Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinar Tómas-son fæddist í Helludal í Biskups- tungum hinn 27. nóv- ember 1917. Hann andaðist á hjúkrunar- heimilinu Ljósheim- um á Selfossi að kvöldi 26. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ósk Tómasdóttir frá Brattholti, f. 21. ágúst 1883, d. 7. maí 1968, og Tómas Bjarnason frá Hólum, f. 24. apríl 1886, d. 22. desember 1937. Þau bjuggu á nokkrum bæj- um í Biskupstungum, en lengst af í Helludal. Systkini Steinars eru: Helga, f. 11.7. 1910, d. 11.5. 1997, Sæunn, f. 1.10. 1911, d. 14.4. 1993, Jóhann, f. 3.10. 1912, d. 12.11. 1912, Gestur, f. 24.4. 1914, d. 6.2. 1915, Bjarni, f. 17.6. 1915, d. 26.8. 1993, Tómas, f. 11.9. 1916, Magn- ús, f. 22.4. 1919, d. 16.7. 1999, og Eiríkur, f. 22.1. 1921, d. 28.9. 2000. Steinar átti heimili í Helludal alla ævi. Hann var í farskóla í nokkra mánuði á nágranna- bæjum, en lauk barnaskólagöngu sinni í Reykholti eftir að sá skóli tók til starfa. Eftir ferm- ingu var hann tvo vetrarparta í skóla Sigurðar Greipsson- ar í Haukadal. Að frátöldum nokkrum ferðum til sjóróðra á Suðurnesjum og í Þorlákshöfn var ævi- starf Steinars við landbúnað. Hann tók ásamt Tóm- asi bróður sínum við búinu í Hellu- dal af móður þeirra um 1940 og bjó þar síðan. Hélt hann heimili með Ósk móður sinni og Margrét systir hennar var þar einnig til heimilis. Seinasta árið var Steinar á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi. Útför Steinars verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Góður drengur er genginn, góður maður er dáinn. Minnir hann oft á máttinn maðurinn slyngi með ljáinn. Allra okkar kynna er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum, mannbætandi að kynnast. (Kristján Árnason frá Skálá.) Í dag fylgjum við til grafar föður- bróður mínum Steinari Tómassyni bónda í Helludal. Þegar dóttir mín hringdi í mig frá Svíþjóð og sagði mér að Kristofer frændi væri að reyna að ná í mig vissi ég um leið hvers kyns var. Ég fann kökkinn í hálsinum, tár byrjuðu að streyma og upp komu yndislegar minningar frá liðnum tíma. Við systkinabörn Steinars dvöldum til lengri og skemmri tíma hjá honum og ömmu á meðan hennar naut við. Í þá daga var ekkert kyn- slóðabil, börn voru börn og fullorðnir ráðgjafar og fyrirmyndir sem maður lærði að virða og elska hvert á sinn hátt. Faðir minn og Steini voru mjög samrýndir bræður allt frá unga aldri, af þeim sökum urðu Steini, Tumi, Manga og amma partur af lífi okkar systra rétt eins og mamma og pabbi. Ég man eftir mér í fanginu á Steina við eldhúsborðið í Helludal þar sem við borðuðum egg, rúgbrauð og drukkum kaffi með. Þá gat ég ekki borðað hafragrautinn og get ekki enn í dag. Einnig man ég eftir traustu handtaki hans þegar ég gekk með honum inná bing eða útí fjós og þegar sterkar hendur hans lyftu manni upp og báru mann þegar þreyttir fætur gátu ekki meira. Steini var dulur maður og fátalaður en ef börn áttu í hlut þá kom í ljós hans innri maður. Öll hans ást og um- hyggja fyrir öðrum kom berlega í ljós og annan eins dýravin hef ég ekki þekkt. Það var alveg sama hvaða dýr átti í hlut, músin í fjósinu eða þrest- irnir í trjánum, hann hændi þau öll að sér. Hundarnir hans, Hektor, Bangsi, Moli og Muli, hestarnir og ærnar, allt þetta var hans líf og yndi. Mér hefur alltaf fundist það vera foréttindi að hafa fengið að vera honum samferða og einnig er það mér dýrmætt að börnin mín og þá sérstaklega strák- arnir fengu að kynnast honum. Hann kallaði yngri son minn alltaf Lóuson og fannst honum það mjög fyndið þegar hann var minni, enda lærðist honum fljótt að líka vel við þennan stóra mann sem eldaði besta lamba- kjöt sem hann hafði smakkað og bak- aði heimsins besta rúgbrauð. Ég vil þakka Steina fyrir samfylgd- ina og allan rabarbarann sem ég sótti á hverju sumri austur í Helludal og allar skemmtilegu samræðurnar sem fram fóru á meðan rabarbarinn var slitinn upp. Ég vil líka þakka kaffi- stundirnar sem við áttum saman þeg- ar við bara sátum og drukkum kaffi og nutum þagnarinnar, enda er þögn- in besti vinurinn i skarkala dagsins. Megir þú eiga góða heimkomu kæri frændi og ég bið að heilsa öllum sem þú hittir á grænum grundum skap- arans. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Að lokum vil ég þakka Kristofer fyrir allt sem hann hefur gert fyrir föðurbróður okkar, sem ég veit að var gert með glöðu geði og ást í hjarta. Þar til næst, elsku Steini. Ólafía Hafdísardóttir (Lóa Magg.). Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni; hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt sem ég unni, og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein – ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. Þetta ljóð Þorsteins Erlingssonar og lag Jóns Laxdals söng Steinar móðurbróðir minn oft þegar ég var lítil fyrir meira en hálfri öld og það er eins og undirleikur við bernskuminn- ingarnar frá Helludal, sem var minn fyrsti samastaður í tilverunni. Þá voru þeir teknir við búi Steinar og Tómas bróðir hans og einnig var Ei- ríkur, yngsti bróðirinn, þar til heim- ilis. Þessir tveir voru þó oft í vinnu útífrá en Steini sá þá um búið og hann hélt alla tíð heimili með Ósk móður sinni og Margréti systur hennar. Ef ég ætti að lýsa Steina í einni setningu þá væri hún: Hann var góð- ur maður. Börnin finna fljótt hvað að þeim snýr og engan hef ég þekkt sem börn hændust eins skilyrðislaust að og hann. Ekki af því að hann væri með einhverjar kúnstir og mikið skraf, nei, það þurfti ekki nema eitt augnatillit og þau voru orðin einlægir aðdáendur og vinir. Hann átti svo gott með að setja sig á þeirra plan, ræða málin af alvöru og skilningi eða taka þátt í glensi og gríni. Og alltaf var þess gætt að enginn yrði útundan eða færi sér að voða. Ein af mínum fyrstu minningum frá Helludal er sú hvað hann hélt traustu taki í höndina á mér þar sem við fórum um hafraakur fyrir neðan veginn. Stráin voru miklu hærri en ég og ekki vildi hann að barnið villtist í höfrunum! Hann fór í krók og krumlu við mig, eins og áreiðanlega marga aðra krakka. Og ég man að ömmu þótti nóg um þegar við glímdum á eld- húsgólfinu og auðvitað felldi ég hann. Þá hef ég verið svona fjögurra ára. Seinna kynntust svo börnin mín Steina og héldu mikið upp á hann. Og lítil sonardóttir sem stundum fær að fara með ömmu í sveitina, tók því með gleði að koma við hjá honum á Sel- fossi, sem við ævinlega gerðum. Hún fann þetta sama hjá honum og öll önnur börn. Steini var einlægur náttúruunn- andi. Eitt lítið blóm vakti aðdáun hans ekki síður en stórbrotið lands- lag. Helludalsjörðin býr yfir mörgum fallegum stöðum sem hann þekkti og hafði ánægju af að sýna öðrum. Hann hlúði að og bætti við gróðurinn, um það bera vitni skógarlundirnir sem hann plantaði og annaðist. Dýravinur var hann líka og hændi að sér allar skepnur sem hann umgekkst. Sauð- féð var honum afar kært og hjörðin hans var óvenju skrautleg, því hann setti gjarnan á mislit lömb. Ég verð að minnast á hvílíka alúð og natni Steini sýndi Ósk móður sinni og Margréti systur hennar sem voru orðnar rosknar konur þegar ég man eftir, amma fædd 1883 og Manga 1876. Það var aðdáunarvert hve þessi stóri og mikli maður var lipur að snú- ast við gömlu konurnar, ætíð bros- andi og með gamanyrði á vörum. Þær höfðu gömul gildi í heiðri og Steini virti það. Hann las t.d. alltaf upphátt Passíusálmana á föstunni. Ég gleymi aldrei hvað það var notalegt að hlusta á hann lesa í skini steinolíulampans. Hann kunni sálmana áreiðanlega að mestu utan bókar, en líka ógrynni af öðrum sálmum og alls konar kvæð- um. Þarna ríkti ást á ljóðum og söng. Steini var vel á sig kominn þegar hann var uppá sitt besta, sterkur og góður verkmaður. Hann var léttur á fæti og fór mikið fótgangandi. Ótald- ar eru ferðirnar sem hann átti gang- andi inn í óbyggðir um haust og fram á vetur meðan hann vissi að ekki voru fullar heimtur á fé. Gilti þá einu hvort