Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þormóður Stef-ánsson fæddist í Siglufirði 9. ágúst 1927. Hann lést á Líknardeild Landa- kotsspítala fimmtu- daginn 27. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Soffía Jónsdóttir, f. á Máná 24.7. 1892, d. í Siglu- firði 26.6. 1986, og Stefán Jónsson, f. í Nesi í Flókadal 3.8. 1885, d. í Siglufirði 21.5. 1965. Þormóður var yngstur fjögurra systkina. Þau eru; Jón Guðni , f. 27.8. 1914, d. 2.2. 1941, Sigfús, f. 5.7. 1916, d. 26.11. 1920, Sigfús- ína, f. 16.6. 1921, og Þormóður sem hér er kvaddur. Hann kvænt- ist 1. júní 1952 Sigurbjörgu Ástu Jónsdóttur, f. 1.11. 1926. Foreldr- ar hennar voru Jón Pálsson Andr- ésson, f. á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu 19.5. 1889, d. á Ísa- firði 3.2.1970, og Þorgerður Kristjánsdóttir, f. í Súðavík 17.8. 1888, d. á Ísafirði 5.4. 1935. Synir Þormóðs og Ástu: 1) Bjarni, kenn- ari og húsamálari, f. 10.2. 1952, kvæntur Aldísi Guðmundsdóttur kennara, f. 8.2. 1954. Synir þeirra eru a) Andrés húsamálari, f. 2.11. 1976, sambýliskona hans er Jenný Erla Jónsdóttir, f. 13.9. 1976, dótt- ir hennar er Karen Gígja, f. 14.5. 1996, b) Guðmundur nemi, f. 23.2. 1979; 2) Stefán kerfisfræð- ingur, f. 15.9. 1957, kvæntur Önnu Jónu Jónmundsdóttur, f. 14.8. 1957. Synir þeirra eru a) Bjarni Þór, f. 25.1. 1994, b) Jón Þór, f. 16.7. 1996. Þormóður ólst upp í Siglufirði og lauk þar barna- og unglingaprófi. Síðan lá leið hans í heima- vistaskóla í Reyk- holti. Að skólagöngu lokinni vann hann við sendlastörf, bifreiða- akstur og ýmis önnur störf. Síðan lá leið hans til Vestmannaeyja þar sem hann stundaði sjómennsku. Með sjómennskunni lauk hann vélstjóranámi og var vélstjóri og háseti til sjós í yfir 10 ár. Árið 1962 hætti hann sjómennsku og hóf störf hjá Skeljungi sem bif- reiðastjóri uns hann fluttist til Reykjavíkur sumarið 1969. Þar hélt hann áfram störfum hjá Skeljungi fram til ársins 1997 þegar hann lét af störfum, sjötug- ur að aldri. Hann hlaut gullmerki Skeljungs fyrir áratuga farsælt starf í þágu fyrirtækisins. Útför Þormóðs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Það er komið að kveðjustund. Í dag kveð ég föður minn, Þormóð Stefánsson, í hinsta sinn en hann lést 27. júní síðastliðinn eftir löng og erf- ið veikindi. Þegar ég lít til baka rifjast upp fyrir mér árin er pabbi stundaði sjó- mennsku. Í minningunni er það tímabil heldur óljóst enda var ég þá ungur að árum. En tímabil hans á olíubílnum í Eyjum er í huga mínum eins og gerst hafi í gær. Það var spennandi fyrir ungan peyja að fá að elta pabba sinn og kynnast lífinu í bænum og ekki var síður spennandi lífið á bryggjunni er vertíðin stóð sem hæst. Ætíð var hann reiðubúinn að lofa mér að koma með er þess var óskað. Pabbi vann mikið, hann var duglegur við vinnu og ávallt reiðubú- inn að hlaupa til er hringt var. Ég skynjaði það enn betur eftir að við fluttum til Reykjavíkur hversu hart hann lagði að sér við vinnu. Árið 1974 hófst nýr kafli í lífi hans, er hann og mamma fóru í sitt fyrsta sumarfrí erlendis. Þau höfðu áður ferðast tals- vert innanlands og bæði haft gaman af. En nú opnaðist fyrir þeim nýr heimur og áttu ferðirnar eftir að verða margar. Úr flestum þeirra kom hann heim sæll og glaður og vel úthvíldur. Ég og fjölskylda mín fór- um með þeim í tvær ferðir til útlanda auk fjölda sumarbústaðaferða hér innanlands og veit ég að pabbi naut þeirra innilega. Enn urðu kaflaskipti í lífi hans er hann lét af störfum hjá Skeljungi eft- ir áratugalanga og farsæla þjónustu. Hann átti erfitt með að sætta sig við að góðu dagsverki væri lokið enda heilsan í góðu lagi. En fyrr en varði brast heilsan. Fyrir fjórum árum fékk hann hjartaslag sem dró veru- lega úr honum