Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar leiðir skiljast koma upp
minningar frá liðnum árum.
Elsku Hjalti minn, þú varst mitt
fyrsta barnabarn. Ljúfur drengur
sem gekk vel í skóla og lífið blasti við
en enginn má sköpum renna. Á ung-
lingsaldri brutust fram veikindi en
þú varst ákveðinn í að láta ekki bug-
ast og hélst áfram í menntaskóla því
hugurinn stóð til myndlistarnáms en
það var þitt aðaláhugamál. Eftir þig
liggur töluvert magn mynda og
teikninga. Sumar myndanna bera
þess vott hve trúaður þú varst. Við
ræddum stundum um trúmál og þú
trúðir á líf eftir það líf sem við lifum
hér. Birkir bróðir þinn dó á síðast-
liðnu ári svo að nú eruð þið saman í
því lífi sem bíður okkar allra.
Fyrir fimm árum veiktist þú af
heilahimnubólgu og var þér vart
hugað líf en þú lifðir af en líkaminn
var aldrei samur eftir. Eftir það var
erfiðara að láta vonirnar rætast.
Alla tíð barstu hag fjölskyldunnar
fyrir brjósti og ræktaðir þau bönd
eftir bestu getu. 17. júní var síðasta
skipti sem við hittumst, þá komstu til
mín með vini þína og bróður. Það var
gott að eiga þig að vini og ég mun
geyma minninguna um þig í hjarta
HJALTI HAUKUR
ÁSGEIRSSON
✝ Hjalti HaukurÁsgeirsson fædd-
ist 31. október 1973.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu aðfaranótt 20.
júní síðastliðinn.
Hjalti var elsti sonur
hjónanna Ásgeirs
Þórs Hjaltasonar, f.
9. mars 1953, og
Stefaníu Kristjáns-
dóttur, f. 30. apríl
1956. Bræður Hjalta
voru tvíburarnir Ás-
geir Þór, f. 10. nóv.
1977, og Birkir Þór,
d. 12. ágúst 2001.
Útför Hjalta verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
mínu, elsku Hjalti
minn.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(H. Pétursson.)
Elsku Ásgeir og
Stebba, ég bið algóðan
Guð um að styrkja ykk-
ur og drenginn ykkar,
Ásgeir, í ykkar miklu
sorg.
Amma Kolbrún.
Elsku nafni minn. Ég þakka þér
þær stundir sem við áttum saman.
Þú varst ljúfur og góður drengur.
Komst reglulega í heimsókn til mín.
Þá töluðum við saman um heima og
geima. Þú varst listhneigður og mál-
aðir góðar myndir og var það þitt
helsta áhugamál. Ég á málverk og
myndir eftir þig, sem ég er þakklátur
fyrir.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku Ásgeir, Stefanía og Ásgeir
yngri, megi góður guð styrkja ykkur
í sorginni.
Hjalti afi.
Mikil gleði ríkti í fjölskyldunni
þegar Hjalti fæddist, frumburður
foreldranna, og ég man hve stolt þau
Stefanía og Ásgeir voru af honum
Hjalta sínum.
Hjalti fékk ungur að aldri, aðeins
sjö daga gamall, að reyna að lífið er
ekki bara dans á rósum. Hann var
settur í gifs á báðum fótum og þurfti
að vera með það í níu mánuði. Þar
sem Hjalti stækkaði mikið á þessum
tíma þurfti að skipta um gifs á
tveggja vikna fresti. Stefanía og Ás-
geir önnuðust hann eins vel og unnt
var og liðu kvalirnar með honum.
Þau byrjuðu að byggja á þessum
tíma og Ásgeir vann langan vinnudag
til að koma þaki yfir litlu fjölskyld-
una. Eftir að þau fluttu í Víðigrund-
ina eignaðist Hjalti tvíburabræður
og framtíðin blasti björt við fjöl-
skyldunni. Bræðurnir léku sér ungir
og áhyggjulausir og gerðu sín prakk-
arastrik eins og gengur og gerist.
Stefanía og Ásgeir vernduðu þá og
gættu og vildu allt hið besta fyrir
strákana sína.
Margar minningar koma í hugann
þegar ég hugsa um Hjalta, t.d. hvað
hann var prúðmannlegur í jakkaföt-
unum sínum þegar hann fermdist og
hvað hann fylltist miklum eldmóði
þegar hann talaði um myndlist.
Á unglingsárunum fékk Hjalti að
reyna aftur að lífið er ekki alltaf auð-
velt en hann stóð þetta allt af sér.
Draumur hans var að verða mynd-
listarmaður og sá draumur rættist.
