Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 59
(2480) hafði svart gegn Silv-
iu Collas (2334). 27...Da4!
28. Hxe4 Bxa2+ 29. Ka1
Hc4! 30. b3 Bxb3+ 31. Kb1
Hxe4 32. Dxe4 Ba2+ 33.
Ka1 Bc4+ 34. Kb1 Hb8+ 35.
Hb2 Hxb2+ 36. Bxb2 Dd1+
og hvítur gafst upp.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3
Rc6 7. f3 e6 8. Dd2 Be7 9. O-
O-O O-O 10. Kb1
Rxd4 11. Dxd4 Dc7
12. g4 b5 13. Bc1
Bb7 14. g5 Rd7 15.
Df2 b4 16. Re2 Hfc8
17. Rd4 d5 18. Bh3
Bc5 19. De2 Bxd4
20. Hxd4 dxe4 21.
Hxb4 exf3 22. Df2
Bd5 23. Hh4 Rc5 24.
He1 Dc6 25. De3
Re4 26. c3 f2 27. He2
Staðan kom upp á
EM kvenna sem
lauk fyrir skömmu í
Varna í Búlgaríu.
Corina Peptan
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 59
DAGBÓK
OFT skiptir meginmáli í
hvorri hendinni samningur
er spilaður, til dæms ef
verja þarf viðkvæman lit
fyrir útspili. Í fyrstu um-
ferð Evrópumótsins var
mikilvægt að suður væri
sagnhafi í fjórum spöðum,
en ekki norður:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ ÁK4
♥ 754
♦ K105
♣KDG4
Vestur Austur
♠ 65 ♠ G2
♥ ÁD93 ♥ G1062
♦ ÁDG97 ♦ 8432
♣Á10 ♣975
Suður
♠ D109873
♥ K8
♦ 6
♣8632
Vestur á allan varnar-
styrkinn og fær aldrei
nema þrjá slagi á ásana
sína ef hann á sjálfur út.
En ef austur á fyrsta leik-
inn fer spilið strax niður
með hjartaútspili. Svo virð-
ist sem suður hljóti alltaf
að stýra sögninni, því hann
á spaðalitinn, en það er alls
ekki einhlítt. Ef suður vek-
ur á „multi“ tveimur tíglum
gæti norður orðið sagnhafi
og svo er til í dæminu að
suður passi í byrjun og yf-
irfæri síðar í spaða eftir
grandinnákomu norðurs yf-
ir tígulopnun vesturs. Það
gerðist í nokkrum borðum:
Vestur Norður Austur Suður
Muller Bieder De Wijs Babsch
– – Pass Pass
1 tígull 1 grand Pass 2 hjörtu *
Dobl 2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Svona gengu sagnir í leik
Hollendinga og Austurrík-
ismanna. Út kom hjarta,
samkvæmt pöntun, og
vörnin tók fjóra fyrstu
slagina.
Búlgararnir Trendafilov
og Karaivanov höfðu betri
aðferðir til að leysa þessa
stöðu. Þeir afgreiddu spilið
þannig gegn Líbönum:
Vestur Norður Austur Suður
Harfouche Trendaf. Eidi Karaiv.
– – Pass Pass
1 tígull 1 grand Pass 2 hjörtu
Dobl Redobl * Pass 2 spaðar
Pass Pass Pass
Redobl norðurs var end-
uryfirfærsla í spaða og yf-
irlýsing um að norður þyldi
ekki vel útspil í hjarta, en
ætti þó stuðning við spað-
ann. Fyrir vikið varð suður
sagnhafi, en heldur neðar-
lega.
Í leik Íslands og Belgíu
voru spilaðir fjórir spaðar í
suður á báðum borðum,
sem unnust auðvitað.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. júlí, er
sjötug Guðrún Ólafía Sigur-
geirsdóttir, Súlunesi 22,
Garðabæ. Af því tilefni tek-
ur hún á móti gestum á
heimili sínu frá kl. 17.
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. júlí, er
fimmtugur Gunnar Páll
Snorrason kaupmaður, Aft-
anhæð 3, Garðabæ. Eigin-
kona hans er Jóna Guðríður
Valdimarsdóttir. Þau eru
stödd erlendis.
LJÓÐABROT
SMIÐJULJÓÐ
Mildur yfir mörk og heiði
morgunljómi fer.
Gengum lítinn ljóra á þaki
ljósið þrengir sér.
Morgunn er í minni smiðju,
mér er heitt við bál.
Ég hef loga lagt að kolum, –
lagt í eldinn stál.
Svörtum reyk um þil og þekju
þyrlar smiðjuvél.
Hrynur rautt um hendur mínar
heitra neista él.
Stálið hitnar, hami skiptir,
hverfur allt þess ryð.
Grimmt það hvæsir, hvítt það gneistar,
hátt það syngur við.