það var hans sjálfs eða annarra. Eftir að gömlu konurnar féllu frá bjó hann einn í sínum bæ. Hann hélt góðri heilsu og kröftum lengi vel og sinnti bæði inni- og útistörfum. Var hvort tveggja jafn vel og snyrtilega af hendi leyst. Ekki var Steini mikið fyrir að trana sér fram, en í góðum hópi gat hann verið hrókur alls fagnaðar. Auk þekk- ingar sinnar á bundnu máli las hann mikið af alls konar fróðleik og var víða vel heima, hafði skoðun á málum og seldi hana ekki fyrir stundarvin- sældir. Fyrr á árum sótti hann sam- komur til jafns við aðra, ekki síst ef farið var á hestum. En þegar árunum fjölgaði átti hann erfiðara með að ná sér upp eins og gengur. Hann hafði þó alltaf gaman af að hitta fólk og vera í góðum félagsskap. En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin; hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn, – hann harmar í skóginum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. Það er mikið farið þegar heilsan bregst. Þar kom líka að kraftar þrutu og Steini gat ekki lengur búið einn og hugsað um féð sitt. Það má þó segja að hann hafi staðið meðan stætt var. En tími breytinganna var runninn upp og Helludalsmenn brugðu búi. Eftir nokkra viðdvöl í Reykholti hjá Tómasi bróður sínum dvaldi Steini á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi nærri tvö síðustu árin. Ber að þakka því ágæta fólki sem þar starfar góða umönnun og hlýlegt viðmót. Lengst af gat hann vitjað átthaganna öðru hvoru með aðstoð Kristófers frænda síns og átti alltaf sitt lögheim- ili í gamla bænum í Helludal. Fylgdist hann vel með því sem gerðist í sveit- inni og hjá frændfólkinu. Nú undan- farið var þó mjög dregið af Steina og síðustu vikurnar hitti ég hann ætíð rúmliggjandi. Hann sýndi þó sama æðruleysið og áður. Það var alltaf eitthvað eftir af léttu lundinni og stutt í brosið. Að leiðarlokum vil ég þakka Stein- ari frænda mínum fyrir sólríku bernskuárin, þakka grunninn sem hann lagði og stuðninginn sem hann veitti mér alla tíð. Minningin lifir og fylgir okkur sem þekktum hann. Við Guðni og fjölskyldan þökkum fyrir samfylgdina. Inga Kristjánsdóttir. Stór og sterkur maður, með pott- loks-húfu á höfðinu og hund sér við hlið. Með laust og mjúkt handtak. Þetta er sú mynd sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Steina frænda. Hann var sérstaklega barngóður maður og mér þótti alltaf mjög spenn- andi að koma til hans í gamla bæinn í Helludal. Þar ríkti hann eins og vörð- ur um fortíð fjölskyldunnar í húsi sem virtist aldrei breytast. Það var eins og hver hlutur þar ætti sér sögu sem að- eins hin eldri kynslóð kunni. Í litla eldhúsinu var einn veggur þakinn gömlum dagatölum. Ég hugs- aði oft um það þegar ég skoðaði myndirnar á þeim, hvernig ætli þetta eða þetta þarna ár hafi liðið hjá Steina og í þessu húsi. En ég var alltof feimin til að spyrja. Sat bara hljóð við eld- húsborðið og naut þess að drekka mjólk úr pínulitlu mjólkurglasi sem Steini tók alltaf sérstaklega fram fyr- ir börn sem þar bar að garði. Manni fannst alltaf að maður væri svolítið stærri, af því að glasið passaði nefni- lega svo vel í litlar hendur. Steini kom auðvitað líka oft að Gýgjarhóli að heimsækja ömmu, Helgu systur sína. Þar átti hann alltaf sitt fasta sæti við borðsendann í eld- húsinu. Við systkinin kynntumst Steina þegar hann var ennþá við góða heilsu og bjó búi sínu í Helludal. En það voru alltaf ný börn að kynnast hon- um. Ég hef frétt að litlu frænku minni hafi þótt mjög gaman að heimsækja Steina á Ljósheima. Þau hafi setið og talað mikið saman. Mér þykir miður að hugsa til þess að Helgi Bjartur sonur minn hafi ekki náð því að kynnast Steina. Þeim hefði örugglega komið vel saman. Viktoría Guðnadóttir. Þegar ég kveð hann Steina minn eftir langa og ómetanlega samfylgd og lít til baka er af mörgu að taka. Sægur af myndum og minningabrot- um streyma fram í hugann. Við vor- um mjög nánir allt frá mínum fyrstu bernskusporum. Steini