Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kjartan ÓlafssonAndrésson fædd- ist á Ytri-Hól í Vest- ur-Landeyjum 2. apríl 1934. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 30. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Andrés Magnússon, bóndi í Vatnsdal í Fljótshlíð, f. í Brók í Vestur- Landeyjum 6. maí 1912, d. 20. apríl 1988, og Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir, f. á Hofi í Vík 8. janúar 1915, d. 10. apríl 1990. Systkini Kjartans eru: 1) Dýrfinna Ósk, f. 4. október 1932, d. 9. júní 1965, maki Kristján Jónsson, f. 28. október 1931. 2) Magnús, f. 7. mars 1936, maki Inga Þórs Ingvadóttir, f. 4. febrúar 1942, d. 23. febrúar 1986. 3) Elfar, f. 16. október 1937. 4) Sveinn Matthías, f. 16. júlí 1939, maki Auður Karlsdóttir, f. 5. nóv- ember 1938. 5) Sigurður Andrés, f. 21. júlí 1940, maki Svanhvít Guð- mundsdóttir, f. 11. nóvember 1941. hjónabandi eru: a) Heimir, f. 20. desember 1973, sambýliskona Jó- hanna Poulsen, f. 4. nóvember 1970, dóttir Heimis er Andrea Messíana, f. 26 janúar 1995. b) Selma Dröfn, f. 18. mars 1975, sambýlismaður Yngvi Stefánsson, f. 9. mars 1974, börn þeirra eru In- diana Líf, f. 28. maí 1998, og Trist- an Darri, f. 23. nóvember 2000. c) Sigurborg Eva, f. 27. ágúst 1979. 2) Örn Valdimar, f. 6. júlí 1966, móðir hans Rannveig Magnúsdótt- ir, f. 14. júlí 1933, d. 23. september 1991. Örn er kvæntur Hrefnu Hall- grímsdóttur, f. 12. apríl 1966, dæt- ur þeirra eru Fríða, f. 1. desember 1995, og Friðrika, f. 20. maí 2000. Sonur Arnar er Arnór Pálmi, f. 3. mars 1987. Kjartan ólst upp að Ytri-Hól til fermingaraldurs en fluttist síðan með foreldrum sínum að Vatnsdal í Fljótshlíð, þar sem hann ólst upp ásamt systkinum sínum. Kjartan vann að sveitarstörfum í Vatnsdal ásamt því að fara til sjós. Hann gerði út og keyrði vörubíl víða en 1960 gerðist hann leigubílstjóri, fyrst hjá Bifreiðastöð Hafnarfjarð- ar, síðan Bæjarleiðum og loks Hreyfli. Útför Kjartans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð. 6) Ólafur, f. 9. desem- ber 1942, maki Ólafía Sveinsdóttir, f. 17 ágúst 1947. 7) Sigur- leif Erlen, f. 10. janúar 1945, maki Sigurður Haukur Gíslason, f. 29. október 1946. 8) Guðríður, f. 21. apríl 1946, maki Eiríkur Ágústsson, f. 26. maí 1943. 9) Viðar Andrés- son, f. 26. apríl 1947, d. 26. apríl 1947. 10) Matthildur, f. 31. maí 1951, maki Dofri Ey- steinsson, f. 30. mars 1947. 11) Elísabet, f. 17. janúar 1953, maki Tryggvi Ingólfsson, f. 16. mars 1950. 12) Þormar, f. 27. apríl 1954, maki Sigurlín Óskars- dóttir, f. 7. nóvember 1958. Kjart- an kvæntist 16. maí 1964 Björk Unni Halldórsdóttur, f. 7. júlí 1941, d. 12. febrúar 1965. Börn Kjartans eru: 1) Katrín Erla, f. 18. desem- ber1956, móðir hennar Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir, f. 24. febrúar 1933. Katrín er gift Þorgeiri Ver Halldórssyni, f. 29. september 1958, börn Katrínar af fyrra Á síðustu dögum hafa komið upp í hugann þær stundir sem ég átti með föður mínum. Fyrsta ferðin til afa og ömmu í Vatnsdal 10 ára gamall stendur þar eflaust upp úr. Þar kynntist ég því umhverfi sem átti best við Kjartan, sveitin sem hann ólst upp í með því fólki sem hann þótti vænst um. Þar lék hann á als oddi enda alltaf glatt á hjalla og stutt í hláturinn á þeim bænum. Þaðan hefur maður minningar sem geym- ast að eilífu eins og heimabakaðar flatkökur, harmonikkusnilli Elfars, og hestamennskan, hvort sem var að ríða úti í haga berbakt á morgnana eða fylgjast með atganginum í hesta- réttinni niður við heimreið. Síðan kom náttúran með stórbrotið eldgos úr Heklu svona til að sjá til þess að ungur strákur úr borginni myndi aldrei gleyma þessum stundum. Einnig hugsar maður um að það er ekki fjöldi