– – –
Guðmundur Böðvarsson
70 ÁRA AFMÆLI. Nk. sunnudag og mánudag 7. og 8.júlí eiga hjónin Guðmundur Bjarnar Stefánsson og
Sólveig Hulda Zophoníasdóttir Grænumýri 19, Akureyri,
sjötíu ára afmæli. Af því tilefni verður opið hús í Oddfellow-
húsinu við Sjafnarstíg 3, Akureyri, frá klukkan 15 til 18
sunnudaginn 7. júlí. Vonast þau til að sjá ættingja og vini.
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. júlí, er
fimmtug Lára Einarsdóttir,
Fensölum 6, Kópavogi. Eig-
inmaður hennar er Einar
Nikulásson. Þau taka á móti
gestum kl. 18 laugardaginn
6. júlí í Félagsheimili Þrótt-
ar, Laugardal.
FRÉTTIR
„ÚTHLUTAÐ hefur verið úr B-
hluta vísindasjóðs Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. Þeir sem hlutu
styrki að þessu sinni eru: Dóróthea
Bergs og Hólmfríður Kristjáns-
dóttir til að kanna breytingar á
hjúkrunarformi; hver áhrif eru á
hjúkrun á deildinni frá sjónarhorni
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Guðrún Kristófersdóttir og fleiri til
að kanna reynslu kvenna með geð-
hvörf. Þá hlaut María Guðnadóttir
styrk til að kanna áhrif fjölskyldu-
aðstæðna á brjóstagjöf og næringu
ungbarna og Ingibjörg Eiríksdóttir
til að rannsaka útkomu úr tvíbura-
meðgöngum og fæðingum með til-
liti til heilsufars mæðra og barna,
árin 1991–2000 á LSH.
Guðrún Guðmundsdóttir hlaut
styrk til að kanna viðhorf til notk-
unar smokksins með tilliti til hás
hlutfalls klamydíu á Íslandi. Helga
Jörgensen og fleiri hlutu styrk til
að kanna ánægju foreldra með
hjúkrun og þjónustu á legudeildum
Barna- og unglingadeildar. Elísa-
bet Guðmundsdóttir hlaut styrk til
að kanna árangursmælingar í
hjúkrun og Sigríður Magnúsdóttir
til að kanna hvernig fjarstaddir
feður upplifa föðurhlutverkið. Hlíf
Guðmundsdóttir hlaut styrk til að
kanna samanburð á færni háaldr-
aðra sem búa í heimahúsum og
vistrýmum á Íslandi og Rakel
Björg Jónsdóttir til að prófa að-
ferðir til að meta og draga úr verkj-
um nýbura á Íslandi. Anna Björg
Aradóttir hlaut styrk til að rann-
saka samband mataræðis skóla-
barna við heilbrigði og félagslega
þætti og Ragnheiður Alfreðsdóttir
til að kanna upplifun hjúkrunar-
fræðinga af eflandi og letjandi
starfsanda á legudeild.
Þá hlaut Edda Jóna Jónasdóttir
styrk til að rannsaka heilsutengd
lífsgæði bakverkjasjúklinga. Elísa-
bet Konráðsdóttir og Ragnheiður
Ósk Erlendsdóttir hlutu styrk til að
kanna áhrif fræðslu- og stuðnings-
meðferðar fyrir fjölskyldur barna
og unglinga með sykursýki. Rósa
Friðriksdóttir og Rósa Guðmunds-
dótir til að kanna þýðingu og for-
prófun á vonleysiskvarða Becks,
vonleysi meðal sjúklinga í endur-
hæfingu. Katrín Björgvinsdóttir
fékk styrk til að byggja upp þekk-
ingu og auka skilning á reynslu
þeirra sem greindir hafa verið með
sykursýki, gerð 2. Svandís Íris
Hálfdánardóttir fékk styrk til að
kanna mat syrgjenda á fylgd og
Anna Birna Jensdóttir og fleiri til
að kanna heilsufar og hjúkrunar-
þarfir aldraðra sem búa heima. Þá
hlaut Katrín Blöndal styrk til að
kanna reynslu hjúkrunarfræðinga
af því að hjúkra sjúklingum með
verki,“ segir í fréttatilkynningu.
Úthlutað úr B-
hluta vísindasjóðs
Hluti styrkþega.
VINNUEFTIRLITIÐ hefur gefið út
leiðbeiningabækling sem ber heitið
Öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir
byggingarvinnustaði. Bæklingurinn
er gefinn út til frekari útskýringar á
reglum um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggisráðstafanir á byggingarvinnu-
stöðum og við aðra tímabundna
mannvirkjagerð. Tilgangur með út-
gáfunni er m.a. að auðvelda þeim, sem
vinna við byggingarframkvæmdir og
mannvirkjagerð að átta sig á ábyrgð
sinni og skyldum við framkvæmdina,
segir í fréttatilkynningu.
