni: www.handverkog- honnun.is Farand- sýning 25 listamanna SÉRA Rolf Leiderstad hefur stjórnað djasssveitinni Jazzin Dukes síðan 1994 og hefur sveitin leikið jafnt á djassklúbbum og í kirkjum. Einsog nafn sveitarinnar ber með sér eru verk eftir Duke Ellington jafnan á dagskrá og á tónleikum þeirra í Neskirkju sl. þriðjudags- kvöldið voru öll verkin úr söngbók Ellingtons. Áður en kórinn kom til sögunnar voru tveir gamlir Elling- ton-dansar leiknir: Ring Dem bells (1930) og Drop Me Off At Harlem (1933). Kórinn sté á svið er helgi- söngvarnir hófust. Fyrstu þrír voru úr fyrsta helgikonsert Ellingtons. Í In The Beginnin God blés Rune Falck í baritón a la Harry Carney, þótt hljómurinn væri ekki eins vold- ugur. Rune var þekktur hér á árum áður, en hann lék með Arne Domn- erus, en með honum hljóðritaði hann frá 1958. Rune blés of lítið í baritón- inn á þessum tónleikum því hann er miklu betri baritónsaxófónleikari en tenóristi. Þá kom Come Sunday (upphaflega úr Black, Brown And Beige-svítu Ellingtons frá 1945) þar- sem Johnny Hodges nálgaðist guð- dóminn öðrum betur í ódauðlegum altósóló sínum. Séra Erling blés mel- ódíuna a la Tommy Dorsey og síðan tók Ain’t But The One við í djömp- stíl. Þá hljómaði The Majesty Of Good úr síðasta helgikonsert Elling- tons með léttri sveiflu uns kórinn söng Heaven, einn yndislegasta helgisöng er Ellington skrifaði. Sá söngur er ævarandi tengdur Svíþjóð því Alice Babs söng hann meistara- lega með hljómsveit Ellingtons. Ver- aldlegt millispil var á milli helgiatrið- anna, Caravan, sem básúnuleikari Ellingtons, Juan Tizol, samdi og meistarinn lagði smiðshöggið á og Saturday Night Function, sem Barney Bigard samdi og Ellington gekk frá. Í Caravan var brassið blás- ið með dempurum, en þeir léku stórt hlutverk í Ellington-bandinu, og í lokin var farið útí dixíland. Í Al- mighty Good úr öðrum helgikons- ertnum mátti heyra Rune Falk á baritóninn og síðan söng kórinn með sveitinni þrjá kafla úr Frelsissvítu Ellingtons sem er hluti helgikonsert- anna. Tónleikunum lauk á ópus Billie Strayhorns og kynningarlagi Elling- ton-sveitarinnar; Take The A Train, þarsem Reynir Jónasson þandi nikk- una með sextettnum. Þetta var ljúf kyrrðarstund með notalegum Ellington-sextett og fjór- tán manna kór. Erling Thorkelsson hefur útsett tónlistina með það fyrir augum að fara með hana um sveitir Svíþjóðar og flytja í kirkjum með misjöfnum kórum. Þetta er ekki metnaðarfullt verk einsog útsetning Dananna Høybye og Pedersens á helgisöngum Ellingons, sem Kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykjavíkur fluttu að hluta í vetur, þó sú útgáfa blikni við hliðina á hinni einu sönnu Ellington-útgáfu. Það er alltaf gaman að heyra Höskuld Björnsson, en hann hefur búið í Svíþjóð í áratugi og m.a. leikið þar með mönnum á borð við Buddy DeFranco. Hann hélt ryþmanum leikandi léttum ásamt Langborn gít- arleikara sem var þokkalegur sólisti á sveiflunótum einsog þeir félagar allir utan trompetleikarinn norski sem hafði greinilega hlustað á trompetmeistara bíboppsins. Notalegur Ellington DJASS Neskirkja Ronny Farsund trompet, Erling Thorkel- son básúnu, Rune Falk, tenór- og bari- tónsaxófóna og klarinett, Christer Lang- born gítar, Rolf Leidestad píanó og Hjörleifur Björnsson bassa. Kór Nes- kirkju söng undir stjórn Reynis Jónas- sonar sem jafnframt var gestur hljóm- sveitarinnar á harmonikku. JAZZIN DUKES Vernharður Linnet COLORADO- draumurinn er eftir danska met- söluhöfundinn Jane Aamund. Bókin er sönn ástarsaga og segir Jane frá baráttu sinni fyrir ástinni, sem hel- tekur hana. ,,Það verður bylting, þegar ástin heltekur mann um miðj- an aldur. Maður er algerlega á valdi tilfinninganna. Löngunin til að upp- lifa nýjar hliðar á ástinni og gefa sig annarri manneskju á vald. Hverjar svo sem afleiðingarnar verða,“ seg- ir hún. Jane Aamund er einn söluhæsti rithöfundurinn í heimalandi sínu. Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 352 bls. Verð: 1.250 kr. Ástarsaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.