Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 31
LISTIR/KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 31
KVIKMYNDIR byggðar á teikni-
myndasögum og -fígúrum eru
sjóðheitar um þessar mundir. Nú
síðast sló Scooby Doo hressilega í
gegn í Bandaríkjunum en verið er
að frumsýna hana í fjölda Evrópu-
landa ásamt Íslandi um helgina.
Scooby Doo, sem er úr smiðju
Hanna-Barbera, höfunda Steinald-
armannanna, Tomma og Jenna og
fleiri góðkunningja fjölskyldunnar,
er einn þeirra teiknimyndaþátta
sem lengst hefur gengið í sögunni.
Um tvær milljónir fylgjast með
Scooby Doo á Cartoon Network á
laugardagsmorgnum í viku hverri.
Warner Bros sáu að þarna var
hægt að grafa eftir meira gulli og
lögðu í leikna kvikmyndagerð þátt-
anna.
Byrjað var á að ráða Raja R.
Gosnell sem leikstjóra, hann hafði
gert góða hluti í sama hlutverki
fjölskyldumyndanna Home Alone
3 og Big Momma’s House. Aðal-
persónurnar (fígúrurnar) eru Fred
(Freddie Prinze, Jr.), Daphne
(Sarah Michelle Gellar), Shaggy
(Matthew Lillard), Velma (Linda
Cardellini), sem ásamt hundinum
Scooby Doo, kalla sig Dularfulla
gengið ehf. Eftir að eigingirnin í
Fred hefur skapað úlfúð meðal
gengismeðlimanna, er þeim hóað
saman á nýjan leik. Sá sem stend-
ur fyrir því er Emil Mondavarious
(Rowan Atkinson), vill hann að
gengið kveði niður heldur ófélegan
draugalýð sem gengur ljósum log-
um í skemmtigarðinum hans,
Spooky Island – Draugaeyju.
Skyndilega eru brellurnar farnar
að taka sig alvarlega og rembast
sem mest þær nega að hræða líf-
tóruna úr gestunum!
Tæknibrellurnar eru það
„teiknimyndalegar“, að krakkar á
öllum aldri hafa gaman að og eng-
inn þarf að óttast reimleikana á
Draugaeyju. Persónurnar halda
sínu ýkta útliti: Fred með sitt gula
hár, skærara en sólarljósið;
Daphne íklædd meira pelli og
purpura en sjálfur Prince, o.s.frv.
Hundurinn, titilpersónan er á hinn
bóginn tölvuteiknaður samkvæmt
nýjustu tækni og skannaður inná
filmuna líkt og mórarnir og skott-
urnar á Draugaeyju.
Leikarar: Freddie Prinze Jr. (I Know
What You Did Last Summer, I Still
Know..., Head Over Heels); Linda
Cardellini (Legally Blonde, Freaks
and Geeks sjónvarpsþ.); Sarah
Michelle Gellar (Cruel Intetions,
Beðmál í borginni, Buffy the
Vampire Slayer); Matthew Lillard
(Thirteen Ghosts, Summer Catch);
Rowan Atkinson (Bean, Four
Weddings and a Funeral).
Leikstjóri: Raja Gosnell.
Draugar, skottur
og Scooby Doo
Reuters
Teiknimyndahetjan Scooby Doo er
tölvuteiknaður meðal sprelllifandi
leikara í samnefndum sumarsmelli
sem hefur göngu sína í Sambíóun-
um og Háskólabíói um helgina.
Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Kefla-
vík og Akureyri og Háskólabíó frumsýna
Scooby Doo, með Freddie Prinze, Jr.,
Sarah Michelle Gellar, Matthew Lillard,
Rowan Atkinson, Pamelu Anderson o.fl.
FYRIR allnokkrum árum gerði
leikstjórinn Adrian Lyne ofursmell-
inn Fatal Attraction með Michael
Douglas og Glenn Close. Þar lék
eiginmaðurinn þann ljóta leik að
halda framhjá konu sinni með geig-
vænlegum afleiðingum enda hjás-
væfan meira en lítið varasöm þegar
á reyndi. Í Unfaithful hefur Lyne
endaskipti á hlutverkunum, nú er
það eiginkonan sem gerist ótrú með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Edward og Connie Summer
(Gere og Lane), eru hamingjusam-
lega gift og hafa eignast flest það
sem fólk dreymir um. Yndislegan
10 ára son, heimili og húshjálp í
eftirsóttu úthverfi New York-borg-
ar. Þau geta ekki haft það betra
þegar ógæfan dynur yfir. Connie
kynnist fyrir tilviljun ungum og
glæstum hrók og stenst ekki freist-
inguna.
Edward kemst óvænt að því að
Connie hefur farið á bak við hann,
sannleikurinn er sársaukafullur,
hinn kokkálaði eiginmaður þefar að
lokum friðilinn uppi og skyndilega
er farsælt fjölskyldulíf komið í upp-
nám, líf og limir í voða.