Í bæklingnum er m.a. fjallað um
eftirfarandi efni: Skyldur verkkaupa,
samræmingaraðila og öryggis- og
heilbrigðisráðstafan, verkefnastjóra,
atvinnurekenda, verktaka og hönn-
uða. Einnig er fjallað um hvað skal
vera í útboðsgögnum og verksamn-
ingum. Öryggis- og heilbrigðisáætl-
un, gerð er grein fyrir hvernig standa
skuli að gerð hennar. Gátlista sem
notaðir verða á byggingarvinnustað.
Frekari kynning á bæklingnum er
á heimasíðu Vinnueftirlitsins –
www.vinnueftirlit.is. Einnig er þar að
finna heimilisföng og aðrar upplýs-
ingar um Vinnueftirlitið.
Öryggis- og heil-
brigðisáætlun fyrir
byggingarvinnustaði
ÚT ER KOMIÐ 4. hefti verkefna-
bókarinnar Geitungurinn – eftir
Árna Árnason með teikningum Hall-
dórs Baldurssonar. Bækurnar eru
ætlaðar börnum sem hafa áhuga á að
læra að lesa og hafa reynst mjög vin-
sælar. 1. heftið hefur t.a.m. verið
prentað sjö sinnum. Efni þessa 4.
heftis er mjög fjölbreytt og býður
lesandanum upp á viðfangsefni sem
gera lestrarnámið að sannri skemmt-
un. Bókin er byggð upp þannig að
hún myndi sem beinast framhald
þriðja heftis Geitungsins.
Geitungurinn 4 er saminn með það
að markmiði að hann auki áhuga
barna á prentuðu máli. Við samningu
hans var haft að leiðarljósi að foreldri
eða leiðbeinandi og barn geti átt
skemmtilega stund saman yfir heft-
inu um leið og glímt er við efni þess.
Höfundar Geitungsins hafa lengi
starfað saman að útgáfu barna- og
kennslubóka. Árni Árnason er
grunnskólakennari og hefur auk þess
starfað hátt á annan áratug við út-
gáfu kennsluefnis og námsbóka.
Hann er einnig höfundur barnabóka
og námsefnis handa börnum. Halldór
Baldursson hefur um árabil verið
teiknari að atvinnu og hefur m.a.
myndskreytt fjölda þekktra barna-
bóka auk kennslubóka sem notaðar
eru í grunn- og framhaldsskólum.
Útgefandi Geitungsins 4 er Æskan
ehf. Prentsmiðjan Oddi prentaði.
Geitungurinn – 4. hefti
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þú leitar eftir spennu, vilt að
líf þitt sé fullt af fjöri og
skemmtan. Þú flögrar frá
einu viðfangsefninu yfir í
annað enda viltu alltaf prófa
eitthvað nýtt. Þú elskar fjöl-
breytileika og það kunna
aðrir að meta við þig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sýndu þolinmæði ef deilur rísa
í fjölskyldunni, vanmet aldrei
stuðning og þægindin sem í
fjölskylduna er að sækja.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Annasamur dagur, mikið um
snúninga, stuttar ferðir og
innkaupatúra og símasamtöl
við ættingja. Dveldu ekki lengi
við einn þátt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Upplagður dagur til viðskipta
og verslunar. Hikaðu ekki við
að verja peningum ef hugur-
inn girnist því þú munt fá pen-
inganna virði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Bjartsýni, kraftur og áhugi á
lífinu og tilverunni einkennir
þig, enda þrjár reikistjörnur í
merki þínu. Lífið blasir við
þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hið andlega í lífi þínu og til-
veru er þér einkar hugleikið
og þú gerir þér grein fyrir því
að annað sé mikilvægara í líf-
inu en eignast sem mest af
dóti.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þér tekst auðveldlega að
skapa áhuga annarra á ein-
hverju viðfangsefni þínu, not-
aðu þér það því seinna kann
það að vera mun erfiðara.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Eftir rödd þinni verður tekið í
dag, meir að segja af yfir-
mönnum og hugmyndir þínar
um breytt starfsumhverfi fá
hljómgrunn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Gerðu eitthvað allt annað í dag
en þú átt venju til enda mun
það auka skilning þinn á lífinu
og tilverunni. Horfðu á fréttir,
lestu blöð, bækur eða hvað-
eina sem eykur þekkinguna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Verðu málstað þinn og hags-
muni þinna nánustu, enda vel í
stakk búin/n og árangur er
auðsóttur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Eigir þú í deilum getur þú
stigið stórt skref í dag til að
jafna ágreininginn, innsæi þitt
verður lykillinn að því.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Skipulagsþrá þín á öllum svið-
um smitar út frá sér og aðrir
taka þig sér til fyrirmyndar.
Láttu það ekki koma þér á
óvart.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að njóta nærveru og
félagsskaps annarra í dag,
hvort sem um er að ræða sam-
kvæmi, tónleika, lautarferð
eða aðra skemmtan.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.