Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn:Í dag er Fonnes væntanlegt og út fer Freri RE og Mermaid. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun eru Örvar og Köningsborg vænt- anleg. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, 13–16.30 opin smíða- stofan. Kl. 13 bingó 2. og 4. hvern föstudag. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. All- ar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–12.30 böðun, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Skoðunarferð um Þingvöll fimmtudaginn 11. júlí. Lagt af stað frá Bólstaðarhlíð kl. 13. Kaffihlaðborð í Valhöll. Vinsamlega greiðið ferðina í síðasta lagi fyrir hádegi þriðjudag- inn 9. júlí. Uppl. og skráning í síma 568 5052. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 15 kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerð- arstofa, tímapantanir eftir samkomulagi s. 899 4223. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Í dag er púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun, laugardag, morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Hálendisferð 8.–14. júlí 7 dagar. Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn o.fl., ek- ið suður um um Kjöl. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Athugið vinsamlegast full- greiðið fyrir 5. júlí nk. Fundur vegna ferð- arinnar verður haldinn í Ásgarði í dag kl. 15. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerð- isbræðrum, Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Dagsferð 15. júlí Flúð- ir-Tungufellsdalur- Gullfoss-Geysir- Haukadalur-Laug- arvatn-Þingvellir. Kaffihlaðborð í Bratt- holti. Leiðsögn Sig- urður Kristinsson. Skráning hafin. Fyrirhugaðar eru ferð- ir til Portúgals og Tyrklands í haust, fyrir félagsmenn FEB, skráning er hafin tak- markaður fjöldi. Nán- ari upplýsingar á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa m.a. myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakenn- ari. Gjábakki. Afgreiðsla Gjábakka verður lokuð vegna sumarleyfa 1.–5. júlí. Mötuneyti, handa- vinnustofa og hár- greiðslustofa eru opin eins og venjulega. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gull- smára 13 verður lokað frá 8. júlí til 6. ágúst. Fótaaðgerðarstofan verður opin, sími 564 5298, hársnyrtistof- an verður opin, sími 564 5299. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9– 12.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 12 hádegismatur, kl. 13–14 pútt. Í dag kl. 14 spil- um við bingó. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun. Fótaaðgerðir og hágreiðsla. Allir vel- komnir. Grillveisla: Fé- lagsþjónusan í Hvassa- leiti ætlar að vera með grillveislu föstudaginn 12. júlí nk. kl. 16–19. Elsa Haraldsdóttir kemur með harmonikk- una, spilar og heldur uppi fjöri. Verð 2.500 kr. Skráning fer fram á skrifstofunni og í síma: 588 9335 Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla. Ganga kl. 10. Vinnustofur verða lokaðar vegna sum- arleyfa fram í ágúst. Norðurbrún 1 og Furu- gerði 1. Sumarferð. Fimmtudaginn 11. júlí verður ekið í Fljótshlíð- ina að Odda og Berg- þórshvoli. Súpa og brauð í hádeginu á Hvolsvelli. Leið- sögumaður er Tómas Einarsson. Lagt verður af stað frá Norðurbrún kl. 9.30, síðan teknir farþegar í Furugerði. Nánari upplýsingar í Norðurbrún í síma 568 6960 og Furugerði í síma 553 6040. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 10 kántrí- dans, kl. 11 stepp, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerðarstofa. Smiðjan og bókbandið er komið í sumarleyfi. Kl. 9.30 morgunstund, kl. 13.30 bingó. Farið verður í Landmannalaugar 10. júlí. Lagt af stað kl. 8 f.h. Upplýsingar í síma 561 0300. