Morgunblaðið - 05.07.2002, Síða 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRIÐRIK Vignir Stefánsson, org-
anisti í Grundarfirði, heldur tón-
leika í Reykholtskirkju á morgun,
laugardag, kl. 16. Þeir eru aðrir í
röð tónleika sem haldnir eru til
styrktar orgeli kirkjunnar sem
sett var upp í vetur og haldnir í
samvinnu við Félag íslenskra org-
anleikara.
Friðrik hefur valið sér að leika
verk eftir Dietrich Buxtehude,
J.S. Bach, Pál Ísólfsson, Théodore
Dubois og Léon Boëllmann.
Friðrik Vignir er fæddur á
Akranesi 1962. Hann hóf org-
elnám hjá Hauki Guðlaugssyni og
Fríðu Lárusdóttur við Tónlistar-
skólann á Akranesi og lauk þaðan
burtfararprófi 1983. Friðrik
Vignir lauk einleikaraprófi á org-
el við Tónskóla þjóðkirkjunnar og
kantorsprófi vorið 1988.
Friðrik Vignir var organisti í
Hjallaprestakalli í Kópavogi
1987–1988, og frá því í september
1988 hefur hann starfað sem org-
anisti við Grundarfjarðarkirkju
auk þess að vera skólastjóri Tón-
listarskóla Grundarfjarðar.
Næstu tónleikar í tónleikaröð-
inni verða laugardaginn 13. júlí
nk. en þá leikur Guðný Ein-
arsdóttir kantor á orgelið. Hinn
20. júlí mun Haukur Guðlaugsson
fv. söngmálastjóri leika, og 3.
ágúst leikur Marteinn H. Frið-
riksson dómorganisti.
10. ágúst mun Kjartan Sig-
urjónsson organisti Digra-
neskirkju, formaður Félags ís-
lenskra organleikara, ljúka
tónleikaröðinni.
Orgeltónleikar í
Reykholtskirkju
Friðrik Vignir Stefánsson organisti á æfingu fyrir tónleikana.
SEINNI laugardagstónleikar
Vocium Thules sönghópsins fyrstu
sumartónleikahelgina í Skálholti
voru bráðskemmtilegir. Skyggði að-
eins eitt á, sem raunar hafði einnig
háð tónleikahaldinu kl. 15, en það
var sá plagsiður förumanna að
streyma inn og út um kirkjuna með-
an á flutningi stóð í fullkominni for-
akt við skilti og tilmæli í tónleika-
skrá, hvar af mátti þó skilja að hér
væri um stundarsakir ekki galopið
hverjum manni að vild líkt og í
safni. Þó að lítið heyrðist í túrhest-
um þessum, varð engu að síður af
sjónrask sem vonandi tekst að
hemja framvegis, ef ekki með öðru
móti þá með skeleggum útköstur-
um.
Þegar fornritarar tala um „sæt-
an“ hljóm af (kirkju)söng og hljóð-
færaslætti er væntanlega, í nánara
framhaldi af almennri merkingunni
„ljúfan“ (og e.t.v. með aðstoð góðs
hljómburðar), átt við hreinan, þ.e.
ófalskan, tónflutning. Burtséð frá
fagþjálfuðum ein- og kórsöng fékkst
slíkur fyrrum helzt úr vel smíðuðum
og vel stilltum hljóðfærum, sem í til-
felli strengjaamboða var við hæfi
jafnvel lítt þjálfaðra spilara þegar
þverbandavætt „söngfæri“ eins og
gittern eða sérstaklega lyklum búin
hverfigígja eins og symfón (e. hurdy
gurdy, þ. Drehleier) áttu í hlut. Slík-
an „sætan“ slátt – ásamt jafnsætum
en einnig þróttmiklum söng VT
sextettsins – gat að heyra á seinni
tónleikum laugardagsins í Skálholti,
og studdi hann upplifun áheyrenda
af niði aldanna mun sterkar en
kristilegur a cappella söngur fyrri
tónleikanna. Það var engu líkara en
að flutningurinn magnaði, fyrir til-
stilli e.k. hljómandi jarðsjár eða
tímavélar, upp nýhafinn gröft forn-
leifafræðinga rétt fyrir utan kirkj-
una með endurhljómgun fyrri tíma
dægradvalar klerka og skólapilta
staðarins í tónum og texta. Látum
svo vera ef flytjendur svindluðu lít-
inn þann á kórréttum upphafleika
með notkun nælonstrengja, sem
vissulega voru ekki til fyrir daga Du
Ponts Inc., en halda aftur á móti
betur stillingu en girni úr búsmala-
iðrum.
