Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 29 FROSTI Friðriksson hefur opnað sýningu í rými undir stiganum í i8. Frosti (f. 1968) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum. Verkið sem hann sýnir undir stiganum nefnist „Útibú“ og fylgir því eftirfarandi texti frá listamann- inum: „Ég undirritaður hef verið staddur á Indlandi undanfarna 3 mánuði og hygg á að dvelja þar að- eins lengur. Á vegi mínum hafa orðið talsvert margir betlarar, mis- jafnlega á sig komnir. Ég var fljót- ur að komast að því að það er úti- lokað fyrir mig að verða við beiðni þeirra allra. Því brá ég á það ráð að opna fyrir þá lítið útibú hér á Klapparstígnum og fá í lið með mér íslenska listunnendur. Það væri gaman ef hérna safnaðist dá- góð summa, því þá hefði ég nóg að gera næstu vikurnar við að koma framlagi ykkar í rétta hendur. Lát- um nú listina gott af sér leiða.“ i8 er opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 13–17 og stendur sýningin til 26. júlí. Frá ferðalagi listamannsins Frosta Friðrikssonar um Indland. „Útibú“ fyrir betlara HANDVERK og hönnun mun nú í sumar og haust ferðast um landið með sýningu sem byggist á fimm sýningum sem Handverk og hönnun hélt í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári. Verkefnið hlaut Menningarverðlaun DV 2002 í list- hönnun fyrir þessar sýningar. Á sýningunni er fjölbreytt hand- verk og listiðnaður eftir 25 aðila og hefst sýningarferðalagið í Edinborg- arhúsinu á Ísafirði í dag kl. 17. Sýningin verður opin alla daga frá 15–18 og stendur til sunnu- dagsins 14. júlí. Næsti áfangastaður er Ólafsvík og þar mun sýningin opna 10. ágúst. Í haust og vetur verður sýningin m.a. í Reykjanesbæ, Akureyri, Skriðuklaustri og Hvera- gerði. Heimasíða Handverks og hönnun- ar er á slóðinni: www.handverkog- honnun.is Farand- sýning 25 listamanna SÉRA Rolf Leiderstad hefur stjórnað djasssveitinni Jazzin Dukes síðan 1994 og hefur sveitin leikið jafnt á djassklúbbum og í kirkjum. Einsog nafn sveitarinnar ber með sér eru verk eftir Duke Ellington jafnan á dagskrá og á tónleikum þeirra í Neskirkju sl. þriðjudags- kvöldið voru öll verkin úr söngbók Ellingtons. Áður en kórinn kom til sögunnar voru tveir gamlir Elling- ton-dansar leiknir: Ring Dem bells (1930) og Drop Me Off At Harlem (1933). Kórinn sté á svið er helgi- söngvarnir hófust. Fyrstu þrír voru úr fyrsta helgikonsert Ellingtons. Í In The Beginnin God blés Rune Falck í baritón a la Harry Carney, þótt hljómurinn væri ekki eins vold- ugur. Rune var þekktur hér á árum áður, en hann lék með Arne Domn- erus, en með honum hljóðritaði hann frá 1958. Rune blés of lítið í baritón- inn á þessum tónleikum því hann er miklu betri baritónsaxófónleikari en tenóristi. Þá kom Come Sunday (upphaflega úr Black, Brown And Beige-svítu Ellingtons frá 1945) þar- sem Johnny Hodges nálgaðist guð- dóminn öðrum betur í ódauðlegum altósóló sínum. Séra Erling blés mel- ódíuna a la Tommy Dorsey og síðan tók Ain’t But The One við í djömp- stíl. Þá hljómaði The Majesty Of Good úr síðasta helgikonsert Elling- tons með léttri sveiflu uns kórinn söng Heaven, einn yndislegasta helgisöng er Ellington skrifaði. Sá söngur er ævarandi tengdur Svíþjóð því Alice Babs söng hann meistara- lega með hljómsveit Ellingtons. Ver- aldlegt millispil var á milli helgiatrið- anna, Caravan, sem básúnuleikari Ellingtons, Juan Tizol, samdi og meistarinn lagði smiðshöggið á og Saturday Night Function, sem Barney Bigard samdi og Ellington gekk frá. Í Caravan var brassið blás- ið með dempurum, en þeir léku stórt hlutverk í Ellington-bandinu, og í lokin var farið útí dixíland. Í Al- mighty Good úr öðrum helgikons- ertnum mátti heyra Rune Falk á baritóninn og síðan söng kórinn með sveitinni þrjá kafla úr Frelsissvítu Ellingtons sem er hluti helgikonsert- anna. Tónleikunum lauk á ópus Billie Strayhorns og kynningarlagi Elling- ton-sveitarinnar; Take The A Train, þarsem Reynir Jónasson þandi nikk- una með sextettnum. Þetta var ljúf kyrrðarstund með notalegum Ellington-sextett og fjór- tán manna kór. Erling Thorkelsson hefur útsett tónlistina með það fyrir augum að fara með hana um sveitir Svíþjóðar og flytja í kirkjum með misjöfnum kórum. Þetta er ekki metnaðarfullt verk einsog útsetning Dananna Høybye og Pedersens á helgisöngum Ellingons, sem Kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykjavíkur fluttu að hluta í vetur, þó sú útgáfa blikni við hliðina á hinni einu sönnu Ellington-útgáfu. Það er alltaf gaman að heyra Höskuld Björnsson, en hann hefur búið í Svíþjóð í áratugi og m.a. leikið þar með mönnum á borð við Buddy DeFranco. Hann hélt ryþmanum leikandi léttum ásamt Langborn gít- arleikara sem var þokkalegur sólisti á sveiflunótum einsog þeir félagar allir utan trompetleikarinn norski sem hafði greinilega hlustað á trompetmeistara bíboppsins. Notalegur Ellington DJASS Neskirkja Ronny Farsund trompet, Erling Thorkel- son básúnu, Rune Falk, tenór- og bari- tónsaxófóna og klarinett, Christer Lang- born gítar, Rolf Leidestad píanó og Hjörleifur Björnsson bassa. Kór Nes- kirkju söng undir stjórn Reynis Jónas- sonar sem jafnframt var gestur hljóm- sveitarinnar á harmonikku. JAZZIN DUKES Vernharður Linnet COLORADO- draumurinn er eftir danska met- söluhöfundinn Jane Aamund. Bókin er sönn ástarsaga og segir Jane frá baráttu sinni fyrir ástinni, sem hel- tekur hana. ,,Það verður bylting, þegar ástin heltekur mann um miðj- an aldur. Maður er algerlega á valdi tilfinninganna. Löngunin til að upp- lifa nýjar hliðar á ástinni og gefa sig annarri manneskju á vald. Hverjar svo sem afleiðingarnar verða,“ seg- ir hún. Jane Aamund er einn söluhæsti rithöfundurinn í heimalandi sínu. Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 352 bls. Verð: 1.250 kr. Ástarsaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.