Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BT OPNAR Í SMÁRALIND LAUGARDAG KL. 11:00 EKKI MISSA AF ÞESSU! TILGANGUR göngumanna þetta kvöld er að kynna sér byggðir álfa, dverga, huldufólks og annarra vætta í Elliðaárdal auk þess sem kraftur náttúrunnar og orkulindir dalsins eru kannaðar en gangan er á vegum Orkuveitu Reykjavíkur. Vættir af öðrum heimi virðast höfða sterklega til borgarbúa því um og yfir hundrað manns eru mættir til þess að heilsa upp á þessar verur sem alla jafna láta lítið fyrir sér fara í hinni mannlegu veröld. Í upphafi göngu fá allir afhent kort af dalnum þar sem búið er að merkja inn helstu orkuuppsprettur og álfa- byggðir en auk þess eru á kortinu ýmsar leiðbeiningar um orkuæf- ingar til hressingar fyrir mannsand- ann. Hópurinn kemur saman við Minja- safn Orkuveitunnar þar sem Erla Stefánsdóttir sjáandi ávarpar göngufólkið: „Við ætlum að athuga hvort við getum séð verurnar sem búa í trjánum og blómunum og steinunum. Álfarnir og dvergarnir búa víðar en merkt er á kortinu þannig að þið megið reyna að skynja þetta sjálf,“ segir hún og heldur áfram. „Það skemmtilega við þennan stað er að hann er svo gjöfull. Hér getum náð okkur í orku, ekki bara rafmagnið heldur líka þessa orku sem við getum notað okkur til góðs.“ Við Rafveituheimilið segir Erla frá marglitum orkulínum sem eru yfir öllu landinu. Hún segir mann- fólkið geta gert sér gott af þessari orku sem hægt sé að nálgast með ýmsum æfingum og margar þeirra eru reyndar síðar í göngunni. Erla nefnir hríslurnar í dalnum sér- staklega í því sambandi. „Trén eru með ljósum eins og jólatré – ekki alla vega litum ljósum heldur blikandi, gulhvítum ljósum. Og ef þið hvíslið að trénu og hallið ykkur upp að því þá getur verið að þið fáið einhver sérstök skilaboð í eyrun.“ Lítill drengur horfir opinmynntur á Erlu þar sem hún útskýrir þessi undur og á eftir hleypur hann upp- numinn til mömmu sinnar: „Heyrð- iru þetta, mamma, ef maður hvíslar að trénu þá segir það manni kannski eitthvað!“ Huldufólkið yfirleitt ekki í úlpum Aftur er numið staðar við göngu- brúna yfir Elliðaárnar þar sem Erla segir gríðarlegan orkupunkt að finna. Skammt frá, í fallegum trjá- lundi, bendir hún á að gott sé að gera trjáæfingar, sem ganga út á að faðma mismunandi tré að sér. „Þið skulið reyna að finna muninn á birki-, reyni, víði- og grenitrjám. Ég veit að það er erfitt að taka á gren- inu en það gefur allt annað svar. Svo eru líka til margar tegundir af greni.“ Hún segir þó enga trjátegund betri en aðra, þær hafi einfaldlega mismunandi eiginleika. „Mér finnst nú ekkert eins gott og að faðma hlyn. Ég er mjög ástfangin af hlyni.“ Brosandi spyr hún hvort einhver í hópnum heiti Hlynur og uppsker hlátur göngumanna. Hún lætur það þó ekki slá sig út af laginu. „Á þessum bletti eru ekki bara trjáálfar, sem svífa hérna á milli trjánna, heldur er líka huldu- fólk hérna á bak við mig,“ segir hún og bendir á nokkrar manneskjur í lundinum. „Þegar ég sá mannfólkið þarna þá var ég eitt augnablik ekki viss hvort þetta væru manneskjur eða huldufólk en huldufólkið er yf- irleitt ekki í úlpum!“ Hún leggur áherslu á að hún trúi ekki á álfa heldur sjái hún þá. „Ég trúi heldur ekkert á ykkur þótt ég sjái ykkur. En aftur á móti þegar maður sér fallegt fólk í mismunandi litum með svona bjartar árur eins og þið hafið og náttúruna eins lifandi og bjarta eins og hún er þá vekur það trúna á skaparann.“ Áður en haldið er áfram biður Erla viðstadda að gera svokallaða jarðarorkuæfingu sem gengur út á að standa gleiðfættur og teygja hendur til himins. Eftir að fólkið hefur endurnærst með þessum hætti er haldið áfram inn dalinn án fylgd- ar Erlu sem heilsu sinnar vegna treystir sér ekki til frekari göngu. Í staðinn er ákveðið að hittast aftur að göngu lokinni. Æfing með sumartilfinningu „Vonandi sé ég einhverntímann álfa, á ég þá að benda þér á þá mamma?