Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 57 Undir bláhimni Sungið í sveitinni Árnes Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. júlí kl. 16:00-03:00 Nú mæta allir með hljóðfærin og taka þátt í söng og samspili. Æfingar hefjast kl. 16:00. Næg tjaldstæði, sund og heitir pottar. Útgáfutónleikar South River Band kl. 22:00 Dansleikur með hinum frábæru Nátthröfnum Bláhiminn Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Sam- komur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir og Amicos. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Gavin Anthony og ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Styrmir Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Guðný Kristjánsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Júlíleikur í sumarbrids Sumarbrids 2002 og veitingahúsið Þrír frakkar hjá Úlfari bjóða til nýs leiks í júlí. Bronsstigahæsti karl júlí- mánaðar og bronsstigahæsta konan fá verðlaun, einnig verða tveir heppnir spilarar dregnir út (af þeim sem mæta tíu sinnum eða oftar í júlí). Vinningarnir eru gjafabréf á veitingahúsið Þrír frakkar hjá Úlf- ari. Miðvikudagskvöldið 26. júní var spilaður Howell tvímenningur og urðu þessir spilarar efstir: Sveinn Þorvaldss. – Gísli Steingrímss. 200 María Haraldsd. – Þórður Sigfúss. 187 Alfreð Kristjánss. – Loftur Þór Péturss. 180 Erla Sigurjónsdótti – Sigfús Þórðarson 174 Átján pör mættu til leiks fimmtu- dagskvöldið 27. júní og spiluðu Mitchell-tvímenning í tveim riðlum. Meðalskor var 216. Efstu pör: NS Gylfi Baldurs. – Steinberg Ríkarðs. 241 Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðars. 240 Hermann Lárus. – Vilhjálmur Sigurðs. 239 Harpa Fold Ingólfsd. – Aron Þorfinns. 224 AV Anna Þóra Jónsd. – Ragnar Hermanns. 246 Helga Sturlaugsdóttir – Stefán Jónsson 237 Frímann Stefánsson – Ómar Olgeirsson 224 Sveinn Þorvaldson – Gísli Steingrímsson 221 Frábær stemning skapaðist föstu- daginn 28. júní þegar sett var enn eitt þátttökumetið. 28 pör nær fylltu stærri spilasalinn í tvímenningnum og 12 sveitir í sveitakeppninni sem á eftir fylgdi. Hún reyndist afar spennandi eins og lokastaðan sýnir. Efstu spilarar í tvímenningnum: NS Dröfn Guðmunds. – Ásgeir P. Ásbjörns. 379 Hermann Friðriks. – Þórður Sigfús. 357 Birkir Jónsson – Stefán Benediktsson 335 Unnar A. Guðmunds. – Helgi Samúels. 334 AV Valdimar Elíasson – Friðrik Jónsson 363 Sveinn R. Þorvalds. – Gísli Steingríms. 361 Hjálmar S. Páls. – Árni Már Björns. 359 Gunnar Þórðars. – Pétur Hartmanns. 340 Efstu sveitir: Óskar Sigurðss. (Gísli og Sigurður Steingrímss. – Sveinn Þorv.) 56 Eyþór Hauks (Eggert Bergs – Valdimar Elíass. – Friðrik Jóns.) 55 Vilhj. Sig. jr. (Hermann Lár – Ísak Örn Sig. – Gylfi Bald.) 55 Unnar A. Guðm. (Helgi Samúels – Oddur og Árni Hanness.) 53 Gísli Tryggva (Heimir Tryggva – Árni Már Björns. – Hjálmar Páls.) 50 Í Sumarbrids 2002 er spilað alla virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Allir eru velkomnir og keppnisstjóri að- stoðar við að mynda pör, mæti spil- arar stakir. Reynt er að taka vel á móti byrjendum og óvönum spilur- um. Mætið því hress til leiks í af- slöppuðu andrúmslofti. Nánari upp- lýsingar fást hjá BSÍ (s. 587 9360) eða hjá Matthíasi (s. 860 1003). BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 28. júní spiluðu 18 pör í Gjábakkanum og varð loka- staða efstu para þessi í N/S: Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 252 Eysteinn Einarss. – Þórður Jörundss. 248 Ragnar Björnss. – Sigurjón Sigurjónss. 247 Hæsta skor í A/V: Magnús Halldórss. – Magnús Oddsson 259 Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 255 Ingibj. Halldórsd. – Kristín Karlsd. 