Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vinningar í sumarhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 28. júní 2002 Nissan Primera, 5 dyra, að verðmæti kr. 2.300.000 2768 4518 6006 7706 8375 10477 11228 12024 14372 14650 15150 21073 22144 24513 24914 25835 26157 26644 30654 30758 43362 45136 48132 48507 52893 190 599 1035 1404 1759 2250 3850 4096 4812 4945 5061 7149 7958 7966 8220 10104 10662 10952 12404 14004 14361 14530 15583 17137 18020 18578 20449 21053 22087 23052 23756 24155 24640 25333 27703 27818 28355 28448 30269 30353 30427 30739 31274 31411 31840 32739 35250 35783 37799 39559 39681 40386 40711 41504 42486 42762 42764 42985 43086 43298 44173 44377 44990 45881 46036 47103 51013 52429 56779 56903 58157 58978 59277 Ferðavinningur með Úrval Útsýn að verðmæti kr. 140.000 Vöruúttekt að eigin vali í Kringlunni kr. 40.000 40622 42645 Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, s. 552 9133. Lokað Hárskerastofur okkar verða lokaðar frá hádegi föstudaginn 5. júlí vegna útfarar KJARTANS EINARS HAFSTEINSSONAR. Félag hárgreiðslu- og hárskerameistara á Norðurlandi. SÝNING á verkum Jóns Laxdal Halldórssonar verður opnuð í Kompunni laugardaginn 6. júlí kl. 16. Jón Laxdal er Akureyr- ingum kunnur fyrir margþætta listastarfsemi. t.a.m. skáldskap, þátttöku í Rauða húsinu, Norð- anpiltum og listsýningar. Jón var bæjarlistamaður Akureyrar ’93– ’94, verk hans eru klippimyndir, tví- eða þrívíðar og ávallt á ljóð- rænum nótum. Sýningin í Komp- unni ber yfirskriftina „… á sól- ríkum sumardegi“ og er innsetning sem samanstendur af fjórum verkum frá síðastliðnum tuttugu árum. Sýningin stendur til 18. júlí og er Kompan opin sýningardaga kl. 14 til 17. Á slaginu sex Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sem hefur veg og vanda af Kompunni mun einnig standa fyrir röð uppákoma og fyrir- lestra nú í júlí á vinnustofu sinni í Kaupvangsstræti 23 sem kall- ast „á slaginu sex“ og munu hefj- ast sunnudaginn 7. júlí kl. 18 en þá talar Margrét Björgvinsdótt- ir. Mánudaginn 8. júlí verður uppákoman í höndum Önnu Richards. Þetta er í annað sinn sem Að- alheiður stendur fyrir menning- arauka af þessu tagi og eru það konur sem sjá um uppákomurn- ar að þessu sinni. Viðburðirnir fara þannig fram að konurnar, sem hafa ólíkan bakgrunn og menntun, ganga inn í innsetn- ingu sem Aðalheiður hefur kom- ið fyrir og taka þannig þátt í myndverkinu hver með sínum hætti. Nöfnin verða auglýst jafn- óðum. Innsetning og uppákomur BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur stað- fest samþykkt stjórnar Norðurorku um hækkun á raforkutöxtum um 3% frá 1. ágúst nk. Hækkunin er til komin vegna er- indis frá Landsvirkjun þar sem til- kynnt er um hækkun á verði raforku um 3% frá 1. ágúst. Rafmagnsverð hækkar ÞAÐ ríkir sannkölluð hátíðar- stemning á félagssvæði KA á Ak- ureyri en þar stendur yfir hið ár- lega Esso-mót félagsins. Þar eru samankomnir um 1.200 knatt- spyrnumenn á aldrinum 11-12 ára, víðs vegar af landinu. Keppn- isandinn svífur yfir vötnum og all- ir vilja sigra en þó eru