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2. (Gengið inn Vest- urgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Minningarkort Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyr- ir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins frást á skrifstof- unni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Grafarvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Í dag er föstudagur 5. júlí, 186. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill. (Jóh. 5,21.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 greftra, 4 býsn, 7 bjúga, 8 dáin, 9 stúlka, 11 mag- urt, 13 rúða, 14 kraftur- inn, 15 þungi, 17 menn, 20 annir, 22 skrökvað, 23 kostnaður, 24 eldstæði, 25 nytjalönd. LÓÐRÉTT: 1 flokkur, 2 alir, 3 manns- nafn, 4 líf, 5 elskuleg, 6 gustar, 10 tímarit, 12 ádráttur, 13 hávaða, 15 slátra, 16 úrkomu, 18 álít- ur, 19 sjófuglar, 20 fyrir stuttu, 21 á stundinni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 agnarsmár, 8 lýsir, 9 róaði, 10 æsa, 11 trauð, 13 feiti, 15 helga, 18 snara, 21 tóm, 22 letji, 23 áfall, 24 ald- urtili. Lóðrétt: 2 giska, 3 afræð, 4 skraf, 5 ábati, 6 slit, 7 hiki, 12 ugg, 14 ern, 15 hæli, 16 lítil, 17 atinu, 18 smátt, 19 aðall, 20 auli. Þakkir fyrir útburð á Akureyri ÁNÆGÐUR áskrifandi Morgunblaðsins á Akur- eyri hafði samband við Vel- vakanda og vildi fá að koma á framfæri þökkum til blað- berans í hverfinu. Áskrifandinn býr í Vest- ursíðu á Akureyri og átti hún vart orð til að lýsa því hversu ánægð hún væri með blaðberann, sem nokk- uð nýlega tók þar til starfa við blaðburð. Vildi hún koma á framfæri kæru þakklæti fyrir góðan blað- burð. Týnd laun SONUR minn fór sl. mið- vikudag í Búnaðarbankann á Hlemmi og tók út launin sín, 95 þúsund krónur. Síð- an gekk hann í gegnum tvenn göng sem eru á milli Laugavegs, Rauðarárstígs og Skúlagötu, en einhvers staðar á þessari leið tapaði hann buddunni sinni með peningunum. Eftir um það bil klukku- tíma kom kona inn á vinnu- staðinn hans og spurði eftir honum, en hún hafði fundið budduna sem í voru skilríki hans en buddan var merkt vinnustaðnum hans. Ein- hver hafði tekið peningana úr henni og kastað budd- unni frá sér. Þökkum við konunni kærlega fyrir að koma skilríkjunum til hans. En við vonum að sá eða þeir sem tóku peningana úr henni, eða ef foreldrar sjá börn sín með óvenjumikla peninga, hafi samband við Maríu í síma 899 1904. Fundarlaun. Tapað/fundið Gulur Nokia týndist GULUR Nokia 3310 týnd- ist við ryksugurnar hjá Esso við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði 2. júní. Finn- andi hafi samband í síma 555 4004, Íris, eða 840 5513, Kjartan. Bleikur ung- barnaskór í óskilum BLEIKUR ungbarnaskór fannst við Fannarfold í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 567 6245. Gleraugu í óskilum Kvenmannsgleraugu í rauðu gleraugnahulstri fundust í strætóskýli við Kringluna mánudaginn 1. júlí. Nánari upplýsingar gefur Siggi í síma 866 7132. Gleraugu týndust LITUÐ sjóngleraugu (Gucci) voru tekin í mis- gripum í versluninni Vogue í Mörkinni nýlega. Skilvís finnandi skili þeim aftur í verslunina. Dýrahald Páfagaukur í óskilum á Álftanesi LJÓSBLÁR og hvítur páfagaukur, karlfugl, er í óskilum á Álftanesi. Upp- lýsingar í síma 564 2166 eða 897 7670. Blár páfagaukur í óskilum BLÁR kvenpáfagaukur, gæfur og mannelskur, er í óskilum í Árbæjarholtinu. Upplýsingar í 897 5048. Dvergkanína týndist KANÍNA, svört og lítil dvergkanína, týndist sl. sunnudag frá Garðavegi 4, Hafnarfirði. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 555 3746 og 898 0152. Kisi er farinn á flakk KISI, sem er svartur og hvítur högni, 5 ára, fór að heiman frá Básenda 1 fyrir rúmri viku síðan. Hann er með gula ól, merktur síma- númeri. Hann gæti verið villtur því hann er nýfluttur í hverfið. Þeir sem hafa orð- ið varir við Kisa hafi sam- band í síma 588 6889 eða 659 6889. