Morgunblaðið - 05.07.2002, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 35
flest á stöðum sem munu verða í rammaáætlun
um nýtingu vatnsorku og því hætt við að heiða-
gæsastofninn á Íslandi mundi missa verulegan
hluta mikilvægustu varp- og beitarsvæða sinna
undir virkjanalón á næstu áratugum, ef haldið
verður áfram með sama hraða í gerð vatnsorku-
vera, sem verið hefur á síðustu áratugum og gert
er ráð fyrir í áætlunum,“ segir í athugasemd sam-
takanna. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð
fyrir að búsvæðum um 15.000 heiðagæsavarppara
verði raskað og 4.700 til 5.000 hreiðrum yrði
sökkt.
Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segist
taka undir þá skoðun Harðar Kristinssonar grasa-
fræðings, sem greint hefur verið frá, að fyrirhug-
að lón yrði mesta umhverfisslys hér á landi síðan
Blöndulón var myndað. Hún er ekki sammála höf-
undum matsskýrslu Landsvirkjunar að áhrif
framkvæmdarinnar á vatnafar séu lítil og segir að
enginn geti séð fyrir hvaða áhrif fyrirhugað lón og
sveiflur því tengdar geta haft á þrýstivatn á svæð-
inu. Enginn hafi gert tæmandi grein fyrir heildar-
áhrifum þess að dæla 80–90 Gl í lónið snögglega á
hverju vori áður en snjóa leysir á þurrlendari
hluta veranna í næsta nágrenni þess.
,,Rannsóknir Landsvirkjunar undanfarna ára-
tugi hafa leitt í ljós virkjanakosti sem reyndust
mun hagkvæmari þeim sem áður voru fyrirhug-
aðir. Vatnsfellsvirkjun, sem byggir á frekari nýt-
ingu Þórisvatns sem miðlunarlóns, er dæmi um
framkvæmdaleið þar sem umhverfisáhrif eru við-
unandi. Veita Þjórsár um Norðlingaölduveitu til
Þórisvatns, felur aftur á móti í sér gróf umhverf-
isspjöll á náttúru landsins sem stjórnvöldum ber
að afstýra,“ segir Bryndís.
Stjórn Landverndar leggst gegn framkvæmd-
um við Norðlingaöldulón og kemst að þeirri
niðurstöðu að það muni valda umtalsverðum um-
hverfisáhrifum á friðlýstu svæði. ,,Í skýrslu um til-
raunamat á 15 virkjunarkostum í vatnsafli eru
vísbendingar um að Þjórsárver kunni að vera eitt
af verðmætustu svæðum landsins m.t.t. náttúru-
fars og jafnframt eitt af viðkvæmustu svæðum
fyrir virkjanir. Að mati stjórnar Landverndar ber
því að bíða niðurstöðu rammaáætlunar um nýt-
ingu vatnsafls og jarðvarma og náttúruverndar-
áætlunar áður en nokkur ákvörðun verður tekin
sem kann að draga úr náttúruverndargildi Þjórs-
árvera,“ segir í athugasemdum Landverndar.
Segir upplýsingar rangar og
frumgögn misnotuð
,,Undirrituð gerir í nær öllum tilfellum athuga-
semdir við skilgreiningar skýrsluhöfunda og
einkunnagjöf á umhverfisþáttum Norðlingaöldu-
veitu á náttúru Þjórsárvera,“ segir í athugasemd
dr. Ragnhildar Sigurðardóttur. Heldur hún því
m.a. fram að margar af þeim tölulegu upplýsing-
um sem fram komi í kafla matsskýrslunnar um
gróðurfar séu rangar og að umhverfisáhrif Norð-
lingaölduveitu á gróðurfar Þjórsárvera séu alvar-
lega vanmetin í skýrslunni. ,,Ljóst er að þrjú af
fimm mikilvægustu og fjölbreyttustu svæði Þjórs-
árvera geti orðið fyrir alvarlegri röskun af völdum
Norðlingaölduveitu miðað við 575 m lónshæð,“
segir hún.