Þegar ég átti afmæli síðast gaf Hjalti
mér mynd eftir sig og mun sú mynd
vera mér dýrmæt minning um hann.
Í ágúst í fyrra lést Birkir bróðir
hans í bílslysi og var það mikið áfall
fyrir Hjalta. En hann gafst ekki upp
og horfði fram á veginn. Hjalti var að
undirbúa myndlistarsýningu þegar
hann var skyndilega kvaddur á brott.
Ég veit að Birkir bróðir hans hefur
tekið vel á móti honum.
Elsku Stefanía og Ásgeir, missir
ykkar er mikill en enginn getur tekið
frá ykkur góðar og yndislegar minn-
ingar um Hjalta og Birki. Ásgeir
Þór, missir þinn er mikill, fyrst tví-
burabróðir þinn og nú Hjalti, en þið
voruð allir svo góðir vinir og stóðuð
saman.
Við vitum það mæta vel að minn-
ingarnar um góðu stundirnar geta
hjálpað á stundum sem þessum. Guð
gefi ykkur öllum styrk í þessari
miklu sorg.
Helga og Guðmundur.
Það er erfitt að trúa því að Hjalti
Haukur frændi minn sé dáinn. Hann
var elsta barn foreldra sinna, Ás-
geirs bróður míns og Stefaníu konu
hans. Þau voru ungir foreldrar, hann
20 ára en hún 17 ára. Hann var einn-
ig fyrsta barnabarn mömmu og
pabba. Ég var 9 ára þegar hann
fæddist og beið hans í ofvæni og ekki
varð ég fyrir vonbrigðum. Hann var
frábær krakki, mesta krúttið af öll-
um börnum sem ég vissi um. Ég naut
þess að passa hann, var með hann í
vist tvo sumarparta og gætti hans
mikið þess utan líka. Hann var yf-
irleitt þægur og góður og okkur kom
vel saman.
Hjalti fæddist fatlaður, með
klumbufætur, og þurfti þess vegna
að fara í margar aðgerðir strax í
frumbernsku. Hann var í spelkum
sem náðu frá ökkla og upp í nára
þegar hann lærði að ganga, en hann
fór samt að ganga á sama tíma og
önnur börn. Hann gekk alltaf í sér-
smíðuðum skóm og síðar fór hann í
miklar aðgerðir til að laga klumbu-
fæturna. Hann þjáðist samt alltaf af
þreytu í fótum og var úthaldslítill til
gangs. Hjalti var alltaf mjög dugleg-
ur þrátt fyrir fötlunina og kvartaði
lítið. Stundaði hann ýmsar íþróttir,
æfði t.d. karate um tíma og júdó og
síðar stundaði hann einnig jóga.
Hann stundaði gítarnám í tónlistar-
skóla á unglingsárunum. Það sem þó
átti huga hans allan var myndlistin
og sótti hann mörg námskeið í mynd-
listarskólum. Hann teiknaði túss-
myndir en málaði mest með olíu og
eftir hann liggja fjölmörg verk. Hann
var nýbúinn að koma sér upp góðri
aðstöðu til að mála og teikna og var
að undirbúa sýningu um þessar
mundir, búinn að fá sal og var að
ramma inn og gera klárt. Líf og yndi
Hjalta var að mála og teikna og hann
hefur haldið nokkrar sýningar á
verkum sínum.
Fyrir nokkrum árum veiktist hann
alvarlega af heilahimnubólgu og var
honum vart hugað líf, hann lá milli
heims og helju í nokkra daga. En
honum tókst að komast á fætur en
varð aldrei samur eftir þau veikindi.
Verkirnir í fótunum jukust og þrótt-
urinn var allur minni. Hjalta þjáðu
einnig önnur veikindi af andlegum
toga sem gerðu honum lífið erfitt.
Hann var ósáttur við að vera svona
fatlaður og vonaðist til að geta ein-
hverntíma orðið heilbrigður. Stund-
um var hann fullur bjartsýni og gerði
framtíðaráætlanir, þar á meðal um
að halda myndlistarsýningar.
Hjalta var mjög umhugað um að
halda sambandi við ættingja sína og
bauð fólki heim í mat og þá eldaði
hann steikur. Hann hringdi oft og
kom í heimsókn. Síðast kom hann í
heimsókn til okkar kvöldið áður en
hann lést, þá var hann mjög þreyttur
og líklega farinn að finna fyrir því
sem dró hann til dauða næsta dag.
Hjalti var í góðu sambandi við
Davíð, lánaði honum rafmagnsgítar-
inn sinn og magnarann nú í vor og
hvatti hann til að fara að læra á gítar.