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ hefur verið gott í gegnum árin að synda í Breiðholtslauginni. Það læknar líkama og sál, mað- ur hittir sundfélagana, spjallar um alla heima og geima og fær m.a.s. ráð við hinu og þessu. Allt er gott um það að segja. En nú bregður svo við að í a.m.k. 2–3 sl. ár hefur þrif- um á lauginni, böðum og pottum hrakað stórlega. Laugin sjálf er mjög óhrein, botninn þakinn svörtum flyksum og hárhrúgur og fleira ónefnt á fleygiferð. Heitu pottarnir eru með brúnni fiturák hringinn í kring sem vandalaust er að hreinsa. Viðhaldi á sturtu og þurrkklefum er mjög ábótavant. Vitanlega er laugin ekki ný en þrátt fyrir það ætti að vera auðvelt að þrífa hana. Sundhöllin í Reykja- vík er gömul en hún er miklu betur þrifin en Breiðholtslaugin. Hvernig er með sjálfvirka hreinsibúnaðinn og hvernig er með önnur þrif? Eru t.d. vissir þrifadagar í hverjum mán- uði? Starfsfólk, vaknið nú af værum blundi! Takið mark á athugasemdum gestanna. Fastagestir í Breiðholtslaug. Vanþrif í Breiðholtslaug Víkverji skrifar... VÍKVERJI eyddi hluta sumar-leyfisins í Frakklandi að þessu sinni. Matar- og vínmenningu Frakka er við brugðið og Víkverji reyndi að njóta hennar eins og við varð komið. Smáfólkið í fjölskyldunni var ekkert of mikið fyrir það að sitja beint í baki á virðulegum veitinga- stöðum, þannig að stundum var grip- ið til þess ráðs að borða nesti á fal- legum stað eða hafa til mat heima á kvöldin. Víkverji kynntist því vel frönskum stórmörkuðum og því, sem þeir hafa upp á að bjóða. Stundum verzlaði hann reyndar í litlum slátr- arabúðum, vínbúðum og bakaríum, en þar sem slátrarabúðir eru svo gott sem útdauðar á Íslandi, bara ein sort af vínbúð og bakaríunum fer fækk- andi, var Víkverja samanburður við íslenzka stórmarkaði efst í huga þeg- ar hann gerði matarinnkaupin. x x x ÞAÐ kemur auðvitað engum áóvart að verðlag í frönskum stórmörkuðum er langtum lægra en á Íslandi. Víkverji fyllti innkaupa- vagninn fyrir u.þ.b. helmingi minna fé en hann gerir á Íslandi og það þrátt fyrir að ofan í vagninn rataði gjarnan vara, sem hann kaupir ör- sjaldan á Íslandi vegna þess hvað hún er fáránlega dýr. Það átti ekki sízt við um ýmiss konar kjötmeti og osta. Hin hliðin á málinu er svo vöru- úrvalið, sérstaklega í matvöru, sem er miklu, miklu fjölbreyttara en í ís- lenzkum stórmörkuðum. Borð og hillur svigna undan alls konar fersku kjöti og fiski, grænmeti og ávöxtum, kæfum, pylsum, sultum, ostum og öðrum mjólkurvörum og alls konar drykkjarvörum. Vöruúrvalið í metn- aðarfyllstu íslenzku stórverzlunun- um bliknaði í samanburðinum. Nið- urstaðan er einföld: Íslenzkar stórverzlanir komast hvergi með tærnar þar sem þær frönsku hafa hælana, hvorki hvað varðar verð né vöruúrval. x x x PARTUR af útskýringunni kannað vera að ýmsan mat, sem er á boðstólum í Frakklandi, er bannað að flytja til Íslands af „dýraheilbrigð- isástæðum“, m.ö.o. til að vernda ís- lenzkan landbúnað fyrir samkeppni. Þetta á t.d. við um mikið af öllum ost- unum, kjötinu og pylsunum. Svo kann líka einhver að segja sem svo að það sé eðlilegt að í miklu matarfram- leiðslulandi eins og Frakklandi, sem þarf að flytja inn mun minna af mat- vælum en Ísland, sé úrvalið í stór- mörkuðum fjölbreyttara. Sú skýring stenzt þó ekki þegar fiskborð í ís- lenzkum og frönskum stórmörkuð- um eru borin saman. Íslendingar eru ein mesta fiskveiðiþjóð heims, en jafnvel í stórmörkuðum langt inni í landi í Frakklandi er úrvalið af fersk- um fiski mun fjölbreyttara og meira spennandi en í fiskborðum íslenzkra stórverzlana. x x x LOKS vakti það athygli Víkverjaað starfsfólk í stórmörkuðum í Frakklandi var ævinlega boðið og búið að vísa honum á matvöru frá við- komandi héraði. Fólk var greinilega ánægt þegar spurt var um afurðir úr heimabyggð þess og sýndi þær með stolti. Það rifjaðist upp fyrir Víkverja þegar hann reyndi fyrir fáeinum ár- um að kaupa ferskan fisk í búð í ís- lenzku þorpi, sem byggir afkomu sína á fiskveiðum. Hann var ekki til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.