Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kjartan EinarHafsteinsson fæddist á Akureyri 8. ágúst 1974. Hann lést 30. júní síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi af slysförum. Hann var sonur hjónanna Hafsteins Þorbergssonar rak- ara og Ingibjargar J. Kristinsdóttur. Syst- ur Kjartans eru Hulda, Helga og Þór- unn. Kjartan ólst upp á Akureyri og lauk sínu grunn- skólanámi þar, í tvo vetur var Kjartan við nám í Verkmennta- skólanum á Akur- eyri. Þaðan fór hann til Reykjavíkur og hóf nám við Iðnskól- ann í Reykjavík þar sem hann útskrifað- ist sem hársnyrti- sveinn 1996 og lauk síðan meistaranámi í sinni iðn á vordögum 2000. Kjartan starf- aði í fjölskyldufyrir- tækinu Hársnyrti- stofunni Medullu á Akureyri ásamt systrum sínum þeim Huldu og Helgu. Útför Kjartans verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku besti Kjarri minn, mikið á ég eftir að sakna þín. Fyrst þegar ég heyrði fréttirnar um morguninn að þú hefðir lent í slysi og værir kominn í góðar hendur í Reykjavík fannst mér ég hafa svo mikla von um að þú kæmir aftur. Todda systir tók meira að segja hrein föt handa þér sem þú gætir labbað í út af sjúkrahúsinu. Ég reyndi að peppa þig upp, hall- aði mér upp að eyranu þínu og sagði að þú værir hetja og værir duglegur og grátbað þig um að koma til okkar aftur. En svo vissi ég að höfuðáverk- ar þínir voru svo miklir að þú myndir aldrei verða sami maður aftur ef þú myndir lifa þetta af, þá hætti ég að vera eigingjörn og bað guð að gera það sem þér væri fyrir bestu og að það væri guðs vilji en ekki minn. Það var erfitt elsku Kjarri minn en ég gerði það samt því oft viljum við taka fram fyrir hendurnar á guði, en guð er góður og miskunnsamur og tók þig í fangið sitt og söngurinn sem ég söng fyrir þig þegar þú varst að fjara út kom svo frá hjartanu mínu og ég strauk krullaða hárið þitt á meðan því ég elskaði þig og vildi koma við þig. Þú varst miklu meira en bróðir minn, þú varst vinur minn og vinnu- félagi og áttir meira að segja heima við hliðina á mér og borðaðir mjög oft heima hjá mér, þú komst á hverjum degi til að hitta stelpurnar mínar og litla Birta Júlía dýrkaði þig og þú hana. Þegar þú komst sagðir þú alltaf fyrst „er Birta sofnuð, missti ég af henni, ég er ekki búinn að sjá hana í allan dag “. En Hafdís og Birta Júlía voru svo lánsamar að vera með þér síðasta daginn. Minningarnar streyma og það eru svo góðar minningar og þær koma mér í gott skap. Ég hafði svo gaman af að stríða þér, þú hafðir líka svo gaman af því. En þú varst stríðinn líka, ég man að um jólaleytið þá sá ég þig vera að snuðra í kring um húsið mitt og varst eitthvað að fikta í jóla- seríunni á húsinu mínu og ég hugs- aði, „æi hann Kjarri minn, hann er svo góður að laga seríurnar hjá syst- ur sinni“. Svo áttaði ég mig á því að það vantaði fullt af perum í seríurnar á húsið mitt. Þú tókst mínar til að geta sett á þitt hús þar sem þig vant- aði perur og það sauð í þér hláturinn. Fyrst ég er að minnast á hláturinn þinn, þá hlóstu mjög hátt. Ég er svo ánægð að eiga þennan tíma með þér, við vorum svo náin og alltaf oní hvort öðru og það er eins með hin systkini mín sem mér þykir óendanlega vænt um líka. Ég sé líka þig í þeim og eins í vinum þínum, þetta eru frábærir vinir sem þú átt Kjarri minn og þau eru búin að styrkja okkur mikið. Ég lærði mikið af þér, þú gafst svo mikinn kærleik af þér. Maður á að taka utan um óvini sína og gefa þeim kærleik, sagðir þú við mig fyrir svona viku síðan og það er alveg rétt. Elsku Kjarri minn, ég mun geyma þig í hjarta mínu. Guð geymi þig, þín systir Helga. Elsku litli – stóri bróðir. Mig langar til að þakka þér fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með þér. Allar minningarnar, sárar og sætar, allt sem við eigum saman. Þetta eigum við og enginn getur tek- ið það frá okkur, kojurnar, bangsana, bíóferðirnar, hafragrautinn hans pabba, afmælin okkar, útilegurnar með mömmu og pabba, öll litlu æv- intýrin