241 Föstudaginn 21. júní sigruðu Ólaf- ur Ingvarsson og Þórarinn Árnason í N/S-riðilinum og Magnús Halldórs- son og Magnús Oddsson urðu í öðru sæti. Í A/V-riðli sigruðu Eysteinn Ein- arsson og Þórður Jörundsson en Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigríður Pálsdóttir urðu í öðru sæti. Í GRASAGARÐINUM í Laugardal fer fram ýmiss konar starfsemi sem ekki þarf að tengjast skoðun og fræðslu á plöntum. Hópur fólks hef- ur komið saman vikulega í Grasa- garðinum og iðkað forna kínverska bardagalist, tai chi. Þau ætla að sýna og segja frá þessari líkamsrækt laugardaginn 6. júlí kl. 11.00. Tai chi er ævagömul þjálfun sem styrkir bæði sál og líkama, segir í fréttatil- kynningu. Hún er einkum stunduð utandyra í rólegu umhverfi eins og Grasagarðurinn býður upp á. Eftir kynninguna verður boðið upp á jurtate í lystihúsinu. Mæting er í lystihúsinu, aðgangur ókeypis. Verið velkomin í Grasagarð Reykjavíkur. Kínversk bar- dagalist sýnd í Grasagarðinum Rangar myndir Röng mynd var birt með grein Arnars Jónssonar og Ísaks S. Haukssonar, „Erlendar lántökur – íslensk fyrirtæki á lygnum sjó“, sem birtist í blaðinu í gær. Einnig víxl- uðust nöfnin undir myndunum. Réttar myndir birtast hér og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Ísak S. Hauksson Arnar Jónsson ÞJÓFURINN eða þjófarnir sem stálu stórri Husqvarna-sláttuvél ásamt smærri sláttuorfum og ýms- um tækjum úr skemmu golfklúbbs Bakkakotsvallar í Mosfellsdal eru enn ófundnir sem og allt þýfið. Sláttuvélin er þung og því ekki hægt að flytja hana brott nema með kerru eða í sendibíl. Andvirði þess sem stolið var er rúmlega ein millj- ón króna. Innbrotið átti sér stað að- faranótt mánudagsins 24. júní sl. Þeir sem veitt geta einhverjar upp- lýsingar um óvenjulegar manna- ferðir á þessum tíma eða á annan hátt geta aðstoðað við að upplýsa málið er bent á lögregluna í Reykjavík. Sláttuvélin enn ófundin Sláttuvélin sem stolið var er af gerðinni Husqvarna ProFlex 21. MANNANÖFN sem berast Hag- stofu Íslands til skráningar en eru ekki á mannanafnaskrá, eru ekki skráð að svo stöddu, heldur er mál- inu vísað til meðferðar mannanafna- nefndar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Nýlega kom fram í fréttum að ekki hafi fengist leyfi fyrir því að nefna stúlku nafn- inu Blær, þó fordæmi séu fyrir því í þjóðskrá að konur beri þetta nafn. Andri Árnason, formaður manna- nafnanefndar, segir nafnið þegar vera á mannanafnaskrá sem karl- mannsnafn og ekki sé heimild fyrir því í lögum að nafn sé skráð bæði sem karl- og kvennafn. „Ef nafn sem borið er af bæði konum og körl- um kæmi til umfjöllunar manna- nafnanefndar í dag myndi nefndin fyrst og fremst líta til þess hvort um væri að ræða karlkyns eða kven- kyns orð og svo eftir atvikum af hvoru kyninu nafnberar væru fleiri. Lögin sem segja til um að nöfn geti ekki verið borin af bæði konum og körlum eru sennilega gerð með það í huga að hægt sé að ráða af nafni fólks hvort það er karl- eða kven- kyns. Sem dæmi má taka nafnið Blær Hafberg, en af þessu má ekki sjá hvort viðkomandi er karl eða kona. Það er löggjafinn sem tekur ákvarðanir um að þetta skuli vera svona og mannanafnanefnd vinnur samkvæmt þessu,“ segir Andri. Að sögn Andra var farið að gera sérstaka skrá yfir leyfð nöfn árið 1991 þegar mannanafnanefnd var sett á laggirnar og þau nöfn sem féllu ekki að þágildandi reglum fóru ekki inn á mannanafnaskrá. Svo hafi lögin aftur verið rýmkuð og nú sé meginreglan varðandi eiginnöfn sú að þau taki viðunandi eignarfalls- endingu og að þau séu skrifuð í sam- ræmi við meginreglur íslensks máls. Halldór