drengirnar miklir félagar, alla vega á milli leikja. Ágætis veður var á Akur- eyri í gær en þó var norðanáttin frekar köld, ekki síst þar sem sól- ar naut ekki við. Spáin fyrir helgi er hins vegar mjög góð og útlitið því bjart. Alls verða spilaðir á sjötta hundrað leikir á mótinu, sem lýk- ur með lokahófi og verðlaunaaf- hendingu í KA-heimilinu annað kvöld. Útvarpsstöð Esso-mótsins Í tengslum við mótið er rekin útvarpsstöð, Esso-stöðin FM 97,7. Að stöðinni standa nokkrir 13 ára krakkar en útvarpsstjóri er Sig- urður Þorri Gunnarsson. Stöðin sendir út frá kl. 8 á morgnana og fram til kl. 22 og verður stöðin starfrækt fram á sunnudagskvöld. Keppnisliðunum stendur til boða að senda fulltrúa sína í útsend- ingu, þar sem þeir geta t.d. sagt frá sínu liði, heimabæ og ýmsu fleiru. Hátíðarstemning á Esso-móti KA í knattspyrnu Morgunblaðið/Kristján Strákar úr KR, Breiðabliki og Þór sameinast í söng um Bjarnastaðarbeljurnar í beinni útsendingu á Esso-stöðinni FM 97,7, sem rekin er í tengslum við Esso-mót KA. Útvarpsstjórinn Sigurður Þorri Gunnarsson t.h. heldur á hljóð- nemanum og stjórnar söngnum. Fulltrúum liðanna gefst kostur á að kynna lið sín og heimabæ í útvarpinu. Í FRÉTT um veitingastaðinn Sjall- ann á Akureyri í Morgunblaðinu í gær var missagt að staðnum yrði lokað vegna breytinga í næstu viku. Hið rétta er að staðurinn verður op- inn fram yfir verslunarmannahelgi en frá 6. ágúst og fram til 24. ágúst verður staðurinn lokaður vegna breytinga. Elís Árnason og Þórhallur Arn- þórsson hafa að nýju tekið við rekstri Sjallans en þeir félagar eiga húsnæðið, sem hefur verið í leigu síð- ustu ár. Í kvöld verður dansleikur með Pöpunum í Sjallanum og er að- gangur ókeypis en á morgun, laug- ardag, verður þar Bylgjuball. Sjallinn á Akureyri Opið fram yfir verslunar- mannahelgi FYRIRTÆKIÐ Hringrás ehf. er þessa dagana að skipa út miklu magni af brotajárni, sem safnað hefur verið saman í brotajárnsmót- töku Sorpeyðingar Eyjafjarðar í Krossanesi. Alls verður skipað út um 2.500-3.000 tonnum af brota- járni og er niðurklipptur trollvír þar mjög fyrirferðamikill. Brota- járninu er skipað út í flutninga- skipið Fonnes, sem skráð er í Kingstown, en skipið liggur við bryggju í Krossanesi. Ásgeir Sig- urðsson starfsmaður Hringrásar sagði stefnt að því að ljúka útskip- uninni í kvöld eða á morgun, laug- ardag. Hann sagði að ef skipið yrði ekki fulllestað á Akureyri færi það til Reykjavíkur eftir meira járni. Frá Íslandi verður skipinu svo siglt til Rotterdam í Hollandi, þar sem er mikill brotajárnsmarkaður. Ásgeir sagði það vissulega dýrt að safna brotajárninu saman og vinna það. Hins vegar væri tölu- vert umfang í kringum brotajárnið og með útflutningi á því skapaðist gjaldeyrir. Þá væru um 15-20 starfsmenn að vinna í kringum þetta, í Reykjavík og á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Brotajárnið híft á vörubíla í brotajárnsmóttöku Sorpeyðingar Eyja- fjarðar í Krossanesi en þaðan er það flutt um borð í flutningaskip. Brotajárnið flutt úr landi ♦ ♦ ♦ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.