Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 39 ✝ Nanna Björk Fil-ippusdóttir fædd- ist á Norðfirði 4. mars 1959. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Fil- ippus Filippusson, skipasmiður á Norð- firði, f. í Mjóafirði 22. des. 1897, d. 9. sept. 1966, og Jóhanna Margrét Björgólfs- dóttir húsmóðir, f. í Vopnafirði 8. júlí 1923. Þau bjuggu í Mjóafirði og á Neskaupstað. 1969 flutti Jóhanna með börn sín til Reykjavíkur og hefur búið þar síð- an. Systkini Nönnu eru: Hulda, f. 8. febr. 1942, Ingirós, f. 22. sept. 1943, Sveinn, f. 28. maí 1947, María Björg, f. 15. nóv. 1954, og Jóhann, f. 12. mars 1961. Nanna Björk gift- ist 28. nóv. 1987 Sigurði Pálssyni húsasmiði, f. á Selfossi 24. ágúst 1960. Foreldrar hans eru Páll Sig- urðarson frá Hraungerði, f. 20. ágúst 1934, og Lára Halla Jóhannesdótt- ir, f. í Vestmannaeyj- um 25. okt. 1935. Börn þeirra Nönnu og Sigurðar eru: Lára Halla, f. 13. júní 1988, Guðjón Teitur, f. 5. nóv. 1989, Hjalti Hrafn, f. 26. maí 1994, og Jóhanna Margrét, f. 25. sept. 1996. Nanna ólst upp í Reykjavík, í Vestur- bænum, og gekk þar í Mela- og Hagaskóla og tók síðan verslunarpróf. Heim- ili þeirra Nönnu og Sigurðar var fyrstu árin í Reykjavík, en síðan bjuggu þau í Hafnarfirði. Áður en Nanna gifti sig vann hún við skrif- stofustörf hjá Álverinu í Straums- vík og var þar, þar til fyrsta barnið fæddist, eða alls í tíu ár. Eftir það var hún heimavinnandi húsmóðir. Útför Nönnu verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Mikið hræðilega getur lífið verið ósanngjarnt! Þú sem varst svo góð við allt og alla ert tekin frá okkur. En við erum heppin að eiga margar góðar minningar frá góðum stundum með þér. Til dæmis eins og þegar Jó- hannes og Hye-Young komu frá Bandaríkjunum og við fórum í ferða- lagið með þeim, og frá fermingunni og fermingardeginum mínum sem heppnaðist svo vel, eða frá því að við fórum í Ölfusborgir og á Laugarvatn síðasta sumar. Og þó að lífið hafi ekki alltaf verið mjög létt hjá þér þá varstu ótrúlega dugleg og sterk. Elsku mamma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú ert besta mamma í heiminum. Þín dóttir, Lára Halla Sigurðardóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Nú er hún horfin frá okkur til betri staðar. Unga, káta og hláturmilda stúlkan, sem við kynntumst fyrir um 16 árum, þegar sonur okkar eignaðist hana fyrir unnustu og síðar konu. Heiðarlega og gjafmilda stúlkan sem elskaði sólina og birtuna. Hún varð hamingjusöm móðir fjögurra barna. Síðari árin barðist hún af öllum lífs- og sálarkröftum við erfiðan sjúkdóm, þunglyndi og kvíða. Góður drengur stóð við hlið hennar og veitti henni alla sína ást og umhyggju. Hún var nýkomin heim eftir meðferð sem hún batt miklar vonir við og var sannfærð um að nú væru erfiðleikarnir senn að baki. Nú átti að fara í sumarbústað og njóta sumarsins. En dagurinn var ekki liðinn þegar dauðinn greip inn í á óvæntan hátt. Eftir tvo sólarhringa, umkringd ástvinum sínum, leið lífið burt. Við vorum svo heppin, að fá að hafa alla fjölskylduna, sem annars er dreifð um heiminn, með okkur eina helgi, nú fyrir skömmu, bæði heima og í smáferð í umsjá þeirra Sigurðar og Nönnu. Þarna voru teknar myndir af öllum og í allar áttir. Þetta voru frábærir dagar og okkur öllum mikils virði. Elsku Nanna, um leið og við kveðj- um þig þökkum við fyrir árin 16, fyrir væntumþykjuna við börn og mann og allt gott og góðar óskir frá þér alla tíð. Tengdaforeldrar. Elsku systir mín, ó hversu sorgin er hræðilega sár, þú yndislega móðir fjögurra barna sem þú elskaðir svo heitt og allt lífið snerist um. Börnin, Sigurður og heimilið, það var þér lífið sjálft. Þið hafið verið svo samtaka um að gera börnin ykkar að mætum ein- staklingum, þau eru öll svo einstak- lega ljúf og góð og stórvel gefin, það