Morgunblaðið - 05.07.2002, Side 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þrýstimælar
Við mælum með
Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331
www.sturlaugur.is
i i l í i
l i
iskislóð 26 Sími: 551 4 80
www.sturlaugur.is
ALLT bendir til að Humarhátíð
sem haldin verður á Höfn í
Hornafirði um næstu helgi verði
með fjölmennasta móti. Hátíðin í
fyrra þótti takast með ágætum og
þeir sem Morgunblaðið hefur
rætt við búast við enn meiri
gestafjölda nú. Humarhátíð er nú
haldin í níunda sinn og er því bú-
in að festa sig rækilega í sessi
hjá Hornfirðingum heima og
heiman. Brottfluttir Hornfirð-
ingar nota tækifærið og koma í
heimsókn og á mörgum heimilum
á Höfn skipta næturgestirnir tug-
um. Valdimar Einarsson, einn af
forsprökkum Humarhátíðar, seg-
ir að erfitt sé að henda reiður á
gestafjölda á Humarhátíð þar
sem margir gista á einkaheim-
ilum eða tjalda í húsagörðum en
hann telur að íbúafjöldinn á Höfn
muni í það minnsta tvöfaldast um
helgina.
Hugi Einarsson á tjaldstæðinu
á Höfn segist verða var við mik-
inn áhuga á hátíðinni. Mikið er
hringt og spurt um tjaldstæðin
og jafnvel beðið um að taka frá
pláss en ekki er orðið við því. Í
fyrra gistu a.m.k. 650 manns á
tjaldstæðinu og miðað við fyr-
irspurnirnar að undanförnu seg-
ist Hugi búast við fleirum í ár.
Gæsla verður á tjaldstæðinu frá
fimmtudegi til sunnudags.
Dagskrá Humarhátíðar er með
hefðbundnu sniði; hverfahátíðir
byrja seinnipart föstudags og
bæjarbúar ganga síðan í skrúð-
göngu að hátíðarsvæðinu við
höfnina. Efnt er til keppni milli
hverfanna um besta skemmti-
atriðið og mikið leynimakk í
gangi. Hafnarsvæðið iðar af lífi
alla helgina; þar verða útidans-
leikir, sölubásar og leiktæki fyrir
börnin. Það er mikið sungið og
spilað á Humarhátíð enda eru
hljóðfæraleikarar á hverju strái
og af söngvurum er nóg. Fastur
liður á Humarhátíð er heims-
meistaramótið í Hornafjarðar-
manna, en Albert Eymundsson
bæjarstjóri endurvakti þetta
hornfirska afbrigði af manna í
tilefni af 100 ára afmæli sveitar-
félagsins árið 1997. Þrjú mót eru
haldin í Hornafjarðarmanna ár
hvert og heimsmeistari er krýnd-
ur á Humarhátíð.
Tveir humarvefir hafa verið
settir upp á Hornafirði, fyrst vef-
urinn humar.horn.is og viku síðar
var humar.is opnaður. Á vefj-
unum er að finna allar upplýs-
ingar um Humarhátíð á Horna-
firði.
Humarhátíð á Hornafirði um helgina
Búist
við miklu
fjöl-
menni
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Margir nota tækifærið og mála og snurfusa fyrir Humarhátíð. Hér er
Þórey Sigfúsdóttir að mála vigtarhúsið á Höfn en það stendur á miðju
hátíðarsvæðinu.
Hornafjörður
IAN RUSH, fyrrverandi leikmaður
Liverpool, er ekki bara dáður af eldri
kynslóð knattspyrnumanna heldur
höfðar goðið líka til þeirra yngri.
Hann var nýverið hérlendis með
knattspyrnuskóla í samstarfi við
Fylki í Árbænum. Þeir félagarnir
Sverrir Falur Björnsson og Nökkvi
G. Gylfason í Borgarnesi létu ekkert
stöðva sig í að komast þangað og
dvöldu í Reykjavík þá fimm daga sem
skólinn stóð yfir. Að þeirra sögn var
meiriháttar gaman og sérstaklega að
læra af Ian Rush. Þeir komu endur-
nærðir heim og fóru beint á Búnaðar-
bankamótið í knattspyrnu. Vonandi
hefur tækni og markheppni Ian Rush
komist til skila til þeirra Sverris og
Nökkva, þannig að góðum framtíðar-
leikmönnum hjá Skallagrími fjölgi.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Sverrir Falur Björnsson til
vinstri, Ian Rush í miðið og
Nökkvi G. Gylfason til hægri.