þeirra stunda sem ég átti með Kjartani sem skipti máli heldur gildi hverrar stundar sem við áttum saman. Á seinni árum var Kjartan tíður gestur hjá okkur Hrefnu og voru það börnin sem voru greinilega segullinn sem dró Kjartan að. Það var auðvelt að sjá ánægjuna sem skein úr augum Kjartans þegar kall- ið frá stelpunum kom: „Kjartan afi, Kjartan afi“ og þær vissu að alltaf var von á einhverju góðu í poka frá afa. Kjartan fór sína eigin leiðir í lífinu alla tíð, allt til enda. Æðruleysi það og viljastyrkur sem hann sýndi eftir að hann greindist með sjúkdóm sinn verður mér ætíð minnisstæður. Hann kvaddi okkur hljóðlega á sinn hátt og mun fá kærkomna hvíld frá sjúkralegu sem átti illa við hann. Kæri faðir, ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman og við kveðjum þig með söknuði. Örn V. Kjartansson og fjölskylda. Hljóð streymir lindin í haga og hjarta mitt sefur í ró. Tveir gulbrúnir fuglar fljúga í fagurgrænan skóg. Og allt sem ég forðum unni, og allt sem ég týndi á glæ, er orðið að ungu blómi, sem angar í kvöldsins blæ. Hljóð streymir lindin í haga. Ó, hjarta mitt, leiðist þér? Guð gefi nú að við náum næsta bíl, sem fer! (Steinn Steinarr.) Elsku pabbi minn, þú hafðir svo gaman af ljóðum og kvæðum, og því fannst mér við hæfi að hafa þessi orð sem upphaf þess sem mig langar að tjá um þig. En einnig voru það Ís- lendingasögurnar og ævisögurnar sem þú last mikið og varstu hafsjór af fróðleik. Alltaf var stutt í glettnina þegar þú varst annars vegar, jafnvel mitt í öll- um þínum erfiðu veikindum var stutt í glensið. Þetta hefur allt gerst svo fljótt, aðeins tveir mánuðir síðan þú greindist með þennan illvíga sjúk- dóm. Þú ætlaðir svo sannarlega að komast í gegnum hann og verða heill aftur, en líkaminn þoldi ekki allt þetta álag sem á hann var lagt, elsku pabbi minn, meðferðin varð þér ofviða. Það fer margt í gegnum hugann á þessari stund. Umhyggja þín var mikil þegar þú komst henni að. Ég mun aldrei gleyma þeim degi er þú færðir mér bíl að gjöf, þegar ég flutt- ist til Hveragerðis, einstæð móðir með afabörnin þín Heimi, Selmu og Evu. Ég veit að þau muna það allt jafnvel, þegar þú og Auður hans Svenna bróður þíns komuð á tveimur bílum og þú afhentir mér lyklana að öðrum þeirra, það var stórkostlegt. Þetta sagði mér hve stórt hjarta þú hafðir. Þú veittir mér mikinn stuðn- ing frá því við hittumst fyrst, en það var um fermingaraldur minn, engu mun ég gleyma. Alltaf þegar til þín var leitað var allt svo velkomið, ef það var eitthvað sem þú gast gert var það gert af gleði. Lífið fór ekki alltaf um þig silki- hönskum, þú sem misstir stóru ástina þína aðeins þrítugur að aldri, hana Björk Unni. Skynjaði ég þar oft hjá þér djúpan söknuð eftir mikilli konu, sem þú virtir svo mjög. Ég kynntist Rannveigu tengdamóður þinni svo vel, er þið hélduð saman heimili í Út- hlíðinni, veturinn 1986 sem ég var í nuddnáminu. Hún var stórbrotin kona, mikil og góð manneskja. Við áttum þar margar góðar stundir. Tónlist og söngur átti hug þinn all- an og það ekki af verri endanum. Carreras, Pavarotti, Bocelli og fleiri stórsöngvarar voru í miklu uppá- haldi. Tónlistin var þér eflaust mikil fylling á einverustundum þínum, þú sem bjóst svo lengi einn. Síðast í des- ember þegar þú varst fjarstaddur í afmælisfagnaði mínum naustu þess að upplifa tónleika með Kristjáni Jó- hannssyni í Reykjavík. Þú varst leið- ur yfir því að komast ekki, en mið- arnir voru löngu keyptir svo því varð ekki breytt og var það vel. Það gladdi okkur mikið að hafa þig hjá okkur á jólahátíðinni í vetur og þá var það sérstaklega mikils virði fyrir hana Evu, sem núna er fjarri, í spænskunámi á Spáni. Hún er hjá okkur í huganum og hugsar hlýtt til þín, hans afa síns sem gat fengið hana til að hlæja svo dátt. Þú varst svo hress síðustu dagana, allar stundir með þér verða mér dýr- mætar minningar um þig, elsku pabbi. Þú kvaddir þennan heim hægt og hljótt, ég kveð þig með söknuði og þakklæti. Megi algóður guð geyma þig á meðal horfinna ástvina. Sérstakar þakkir vil ég senda Lóu og fjölskyldu á Melabraut 10 fyrir allan þann hlýhug, sem við höfum fundið síðustu mánuði, og þú, pabbi minn, síðustu 10 árin. Megi góður guð styrkja okkur öll í sorginni. