Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Arnaldur
Stefanía Karlsdóttir
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef-
ur skipað Stefaníu Katrínu Karls-
dóttur í embætti rektors Tæknihá-
skóla Íslands til fimm ára frá 1. júlí
2002 að telja.
Sex umsóknir bárust um embætt-
ið en ein var síðar dregin til baka.
Umsóknirnar voru sendar háskóla-
ráði Tækniháskóla Íslands til um-
sagnar og tilnefningar sbr. 1. mgr. 7.
gr. laga nr. 53/2002 um Tæknihá-
skóla Íslands. Háskólaráð tilnefndi í
umsögn sinni til menntamálaráð-
herra Stefaníu Katrínu Karlsdóttur
til að gegna embætti rektors
Tækniháskóla Íslands.
Stefanía hefur lokið námi í bæði
fiski- og útgerðartækni frá Tækni-
skóla Íslands, BSc í matvælafræði
frá raunvísindadeild Háskóla Ís-
lands, námi í uppeldis- og kennslu-
fræði frá Kennaraháskóla Íslands og
nú nýverið MBA-námi frá Háskóla
Íslands. Hún hefur starfað sem
framkvæmdastjóri Menntar frá
árinu 2000 og var verkefnisstjóri á
Iðntæknistofnun árin 1996 til 2000.
Stefanía hefur jafnframt verið leið-
beinandi í lokaverkefnum nemenda í
ýmsum skólum á háskólastigi, auk
þess sem hún hefur sinnt kennslu,
meðal annars verklegri kennslu í
tæknifræði við Tækniskóla Íslands
og á námskeiðum sem haldin eru fyr-
ir fólk í atvinnulífinu.
Skipun í embætti rektors
Tækniháskóla Íslands
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLDI sérfræðinga í geislagrein-
ingu (röntgenlækna) frá Norður-
löndunum var í síðustu viku saman
kominn á Íslandi í tilefni ráðstefnu
sem haldin er á vegum Norræna
röntgenlæknasambandsins annað
hvert ár. Ráðstefnan var haldin á
Grand hóteli Reykjavík dagana 25.–
28. júní. Auk norrænna lækna héldu
læknar frá mörgum öðrum löndum
einnig fyrirlestra á ráðstefnunni.
Ráðstefnan var síðast haldin hér á
landi árið 1992.
Baldur F. Sigfússon, formaður
norræna sambandsins og ráðstefnu-
stjórnar og yfirlæknir hjá Krabba-
meinsfélaginu, segir að farið hafi
verið yfir mörg svið geislagreining-
ar á ráðstefnunni, t.d. tölvusneið-
myndun, segulómskoðun og brjósta-
krabbameinsgreiningu, þar á meðal
hópleit með brjóstamyndatöku, sem
er sérsvið hans. Segir Baldur tölu-
verðan styr hafa staðið um hópleit
að brjóstakrabbameini undanfarin
misseri, en á ráðstefnunni hélt Ingv-
ar Andersson frá Malmö í Svíþjóð,
dósent í geislagreiningu við Háskól-
ann í Lundi og aðalráðgjafi sænskra
heilbrigðisyfirvalda á þessu sviði,
erindi þar um.
„Þrátt fyrir gagnrýni á hópleitina
halda allir enn sínu striki, bæði
læknar og heilbrigðisyfirvöld austan
hafs og vestan,“ segir Baldur. „Leit-
in gerir það gagn sem menn héldu
og engar rannsóknir benda til þess
að gagnrýnin eigi við haldbær rök
að styðjast.“
Haraldi Bjarnasyni
veitt heiðursverðlaun
Ýmsum þekktum röntgenlæknum
var boðið að halda erindi á ráðstefn-
unni og meðal þeirra eru Banda-
ríkjamennirnir George Taylor
barnaröntgenlæknir og Eliot L. Sie-
gel sem er sérfræðingur í stafrænni
myndvinnslu og geymslu á stafræn-
um röntgenmyndum og úrvinnslu
þeirra. Sagði Baldur þá tækni brátt
verða tiltæka hér á landi, en að lík-
lega yrði einhver bið á að hún verði
tekin upp við brjóstamyndatökur,
aðallega vegna kostnaðar.
Nokkrir íslenskir fyrirlesarar
tóku þátt í ráðstefnunni, þeirra á
meðal Haraldur Bjarnason, sér-
fræðingur í geislagreiningu, sem
starfar á Mayo Clinic í Minnesota í
Bandaríkjunum. Var hann heiðrað-
ur á ráðstefnunni með sérstökum
norrænum röntgenlæknaverðlaun-
um sem afhent voru við hátíðar-
kvöldverð í lok ráðstefnunnar. Í um-
fjöllun sérstakrar nefndar innan
Félags íslenskra röntgenlækna
kemur fram að Haraldur er sérstak-
lega heiðraður fyrir grein sína í
fræðiritinu Interventional Radio-
logy er fjallaði um að leysa upp blóð-
tappa í æðum.