er dýrmæt eign, þau hafa verið alin upp í ríkri guðs trú, sem hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það hlýtur að vera þeim mikill styrkur í þessari sorg. Elsku Sigurður, styrkur þinn er mikill, það er okkur mikil huggun að vita að þú ert frábær faðir, þú hefur staðið eins og klettur með börnin ykkar þér við hlið svo ótrúlega sterk, huggandi og umvefjandi okkur ættingjana. Við biðum í tæpa tvo langa sólar- hringa, nánast engin von gefin en ég vonaði samt, síðasta rannsókn leiddi í ljós að það var allt búið, engin von eft- ir, þvílíkur sársauki. Elsku Nanna mín, fyrirgefðu að ég skyldi hræðast að þú gæfist upp fyrir þessum skelfi- lega sjúkdómi sem á þig var lagður og engin lyf réðu við, það hefði aldrei samræmst því hvað þú hafðir mikla ábyrgðarkennd gagnvart börnunum þínum. Elsku systir, ég veit að það verður vel tekið á móti þér, þar verð- ur pabbi okkar fremstur með Siggu frænku sér við hlið og síðan allur horfni frændgarðurinn, þú hefur allt- af verið svo frændrækin, þetta verður svo fallegt og ljúft. Ég vænti góðrar heimkomu til þín þegar minn tími kemur, minningarnar geymi ég fyrir okkur tvær. Við yljum okkur við þær þegar við hittumst. Góði guð, haltu verndarhendi yfir börnunum hennar, eiginmanni, heimili og móður okkar, léttu þeim þessa þungu sorg. Hvíl í friði systir mín, guð blessi þig, hafðu þökk fyrir allt, þín elskandi systir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) María Björg Filippusdóttir. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku Nanna mín, ég get varla trú- að að þú sért farin frá okkur, svona snöggt og löngu fyrir aldur fram. Mér finnst þetta svo óréttlátt, þér hlýtur að vera ætlað eitthvert sér- stakt verkefni. Vegir guðs eru svo sannarlega órannsakanlegir. Nanna mín, það var nú gaman hjá okkur, þegar við fórum til Southend on-Sea árið 1984, þó við værum oft að stikna í hitanum, nótt og dag. Jæja elsku systir, vertu sæl og blessuð og vegni þér vel á nýju tilvist- arsviði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ég bið góðan guð að styrkja Sigurð og börnin ykkar, þín systir Hulda. Nanna kom inn í fjölskyldu okkar fyrir 15 árum síðan þegar hún og bróðir okkar felldu hug hvort til ann- ars. Þau áttu ótal margt sameiginlegt og voru bæði tvö skynsamir og fram- takssamir einstaklingar sem voru m.a. búin að festa kaup á hvort sinni íbúðinni. Þau voru bæði handlagin hvort á sinn hátt og Nanna hafði ótrú- lega færni og listræna hæfileika á sviði hannyrða. Það sem tengdi þau þó hvað mest var hvað hláturinn var alltaf stutt undan. Dillandi hlátur og gleði er það fyrsta sem kemur upp í hugann frá þeim árum og fyrir hönd bróður okkar vorum við virkilega ánægð með hlutskipti hans. Öll þessi ár höfum við systkinin bú- ið hvert í sínu landinu og þar af leið- andi bara fylgst með úr fjarlægð. Við höfum fylgst með hvernig fjölskyldan stækkaði og með hamingju þeirra yfir öllum börnunum; Láru Höllu sem er elst og Guðjóni Teiti sem fylgdi fljótt á eftir og svo Hjalta Hrafni og Jó- hönnu Margréti sem komu nokkrum árum síðar. Við vitum að fyrir Nönnu voru þau fjársjóður hennar og það dýrmætasta sem hún átti. Við höfum líka fylgst með veikindum hennar og í fjarlægð okkar fundið fyrir vanmætti og hjálparleysi gagnvart þeim. Við höfum fylgst með Sigurði og hvernig hann í gegnum súrt og sætt hefur staðið við hlið Nönnu. Hvernig hann hefur borið hana og virt sem ástkæra eiginkonu sína og umhyggjusama móður barna þeirra. Hvernig hann hefur haldið í myndina af hláturmildri og glaðri unnustu sinni þrátt fyrir grímu veikindanna sem æ oftar skyggði á. Við minnumst með gleði helgarinn- ar fyrir sex vikum síðan þegar við hittumst öll systkinin og fjölskyldan saman í fyrsta sinn í fjölda ára. Þarna gafst okkur tækifæri til að umgang- ast og bæta