Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 60
JULIA Roberts giftist kvik- myndatökumanninum Daniel Moder snemma í gærmorgun á setri sínu skammt fyrir utan Taos í Nýju-Mexíkó. Þetta er í annað skiptið sem Roberts gengur í hnapphelduna en hún var gift sveitasöngvaranum Lyle Lovett í 21 mánuð. Athöfnin hófst skömmu eftir miðnætti og fór fram með leynd. Fjölskyldur þeirra og vinir voru viðstödd. Blaðafulltrúi Roberts vildi ekki gefa upplýsingar um hvernig brúðarkjóllinn leit út eða hvernig athöfnin og veislan fóru fram. Í fyrrakvöld sást stórt hvítt tjald á landareign Roberts og fjöldi ljósmyndara og frétta- manna gisti fyrir utan hliðið á landareigninni. Blaðamenn fengu veður af brúðkaupinu þegar breska dagblaðið Daily Mail greindi frá því að 50 gestir hefðu flogið frá Los Angeles til Nýju- Mexíkó til að taka þátt í einhvers konar fagnaði. Gestirnir voru hvattir til að koma í hvítum fötum og mun leikarinn George Clooney hafa verið meðal gesta. Roberts giftist í annað sinn Reuters Juliu Roberts hefur tekist vel upp við að halda nýja eiginmanninum úr fjöl- miðlum og hafa því fæstir séð hvernig hann lítur út. FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vesturgötu 2, sími 551 8900 Lúdó og Stefán í kvöld og laugardagskvöld Mulholland Dr. Þessi draumlógíska og seiðandi noir-saga skip- ast tvímælalaust í flokk bestu mynda David Lynch. Óræð en þó býr yf- ir leyndu merkingarsam- hengi. (H.J.) About a Boy Bæði bráðfyndin, háðsk og hlýleg um þroskasögu ólíklegustu einstaklinga sem örlögin leiða saman í Lundúnum. Hugh Grant fer fyrir einstökum leik- hóp og myndin undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga frá mexíkóska leik- stjóranum Alejandro González Inárritu. Form- ið er sótt til tarantínóismans en myndin fer síðan lengra en dýpra inn í tilfinningalíf og til- vist. (H.J.)  Sambíóin. Curse of the Jade Scorpion Allen er góður í nýjustu mynd sinni sem er sambland af gríni og glæpum, þó í raun róm- antísk ástarmynd með sálfræðilegum und- irtóni. Dávaldar, gimsteinar, rannsóknarlögg- ur og bæld ást. Gaman gaman. (H.L.)  Háskólabíó. Jimmy Neutron Virkilega vel til fundin og flott teiknimynd. Þar segir frá snillingnum Jimmy og félögum hans sem leggja í spennandi leiðangur til annarrar plánetu til að bjarga foreldrum sínum. Skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. (H.L.)  Sambíóin, Laugarásbíó. Skrímsli HF Raddsett teiknimyynd. Tölvuteiknuð barna- og fjölskyldumynd um skrímslin í skápnum. Sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna. (S.V.)  Sambíóin. Star Wars: Episode II – Att- ack of the Clones/Árás klón- anna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðsins er skref í rétta átt, hreinræktað ævintýri og þrjúbíó þó nokkuð vanti upp á seið fyrstu myndanna. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn, Sambíóin. Ali G Indahouse Sjónvarpstrúðurinn Ali G fer mikinn í satíru að hætti hússins um rotið kerfi og gjörspillta stjórnmálamenn og eigið ágæti í mynd sem sveiflast á milli allt að því snilligáfu og leið- indastagls. Fyrir unglinga. (S.V.)  Sambíóin. Panic Room Vel gerður og lengst af spennandi tryllir um mæðgur í höggi við innbrotsþjófa. Leikstjór- inn Fincher og hans fólk gera allt vel en Fost- er er ótrúverðug og myndin verður langdregin og dettur niður í klisjukenndan lokasprett (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Köngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Köngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl, í bland við straumlínulagað tölvugrafíkútlit. Frábær framan af en slappast þegar á reynir. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. My Big Fat Greek Wedding Bara býsna skemmtileg og vel gerð rómantísk gamanmynd. En alltof ófrumleg og fyrirsjáan- leg. (H.L.) Laugarásbíó. Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands Bandarísk teiknimynd með íslenskri og bandaríksri talsetningu. Pétur Pan berst enn við Kaftein krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar. Vönduð, ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin. Pilturinn í plastbelgnum Óvenjuleg aulabrandaramynd þar sem sögu- hetjan er ástfanginn ungur maður með ónýtt ónæmiskerfi og býri í plastkúlu. Heldur út á þjóðveginn í leit að ástinni sinni. Á sína góðu og slæmu kafla, rétt einsog vegurinn. (S.V.) Sambíóin. Hart’s War Skilgetið afkvæmi gæðabylgjunnar í stríðs- myndabransanum. Þar er gerð tilraun til að koma með dálítið ferskt sjónarhorn á heims- styrjöldina síðari, en þjóðernisremban tekur fljótlega yfir. (H.J.) Regnboginn. High Crimes Meinsæristryllir um skuggalega fortíð fyrrum hermanns og liðhlaupa með Morgan Freem- an og Ashley Judd, fer alltof troðnar slóðir. Góður leikhópur og útlit en ferskleikann bráð- vantar. (S.V.) Regnboginn. 