Hröð þróun í geislagreiningu
„Sú tækni sem hægt er að nota í
geislagreiningu í dag var eitthvað
sem menn létu sig aðeins dreyma
um fyrir tíu árum,“ segir Holger
Petterson, aðalritari Norræna rönt-
genlæknasambandsins og prófessor
í geislagreiningu við Háskólann í
Lundi, um þá gífurlegu þróun sem
átt hefur sér stað á sviði röntgen-
lækna. „Tækninni fleygir fram, en
hún verður um leið sífellt dýrari og á
færra færi.“ Við venjulega röntgen-
myndatöku hafa bæst tölvusneið-
myndun og ísótóparannsóknir, svo
og ómskoðun og segulskoðun, en
engin jónandi geislun er notuð við
tvær hinar síðarnefndu, segir Pett-
ersson.
„Auk þess hafa smám saman bæst
við venjulega sjúkdómsgreiningu
ýmsar mikilvægar lækninga-
aðgerðir sem röntgenlæknar hafa
þróað og eru að mestu í þeirra
höndum,“ skýtur Baldur inn í.
Pettersson leggur áherslu á að
þær tæknibreytingar sem átt hafa
sér stað undanfarin ár í geislagrein-
ingu séu aðeins í boði í hinum vest-
ræna heimi, annars staðar séu þær
lítt eða ekki þekktar. Það þýðir að
„aðeins lítill hluti af mannkyninu
nýtur þeirra“, líkt og Pettersson
orðar það.
„Undanfarin fimmtíu ár hefur
geislagreining líka greinst í sundur
og innan hennar eru nú mörg ólík
svið og mikil sérhæfing.“ Hann seg-
ir ennfremur að af nýjungum í sam-
bandi við geislagreiningu megi
nefna breyttar geymsluaðferðir
mynda og annarra gagna. Nú séu
myndir geymdar á stafrænu formi
sem auðveldi alla geymslu og leit til
muna. Stafræn tækni er einnig not-
uð við úrvinnslu gagna og hefur
skipt sköpum á því sviði. Þessi tækni
er það ný að sögn Pettersson að hún
hefur ekki enn breiðst út til allra
landa hins vestræna heims.
Meiri nákvæmni
– fljótari greiningar
Pettersson segir undraverðustu
breytingarnar hafa átt sér stað við
tölvusneiðmyndun, en sú tækni hef-
ur verið þekkt í þrjá áratugi. Geta
tækja sem taka slíkar myndir hefur
margfaldast á stuttum tíma og eru
þær myndatökur nú orðnar mjög
hraðar og nákvæmar sem auðveldar
og flýtir til muna fyrir sjúkdóms-
greiningum. Tvö tæki sem nota
þessa bættu og nákvæmari tækni er
að finna í Reykjavík, í Domus Med-
ica og á Landspítalanum.
„Stöðug þróun er einnig í segul-
ómun,“ segir Pettersson. „Í sífellt
meiri smáatriðum má sjá og skoða
kerfi og líffæri líkamans með þess-
ari aðferð og greina breytingar og
frávik fyrr og nákvæmar en áður
þekktist.“ Þá víkur Pettersson að
framförum í notkun svokallaðra
skuggaefna í tengslum við segulóm-
un. Stöðug þróun og rannsóknir eru
unnar á þessu sviði í dag og enn
frekari framfara er að vænta.
Tækninýjungar dýrar og for-
gangsröðun gæti komið til
Pettersson segir að hvarvetna
megi sjá miklar tækniframfarir á
sviði geislagreiningar, svo og aukna
þekkingu lækna og færni við grein-
ingar. En kostnaður eykst samhliða
nýrri og bættri tækni. „Þá kemur
jafnvel að því að stjórnmálamenn og
aðrir ráðamenn verða að fara að for-
gangsraða í heilbrigðismálum sem
er ákaflega erfitt og umdeilt,“ segir
Pettersson. „Allir reyna til hins ýtr-
asta að komast hjá því að þurfa að
velja og hafna þegar kemur að heil-
brigðisþjónustu. Því þegar öllu er á
botninn hvolft snýst málið um að
veita sem besta læknisaðstoð og
þjónustu. En þarna eins og annars
staðar eru það oft peningar sem að
endingu ráða úrslitum.“ Pettersson
bætir þó við að eldri tækni standi
oftast enn fyrir sínu og sé notuð
víða.
Pettersson segir að ráðstefnan í
Reykjavík hafi snúist um að kynna
greiningaraðferðir og tækni sem
þegar hefur verið tekin í almenna
notkun, eða er um það bil að komast
á það stig. Rannsóknir sem eru
styttra á veg komnar eru yfirleitt
kynntar á öðrum vettvangi. „Hér
hefur m.a. mikið verið fjallað um
nýjungar í segulómun, nýjungar
sem þegar eru farnar að nýtast í
faginu og upplýsingarnar sem hér
hafa fram komið, bæði hvað varðar
bættan tækjakost og aukna þekk-
ingu í greiningu og úrvinnslu gagna,
nýtast því ráðstefnugestum, nor-
rænum röntgenlæknum, mjög vel í
sínu starfi.“
Ráðstefna norrænna sérfræðinga í geislagreiningu haldin á Grand hóteli
Framtíðin byggist á staf-
rænni tækni í stað filmu
Morgunblaðið/Arnaldur
Baldur F. Sigfússon, formaður Norræna röntgenlæknasambandsins og
Holger Pettersson, aðalritari sambandsins, sögðu ráðstefnu sérfræð-
inga í geislagreiningu fjölbreytta og nytsamlega.