Fleiri hljóðfæri komu við sögu.
Yngst írsk tinflauta með skærrauðu
plastmunnstykki, eldri stórar
rammatrommur í líkingu við þar-
lenda bodhrán bumbu sem e.t.v.
kunna að hafa dunað hér fyrr á öld-
um. En symfónið forneskjulega (að
frátaldri strengjagerð), þanið sveif-
hjóli og umlukt ferstrendum kassa í
frumstæðri 12. aldar umgjörð, gaf
e.t.v. sterkasta hugboð um hvað
hljómaði í Skálholti á endurreisn-
artímum ef ekki löngu fyrr. Veikur
kliður symfónsins við stöðugan
bordúnaseim minnti mann snöggv-
ast á líkingamál Annarrar málfræði-
ritgerðar frá ofanverðri 13. öld um
rím og framburð: „Köllum vér það
lykla sem þeir eru í fastir, og eru
þeir hér svo settir hér sem i spac-
ione sem lyklar í simphonie.“ Eða,
svo vitnað sé til jólasöngsins Imm-
anúel oss í nátt (úr lagasafninu Mel-
odia frá 17. öld), „Vil eg mitt sálar
simfóní / sett með beztu snilli, /
leggja fram og leika því, / láta ei
stund á milli“[...] Ekki niðuðu aldir
síður úr hinu hljóðfæri gestaspil-
arans Arngeirs Heiðars Hauksson-
ar, „miðaldagígjunni“ gittern (eða
cittern), sem mun gripluð útgáfa
strokinnar perulaga fornaldargígju
þeirrar er Mörður Valgarðsson á
Rangárvöllum var hugsanlega
kenndur við. Furðuómsterkt og
sendivirkt hljóðfæri, enda bakið
mun flatara en á lútu.
Tónleikarnir voru í byrjun og
enda skorðaðir tvírödduðum Tíða-
söng hins heilaga Hallvarðs er Voc-
es Thules fluttu á inn- og útgöngu,
fyrra skiptið a cappella, seinna með
hljóðfæraundirleik. Hallvarður var
reyndar norskur og uppi á 10. öld
en einnig dýrkaður hér í pápísku.
Tvísöngurinn (AM 102) er prent-
aður í þjóðlagasafni Bjarna Þor-
steinssonar.
Þaðan voru einnig fengin lögin
sem sönghópurinn valdi undir
draumkvæði og fyrirboða úr Sturl-
ungu, og mun það hafa verið altítt á
miðöldum og fram eftir. Þann praxís
nefna fræðimenn almennt contra-
facta og veraldleg lög sett við helgi-
texta „paródíur“. Afurðir hins gagn-
stæða nefnast hérlendis „druslur“.
Sungið var ýmist með eða án und-
irleiks og með for- og millispilum,
og gekk sú blanda það vel upp að
sómt hefði sér með ágætum á
hljómdiski, sem vonandi gæti orðið
úr með tíð og tíma. Útsetningarnar
voru unnar og fluttar af mikili
smekkvísi, og verður að segjast að
tíminn, sem átti til að standa í stað í
helgisöngvum fyrri tónleika laugar-
dagsins, flaug nú fislétt sem spör-
fugl væri. Þó að einstaka lag væri
tæplega af íslenzkum rótum runnið
– eins og Drømde mik en drøm i nat
um silki ok ærlik pæl (úr Codex
runicus, 13. ö.) og Eljakvæði (Ebbe
Skammelsøn) – var engum blöðum
um að fletta að þau féllu prýðilega
að dramatísku textum Sturlunga-
aldar í heillandi túlkun þeirra fé-
laga.