við fleiri ánægjulegum minningum um elskulega og ljúfa mágkonu. Nanna kenndi svilkonu sinni að mála á kerti og gaf henni verkfæri til þess að þjálfa slíkt sjálf. Þessi stund er okkur öllum dýrmæt núna. Kæri bróðir, við viljum á þessari sorgarstundu votta þér okkar dýpstu samúð. Missir þinn er mikill og sökn- uðurinn stór. Megi góður Guð fylgja þér og leiða þig og börnin í gegnum þetta erfiða tímabil. Elsku Lára Halla, Guðjón, Hjalti og Jóhanna Margrét, þið áttuð bestu mömmu í heiminum en nú eigið þið bestu mömmu í himninum. Varðveitið minninguna um allt hið góða sem hún gaf ykkur og allar skemmtilegar stundir sem þið áttuð saman. Hvíl þú í friði Nanna, friður Guðs veri með þér. Alda og börnin. Jóhannes og Hye-Young. Kær vinkona er fallin frá. Ég tel mig heppna að hafa fengið að kynnast svo góðri stúlku. Nanna Björk var ein af hetjum hvunndagsins, hún barðist við erfitt þunglyndi um árabil, en orðið uppgjöf var ekki til í hennar bókum. Af mikl- um kærleika og myndarskap bjó hún eiginmanni sínum og börnum fallegt og hlýlegt heimili, þar sem listmunir sem hún hafði sjálf unnið prýddu. Hún var mjög dugleg að baka og átti það til að senda okkur pönnsur eða kökur með kaffinu. Við áttum margar góðar stundir saman þar sem við spjölluðum gjarnan um börnin okkar. Nanna var afskaplega góð móðir, börnin voru hennar gleðigjafi og hún var mjög stolt af þeim. Ég heimsótti Nönnu á sjúkrahús nokkrum dögum fyrir andlát hennar, hún var bjartsýn á framtíðina og hlakkaði mikið til þess að fara í sumarfrí með fjölskylduna, hún hafði notið þess vel að fara með Sigurði og börnunum á 17. júní há- tíðahöldin hér í Hafnarfirði, og gladd- ist yfir góðri frammistöðu Guðjóns sonar síns sem spilaði með lúðrasveit- inni. Einnig ræddum við um hve Lára væri dugleg að passa börnin og hvað hann Hjalti væri orðinn prúður, og að sjálfsögðu um Jóhönnu Margréti sem væri orðin spennt að byrja í skólanum í 6 ára bekk. Við fjölskyldan á Hverfisgötu 24 vottum Sigurði, Láru Höllu, Guðjóni, Hjalta og Jóhönnu Margréti, okkar dýpstu samúð. Nanna sótti styrk sinn til Drottins Jesú Krists, og ég bið Drottin um að veita fjölskyldu hennar huggun, styrk og frið í þessari miklu sorg. Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir við Drottinn, hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á. (91. Davíðssálmur.) Guðrún Sæmundsdóttir. Elsku Nanna Björk okkar, nú er komið að kveðjustund sem engan ór- aði fyrir. Þú svona ung og áttir allt líf- ið framundan, en orðatiltækið þeir deyja ungir sem guðirnir elska á hér vel við. Þú varst bæði undurfögur kona, og geislaði ætíð frá þér, og vildir allt fyr- ir alla gera. Ég ein undirrituð vil þakka þér fyrir bænahringinn sem þú komst mér í og hefur hjálpað mér mikið. Sjaldan féll þér verk úr hendi, þú varst ætíð að prjóna og sauma á litlu gullmolana þína fjóra eins og þú kall- aðir þá stundum. Söknuðurinn hjá manni þínum og börnum er ólýsan- legur. Góði Guð styrki þau í þeirri miklu sorg. Nú vitum við að þér líður vel hjá föður vorum og frelsara. Megi Guð gefa þér frið og sefa sárustu sorgina hjá þínum nánustu. Hvíl í friði, elsku Nanna Björk. Þínar vinkonur, Anna Rósa Magnúsdóttir, Ragnhildur Björgvinsdóttir, Erla Karelsdóttir og Helga Pálsdóttir. Nokkur orð um vinkonu. Ég kynntist Nönnu þegar hún gift- ist vini mínum Sigurði Pálssyni. Hún var alltaf glaðleg og hress og ég veit að allir sem þekktu hana muna eftir henni þannig. Mér er minnisstætt hversu gestrisin hún var þegar ég kom í heimsókn, þrátt fyrir sjúkdóm hennar. Fráfall Nönnu bar brátt að og þegar ég hugsa um börnin hennar fjögur sem voru augasteinar hennar í lífinu þá er erfitt að skilja hvers vegna hennar tími hér á jörðunni er liðinn. Ég vil þakka Nönnu fyrir góðar stundir sem við áttum saman alltaf þegar ég hitti hana. Ég