kraft. Það líkaði mín- um manni illa. Fyrir 18 mánuðum greindist hann með krabbamein í maga sem þurfti að fjarlægja. Af dugnaði og elju náði hann sér sæmi- lega á strik aftur, en það stóð ekki lengi. Í ársbyrjun greindist hann með ólæknandi krabbamein sem hann glímdi við af miklu harðfylgi allt þar til yfir lauk. Pabbi reyndist mér og fjölskyldu minni afskaplega traustur og góður ferðafélagi í gegnum lífið. Hann var mikill fjölskyldumaður og naut sín vel á meðal barnabarna sinna. Hann var tíður og góður gestur á heimili mínu og hafði gaman af að taka í spil í góðra vina hópi. Við náðum mjög vel saman og hjálpuðum hvor öðrum eftir bestu getu. Hann var hjálpfús og boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum ef hann gat orðið einhverj- um að liði. Hann vildi ekki láta mikið fyrir sér hafa en mat það vel sem fyr- ir hann var gert. Það var honum mik- ið kappsmál að öllum í fjölskyldunni liði sem best. Hans síðustu orð til mín voru. „Guð blessi þig og gættu drengjanna.“ Þessi orð mun ég hafa að leiðarljósi er ég móta syni mína á sama hátt og hann mótaði mig, kenndi mér og hjálpaði. Megi Guðs blessun fylgja honum á nýjum vettvangi og er ég þess full- viss að við eigum eftir að hittast aft- ur þótt síðar verði. Mikið hefur mætt á mömmu síðustu mánuði. Ég bið Guð að senda henni styrk og blessun í þeim breytingum sem framundan eru. Þinn sonur, Stefán og fjölskylda. Þú áttir auð er aldrei brást, þú áttir eld í hjarta, sá auður þinn er heilög ást til alls hins góða og bjarta. Til meiri starfa guðs um geim þú gengur ljóssins vegi. Þitt hlutverk er að hjálpa þeim er heilsa nýjum degi. (Hrefna Tynes.) Okkur systkinin langar að minn- ast Þormóðs Stefánssonar með nokkrum orðum. Þormóður var giftur móðursystur okkar Ástu Sigurbjörgu Jónsdóttur. Alla tíð hafa þær systur verið mjög samrýmdar og mjög náin kynni á milli fjölskyldna þeirra. Ekki síður hefur alla tíð verið mikill vinskapur á milli föður okkar og Þormóðs, en þeir hafa alla tíð verið miklir mátar. Þeir svilar höfðu mjög líka lífssýn og voru t.d. báðir miklir jafnaðarmenn. Alla tíð hefur verið mikill samgangur á milli fjölskyldnanna. Oftast var það þannig að ef eitthvað var á döfinni eða eitthvað stóð til, þá lögðu báðar fjölskyldurnar gjarnan saman hönd á plóginn. Báðar byrjuðu fjölskyld- urnar búskap sinn í Vestmannaeyj- um og bjuggu þar í sama húsi. Við börnin vorum nánast alin upp sem systkin, svo mikill var samgangur- inn. Frá þessum tíma eigum við ein- göngu góðar minningar. Eftir að fjölskylda okkar flutti frá Vest- mannaeyjum í Kópavoginn heim- sóttum við frændfólkið í Eyjum á hverju sumri. Það liðu svo reyndar ekki mörg árin þangað til Þormóður og Ásta fluttu einnig upp á fastaland- ið. Við sem þessar línur skrifum eig- um mjög margar góðar minningar um Þormóð. Hann var gjarnan hrók- ur alls fagnaðar þegar fjölskyldurn- ar hittust og gaf sér alltaf tíma til að sinna þeim sem yngri voru. Það er margs að minnast sérstaklega hvað okkur systkinunum var ávallt vel tekið á heimili þeirra Þormóðs og Ástu. Einstakar eru minningar okk- ar úr Eyjum, en þar dvöldust þau eldri okkar hjá þeim hjónum, oft um lengri tíma. Það var aðdáunarvert hvað Þormóður gat gefið sér tíma til að sinna okkur börnunum. Jafnvel þegar hann skrapp heim í mat í há- deginu, eins og fólk af hans kynslóð gerði á þeim tíma, þá hafði hann tíma til að taka nokkur skot á mark ef við vorum úti á fótboltavelli eins og oft var. Afahlutverkið var Þormóði mjög kærkomið. Hrein unun var að fylgj- ast með því hversu innilega hann naut þess að verða afi. Hann var afa- strákunum sínum eins og besti leik- félagi. Frábær afi þar á ferð. Þormóður var lengst af mjög heilsuhraustur. Hann var á meðal þeirra