„Sem lyklar í simphonie“
TÓNLIST
Skálholtskirkja
„Sé ég eld yfir þér.“ Latneskir helgitextar
úr íslenzkum handritum og íslenzk forn-
kvæði við lög úr íslenzkum þjóðlögum
Bjarna Þorsteinssonar í samsetningi
Vocium Thules og Árna Heimis Ingólfs-
sonar. Voces Thules sönghópurinn (Egg-
ert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur
Hreinn Helgason, Guðlaugur Viktorsson,
Sigurður Halldórsson og Sverrir Guð-
jónsson), söngur og hljóðfærasláttur;
Arngeir Heiðar Hauksson, symfón & gitt-
ern. Laugardaginn 29. júní kl. 17.
SUMARTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
SUMARTÓNLEIKAR 2002 í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hóf-
ust sl. þriðjudag og munu samkvæmt
venju standa yfir júlí- og ágústmánuð.
Koma þar fram margir flytjendur,
m.a. sex söngvarar og tveir tugir
hljóðfæraleikara er flytja tónlist frá
ýmsum tímum. Frumflutt verður nýtt
tónverk eftir Huga Guðmundsson og
það sem einnig vekur sérstaka at-
hygli er að flutt verða kínversk þjóð-
lög og að einir tónleikar munu ætlaðir
fyrir flutning á djasstónlist.
Fyrstu tónleikar sumarsins voru
kammertónleikar, þar sem flutt voru
tónverk eftir Rossini og Dvorák. Tvö
fyrstu verkin eru æskuverk eftir
Gioachino Rossini (1792–1868), úr
safni sex verka „sonate a quattro“ er
hann mun hafa samið 1804. Til eru
trúarleg verk sem talið er að Rossini
hafi samið 1802. Rossini vakti
snemma athygli fyrir tónsmíðar og
fyrstu óperu sína samdi hann 18 ára.
Óperurnar 16 samdi hann á árunum
1810 til 29 en snerti aldrei meir við því
formi í nærri fjörutíu ár, frá 1929 til
1868, enda hafði síðasta ópera hans,
Vilhjálmur Tell, verið honum erfið og
telja margir sagnfræðingar, að bæði
slæm líkamleg og andleg heilsa hans
sé meginorsökin fyrir því að hann hafi
verið búinn að fá nóg, auk þess sem
um sama leyti áttu sér stað pólitísk
átök á Ítalíu er m.a. leiddu til þess að
Rossini fluttist til Frakklands.
Strengjasónöturnar sex eru samd-
ar fyrir tvær fiðlur, selló og kontra-
bassa og á fyrstu tónleikum sumars-
ins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
sl. þriðjudag voru fluttar þær tvær
fyrstu úr þessu safni. Flytjendur voru
Hlíf Sigurjónsdóttir, Sigurlaug Eð-
valdsdóttir, Örnólfur Kristjánsson og
Þórir Jóhannsson. Bæð tónverkin eru
létt og leikandi, heldur svona smá-
gerð í formi og hljómskipan, nema
fyrsti kaflinn í þeirri fyrstu (G-dúr),
sem er töluvert viðamikil og metnað-
arfull tónsmíð. Flutningur var í anda
verkanna léttur og leikandi og á köfl-
um vel mótaður, sérstaklega fyrsti
kaflinn, sem þó var svolítið órólegur í
upphafi.
Lokaverk tónleikanna var
Strengjakvintett op. 77, eftir Dvorák,
sem eins og mörg verka hans, er
merktur með mismunandi opusnúm-
erum, vegna deilna við útgefanand-
ann Simrock, sem einnig var útgef-
andi að verkum Brahms. Þetta verk
er samið fyrir strengjakvartett, að
viðbættum kontrabassa og til leiks
kom þá Herdís Jónsdóttir á lágfiðlu.
Hljóðfæraskipanin er eins og þegar
skrifað er fyrir strengjasveit og bar
verkið þess merki, þótt skersóþáttur-
inn sé líklega nær því að vera ekta
kammertónlist en aðrir kaflar verks-
ins, sem er góð og vel samin tónlist.
Flutningurinn var nokkuð ójafn,
einkum er varðaði „intónasjón“ er var
sérstaklega áberandi í fyrsta kaflan-
um, og einkum á þeim stöðum sem
kalla mætti „tutti“ þar sem bæði
styrkur og tónræn átök voru hvað
mest. Það var einkum í hægum og
hljómþýðum köflum, þar sem leikur-
inn var oft fallega mótaður. Inntónun
er sú tækni, að hver hljóðfæraleikari
láti að mestu af persónulegri tón-
myndun en leitist við að spila sig inn í
tón samleikaranna. Þetta er í raun
ekki það sama og að spila hreint og er
sérlega mikilvægt í kammertónlist og
næst aðeins á löngum tíma. Þrátt fyr-
ir þetta var flutningurinn í heild
kraftmikill og á köflum gæddur hraða
og spennu.