“ segir einn pjakkurinn á göngunni og klykkir sjálfur út með því að líklega verði hann bara að vera þolinmóður eigi þessi draumur að ganga eftir. Rauðhærður hnokki felur sig á bak við stein og vonast kannski til að einhver haldi að hann sé huldumaður. Reyndar heldur blaðamaður um tíma að hann hafi séð álf en við nánari athugun kemur í ljós að þar er á ferðinni venjulegur mannastrákur með sóleyjarvönd í hendi og skrýtna húfu sem eyrun standa út undan. „Þarna er álfasteinn,“ hrópar ein- hver. Hópurinn stansar og fær leið- sögn um það hvernig gera megi eina orkuæfingu í viðbót og um stund stendur allur hópurinn með lokuð augun og einbeitingu í svip. Stelpa á að giska sjö ára bætir um betur og dregur Pókémon-hárbandið sitt nið- ur yfir augun á meðan á æfingunni stendur. Fullorðinn karlmaður með hatt hristir höfuðið yfir tilburðum hópsins og kona um fertugt segir við vinkonu sína að þetta hafi nú verið svolítið skrýtið. „Já, svona sumartil- finning,“ segir vinkonan hin ánægð- asta. Á leiðinni upp að rafveituheim- ilinu eru göngugestir hvattir til að faðma að sér tré með góðum stofni og einhverjir hverfa inn á milli trjánna. Eldri karlmenn með grátt í vöngum spjalla saman um álfana „heima í sveit“ og eru sammála um að lítið hafi nú verið um þá rætt og frekar dregið úr slíku tali. „En mað- ur vissi nú samt af þessu þótt ég hafi aldrei séð neitt svoleiðis,“ segir ann- ar. „Nei,“ segir hinn. „Maður þarf að vera skyggn til þess.“ Mennirnir gestir á jörðinni Að leiðarlokum hittir hópurinn Erlu á ný og hún fagnar því að eng- inn hafi horfið inn í hulduheima á leiðinni og segir mörg dæmi um að slíkt hafi gerst. „Ég vona að þið haf- ið fundið kraftinn og séð veröldina í öðru ljósi en með þessum tveimur augum sem eru í andlitinu,“ segir hún. „Maður ætti alla daga að huga að því að við hliðina á okkur er annar heimur sem er alveg eins merki- legur eins og sá sem við stöndum í. Þar eru verur sem við þurfum að gæta að. Það segir í skemmtilegum fræðum að álfarnir og huldufólkið eigi jörðina en mennirnir eru gestir. Við skulum hafa það í huga.“                       !! "    #  $ %&  '       '  "  "  "  (  )   #+ %, -                           !   "#$%&'(& Á göngu í álfabyggðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugi fólks á hulduheimum virðist vera mikill því um og yfir 100 manns gengu um álfaslóðir í Elliðaárdalnum síðastliðið þriðjudagskvöld. Skammt frá einni göngubrúnni yfir árnar sýndi Erla göngumönnum stað þar sem mikla orkuuppsprettu er að finna að hennar sögn. Fólk sem faðmar tré að sér af áfergju er ekki hversdagsleg sjón en þeir sem áttu leið um Elliðaárdalinn síðastliðið þriðjudagskvöld hafa hugsanlega orðið vitni að slíku. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir slóst í hóp fólks í álfa- göngu um dalinn undir leiðsögn Erlu Stefáns- dóttur sjáanda. Elliðaárdalur GERT er ráð fyrir að samnings- drög milli Garðabæjar og Jóns Ólafssonar vegna uppbyggingar byggðar á Arnarneshálsi verði samþykkt á fundi bæjarráðs næst- komandi þriðjudag. Áætlað er að uppbygging hverfisins geti hafist á næsta ári gangi samningar eftir. Drög að samningnum voru lögð fram á fundi bæjarráðs síðastlið- inn þriðjudag en að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara hafa samningaviðræður staðið yfir frá árinu 1999. Deiliskipulag svæðisins var samþykkt nokkrum árum áður eða árið 1997 og að sögn Guðjóns gerir það ráð fyrir 408 íbúðum. „Þetta eru allar gerðir íbúða en byggðin ber sömu merki og önnur hverfi í Garðabæ þannig að það er kannski meira um einbýlishús en aðrar húsagerðir.“ Guðjón segir um að ræða sam- starfssamning bæjarins við land- eiganda um það hvernig uppbygg- ingu verður hagað. „Þar kemur fram hvaða skilyrði eru fyrir fram- kvæmdum við ákveðna áfanga- skiptingu. Við munum annast gatnagerð og innheimta gatna- gerðargjöld en landeigandinn mun selja lóðirnar. Þannig munum við fara eftir ákveðinni áætlun við uppbyggingu á götum með fyrir- vara um að göturnar byggist upp jafnóðum.“ Tæplega 100 íbúðir á ári Eftir á að hanna götur í hverf- inu, lagnir og annað sem þeim til- heyrir að sögn Guðjóns. Sömuleið- is á eftir að bjóða verkið út og hefja gatnaframkvæmdir. En hve- nær má búast við því að uppbygg- ing hverfisins hefjist? „Við gerum ráð fyrir því að ef samningar ganga eftir verði lóðir tilbúnar á árinu 2003 og að uppbygging verði á árabilinu 2003 til 2007. Það þýðir tæplega 100 íbúðir á ári.“ Guðjón á von á því að lokadrög samningsins verði samþykkt á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag og að í framhaldinu verði útbúin fullgild samnings- skjöl. Undirritun samningsins verði því í kringum mánaðamót júlí-ágúst. Land Jóns Ólafssonar á Arnarneshálsi Samning- ur um upp- byggingu í burðar- liðnum Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.