Ragnhildur bendir m.a. á að tölulegar upplýs-
ingar í töflu um flatarmál gróðurlenda í lónstæð-
inu og kafla um áhrif veitunnar á gróðurlendi séu
rangar ,,og bera vott um lítinn skilning skýrslu-
höfunda á því hvernig ber að vinna úr frumgögn-
um,“ segir hún.
Þá gerir Ragnhildur athugasemdir við mat á
beinum og óbeinum áhrifum lónsins á heiðagæsir í
Þjórsárverum og segir m.a.: ,,Tvo áhrifaþætti af
fimm vantar í lista skýrslunnar séu þeir bornir
saman við skýrslu Arnþórs Garðarssonar frá
1997. Samt er tilvitnun í Arnþór Garðarsson
(1997) haldið án þess að gerð sé grein fyrir niður-
fellingunni. Hér hefur framkvæmdaraðili valið úr
áhrifaþætti en hafnað öðrum án þess að gera grein
fyrir þeim verknaði í texta. Hér er um að ræða eitt
af alvarlegum dæmum um grófa misnotkun á
frumgögnum af hendi skýrsluhöfunda. Felld hafa
verið niður áhrifaþættirnir um skerðingu kjör-
varpsvæða, sem er einn aðaláhrifaþátturinn af
völdum lóns, og liðurinn um áhrif jarðvegseyð-
ingar og áfoks,“ segir í athugasemdum hennar.
,,Þjórsárver og efri hluta Þjórsár er einstætt
vistkerfi og landslagsheild, sem alls ekki mun þola
þá röskun sem af Norðlingaölduveitu mun leiða,“
segir Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur í
athugasemd. Heldur hann því m.a. fram að lón í
Þjórsárverum orsaki öldurof og strandmyndun í
vel grónu landi við Þjórsá og í kjölfarið hæfist
uppblástur sem mjög erfitt yrði að stöðva og hefði
víðtæk áhrif á gróður á stóru svæði.
Minnihluti Þjórsárveranefndar
telur skerðingu óverulega
Umsögn minnihluta Þjórsárveranefndar geng-
ur gegn flestum þeim athugasemdum sem Skipu-
lagsstofnun fékk til umfjöllunar. Þar er m.a. bent
á að áhrif framkvæmda á heiðagæs yrðu nokkur á
svæðisvísu en lítil á landsvísu og heimsvísu. Alls
færu um 8% af hreiðurstæðum heiðagæsar í
Þjórsárverum og nágrenni undir vatn, sem sam-
svari allt að 550 af 6.800 hreiðrum á öllu svæðinu.
Norðlingaölduveita hefði áhrif á innan við 2% af
heildarvarpstofni heiðagæsarinnar sem talin séu
a.m.k. 35.000 varppör. Bein skerðing á rústasvæð-
um, sem eru eitt af megineinkennum Þjórsárvera,
er talin um 1,3 ferkílómetrar eða 11,5% af kort-
lögðum rústum á svæðinu. Einnig bendir minni-
hlutinn á þá niðurstöðu í matsskýrslu vegna fram-
kvæmdanna að við lón í 575 metra hæð yfir sjó fari
alls um 7,2 ferkílómetrar af grónu landi undir lón-
ið en gróið land innan friðlandsmarka skerðist til-
tölulega lítið. Minnihluti nefndarinnar kemst að
þeirri niðurstöðu að skerðing á náttúruverðmæt-
um sé óveruleg og að friðland Þjórsárvera muni
halda einkennum sínum þrátt fyrir tilkomu Norð-
lingaölduveitu með lóni í 575 m hæð yfir sjó.