Lyne er hnútunum kunnugur,
spinnur vef ástríðuhita og sálar-
kvala sem hægt og bítandi stig-
magnast í hatur, heift og yfirvof-
andi vá fyrir dyrum persónanna.
Hefur velt fyrir sér handritinu allar
götur síðan hann sá La femme
Infidéle, meistaraverk franska
spennumyndaleikstjórans Claudes
Chabrol, árið 1968.
„Hún er ein af mínum eftirlæt-
ismyndum,“ segir Lyne. „Minnir á
handbragð Hitchcocks þegar eig-
inmaðurinn kemst að því að konan
hans stendur í framhjáhaldi. Ég
held mikið upp á hana og nýti mér
lauslega grunntóninn.“
Lyne hefur jafnan lagt áherslu á
tilfinningaþrungin sambönd í verk-
um sínum. „Þar er sekt og kynlíf í
stórum hlutverkum og ég tel að við
búum öll yfir ákveðnu burðarþoli,
þegar þau mörk bresta fljúgum við
fram af hengifluginu,“ segir Lyne.
Þau Gere og Lane þarf ekki að
kynna fyrir lesendum. Gere er ein
af skærustu stjörnum Hoollywood
síðustu áratugina og Lane þykir ein
sú kynþokkafyllsta. Þriðja hjólið
undir vagninum er leikið af Oliver
Martinez, einum vinsælasta leikara
Frakka um árabil. Saman mynda
þau svæsinn ástarþríhyrning.
Leikarar: Richard Gere (An Officer
and a Gentleman, Pretty Woman, Run-
away Bride, Sommersby); Diane Lane
(Jack, Rumble Fish, Cotton Club, The
Perfect Storm). Oliver Martinez (IP5;
1,2,3, Soleil; Horseman on the Roof,
Before Night Falls). Leikstjóri: Adrian
Lyne (Fatal Attraction, 9½ Weeks,
Flashdance, Jacob’s Ladder).
Ótryggð, svik
og hefndir
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó
Akureyri frumsýna Unfaithful, með
Richard Gere, Diane Lane, Oliver Mart-
inez og Eric Per Sullivan í aðal-
hlutverkum.
Diane Lane leikur ótrygga eiginkonu í spennutryllinum Faithful og Oliver Mart-
inez rómanska draumaprinsinn. Leikstjóri myndarinnar er Adrian Lyne.
ÞANNIG var að leikkonan Nia
Vardalos – sem er af grískum upp-
runa – skrifaði einleik sem fjallar um
unga bandaríska konu af grískum
uppruna sem kynnist ungum manni
sem er ekki af grískum uppruna. Og
það uppistand sem þetta sambland
„kynþátta“ – að fjölskyldunnar mati
– skapar, er hreint ótrúlegt. En gæti
samt áreiðanlega verið satt. Jæja.
Kona nokkur að nafni Rita Wilson –
einnig af grískum uppruna – sá leik-
ritið og varð svona hrifin að hún bað
manninn sinn að framleiða kvik-
mynd eftir leikritinu, sem hann og
gerði. Maðurinn hennar heitir Tom
Hanks og hér er Nia Vardalos mætt í
aðalhlutverki þessarar rómantísku
gamanmyndar þar sem John nokkur
Corbett leikur töffarann hennar. En
mörgum stelpum finnst hann voða
sætur eftir að hann lék kærastann
hennar Carrie í Beðmál í borginni.
Og þessi ágæta mynd er nákvæm-
lega einsog maður býst við að hún sé.
Alls ekki léleg. Leikurinn er góður,
brandararnir ganga upp, sagan en
trúverðug og forvitnileg, og persón-
urnar skemmtilegar.
Einhvern veginn fannst mér samt
einsog ég hefði séð næstum alveg
eins mynd hundrað sinnum áður.
Handritið er lið fyrir lið eftir „róm-
antísku-Hollywood-gamanmyndar-
formúlunni“, og oft svo fyrirsjáan-
legt að maður vissi hvað persónurn-
ar myndu segja næst – hvað þá gera.
Framvinda sögunnar var einnig
skrykkjótt á köflum, og svona mætti
telja til ýmis smáatriði sem hafa sitt
að segja.
Sem sagt: alls ekki slæm, en alls
ekki frumleg.
Grikkir
gráta og
hlæja
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
Leikstjórn: Joel Zwick. Handrit: Nia
Vardalos. Kvikmyndataka: Jeff Jur. Aðal-
hlutverk: Nia Vardalos, John Corbett,
Michael Constantine, Lainie Kazan,
Andrea Martin og Joey Fatone. 94 mín.
USA. IFC Films 2002.
MY BIG FAT GREEK WEDDING Hildur Loftsdóttir