okkar og ekki má gleyma kvöldinu sem þú kenndir mér að ropa frá hjartanu. Þú varst alltaf fyrirmyndin mín, kannski ekki alltaf sú besta, en samt sem áður fyrirmyndin mín. Ég var svo ánægð þegar þú fórst í áfeng- ismeðferð og ég veit að þú hafðir miklar áhyggjur af litlu systur þinni þá. En ég fetaði sömu slóð og varð líka edrú, tveimur árum seinna, og þú lést mig taka 24 stunda bókina þína með mér inn á Vog af því að hún hafði bjargað lífi þínu. Oftar en ekki komu brestir í sambandið okkar en systk- inafaðmið fyllti alltaf upp í þá og sættir tókust. Þú varst alltaf svo rosalega stríð- inn og líka ég. Kímnigáfan þín, hlát- urinn þinn, kærleikurinn í hjartanu þínu er það sem hjálpar mér að kom- ast í gegnum hvern dag. Ég er líka svo þakklát fyrir að hafa fengið þann dýrmæta tíma að fá að kveðja þig, það er ómetanlegt. Ég fékk að fylgja þér alla leið. Ég fékk að halda í hend- ina þína en það var svo erfitt sleppa henni. Elsku Kjarri minn, hversu langt sem er á milli okkar, þá eru tengsl okkar órjúfanleg. Þú verður alltaf sérstakur hluti af lífi mínu. Og eins og Jói sagði þá hefur þú fengið stöðuhækkun, þú varst engill hér á jörðinni – nú ertu engill á himnum. Krullóttur engill. Mér finnst samt eins og það vanti helminginn af mér og ég er svolítið hrædd og sakna þín svo sárt. En Guð heldur í aðra hend- ina mína og þú í hina. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Stundum kallar hún og segir orðin sem búa til tómleikann. Taktfast óm sem stoppar og þegir er það vegna vanhæfni minnar eða var það hvað sem ég gerði. En veistu ég get ekki slökkt á tónlistinni sem kemur og fer. Er það vegna þess að ég er ekki tilbúinn til að taka því sem ég hef að tapa. En þegar ég loka augunum hlusta ég samt, tónlistin sem kemur og fer. En sjáðu hvað ég fékk í þinn stað eitthvað sem ekki fer, trúin sem sagt ég. Og mín stjarna fær ekki að hrapa. (Kjartan Einar Hafsteinsson.) Ég mun geyma þig í hjartanu mínu, elsku Kjarri minn. Þín Þórunn – Todda, litla systir. Elsku Kjartan minn, ég á eftir að sakna þín mikið. Guð gerir ekki mis- tök og ég veit að nú bíður þín fallegt hlutverk hjá hinum englunum. Ég veit að þú munt passa litla ljósið okk- ar. Þú átt alltaf stóran hluta í hjarta mínu. Þú sýndir mér lífið og ég er þér óendanlega þakklát. Ég mun halda áfram því ég veit að það er þinn vilji, hetjan mín. Elsku Inga, Haddi, Hulda, Lúlli, Helga, Tobbi, Todda og litlu frænd- systkinin. Megi Guð og góðir englar styrkja ykkur í þessum mikla missi. Þetta lag tengdi okkur mikið sam- an og ég vil kveðja þig, engillinn minn, með þessum texta. Takk fyrir allt. Ég læt mig líða áfram hugsa hálfa leið í gegnum hausinn afturábak sé sjálfan mig syngja fagnaðarerindið sem við sömdum saman og boðuðum út við áttum draum, áttum allt við riðum heimsendi við riðum leitandi klifruðum skýjakljúfa sem síðar sprungu upp friðurinn úti, ég lek jafnvægi, dett niður algjör þögn ekkert svar en það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur. (Sigur Rós.) Ástarkveðja, þín vinkona Kolbrún. Elsku Kjarri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur í þessu lífi, en það er gott að vita að þú tekur á móti mér þegar að því kemur. Minningarnar úr litla græna hús- inu að Hríseyjargötu 18 eru margar og ég tala nú ekki um Hríseyjargötu 20 og litla traðkaða stíginn á milli húsanna. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þér og þínu góða fólki sem tók svo vel á móti mér og gerir enn. Ég á aldrei eftir að geta skrifað eitthvað í þessari grein sem lýsir sorg minni í dag. Eða sú tilhugsun að þú sért ekki enn hér. Daginn sem ég átti að mæta í klippingu til þín fyrst þá gat ég ekki sofnað. Ég skoðaði myndina í Séð og heyrt af þér og Halla stríddi mér á því að ég væri ástfangin af „magazine boy“. Ég vaknaði um morguninn kl 7.30 en átti að mæta 9.30, ég var á nálum af því að ég vissi ekki hvaða fötum ég átti að fara í, og mér tókst að mæta of seint. En hverjum hefði dottið í hug þann