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku faðir minn. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En ég vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænargjörð: Guð leiði þig. (Matth. Jochumsson.) Þín dóttir, Katrín Erla. KJARTAN ÓLAFS- SON ANDRÉSSON ✝ Kristbjörg Ró-selía Guðbjörns- dóttir fæddist á Gautshamri í Kald- rananeshreppi í Strandasýslu 1. des- ember 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Katrín Kristín Guð- mundsdóttir, ljós- móðir og húsfreyja, f. á Klúku í Kaldrana- neshreppi í Stranda- sýslu, 19. okt. 1885, d. í Reykjavík 20. jan. 1967, og Guð- björn Bjarnason, bóndi á Bjarnar- nesi, f. á Eyjum í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu 26. sept. 1880, d. á Hólmavík 25. okt. 1952. Systkini Kristbjargar voru 10, Gunnar Magnús, Guðmundína Sig- ríður, Bjarni Kristófer, Anna Mikkaelína, Elín Rósa, Arngrímur, Guðrún, Þorsteinn Gunnar, Mar- grét og Torfi. Af þeim lifa fjögur, þau Anna Mikkaelína, Elín Rósa, Margrét og Torfi. Kristbjörg gift- ist 23.12. 1949 Bjarna Bærings- syni, bifreiðastjóra frá Stykkis- hólmi, f. 20.11. 1918, d. 11.12. 1995. Þau eiga tvær dætur: 1) Sigríður, f. 17.11. 1954, eiginmaður Logi Vilberg Gunn- arsson, f. 6.8. 1953. Synir þeirra eru Bæring Árni, f. 2.7. 1979, Bjarni Þór, f. 1.3. 1982, og Páll Ingvi, f. 31.1. 1986; 2) Elín Anna, f. 13.2. 1962, eiginmaður Er- lendur Kristjánsson, f. 8.4. 1966. Kristbjörg bjó sín fullorðinsár í Reykjavík. Vann sem ung kona á sjúkrahúsum og víðar þar til hún veiktist af berklum. Þá fór hún á Vífilsstaði og síðan á Reykjalund, en á þessum stöðum var hún í sjö ár samtals. Þarna kynntist hún Bjarna og giftust þau á Reykjalundi. Eftir að dæturnar stækkuðu fór Kristbjörg að vinna í þvottahúsi, síðast í Þvottahúsi rík- isspítalanna. Hún bjó í Hraunbæ 146 í 32 ár og flutti þaðan í þjón- ustuíbúð á Dalbraut 27. Útför Kristbjargar var gerð í kyrrþey. Kristbjörg Róselía Guðbjörnsdótt- ir fæddist árið 1916. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Bjarnason, bóndi á Gautshamri við Steingrímsfjörð, síð- ar á Bjarnarnesi, og kona hans, Katr- ín Guðmundsdóttir ljósmóðir, sem settust að á Hólmavík 1931. Kristbjörg fór ung að heiman að vinna fyrir sér. Man ég fyrst eftir þessari fríðu, bjartleitu frænku minni um 18 ára gamalli „í vist“ á ísfirsku heimili. Um þær mundir var Sigríður systir hennar vinnandi hjá foreldrum mínum á Hafrafelli í nágrenni Ísafjarðar, en Katrín, móðir þeirra, og Jón, faðir minn, voru systkini. Árið 1945 veiktist Kristbjörg af lungnaberklum og vistaðist á Vífils- staðahæli um nokkurra ára skeið. Þar mun hún hafa kynnst manni sínum tilvonandi, Bjarna Bæringssyni frá Stykkishólmi, en foreldrar hans voru Bæring Níelsson Breiðfjörð og Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir. Þau Krist- björg og Bjarni náðu heilsu, giftust 23. desember 1949 og fengu um tíma inni á Reykjalundi, en bjuggu síðar í leiguíbúðum í Reykjavík, þar til þeim tókst að eignast lítið hús, Brekku, við Bústaðaveg. Þau eignuðust tvær fríð- ar og efnilegar dætur, Sigríði íþrótta- kennara og Elínu Önnu viðskipta- fræðing. Í litla húsinu á Brekku ríkti gest- risni, góðvild og hjálpsemi, sem náði yfir frændgarðinn