Fóru í knatt-
spyrnuskóla
Ian Rush og
Fylkis
Borgarnes
ALLS sækjast 43 einstaklingar eftir
starfi sveitarstjóra í Hrunamanna-
hreppi en umsóknarfrestur rann út í
sl. viku.
Þrír drógu umsókn sína til baka.
Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti
Hrunamanna sagðist búast við að
fjallað yrði um umsóknirnar á fundi
hreppsnefndar á næstu dögum og
það ætti að verða ljóst fljótlega eftir
helgi hverjir væru líklegastir til að
verða ráðnir. Fráfarandi sveitar-
stjóri er Loftur Þorsteinsson. Íbúar í
hreppnum eru um 730 og hefur mikil
fjölgun orðið þar á sl. árum, sérstak-
lega í þéttbýlinu á Flúðum.
43 sækja um
stöðu sveitar-
stjóra í Hruna-
mannahreppi
Hrunamannahreppur
Í LOK júnímánaðar lauk vor-
gróðursetningu á vegum Hér-
aðsskóga. Alls voru gróðursett-
ar 850 þús. plöntur, þar af 800
þús. framleiddar í gróðrarstöð-
inni Barra hf. á Egilsstöðum og
50. þús frá Sólskógum á Egils-
stöðum, sem skiptist þannig
milli tegunda: Rússalerki 50,6%,
stafafura 16,1 %, sitkabastarður
9,7%, birki 8,9%, hvítgreni 5,2%,
alaskaösp 5,2%, sitkagreni 2,1%
og auk þess nokkrar aðrar teg-
undir.
Frá Sólskógum komu hinar
ýmsu skraut- og hnausaplöntur.
Gróðursett var á öllu Héraði;
Fellum, Völlum, Skriðdal,
Fljótsdal, Hjaltastaðaþinghá,
Hróarstungu, Jökuldal og Jök-
ulsárhlíð. Auk þess sem gróð-
ursett var hjá Austurlandsskóg-
um um 90 þúsund plöntur.
Keypt voru 12 tonn af áburði
sem fóru fyrst og fremst á furu
og greni. Veðráttan á tímabilinu
verður að teljast fremur hag-
stæð. Í vissum tilfellum gat ver-
ið erfitt að komast um svæðin
vegna bleytu.
Reiknað er með að haust-
gróðursetning hefjist svo í lok
ágúst og verði þá gróðursettar
um 300 þúsund plöntur hjá
Héraðsskógum og um 60 þús-
und hjá Austurlandsskógum.
Að venju buðu Héraðsskógar til
fjölskylduhátíðar í Víðivalla-
skógi að gróðursetningu lok-
inni. Hátíðin var mjög vel sótt
ekki hvað síst af yngstu kyn-
slóðinni og virtist hún njóta sín
vel við margvíslega leiki. Þá
var mikið spilað og sungið og
að sjálfsögðu grillað að hætti
Héraðsskóga.
Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar
Yngsta kynslóðin naut sín vel á fjölskylduhátíðinni.
Gróðursetning
á Austurlandi
Geitagerði
BÆJARSTJÓRN Austur-Héraðs
hefur ákveðið að ráða Eirík B.
Björgvinsson sem bæjarstjóra
næstu fjögur árin. Hann var einn
tuttugu umsækjenda sem sótti um
starfið. Eiríkur, sem er 35 ára gam-
all, starfaði sem æskulýðsfulltrúi á
Egilsstöðum fyrir sex árum, en
gegnir nú starfi íþrótta- og tóm-
stundafulltrúa Akureyrarbæjar.
Núverandi bæjarstjóri Austur-
Héraðs, Björn Hafþór Guðmunds-
son, tekur við stöðu sveitarstjóra á
Djúpavogi í október nk.
Nýr bæjarstjóri
ráðinn á Aust-
ur-Héraði
Egilsstaðir
♦ ♦ ♦