morguninn að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman. Eftir stend ég ringluð og tóm og nú tekur tími uppgjörsins við hjá mér þar sem minningarnar munu hrinda af stað erfiðri atburðarrás liðinna tíma og enn á ný horfast í augu við erfiðar tilfinningar. Elsku Kjarri minn, góða nótt og sofðu vel, ég mun alltaf elska þig. Elsku fjölskylda, takk fyrir allar góðu stundirnar og styrkinn sem þið hafið gefið mér þrátt fyrir ykkar erf- iðu sorg, alltaf ykkar María. Elsku Kjarri. Góður drengur er genginn, góður maður er dáinn. Minnir hann oft á máttinn maðurinn slyngi með ljáinn. Allra okkar kynna er ánægjulegt að minnast. Mér finnst slíkum mönnum, mannbætandi að kynnast. (Kristján Árnason frá Skálá.) Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B. Jónsson.) Ég vil votta fjölskyldu og vinum hans Kjartans samúð mína. Kveðja Elín Mjöll (Ella). Hvíslar mér hlynur hár í skógi sögu sviplegri. „Óx mér við hlið ei fyrir löngu burkni blaðmjúkur.“ Drakk hann að morgni munngát nætur, geisla um hádag heiðan; hugði hann sól og sumarástir vara ævi alla. Leið nótt, lýsti nýr dagur, huldi héla rjóður. En vininn minn veikstilka sá ég aldrei aftur. Drúpir dimmviður dökku höfði, dagur er dauða nær. hrynja lauftár litarvana köldum af kvistsaugum.“ (Jóhann Sigurjónsson.) Þú ert farinn, horfinn okkur sjónum, Kjarri, þú góði drengur. Það var allt- af svo gaman að koma til þín í stólinn í horninu á Medúllu. Og hvað við spjölluðum! Þú varst svo áhugasam- ur um margt. Stundum skiptirðu um disk í geislaspilaranum til þess að lofa mér að heyra tónlist sem þú varst svo hrifinn af og fá álit mitt. Síðast þegar við hittumst sagðir þú mér, fullur áhuga og gleði, frá ljóðum afa þíns. Þú fórst með ljóð eftir hann og við ræddum um ljóð og tónlist. Þú varst svo einlægur og hrifnæmur og okkur kom vel saman. Við ræddum um allt milli himins og jarðar meðan þú puðaðir með höndunum en ég slakaði á, sötraði kaffi og naut þess að láta nudda á mér kollinn. Þú varst listamaður í þínu fagi og skarð þitt verður vandfyllt. Ég og fjölskylda mín vottum for- eldrum, systrum, vinum og öllum vandamönnum þínum okkar dýpstu samúð. Dreifir þú, dagstjarna, dimmu nætur, glöð af glóbreiðri götu þinni; ljós fékkstu lýðum langar á gangi dagstundir dýrar, ó dagstjarna! Vekur þú von og vekur þú bæn, hvenær sem dapri dimmu hrindir, og augu kætir allrar skepnu; Þökk er og lofgjörð á þinni leið. Hníg þú hóglega í hafskautið mjúka röðull rósfagur! og rís að morgni, frelsari, frjóvgari fagur Guðs dagur! Blessaður, blessandi, blíður röðull þýður. (Jónas Hallgrímsson.) Ég kveð þig, kæri Kjarri. Minning þín mun lifa. Megi birta sólar gefa huggun og von. Sæbjörg (Lalla). Elsku Kjarri minn. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðja: ,,Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson.) Ég vil trúa því að sá sem öllu ræð- ur hafi ætlað þér annað og meira hlutverk hjá sér á æðra tilverustigi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú mætir ekki í vinnuna á morgnana eins og þú varst vanur að gera. Þú sem varst svo duglegur að vinna og ég minnist þess að ef síminn hringdi og það var verið að biðja um klipp- ingu eða eitthvað þess háttar og það var því miður allt fullt, þá var oft sagt: „Má ég þá aðeins tala við hann Kjarra?“ og viti menn, viðkomandi fékk klippingu, því þú sást alltaf smugu til að redda hinum og þessum. Þú varst ótrúlega góður fagmaður og kenndir mér margt sem ég hef notið góðs af og mun alltaf gera. Þú varst sannkallaður meistari. Þegar við keyrðum suður á hár- greiðslusýninguna um daginn spjöll- uðum við mikið saman. Þú sem varst svo ánægður og við töluðum um hvað við værum hamingjusöm með lífið og tilveruna. Ég vona bara, Kjarri minn, að þú sért jafn hamingjusamur á nýja áfangastaðnum. En hér mun aldrei KJARTAN EINAR HAFSTEINSSON :  ;  ,;   -                       &   " 6 &,F  3/ !#: 08 4= "  7,G, " H ,<      " + Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.