RÁÐGERT er að fyrsta kynningin á
stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum fari fram í
Tókýó í Japan í nóvember næstkom-
andi. Stofnunin var sett á laggirnar í
október 2001 og hefur það að meg-
inmarkmiði að efla rannsóknir á
kennslu í erlendum tungumálum og
rannsóknir á þýðingum. Mun Vigdís
Finnbogadóttir halda utan í nóvem-
ber til að vera viðstödd kynninguna.
Að sögn Tómasar Inga Olrich
menntamálaráðherra er kynningin
haldin í tengslum við að Háskóli Ís-
lands hefur nýverið gert samstarfs-
samning við Waseda-háskólann í Jap-
an og hafa fleiri japanskir háskólar
sýnt áhuga á samstarfi við Háskóla
Íslands, að hans sögn. Þá bendir
menntamálaráðherra á að stefnt sé að
því að við að koma á fót japönsku-
kennslu við heimspekideild HÍ.
Ráðherra segir að kynningin fari
fram til að fylgja eftir þessum aukna
áhuga á auknu sambandi á milli þjóð-
anna, en stofnunin hefur farið þess á
leit að fá styrk til verkefnisins frá rík-
isstjórn Íslands og hefur það verið
heimilað.
Áhugi meðal
japanskra há-
skóla á sam-
starfi við HÍ
UNGUR maður féll í gær í sjó-
inn rétt utan við Hellissand í
kajaksiglingu sem hann tók
þátt í. Alls voru 18 norræn ung-
menni í siglingunni, en þau taka
nú þátt í námskeiði Ungmenna-
félags Íslands og norrænu sam-
takanna NSU (Nordisk Sam-
organisation for Ungdoms-
arbejde) fyrir ungt fólk á
Norðurlöndum. Með þeim voru
fararstjórar frá ferðaskrifstof-
unni Ultima Thule og var ætl-
unin að sigla frá Gufuskálum að
Rifi. Þegar verið var að mynda
stjörnu með öllum kajökunum
hugðist ungi maðurinn ganga
fram á miðja stjörnuna en féll
við það í sjóinn. Fararstjórar
voru við öllu búnir og náðu
manninum strax um borð í kaj-
akann.
Alls tekur 31 ungmenni þátt í
námskeiði Ungmennafélagsins
og NSU. Ungmennin dvelja í
eina viku á Íslandi og taka þátt
í fyrirlestrum og ýmiss konar
afþreyingu.
Féll í
sjóinn
Varað við því
að aka á óskoð-
uðum bílum
ÖFLUGT umferðareftirlit verður um
helgina hjá lögreglunni í Reykjavík
og vill lögreglan vekja athygli öku-
manna á því að þeir megi búast við að
verða stöðvaðir á leið sinni í fríið nú í
upphafi helgarinnar. Lögreglan mun
m.a. verða á helstu umferðaræðum út
úr borginni og skoða bíla jafnt sem
ökuleyfi og ástand ökumanna sjálfra.
Arinbjörn Snorrason, aðalvarðstjóri
hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að
lögreglumenn muni hafa eftirlit með
því hvort ökumenn séu búnir að láta
skoða bíla sína og hvort bílar séu vá-
tryggðir. Verði einhver uppvís að því
að vera á ótryggðum bíl verði skrán-
ingarnúmerin umsvifalaust klippt af.
Hafi ökumenn vanrækt að láta skoða
bíla sína megi búast við að þeir verði
teknir úr umferð eða snúið við. Varar
lögreglan ökumenn við því að leggja
af stað án þess að vera með hlutina í
lagi, til að komast hjá óþægindum.
Fannst eftir
villur í þoku
BJÖRGUNARSVEITIR Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar á Aust-
urlandi fundu í gærmorgun göngu-
mann, sem saknað var í fyrrinótt,
heilan á húfi í nágrenni við bæinn Sel-
staði við Seyðisfjarðardjúp. Björgun-
arsveitir voru kallaðar út til leitar
þegar maðurinn skilaði sér ekki á til-
settum tíma til Seyðisfjarðar á mið-
vikudag en hann ætlaði gangandi yfir
Hjálmdalsheiði. Hann villtist af leið í
svartaþoku og var farið að óttast um
manninn og óskað eftir aðstoð björg-
unarsveita kl. 2.20 aðfaranótt
fimmtudags. 35 björgunarsveita-
menn leituðu mannsins sem fannst að
lokum heill á húfi.
Gatnamót
Hringvegar og
Víkurvegar
opnuð í dag
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri opna formlega í
dag kl. 15:00 ný mislæg gatnamót
Hringvegar og Víkurvegar. Gatna-
mótin eru samvinnuverkefni Vega-
gerðarinnar og Reykjavíkurborgar
og koma til með að bæta umferðar-
tengingu að nýja íbúðahverfinu í
Grafarholti.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