Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þrýstimælar Við mælum með Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is ALLT bendir til að Humarhátíð sem haldin verður á Höfn í Hornafirði um næstu helgi verði með fjölmennasta móti. Hátíðin í fyrra þótti takast með ágætum og þeir sem Morgunblaðið hefur rætt við búast við enn meiri gestafjölda nú. Humarhátíð er nú haldin í níunda sinn og er því bú- in að festa sig rækilega í sessi hjá Hornfirðingum heima og heiman. Brottfluttir Hornfirð- ingar nota tækifærið og koma í heimsókn og á mörgum heimilum á Höfn skipta næturgestirnir tug- um. Valdimar Einarsson, einn af forsprökkum Humarhátíðar, seg- ir að erfitt sé að henda reiður á gestafjölda á Humarhátíð þar sem margir gista á einkaheim- ilum eða tjalda í húsagörðum en hann telur að íbúafjöldinn á Höfn muni í það minnsta tvöfaldast um helgina. Hugi Einarsson á tjaldstæðinu á Höfn segist verða var við mik- inn áhuga á hátíðinni. Mikið er hringt og spurt um tjaldstæðin og jafnvel beðið um að taka frá pláss en ekki er orðið við því. Í fyrra gistu a.m.k. 650 manns á tjaldstæðinu og miðað við fyr- irspurnirnar að undanförnu seg- ist Hugi búast við fleirum í ár. Gæsla verður á tjaldstæðinu frá fimmtudegi til sunnudags. Dagskrá Humarhátíðar er með hefðbundnu sniði; hverfahátíðir byrja seinnipart föstudags og bæjarbúar ganga síðan í skrúð- göngu að hátíðarsvæðinu við höfnina. Efnt er til keppni milli hverfanna um besta skemmti- atriðið og mikið leynimakk í gangi. Hafnarsvæðið iðar af lífi alla helgina; þar verða útidans- leikir, sölubásar og leiktæki fyrir börnin. Það er mikið sungið og spilað á Humarhátíð enda eru hljóðfæraleikarar á hverju strái og af söngvurum er nóg. Fastur liður á Humarhátíð er heims- meistaramótið í Hornafjarðar- manna, en Albert Eymundsson bæjarstjóri endurvakti þetta hornfirska afbrigði af manna í tilefni af 100 ára afmæli sveitar- félagsins árið 1997. Þrjú mót eru haldin í Hornafjarðarmanna ár hvert og heimsmeistari er krýnd- ur á Humarhátíð. Tveir humarvefir hafa verið settir upp á Hornafirði, fyrst vef- urinn humar.horn.is og viku síðar var humar.is opnaður. Á vefj- unum er að finna allar upplýs- ingar um Humarhátíð á Horna- firði. Humarhátíð á Hornafirði um helgina Búist við miklu fjöl- menni Morgunblaðið/Sigurður Mar Margir nota tækifærið og mála og snurfusa fyrir Humarhátíð. Hér er Þórey Sigfúsdóttir að mála vigtarhúsið á Höfn en það stendur á miðju hátíðarsvæðinu. Hornafjörður IAN RUSH, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er ekki bara dáður af eldri kynslóð knattspyrnumanna heldur höfðar goðið líka til þeirra yngri. Hann var nýverið hérlendis með knattspyrnuskóla í samstarfi við Fylki í Árbænum. Þeir félagarnir Sverrir Falur Björnsson og Nökkvi G. Gylfason í Borgarnesi létu ekkert stöðva sig í að komast þangað og dvöldu í Reykjavík þá fimm daga sem skólinn stóð yfir. Að þeirra sögn var meiriháttar gaman og sérstaklega að læra af Ian Rush. Þeir komu endur- nærðir heim og fóru beint á Búnaðar- bankamótið í knattspyrnu. Vonandi hefur tækni og markheppni Ian Rush komist til skila til þeirra Sverris og Nökkva, þannig að góðum framtíðar- leikmönnum hjá Skallagrími fjölgi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Sverrir Falur Björnsson til vinstri, Ian Rush í miðið og Nökkvi G. Gylfason til hægri. Fóru í knatt- spyrnuskóla Ian Rush og Fylkis Borgarnes ALLS sækjast 43 einstaklingar eftir starfi sveitarstjóra í Hrunamanna- hreppi en umsóknarfrestur rann út í sl. viku. Þrír drógu umsókn sína til baka. Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti Hrunamanna sagðist búast við að fjallað yrði um umsóknirnar á fundi hreppsnefndar á næstu dögum og það ætti að verða ljóst fljótlega eftir helgi hverjir væru líklegastir til að verða ráðnir. Fráfarandi sveitar- stjóri er Loftur Þorsteinsson. Íbúar í hreppnum eru um 730 og hefur mikil fjölgun orðið þar á sl. árum, sérstak- lega í þéttbýlinu á Flúðum. 43 sækja um stöðu sveitar- stjóra í Hruna- mannahreppi Hrunamannahreppur Í LOK júnímánaðar lauk vor- gróðursetningu á vegum Hér- aðsskóga. Alls voru gróðursett- ar 850 þús. plöntur, þar af 800 þús. framleiddar í gróðrarstöð- inni Barra hf. á Egilsstöðum og 50. þús frá Sólskógum á Egils- stöðum, sem skiptist þannig milli tegunda: Rússalerki 50,6%, stafafura 16,1 %, sitkabastarður 9,7%, birki 8,9%, hvítgreni 5,2%, alaskaösp 5,2%, sitkagreni 2,1% og auk þess nokkrar aðrar teg- undir. Frá Sólskógum komu hinar ýmsu skraut- og hnausaplöntur. Gróðursett var á öllu Héraði; Fellum, Völlum, Skriðdal, Fljótsdal, Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu, Jökuldal og Jök- ulsárhlíð. Auk þess sem gróð- ursett var hjá Austurlandsskóg- um um 90 þúsund plöntur. Keypt voru 12 tonn af áburði sem fóru fyrst og fremst á furu og greni. Veðráttan á tímabilinu verður að teljast fremur hag- stæð. Í vissum tilfellum gat ver- ið erfitt að komast um svæðin vegna bleytu. Reiknað er með að haust- gróðursetning hefjist svo í lok ágúst og verði þá gróðursettar um 300 þúsund plöntur hjá Héraðsskógum og um 60 þús- und hjá Austurlandsskógum. Að venju buðu Héraðsskógar til fjölskylduhátíðar í Víðivalla- skógi að gróðursetningu lok- inni. Hátíðin var mjög vel sótt ekki hvað síst af yngstu kyn- slóðinni og virtist hún njóta sín vel við margvíslega leiki. Þá var mikið spilað og sungið og að sjálfsögðu grillað að hætti Héraðsskóga. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Yngsta kynslóðin naut sín vel á fjölskylduhátíðinni. Gróðursetning á Austurlandi Geitagerði BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs hefur ákveðið að ráða Eirík B. Björgvinsson sem bæjarstjóra næstu fjögur árin. Hann var einn tuttugu umsækjenda sem sótti um starfið. Eiríkur, sem er 35 ára gam- all, starfaði sem æskulýðsfulltrúi á Egilsstöðum fyrir sex árum, en gegnir nú starfi íþrótta- og tóm- stundafulltrúa Akureyrarbæjar. Núverandi bæjarstjóri Austur- Héraðs, Björn Hafþór Guðmunds- son, tekur við stöðu sveitarstjóra á Djúpavogi í október nk. Nýr bæjarstjóri ráðinn á Aust- ur-Héraði Egilsstaðir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.