Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR næstum tíu árum skrifaði ég þessa grein og hugðist senda blaði, af því varð þó aldrei. Að enn gefnu tilefni vil ég nú reyna, því efni greinarinnar er enn greini- lega tímabært. Oft sér maður það, að menn sem ættu að hafa frumkvæði að ýmsum hlutum sem varða almenning virðast sofa ótrúlega lengi á málum sem öðr- um, sem einhverja þekkingu hafa, virðast þó einföld og auðveld úr að bæta. Eitt er til marks um slíkt andvara- leysi að almenningur hefur ekki enn verið upplýstur um, hvað gera má og sem dugar í flestum tilfellum til að koma í veg fyrir hin mörgu slys, sem stafa af íkviknun frá sjónvarpstækj- um. Ég hef ekki séð eða heyrt um neina könnun sem gerð hafi verið hér á landi vegna þessara slysa né leitað or- saka þeirra. Þó held ég að tíðni þeirra sé með meira móti hér. Ég held flestir haldi að þau stafi fyrst og fremst frá tækjum, sem eru með fjarstýringu en þau eru með stöðugan straum þótt ekki sé verið að horfa á dagskrá. Auk þess hefur grunur oft í seinni tíð beinst að lykli Stöðvar tvö. Hvor ástæðan sem þykir nú trú- legri og þó nefndar væru til margar fleiri líklegar er óhætt að segja eitt: Ekki verður úr bætt né hægt að forð- ast slys svo séð verði nema með einu og einföldu móti. Það er að gera tækin öll straumlaus meðan enginn er að nota þau hvort sem er. Með öðrum orðum, setja sérstakan slökkvara á tengilinn sem tækið er tengt við, slökkvara sem væri settur á heppileg- an stað, til dæmis við stofudyr eða hjá öðrum slökkvurum sem slökkva ljósin í viðkomandi stofu. Sjálfur á ég tæki, sem ekki er með fjarstýringu en ég hef alla tíð viljað hafa það tengt með þessum hætti, ekki kannski vegna hræðslu við bruna eða önnur slys heldur blátt áfram vegna þess að það er svo þægilegt að geta slökkt og gert allt straumlaust sem ekki er í notkun. Það kann í stöku tilfellum að vera torvelt og kostnaðarsamt, sérstak- lega í eldri húsum að setja sérstakan rofa fyrir tengla í stofum, en sjálfsagt er að ráðfæra sig við rafvirkja og láta gera einhvers konar athugun og áætl- un um umfang slíks verks. Í nýrri húsum er þetta oftast miklu einfald- ara, það er hægt að fá svo margvís- lega rofa og tenglabúnað, koma í sömu dósina mörgum rofum og þótt þurfi að draga í fleiri víra er það ekk- ert mál fyrir rafvirkja. Að gera ráð fyrir slíkum aukarofum í nýbygging- um ætti svo að vera sjálfsagt. Það er furðulegt að hönnuðir og Rafmagnseftirlitið, sem verða að telj- ast þeir aðilar sem málið er skyldast, skuli ekki fyrir löngu hafa gert ráð- stafanir til að upplýsa almenning um þetta tiltölulega einfalda öryggismál. HELGI ORMSSON, rafvirkjameistari, Eyjabakka 16, 109 Reykjavík. Skortur á framtaki? Frá Helga Ormssyni: ÞAÐ virðist vera dvínandi aðsókn að vefriti Ungra jafnaðarmanna, Poli- tik.is, ef marka má þau örþrifaráð sem menn þar á bæ hafa gripið til í því skyni að koma skoðunum sínum á fram- færi. En eins og greint hefur ver- ið frá í fjölmiðl- um tók ritstjóri vefritsins, Ómar R. Valdimarsson, upp á því nú ný- verið að sækja um lénið www.heimssyn.is stuttu áður en stjórn samtakanna Heims- sýnar sóttu um það. Sagði ritstjórinn að uppátækið hefði verið stríðni af hans hálfu en ennfremur hugsað til að koma á framfæri hans eigin skoðunum á málefnum Íslands og Evrópusam- bandsins. Engum dylst þó sennilega hvað raunverulega hefur vakað fyrir honum með uppátækinu. Vel má vera að einhverjir kunni að líta mál- ið spaugilegum augum, en það er engu að síður ljóst að framkoma sem þessi, sem ætlað er að skemma fyrir öðrum, á lítið skylt við grín og flokk- ast frekar undir skemmdarverk. Í þessu sambandi má einnig nefna það að í Morgunblaðinu 2. júlí sl. rit- ar Ómar grein þar sem hann fagnar umræðu um Evrópumálin, í kjölfar stofnunar samtakanna Heimssýnar, og á þá vonandi við málefnalega um- ræðu. Umrætt útspil Ómars virðist þó ekki lýsa mikilli ánægju með stofnun samtakanna og á ennfremur ekkert skylt við nokkuð sem kallast getur málefnalegt. Maður spyr sig því óneitanlega hvort þetta uppá- tæki sé að mati Ómars dæmi um æskilega framkomu í málefnalegri umræðu? Við skulum vona að svo sé ekki og að hér hafi einungis verið um að ræða vanhugsað hliðarspor af hans hálfu. En eins og komið var inn á í byrj- un verður það að teljast afar ein- kennileg átylla hjá Ómari að halda því fram að tilgangurinn með uppá- tækinu hafi verið að vekja athygli á hans eigin skoðunum á Evrópumál- unum. Ef sú er hins vegar raunin hlýtur Ómar að eiga í stökustu vand- ræðum með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ég þekki annars ekki hversu mikil umferð er um vef- rit Ungra jafnaðarmanna en vel má vera að heimsóknir á vefritið hafi dregist svo saman að forráðamenn þess hafi séð sig tilneydda að grípa til örþrifaráða til að vekja athygli á sér og skoðunum sínum. HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON, meðlimur í Flokki framfarasinna og Heimssýn. Er dvínandi aðsókn að Politik.is? Frá Hirti J. Guðmundssyni: Hjörtur J. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.