Hraði
og
spenna
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Flutt voru verk eftir Rossini og Dvorák.
Flytjendur voru Hlíf Sigurjónsdóttir, Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir, Herdís Jónsdóttir,
Örnólfur Kristjánsson og Þórir Jóhanns-
son. Þriðjudagurinn 2. júlí 2002.
SUMARTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
NOKKRAR sýningar standa nú yfir í
Norska húsinu í Stykkishólmi. Guðfinna
Hjálmarsdóttir sýnir verk sem hún hefur
unnið sérstaklega fyrir Norska húsið og
vill hún með sýningunni heiðra minningu
langalangafa síns, Árna Ólafs Thorlacius-
ar. Myndirnar eru unnar á handgerðan
pappír með image-on ætingum og fleiri
grafíkaðferðum. Sýningin hefur yf-
irskriftina Sis Felix. Árni Ólafur lét reisa
Norska húsið árið 1832 en það var fyrsta
tvílyfta íbúðarhús landsins og eitt af
þremur stærstu íbúðarhúsum landsins á
19. öld.
Guðfinna útskrifaðist árið 2001 með
BA-gráðu í myndlist með sérgrein í graf-
ík. Hún hefur haldið fjölda einka- og sam-
sýninga. Vinnustofa hennar er á Skóla-
vörðustíg 16 í Reykjavík.
Snjólaug Guðmundsdóttir sýnir flóka-
myndir, ljóðasteina og vefnað. Hún út-
skrifaðist sem vefnaðarkennari frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands. Hún vinnur
handverksmuni úr íslensku hráefni, vefur
veggteppi, gólfmottur, borðrenninga,
upphlutssvuntur o.fl. Einnig málar hún
vatnslitamyndir og semur ljóð á kort og steina.
Þá vinnur hún myndir í flóka, bjöllur, töskur
skálar o.fl. Snjólaug starfrækir handverks-
stofuna Sólu á Brúarlandi á Mýrum. Hún hefur
haldið nokkrar einka- og samsýningar.
Ólöf S. Davíðsdóttir og Davíð Þórðarson sýna
glerlistaverk, skálar, matarföt, diska, grýlu-
kerti o.fl. úr endurunnu gleri. Davíð er múr-
arameistari frá Siglufirði, fæddur 1915.
Hann lærði glerbræðslu hjá Ólöfu árið
1996. Ólöf er búsett í Fíflholtum á Mýrum.
Hún vinnur eingöngu í gler sem aðrir hafa
hent. Hún hefur haldið nokkrar einka- og
samsýningar víða um landið.
Sýningunum lýkur 7. ágúst.
Á neðri hæð hússins eru þrjár sýningar.
Í eldhúsinu sýnir Guðmundur Her-
mannsson gamlar klukkur, úr, verkfæri
og íkona. Dröfn Guðmundsdóttir mynd-
höggvari leggur á borð fyrir tvo í bláa
herberginu. Dröfn hefur verið að vinna
glerverk og sýnir nú glermatarstell er ber
nafnið „Perla“. Silja Sallé sýnir ljósmyndir
af ferðum sínum um Ísland. Hún er alin
upp í Frakklandi en á íslenska móður og
býr móðurfjölskylda hennar á Hjarðarfelli
í Eyja- og Miklaholtshreppi. Síðustu fimm
sumur hefur hún starfað sem leið-
sögumaður, mestmegnis á hálendi Íslands.
Á annarri hæð er uppsett 19. aldar
heldra heimili í þéttbýli er opnað var árið
2001. Þar er stuðst við allt það sem til er
um innbú og heimilishætti Árna og Önnu
Thorlacius.
Norska húsið er opið daglega frá kl. 11–17 til
1. september og um helgar í september.
Sýningin stendur til 7. ágúst 2002 og er opin
daglega frá kl. 11–17.
Fjölbreyttar sýningar í Norska húsinu