,,Það er mat mitt að fyrirhuguð Norðlingaöldu-
veita í Þjórsárverum muni hafa í för með sér víð-
tæk og að verulegu leyti óafturkræf umhverfis-
áhrif á einstakri gróðurvin á hálendi Íslands. Með
framkvæmdum á svæðinu yrði áfram sorfið og
þrengt að stærsta ósnortna hálendisvíðerni í
Vestur-Evrópu,“ segir í athugasemd Önnu
Sveinsdóttur og í athugasemd áhugahóps um
verndun Þjórsárvera segir: ,,Lónið er ekki lítið
eins og látið er í veðri vaka í matsskýrslu, aðeins
nokkru minna en Mývatn.“
Þar segir einnig: ,,Mótvægisaðgerðir sem sagt
er frá eru óreyndar við þessar aðstæður og
ótraustvekjandi. Uppgræðsla í þessari hæð er
hæpin svo ekki sé meira sagt við þær sérstæðu að-
stæður sem svæðið býr yfir.“
,,Augljóst er að umrætt miðlunarlón myndi hafa
umtalsverð umhverfisáhrif á vistkerfi Þjórsár-
vera, gróður, rústir, jarðveg, dýralíf og vatnafar. Í
matsskýrslu virðist framkvæmdaraðili forðast að
nota mælikvarðann ,,umtalsverður“ þegar um er
að ræða áhrif á einstaka umhverfisþætti,“ segir í
athugasemd Hjörleifs Guttormssonar fyrrv. al-
þingismanns.
,,Framkvæmdin, eins og henni er lýst í mats-
skýrslu, gengur í berhögg við tillögur meirihluta
íbúa- og hreppsnefndar Gnúpverjahrepps sem
miða að verndun svæðisins allt frá Sultartangalóni
til Arnarfells sem heildar, enda náttúrufar og
landslag í senn stórfenglegt og sérstakt á lands-
og heimsvísu,“ segir í athugasemd Margrétar
Steinþórsdóttur og átta íbúa í Gnúpverjahreppi.
Heildarrennsli í Þjórsá minnkar
enn meira en orðið er
Margar athugasemdanna snúa einnig að áhrif-
um sem framkvæmdirnar muni hafa á fossa. Sig-
þrúður Jónsdóttir í Gnúpverjahreppi segir þá full-
yrðingu í matsskýrslu að heildaráhrif lóns í 575 m
hæð yfir sjó á vatnafar séu lítil ef nokkur, standist
ekki. ,,Norðlingaöldulón veldur því að heildar-
rennsli í Þjórsá minnkar enn meira en orðið er
vegna Kvíslaveitna 1–5, en nú þegar hefur vatns-
rennsli frá upphaflegu rennsli minnkað um 40%.
Þetta hefur áhrif á ásýnd og eðli Þjórsár frá Norð-
lingaöldulóni og alla leið að Sultartangalóni. Við
þetta minnkar rennsli í fossunum þremur,
Kjálkaversfossi, Dynk og Gljúfurleitarfossi og
breytir ásýnd þeirra verulega. Neðsti hluti nokk-
urra þveráa Þjórsár fer einnig á kaf í lónið,“ segir
hún.
,,Nokkrum áratugum eftir að líftíma virkjunar-
innar lyki stæði eftir að minnsta kosti 33 ferkíló-
metra gapandi sár í landslaginu og þó líklega
miklu stærra því vindar munu eiga greiðan að-
gang að uppþornuðum aurflákum í lónsstæðinu og
feykja leirsalla og sandi yfir verin með hroðaleg-
um afleiðingum,“ segir í athugasemd Birgis Sig-
urðssonar rithöfundar.
árust Skipulagsstofnun vegna Norðlingaölduveitu sunnan Hofsjökuls
Morgunblaðið/RAX
ði samkvæmt alþjóðlegum samþykktum, sem skuldbindur Ísland til að tilkynna um allar framkvæmdir á svæðinu og vernda samsvarandi svæði og verður fyrir röskun.
kvæmdin sögð valda
m umhverfisspjöllum
Margháttaðar athugasemdir og gagnrýni vegna fyrirhugaðra
framkvæmda Landsvirkjunar við Norðlingaölduveitu í Þjórs-
árverum er að finna í þeim tæplega 90 athugasemdum sem bárust
Skipulagsstofnun frá félagasamtökum og einstaklingum. Ómar
Friðriksson kynnti sér athugasemdirnar.