Reynisson, verkefnis- stjóri fræðslu- og upplýsingamála hjá Biskupsstofu, segir Þjóðkirkj- una leitast við að vera ráðgjafa for- eldra sem þangað leita með börn sín til skírnar. Halldór leggur á það sterka áherslu að það sé tvennt ólíkt að gefa barni nafn og að skíra það og það sé kannski kjarni málsins. Ef nafnið sem fólk hyggst nefna við skírnina er ekki á skrá mannanafna- nefndar verður fólk að leita til nefndarinnar með ósk um að fá nafnið samþykkt. Nafngiftir barna ekki á ábyrgð kirkjunnar „Auðvitað reynum við þó almennt að vera fólki til ráðgjafar í þessum efnum. Ef það koma foreldrar til prests með barn til skírnar og nafn- ið er þess eðlis að ólíklegt er að það sé skráð kannar presturinn það og komi í ljós að nafnið er óskráð segir presturinn foreldrunum að þeir þurfi að sækja um það sérstaklega til mannanafnanefndar að fá nafnið skráð.“ Halldór segir að í raun beri kirkj- an ekki ábyrgð á því nafni sem barni er gefið heldur sé það hinna veraldlegu yfirvalda að taka á þeim málum sem upp koma í þessum efn- um. „Við erum fyrst og fremst ráð- gjafar þeirra sem hyggjast skíra barn sitt. Við höfum vitaskuld upp- lýsingar um hvaða nöfn eru inni á þessum lista og hver ekki,“ segir Halldór. Hann segir að prestar taki einnig tillit til þess, þegar skíra á barn, að auðvelt verði fyrir barnið að bera nafnið. Stundum vilji foreldrar nefna barn sitt nafni án þess að hafa í raun vegið nafnið og metið frá sjónarhóli barnsins, heldur hafi önn- ur sjónarmið ráðið ferð. Slíkt heyri þó til undantekninga. Nöfn geta ekki verið bæði karl- og kvenkyns Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ í Hveragerði er til boða vikudvöl með námskeiði gegn reykingum þar sem tekið er á þessum þáttum. „Mörg námskeið hafa verið haldin á liðnum árum með góðum árangri. Sýnt hefur verið fram á, að hreyf- ing, fræðsla, umræður, slökun og útivist hjálpa mörgum til að hætta að reykja. Mörgum reynist auðveldara að glíma við tóbaksfíknina fjarri erli hversdagsins í hópi þeirra sem eiga við sama vanda að stríða og er því dvöl í friðsældinni í Heilsustofnun góður valkostur,“ segir í fréttatil- kynningu. Innritun stendur nú yfir á næsta námskeið, sem verður haldið dagana 18. til 25. ágúst 2002. Upplýsingar og innritun í Heilsustofnun, beidni- @hnlfi.is, heilsu@hnlfi.is. Námskeið gegn reykingum KÓR Flensborgarskólans verður með söngmaraþon í Vetrargarðinum laugardaginn 6. júlí. Maraþonið hefst klukkan 11 og verða tónleikar reglulega yfir daginn og æfingar þess á milli. Viðskiptavinir geta einn- ig tekið lagið með kórnum því spilað verður undir fjöldasöng. Maraþon- inu lýkur rétt fyrir miðnætti eða klukkan 23. Kórinn skipa 54 krakkar á aldr- inum 16–20 ára og er stefnan tekin á kórakeppni á Spáni síðar í sumar. Þau hafa á síðustu dögum verið að safna áheitum en jafnframt verður tekið við framlögum á meðan á maraþoninu stendur. Nánari upplýs- ingar veitir Hrafnhildur Blomster- berg s. 699 3740, segir í fréttatil- kynningu. Söngmaraþon kórs Flensborgarskólans STYRKUR var nýlega veittur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors. Lára Magnúsardóttir hlaut styrkinn að þessu sinni. Lára er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands og hún rann- sakar nú bannfæringar á Ís- landi á síðmiðöldum. Minning- arsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors er eign Háskóla Íslands. Tekjum sjóðsins er varið til þess að veita stúdentum eða kandídöt- um í íslensku eða sagnfræði styrki til einstakra rannsóknar- verkefna, sem tengjast námi þeirra. Fékk styrk til rannsókna á bannfæringum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.