fyrstu sem fluttu í Gullsmár- ann í Kópavogi. Hann var mjög fé- lagslyndur, spjallaði við alla og var mjög áhugasamur um að taka þátt í því sem í boði var fyrir eldri borg- arana. Um nokkurn tíma hefur Þormóð- ur átt við vanheilsu að stríða og hef- ur síðastliðið eitt og hálft ár verið honum erfitt og þá sérstaklega síð- ustu vikurnar. Á þessum tíma sást vel hvernig þeir sem næst honum stóðu hugsuðu um hann og vitum við að fyrir það var hann þakklátur þeg- ar hann kvaddi þetta líf. Guð blessi Þormóð og varðveiti í nýjum heimi. Góði Guð, mér líður vel, mig ég þinni forsjón fel. Á mér, Guð minn, hafðu gætur, annast þú mig daga’ og nætur. Vertu öllum skjól og vörn, blessa, Faðir, öll þín börn. (Hrefna Tynes.) Við viljum senda Ástu, Bjarna, Al- dísi, Stefáni, Önnu Jónu og fjölskyld- um þeirra okkar innilegustu samúð- arkvejður. Við biðjum góðan guð að styðja og styrkja Ástu frænku á þessum erfiðu tímum, en á síðast- liðnu ári hafa verið höggvin óvenju mörg skörð í fjölskyldu hennar. Gunnsteinn, Þorgerður Ester, Jón Grétar, Anna Sigríður og fjölskyldur. Þormóður Stefánsson er látinn eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var eiginmaður Sigurbjargar Ástu Jóns- dóttur, móðursystur okkar, frá Hlíð- arenda á Ísafirði. Þegar við minnumst Þormóðs koma fram í hugann margar ánægju- legar samverustundir með honum, Ástu og sonum þeirra, Bjarna og Stefáni, og fjölskyldum þeirra. Þær systur Ásta og Margrét komu á sumrin heim á æskustöðvarnar ásamt börnum sínum og hjálpuðu föður sínum við heyskapinn. Þá var mannmargt á Hlíðarenda og á Foss- um er móðursystkini okkar voru þar samankomin ásamt fjölskyldum á meðan heyskapur stóð yfir. Þarna vann stórfjölskyldan saman og það var gleði og gaman. Þormóður stundaði þá sjómennsku og kom á haustin er síldarvertíð var lokið og tók þátt í smalamennskunni. Þá var kátt á hjalla þar sem þar fór hress og kátur maður, sem gekk á fjallið af dugnaði og smitaði frá sér léttleika og kátínu. Við minnumst einnig samveru- stunda með þeim hjónum á ættar- mótum og á heimili þeirra í Reykja- vík, þar sem þau tóku alltaf á móti okkur af mikilli elskusemi og var gott að koma til þeirra og vera með þeim. Þormóður og Ásta héldu alla tíð mikilli tryggð við fólkið sitt á Ísafirði og komu oft á heimaslóðir Ástu, ásamt Margréti systur hennar og Sigurði manni hennar. Við kveðjum Þormóð með sökn- uði, þökkum honum allar ánægju- legu samverustundirnar og biðjum Guð að blessa minningu okkar kæra vinar. Ástu, Bjarna, Stefáni og fjölskyld- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Garðar, Þorgerður, Ingibjörg Steinunn, Guðmundur, Tryggvi og Þorgerður Arnórsd. ÞORMÓÐUR STEFÁNSSON Guðríður K. Breið- dal lést sunnudaginn 23. júní. Með henni er genginn á vit feðra sinna einn þeirra samferðamanna sem mér hefur þótt hvað vænst um. Ég kynntist Gauju fyrir rúmum þrjátíu árum. Þá bjó hún ásamt Bjarna Helgasyni, eiginmanni sín- um og dætrum þeirra tveimur, við hlið foreldra minna í Fellsmúla 13. Er skemmst frá því að segja, að þessar tvær fjölskyldur smullu sam- an fyrirhafnarlaust. Kom þar ekki síst til glaðværð og góðmennska Gauju, sem smitaði allt og alla. Ekki er hægt að skrifa svo um Gauju, að ekki sé minnst á Bjarna mann henn- ar, sem lést í október síðastliðnum. Þau voru samstíga í lífsbaráttunni þótt ólík væru, hún eins og ferskur, ✝ Guðríður Krist-jánsdóttir Breið- dal fæddist í Mikla- holti í Miklaholts- hreppi 6. sept. 1918. Hún lést á dvalar- heimilinu Seljahlíð 23. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 2. júlí. hressandi vindur, hann hægur og yfirvegaður. Það var ekki nokkur leið að vera niðurdreg- inn með Gauju sér við hlið. Hver dagur varð öðrum skemmtilegri. Það var ekki í hennar anda að vera með sorg og sút, gleðin var alltaf við völd. Það er margs að minnast frá þessu góða sambýli í „Fellanum“. Hugurinn reikar til laugardagskvöldanna, þegar boð kom frá Gauju um að nú skyldi sungið. Og ekki þurftu Skagfirðingarnir mik- illar hvatningar við. Við stormuðum yfir ganginn og upphófst þá söngur sem stóð yfirleitt fram á nótt. Kvöldið er fagurt, Efst á Arnar- vatnshæðum, Fram í heiðanna ró ... ýmist dúett, tríó eða kvartett, allt eftir því hverjir voru viðstaddir það og það sinnið. Bjarni hafði fallega tenórrödd sem féll vel að bassanum hans pabba. Hann hafði yndi af söng, hafði reyndar sungið í kórum frá blautu barnsbeini. Bjarni kunni bókstaflega öll „Fjárlögin“ utan að. Ef svo ólíklega vildi til að texta vantaði orti hann bara á staðnum, en Bjarni var mjög hagmæltur. Hlutverk Gauju á þessum stundum var að hella á könnuna og sjá okkur fyrir hvers konar viðurgjörningi. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og var ávallt veitt af rausn. Þegar Gauju fannst hátíðleikinn í lagavalinu keyra úr hófi fram bað hún okkur blessuð að taka eins og einn slagara svona til þess að koma „fútti“ í samkvæmið. Ýmislegt var brallað í gegnum ár- in. Mér verður hugsað til ferðar sem við Ingi fórum einu sinni með Gauju og Bjarna norður í Skaga- fjörð. Það vara ð sumri til og sól skein í heiði. Farkostur okkar hjónanna var ekki beysinn þá, enda við bæði fátækir námsmenn. Það fór líka svo, að hver bilunin rak aðra í blessuðum bílnum. Bjarni, sem allt lék í höndunum á, kom okkur um síðir á leiðarenda. Þótti það afrek mikið. Þessu ferðalagi gerði Bjarni skil í bundnu máli og höfum við hlegið mikið að þessu síðan. Ég get ekki lokið þessum minn- ingabrotum án þess að nefna „Hótel Gauju“. Einhverju sinni, þegar okk- ur Inga vantaði húsaskjól í nokkrar vikur bauð Gauja okkur að dvelja hjá þeim í Fellsmúlanum. Er ekki að orðlengja það, að hún bar okkur á höndum sér. Við fengum ekki að dýfa hendi í kalt vatn og svo rammt kvað að, að Bjarni var iðulega send- ur út í Geldinganes til eggjatínslu, svo að við gætum gætt okkur á ný- orpnum svartsbakseggjum. Já, minningarnar eru ótæmandi. Nú hafa Gauja og Bjarni kvatt þennan heim með nokkurra mánaða millibili og tilveran misst hluta af glansi sínum. Elsku Dóra, Ibbý og fjölskyldur. Við Ingi sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra Gauju og Bjarna. Valgerður J. Gunnarsdóttir. Það var gaman að búa í Fells- múla 13 þegar ég var að alast upp. Þar bjó fólk fyrir 35 árum sem ég tel meðal minna bestu vina í dag. Örlögin höguðu því þannig að fólk tók þátt í lífi hvers annars og bast vináttuböndum fyrir lífstíð. Gauja og Bjarni, maður hennar, bjuggu í íbúðinni á móti okkur. Mik- ill vinskapur var á milli fjölskyldn- anna tveggja. Betri nágranna er ekki hægt að hugsa sér. Gauja var lífsglaðasta og léttlyndasta kona sem ég hef hitt. Hún hreinlega ljómaði af lífi og fjöri. Hún var líka ákaflega trygglynd og vinföst, hug- rökk og fordómalaus. Bjarni var góður, hægur, rólegur og vel greindur maður. Þau voru afar ólík en bættu hvort annað upp. Hjóna- band þeirra var farsælt og heimili þeirra fallegt og þangað var gott að koma. Það var alltaf líf og fjör í kringum Gauju. Hún lífgaði uppá tilveruna. Ég er þakklát fyrir árin í Fells- múlanum og fólkið þar. Ég sendi dætrum Gauju, Dóru og Ingibjörgu, mönnum þeirra og afkomendum, innilegar samúðarkveðjur. Ég færi þeim kveðju Ragnars, bróður míns, í Danmörku, sem lyftir glasi og minnist góðra vina og eftirminni- legra stunda í Fellsmúla á árum áð- ur. Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir. GUÐRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR BREIÐDAL MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.