vil biðja Guð að blessa mann hennar, Sigurð Páls- son, og börn þeirra, Láru Höllu, Guð- jón Teit, Hjalta Hrafn og Jóhönnu Margréti. Jón Pálmi Davíðsson. Við kveðjum nú mæta konu sem var samferða okkur um stund. Nanna Björk lifir í okkar huga sem mynd- arleg kona með bjart yfirbragð og iðnar hendur sem sköpuðu fallegar flíkur á börnin sín. Það var ekki bara prjónaskapurinn sem lék í höndunum á henni heldur var ýmislegt fleira sem hún vann að eins og útsaumur og fal- legir trémunir. Hún var fús til að leið- beina öðrum sem vildu reyna sig í handmenntinni. Hún lét sér annt um samferðafólk sitt og var vís til að koma með ilmandi kryddbrauð til að lífga upp á daginn og tilveruna. Við þökkum Nönnu Björk fyrir margar góðar samverustundir og biðjum góðan Guð að vaka yfir börn- um hennar og manni. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (H. Pétursson.) Gestir og starfsfólk Dvalar. Elskuleg kona er fallin frá í blóma lífsins. Við kynntumst Nönnu á Lands- spítalanum, hlýja og góð nærvera var það sem við skynjuðum strax í fari hennar. Margt var spallað saman og þegar Nanna var spurð frétta af eigin heilsufari var henni ofarlega í huga hvernig líðan annarra væri háttað. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Nönnu og stöndum ríkari eftir. Hugur okkar er hjá börnum, eig- inmanni, móður Nönnu og öðrum að- standendum. Við biðjum algóðan Guð að vaka ávallt yfir þeim og sendum þeim okkar hjartanlegustu samúðar- kveðjur. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Blessuð sé minning Nönnu Bjark- ar. Guðný Ísleifsdóttir, Bára Rut Sigurðardóttir, Ásta Andrésdóttir. Mikið lán mitt var að hitta Nönnu fyrir tveimur árum. Ég átti þá við ærna örðugleika að stríða, af sama toga og hrjáðu Nönnu. En auðlegð hennar var slík, að þrátt fyrir eigin vandkvæði og illa líðan, gaf hún öllum í kringum sig og þá ekki síst mér, ómælt af bjartri brosmildi, skelli- hlátri, ljómandi augum, einlægri hlýju og hluttekningu. Það er ósmár hluti af þeim bata sem ég þó hef náð af sameiginlegum sjúkdómi okkar hversu náin og heil vinátta okkar Nönnu varð, natni hennar, skilningur og undraverð hjálpsemi og góðvild í minn garð. Ég er henni óendanlega þakklát fyrir allt það sem hún gaf mér af sjálfri sér og fyrir að hafa fengið að kynnast fjölskyldunni hennar, sem hún var svo hjartanlega hreykin af. Reynir, Sigga og ég sendum ykkur öllum, Lára Halla, Guðjón Teitur, Hjalti Hrafn, Jóhanna Margrét og Sigurður, kveðjur samúðar og sam- hryggðar. Missir ykkar er mikill en öll eruð þið, og við, þó um leið fram- úrskarandi rík að eiga áfram í huga okkar lýsandi minninguna um Nönnu. Bára. Elsku Nanna. Með okkar fátæk- legu orðum kveðjum við þig, elsku vina. Þetta er allt svo sorglegt, þetta gerðist svo hratt. Við biðjum af öllu okkar hjarta, að nú sértu komin í faðm guðdómsins og kraftar þess fái huggað þig og gefi þér styrk til að sjá hvert komið er. Þú fékkst engan tíma til að hugsa þig um, þú varst allt í einu tekin burt. En við vitum að þér verð- ur hjálpað að stíga þessi erfiðu skref, en það sem við hin mannlegu getum gert er að biðja fyrir þér, að þér líði vel og fáir með tímanum að mæta því mikilvæga hlutverki sem þér er ætl- að. Elsku Sigurður, Lára Halla, Guð- jón Teitur, Hjalti Hrafn og Jóhanna Margrét. Það getur enginn ímyndað sér hversu sárt þetta er fyrir ykkur, nema sá sem upplifað hefur þennan sama sársauka og söknuð. Bara að allt geti einhvern daginn orðið gott aftur. Það er fátt sem maður getur sagt. Orðin eru svo lítilleg á móti því sem þið eruð að ganga í gegnum. Það eina sem við getum gert er að biðja Guð að styrkja ykkur í sorginni, að hann leiði ykkur áfram og styðji við bak ykkar. Guð geymi ykkur. Erna og Alda Ingadætur. NANNA BJÖRK FILIPPUSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.