tók varla minni þátt í að ala mig upp en for- eldrar mínir og var ég hreint ekki minna hændur að honum en þeim. Steini var mér því miklu meira en venjulegur föðurbróðir. Samskipti okkar voru alla tíð einstaklega ljúf og tengslin sterk, aldrei bar þar skugga á. Mér finnst því að með fráfalli Steina sé að ljúka ákveðnum kafla í mínu lífi og ekki laust við að manni finnist undarlegt að hugsa sér lífið án hans. En kallið er komið og undan því verður ekki skorast. Fljótt læra börnin að meta mann- gæsku og hlýju. Ef til vill endurspegl- ast hjartalag fólks einna best í því hversu vel því tekst að laða að sér blessuð börnin. Steini bjó yfir þessum hæfileika í ríkum mæli. Það var eitt- hvað í hans fari sem heillaði börnin. Hann kunni að setja sig í spor þeirra og skynjaði vel hvernig þeim leið. Ekki hafði hann síður lag á að hæna að sér skepnur, sama hvort um var að ræða hunda, kindur, hross eða jafnvel svín. Reyndar held ég að ég megi full- yrða að allir, ungir sem aldnir sem nutu þess að kynnast Steina mínum hafi fundist hann heillandi maður á allan hátt þó hann ætti það til að virka svolítið þurr á manninn við fyrstu kynni. Það stafaði af því að hann var í eðli sínu hlédrægur. Hann var ekki fyrir það gefinn að trana sér fram en það sem hann lagði til málanna var ævinlega vel ígrundað. Hann var ekki vanur að segja neina vitleysu og eitt af því sem hann lagði sig fram um að kenna mér var að það er stundum betra að hafa færri og málefnalegri orð um hlutina en flaum af innihalds- lausum orðum. ,,Það er dýrmætt að gæta sín á að segja ekki eitthvað sem maður getur séð eftir að hafa sagt.“ Þessu heilræði mun ég seint gleyma en Steini lagði mér það þegar ég var nálægt fermingu. Það skal ósagt látið hvernig manni hefur gengið að haga sér eftir því. Steini var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, ekki síst í þau fáu skipti sem hann bragðaði áfengi, þá var tekið til við að kæta andann og syngja af slíkri innlifun að manni fannst allt annað hverfa í skugga hans meðan á þeirri gleði stóð. Hann var orðheppinn og kjarnyrtur og talaði og skrifaði betri íslensku en margur menntamaðurinn. Hann var minnug- ur og tók vel eftir því sem fyrir augu bar hverju sinni. Steini gerði ekki víðreist um ævina, en náði þó að ferðast talsvert um landið á efri árum. Við frændurnir lögðum nokkrum sinnum land undir fót. Ógleymanlegt er sumarið 1995 er við fórum um Vestfirði þvera og endi- langa og sama sumar fórum við vítt og breitt um Austurland. Þessar ferð- ir standa mjög ofarlega í enduminn- ingasafni okkar Steina. Hann naut sín virkilega vel í þessum ferðum og það fór fátt framhjá honum. Þeir sem nutu þess að kynnast Steina fundu fljótt hvað hann var raungóður, heilsteyptur og fölskva- laus, hann mátti ekkert aumt sjá og tók ævinlega málstað þeirra er minna máttu sín. Það eru forrétindi að hafa fengið að njóta samfylgdar við slíkan mann í öll þessi ár. Það þurfti ekki að undra að bú- skapur yrði ævistarf Steina. Ég reikna með að ekki hafi neitt annað komið til greina í hans huga. Búskap- ur var hans líf og yndi og átthagarnir og heimili hans var honum kært. Hann ólst upp með foreldrum sínum og systkinum í Helludal og átti þar lögheimili alla sína tíð. Síðustu tvö ár- in dvaldi hann að mestu á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum á Selfossi. Hann hefði eflaust kosið að dvelja í Helludal til hinstu stundar en ekki verður á allt kosið í þessu lífi. Liðlega tvítugur tók hann við búsforráðum ásamt Tómasi föður mínum. Hann hélt heimili með móður sinni og Mar- gréti móðursystur sinni til fjölda ára og deildi lífi sínu með þeim. Þegar heilsu þeirra systra fór að hraka ann- aðist hann þær af mikilli alúð. Ég hygg að það hafi verið honum mikil viðbrigði þegar þær féllu frá með stuttu millibili þegar hann var rúm- lega fimmtugur, eftir það bjó hann einn í bænum sínum. STEINAR TÓMASSON S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.