stóra. Sjálf varð ég hjálpsemi þeirra hjóna aðnjótandi, þegar dætur mínar tvær fengu þar dagvist, meðan á þurfti að halda. Gat ég aldrei fullþakkað þeim það góða fóstur. Seinna tókst Kristbjörgu og Bjarna að koma sér upp íbúð í Hraun- bænum og áttum við á því heimili marga góða stund. Einnig voru þau mjög hugulsöm við móður mína, sem þá var orðin ekkja. Ýmislegt bjátaði á með heilsu Kristbjargar, hún þurfti í höfuðskurð og síðar tóku berklarnir sig upp út- vortis, en öllu þessu tók hún með jafn- aðargeði. Bjarni vann við bifreiða- akstur, en Kristbjörg í allmörg ár í þvottahúsi ríkisspítalanna. Eftir 1990 tók heilsu Bjarna að hraka og hann lést 11. desember 1995. Kristbjörg hélt heimili í Hraunbænum í nokkur ár eftir það, en síðustu árin vistaðist hún á Dalbraut 27. Undanfarna mán- uði hrakaði heilsu hennar svo, að hún þurfti oft á sjúkrahús, hún var orðin lífsþreytt og óskaði hvíldar undir það síðasta. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Við dætur mínar hugsum með mik- illi hlýju til þessarar góðu frænku okkar og velgerðarkonu og vottum aðstandendum innilega samúð við fráfall hennar. Kristín E. Jónsdóttir. Kæra Kristbjörg, þegar ég var 4 ára og fluttist í Hraunbæ 146 kynntist ég fljótlega Ellu dóttur þinni og við urðum bestu vinkonur. Hún sótti í fjörið kringum mig og mína fjöl- skyldu en ég sótti aftur í friðinn og ró- legheitin sem fylgdu þér. Nú þegar þú ert farin í æðri vist koma upp í hugann óteljandi minningar úr æsku minni. Sunnudagsbíltúrar með ykkur Bjarna og Ellu vestur í bæ að kaupa ís í Dairy Queen, eða upp í Grafarholt. Bjarni að leggja kapal um veðrið á morgun. Spilakvöldin þegar spila- borðið var sett upp. Allar bækurnar sem ég fékk lánaðar úr bókaskápnum þegar ég var búin að lesa allt úr bóka- bílnum. Staflar af Vikum sem við lág- um í og lásum. Rúmteppið þitt rauða og gula sem sem mér fannst vera fallegasta rúmteppi í heimi. Fallegi ballkjóllinn þinn, svartur og gylltur sem þú saumaðir á saumavélina þína sem ég var svo lánsöm að eignast fyr- ir nokkrum árum. Ég man líka að Barbie fékk alveg eins kjól ásamt svo mörgum öðrum sem þú saumaðir. Fyrir hvern öskudag voru svo saum- aðir öskupokar og beygðir prjónar. Verst var að við tímdum varla að hengja pokana á neinn, þeir voru svo flottir. Aldrei man ég eftir að þú æstir þig við okkur en við tókum mark á orðum þínum og vissum að þau stæðu. Þú hélst alltaf ró þinni og varst yfirveguð. Ég man hvað mér fannst millinafnið þitt fallegt og skildi bara ekki hvers vegna þú notaðir það ekki. Þegar ég eignaðist mína dóttur átti ég í mikilli innri baráttu því mig langaði innst inni til að skíra hana Róselíu eftir þér. Mér fannst líka allt- af svo rómantískt að þið Bjarni skyld- uð kynnast á Vífilsstöðum þar sem þið voruð bæði berklasjúklingar og ná ástum saman. Ég veit að ég var kannski ekki neitt rosalega þolinmóð þegar ég var lítil en ég reyndi þó að bíða með að banka á morgnana þangað til ég heyrði um- gang og svo vona ég að þið hafið bara haft gaman af að hafa mig á jólunum því stundum var ég mætt til ykkar áð- ur en þið voruð búin að taka utanaf gjöfunum. Það var bara allt annar hraði á öllu hjá ykkur. Ég var löngu búin að taka utanaf mínum gjöfum og búin að tvístíga á pallinum óralengi. Elsku Kristbjörg Róselía, ég þakka þér það veganesti sem þú hef- ur gefið mér fyrir lífið. Þú hafðir mikil áhrif á mig í uppvextinum og mun ég búa að því alla ævi. Ella, Elli, Sigga, Logi og synir ykk- ur, ég votta ykkur samúð mína og megi Guðs englar yfir ykkur vaka. Selma Hjörvarsdóttir. KRISTBJÖRG R. GUÐBJÖRNSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Afmælis- og minning- argreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.