Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 23 Í TÖFLU með spá fjármálafyrir- tækja um afkomu félaga í Úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands fyrstu sex mánuði ársins, sem birt var hér í blaðinu í gær, voru tvær villur. Báðar villurnar eru vegna spár Kaupþings um Skeljung, annars vegar um hagnað fyrir afskriftir og hins vegar um hagnað. Rétt er að Kaupþing spáir því að afkoma Skeljungs fyrir afskriftir verði 675 milljónir króna á fyrri hluta ársins og að hagnaður verði 450 milljónir króna. 150 þúsund tonn, ekki 90 þúsund tonn Í Innherja sem birtist í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær var ranglega sagt að fyrirhuguð stækk- un Norðuráls um 90 þúsund tonn myndi kosta 50 milljarða króna. Hið rétta er að stækkun um 150 þúsund tonn myndi kosta 50 millj- arða króna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting Afkomuspár SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur úthlutað aflaheimildum í þorski vegna tilrauna við föngun fisks til áframeldis og framkvæmd þess. Sam- tals hefur 385 tonn um verið úthlutað til þorskeldisins. Eftirfarandi aðilar hlutu úthlutun: Útgerðarfélag Akureyringa 90 tonn, Hraðfrystihúsið Gunnvör, Hnífsdal, 90 tonn, Rostungur ehf., Ak. 20 tonn, Síldarvinnslan Neskaupstað 50 tonn, Matthías, Sigurjón og Kristján Ósk- arssynir, Jóhann Halldórsson og Sævar Sveinsson 40 tonn, Ósnes ehf., Djúpavogi, og Skútuklöpp ehf., Stöðvarfirði, 30 tonn, Þórsberg ehf., Tálknafirði, 35 tonn og Aquaco ehf., Bakka í Ölfusi, 30 tonn. Nú liggja fyrir 12 umsóknir hjá Fiskistofu til áframeldis á þorski sam- kvæmt nýlegum lögum um slíka starfsemi. Engin leyfi hafa verið gefin út enn. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, segir að verið sé að fara yfir umsókn- irnar. Í lögunum sé bráðabirgða- ákvæði þess efnis að þeir aðilar sem hafi starfað við eldi eða hafi leyfi frá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga til slíkra starfa, megi halda áfram í eitt ár frá því lögin tóku gildi. Þeir þurfi því ekki að fá leyfi frá Fiskistofu fyrr en að þeim tíma liðnum. „Mér sýnist að 7 af þeim, sem hafa sótt um, þurfi, samkvæmt þessu ákvæði, ekki að fá leyfi hjá okkur fyrr en að ári, svo fremi sem þeir hafi leyfi frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga eða viðkomandi heilbrigðisnefnd eða fái það. 5 umsóknir eru ófullnægjandi vegna skorts á upplýsingum. Í þeim hópi er einn þeirra sem fengu úthlut- að þorskaflaheimildum til áframeldis. Þetta mun því að mínu mati leysast farsællega því við á Fiskistofu þurf- um að íhuga það vel hvað við eigum að setja í þessi leyfi þar sem þau eiga að gilda til fimm ára. Við viljum því vanda til útgáfu þeirra,“ segir Þórður Ásgeirsson. Hann segir að því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þessir aðilar geti byrjað eða haldið áfram að því til- skildu að þeir þurfi að fá bréf frá sjáv- arútvegsráðuneytinu um undanþágu frá vigtunarreglum. Þeir þurfi að vigta og mæla þorskinn sem fari í kví- arnar eftir ákveðnum reglum sem hafi verið í gildi undanfarin ár og halda dagbækur, sem Fiskistofa láti þeim í té. Þetta tvennt þurfi þeir að fá og á því eigi engin vandkvæði að vera. 385 tonnum út- hlutað í þorskeldi NYPD eru einkennisstafir lögreglu- sveitar New York-borgar (New York Police Department). NYPD var gert að skrásettu vörumerki í eigu sveitarinnar fyrir nokkru en fatnaður og aðrar vörur merktar sveitinni hafa gengið kaupum og sölum á svörtum markaði um ára- bil. Í kjölfar árásanna 11. sept- ember síðastliðinn hefur sala NYPD-varnings stóraukist þótt minnstur hluti fjárins renni til lög- reglusveitarinnar. Með því að skrá- setja vörumerkið NYPD og fá einkarétt á dreifingu varnings merktum NYPD vill lögreglusveitin breyta þessu. Telur hún eðlilegt að hagnaður af sölu varnings renni til uppbyggingar lögreglustöðva og þjálfunar liðsmanna í stað þess að götusalar maki krókinn. Enn virð- ast margir þó fara á bak við leyf- ishafa því hagnaður af sölu varn- ings merktum hinu löglega skrásetta vörumerki nemur innan við 1 milljón dollara enn sem komið er. Talið er að heildarhagnaður af sölu NYPD-varnings sé margföld sú upphæð. NYPD©
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.