40 Days and 40 Nights Stöðluð rómantísk gamanmynd fyrir ungt fólk og unglinga, sem einkennist af miklu ofhlæði alls þess sem best þykir í bandarískum ung- lingabíóheimi. Alvarleg rökvilla er í handrit- inu, þar sem aðalpersónunni er nauðgað án þess að hún taki eftir því. (H.J.) Laugarásbíó. Black Knight Þunnildi með einum brandara: Martin Law- rence lendir í tímagati og rankar við sér á miðöldum. Hefði betur aldrei snúið til baka. (S.V.) Sambíóin. Dragonfly Þetta sálræna draugadrama minnir mann óþægilega á þann firrta og forheimskandi hugsunarhátt sem ráðið getur ríkjum í Holly- woodmyndum. (H.J.)  Háskólabíó. D-Tox Sylvester Stallone í döprum slag við fjölda- morðingja og Bakkus konung. (S.V.)  Háskólabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Jimmy Neutron er að viti Hildar Loftsdóttur „virkilega vel til fundin og flott teiknimynd ... fyrir alla fjölskylduna.“ ARI Í ÖGRI Arnar Þór Viðarsson sigurvegari Söngkeppni framhalds- skólanna 2001 og Þór Óskar Fitzger- ald gítarleikari spila og syngja. BÖGGVER, Dalvík Skugga-Baldur. CAFÉ CATALÍNA Trúbadorinn Sváfnir Sigurðarson. CAFÉ RIIS, Hólmavík Rúnar Þór og hljómsveit. CHAMPIONS CAFÉ Diskótek Sig- valda Búa. DEIGLAN, Akureyri Velska þjóð- lagasöngkonan Julie Murphy verður með tón- leika ásamt hljómsveit. Á laugardaginn spilar hún svo á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og á mánudaginn á Gauki á Stöng. CLUB 22 Dj. Rallycross. GAUKUR Á STÖNG Í svörtum föt- um. GRAND ROKK Bandaríska harð- kjarnasveitin Darkest Hour leikur ásamt Mínus kl. 22. GULLÖLDIN Svensen og Hallfunkel. HVERFISBARINN Dj. Le Chef. INGÓLFSTORG Rímnamínstón- leikar kl. 16 til 18. Tónleikar í tilefni af útkomu safnplötunnar Rímna- míns. Fram koma Diplomatics, Vivid Brain, Bæjarins bestu, Afkvæmi guðanna, Bent & 7berg, Móri og Mezzías MC, Sesar A (& Sækópah) og XXX Rottweiler. KAFFI RÓM, Hveragerði Smack. KAFFI STRÆTÓ Íris Jóns og Siggi Már spila. KRINGLUKRÁIN Stuðbandalagið. O’BRIENS Moggadon. ODD-VITINN, Akureyri Skemmti- kvöld. Ýmsir söngvarar taka lög Abba, Bítla, Elvis o.fl. ásamt Dj Bo. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi Spútnik. RÁIN, Reykjanesbæ Hljómsveitin Hafrót. SJALLINN, Akureyri Írafár og Pap- ar. Frelsisball með Írafári fyrir 12– 16 ára til kl. 23. Papar taka svo við á hefðbundnu balli þar sem frítt er inn til kl. 2 vegna eigendaskipta. SPOTLIGHT Dj. Cesar kl. 21 til 6. 500 kr. inn. VIÐ POLLINN, Akureyri Ruth Reg- inalds. VÍDALÍN VIÐ INGÓLFSTORG Buff. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Þjóðlagasöngkon- an Julie Murphy heldur þrenna tón- leika hérlendis. BANDARÍSKA sveitin Darkest Hour er komin hingað til lands og mun halda tvenna tónleika í kvöld og á morgun ásamt Mínus og sér- stökum gestum. Darkest Hour spila þungt rokk af allra þyngstu gerð; alvöru „me- tal“ eins og innvígðir kalla það. Í samtali við Mike Schleibaum gítarleikara kom fram að sveitin var stofnuð árið 1995, þó hann telji sveitina í raun ekki hafa „byrjað“, fyrr en 1998. „Fyrst var þetta bara svona menntaskólaband – meira svona grín. Við gáfum t.d. út hræðilega stuttskífu sem hljómar allt öðru- vísi en það sem við erum að gera í dag.“ Eftir „alvöru“ bandið liggja tvær breiðskífur, The Mark Of The Judas (2000) og So Sedated, So Secure (2001). „Í raun hefðum við átt að breyta nafninu á sveitinni árið 1998,“ álít- ur Mike. Hann segir sveitina vera undir sterkum áhrifum frá sænsk- um dauðarokksveitum eins og At the Gates og In Flames, sem til- heyra hinni svokölluðu „Gauta- borgarstefnu“. „Ég myndi segja að þetta væri svona bandarísk nálgun við Gauta- borgarhljóminn. Við erum ekki með gítarsóló eða neitt slíkt og rekum bandið í sönnum harð- kjarnaanda – túrum út um allt, spilum á litlum stöðum og lifum fyrir tónlistina.“ Og er það markmiðið að lifa af tónlistinni? „Við reynum að vinna að því myndi ég segja. Nú höfum við ver- ið á hljómleikaferðalagi í ár og er- um allir heimilislausir! Auðvitað væri frábært að geta lifað sæmi- lega af þessu. Fugazi (frá Wash- ington) eru skýrt dæmi um sveit sem byggir tekjur sínar á tónlist, án þess að gefa nokkuð eftir af listrænni sannfæringu. Það finnst okkur vera til eftirbreytni.“ Fyrri tónleikarnir fara fram í kvöld á Grand Rokk kl. 22.00 og er aldurstakmark 20 ára. Seinni tón- leikarnir verða í Vesturportinu á morgun og er aldurstakmark ekk- ert. Miðaverð er 800 kr. á hvora tónleika. Það er ekki alltaf dimmt hjá Darkest Hour. Það dimmir um stund Harðkjarnasveitin Darkest arnart@mbl.is Hour með tvenna tónleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.