Þeir ræddu mikið saman um músik,
myndlist og fleiri sameiginleg hugð-
arefni. Hjalta var það hugðarefni að
Davíð væri duglegur að læra og héldi
áfram í námi og ræddi oft um það.
Við munum geyma minninguna
um góðan frænda og vin í hjörtum
okkar.
„Svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf honum son sinn eingetinn svo
hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf.“
Þessi orð úr Biblíunni finnst mér
eiga vel við því Hjalti var trúaður og
ég er þess fullviss að hann lifir hjá
Guði og þeir bræður hafa hist og
vaka yfir fjölskyldunni.
Það er erfitt að finna huggunarorð
handa ykkur, Ásgeir, Stebba, og
ykkar eina eftirlifandi syni Ásgeiri
Þór. Aðeins eru rétt rúmir 10 mán-
uðir síðan þið misstuð Birki Þór, tví-
burabróður Ásgeirs Þórs. Ég trúi því
að Guð muni vaka yfir ykkur og okk-
ur öllum í fjölskyldunni sem höfum
misst svo mikið.
Minningin lifir.
Ingibjörg.
Nú ertu dáinn Hjalti minn. Ég
trúði ekki mínum eigin eyrum þegar
mamma sagði mér fréttirnar að þú
værir dáinn, en svona er nú lífið. Ég
man eftir þér fyrst sem mótorhjóla-
frændanum en ég var alveg gífurlega
hrifinn af mótorhjólum þegar ég var
yngri og leit ég því mikið upp til þín.
Þú hafðir alltaf gaman af myndlist
og finnst mér myndirnar þínar mjög
góðar. Mér finnst þú eiga fyllilega
skilið að fá norðurlandaverðlaun fyr-
ir hæfileika þína, en þau vannstu sem
barn.
Ég þekkti þig ekki mikið þegar ég
var yngri en við kynntumst betur
þegar við vorum báðir orðnir eldri og
núna undanfarin ár hefur þú verið
tíður gestur hjá okkur mömmu, al-
veg þangað til þú fórst frá okkur.
Takk fyrir allar góðu stundirnar og
vonandi líður þér vel þar sem þú ert
núna.
Þú, Jesús ert vegur til himinsins heim,
í heimkynnið sælunnar þreyða.
Æ, lát oss ei villast frá vegunum þeim
á veginn til glötunar breiða.
(H. Hálfd.)
Elsku Ásgeir, Stebba, Ásgeir
yngri og amma og afi, ég bið Guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Þinn frændi,
Davíð.
Okkur langar að minnast vinar
okkar Hjalta Ásgeirssonar í örfáum
orðum.
Við nutum samvista við hann hér í
Vin um stund og tengdumst vina-
böndum.
Hjalti var einstaklega ljúfur
drengur sem öllum þótti vænt um,
hann var jákvæður og hreinskiptinn.
Hann var góður myndlistarmaður,
tók virkan þátt í sýningum á vegum
Vinjar og myndlistin átti hug hans
allan.
Hjalti var mjög hugleikinn þeim
sem kynntust honum og það var okk-
ur í Vin mikils virði að hann hélt allt-
af sambandi við okkur þrátt fyrir erf-
ið veikindi undanfarin ár.
Veistu
að vonin
er til
hún vex
inni í dimmu gili
og eigir þú
leið þar um
þá leitaðu
í urðinni
leitaðu
á syllunum
og sjáðu
hvar þau sitja
lítil og veikbyggð
vetrarblómin
lítil og veikbyggð
eins og vonin.
(Þuríður Guðmundsdóttir.)
Við viljum votta fjölskyldu Hjalta
innilega samúð vegna ótímabærs frá-
falls hans.
Gestir og starfsfólk Vinjar.
Fleiri minningargreinar
um Hjalta Hauk Ásgeirsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
.
,
,
7 *) 80
%!
&$ 2"'%)!
9 !!" 4!/ 2 !
' ! &!!"
2 !!" 6/* !
!!" . + !
*" *+
.
. 4
,-.,7 ):; %;%!# %/#
(
) ,
- 2%' # ! %(!!"
<:' # ! 4!/3 <:'!!"
& # ! ' )&%!!"
2"!% ! # !!"
) *" ' ) *+
/ 0
,-;
&
*)
'# $%==
( "
& 1#, , #
*$ ':+
.
2,
-,
&
> #%!
23
( ,
1#,
6/* !!"
> #%!+
.
6&?
4>
<<,
') !% @A
) )
,
45
2
,
6%
7
3 8 *
<:'!!"
: ''
/% !"
/ ' ) !"
&$ . 9
&$ . 96/* ')!+