Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 41
varpið sendi ekki út bauð hún mér og
frænda okkar í slátur og spilaði lát-
laust gamlar upptökur af skemmti-
þáttum á fornlegt segulband til að við
færum ekki að tala um verkfallið.
Vann sjálf hörðum höndum í Vinnu-
fatagerðinni í mörg ár og þoldi ekki
verkföll. Eftir að hún hætti að vinna
var hún upptekin frá morgni til
kvölds á meðan heilsan leyfði. Hún
var hjálpsöm en átti ef til vill ekki
eins gott með að þiggja hjálp.
Fyrir rúmu ári hélt Sigga upp á
níutíu ára afmælið sitt með mikilli
reisn. Þar voru skemmtiatriði, ræðu-
höld, sem hún var reyndar búin að
banna, galdramaður og afmælisbarn-
ið dansaði á upphlut. Geri aðrir bet-
ur.
Sigga kom í heimsókn fyrir nokkr-
um árum og gróðursetti páskaliljur.
Þannig var hún, alltaf að, alltaf að
láta gott af sér leiða og liljurnar
verða áfram í garðinum.
Ég kveð Siggu frænku mína í
Barmahlíð með þakklæti og og trega
og sendi ættingjum hennar og vinum
innilegar samúðarkveðjur.
Rannveig Jónsdóttir.
Sigríður Jónsdóttir er látin. Við,
sem þótti vænt um hana, vorum
mörg. Kynni okkar spanna yfir hálfa
öld. Hún kom ung í húsið Gretti þar
sem við bjuggum svo mörg. Sigríður
hafði góðan húmor og var góðum gáf-
um gædd. Hlátur hennar var svo
smitandi að maður hló ætíð með
henni. Hún sá gjarnan spaugilegu
hliðarnar á hverju máli. Ég sé hana
fyrir mér í bjartri endurminningu. Í
svefnhúsi móður sinnar og stjúpa
sitjandi við gluggann. Á Svalbarði í
Þistilfirði, þar sat hún við prjónavél-
ina og prjónaði ullarflíkur á bræður
sína fyrir veturinn. Það héngu löng
lóð niður úr vefnaðinum. Þetta virtist
svo létt verk í höndum hennar. Á
laugardagskvöldum voru fötin lykkj-
uð saman.
Sigríður Jónsdóttir var listamaður
í höndunum. Hún var flinkur málari.
Hún bjó til jólahús af merkum bygg-
ingum. Notaði bómull og glimmer á
húsþökin til þess að húsin væru eins
og snævi þakin. Þessi hús voru lýst
upp með perustæði inni í húsunum.
Góður bróðir hefur eflaust lagt henni
lið. Kuðungakassarnir, sem hún gaf
börnunum er voru að vaxa úr grasi til
að geyma skartið sitt í voru undur vel
gerðir. Blómin sem hún gerði fyrir
svo löngu úr kreppappír litu út eins
og lifandi blóm. Ekki má gleyma
bolluvöndunum, sem börnin fengu.
Þeir voru svo fallegir að erfitt var að
fá börnin til að nota þá, skreyttir með
rósum, þvílíkt handverk. Það lék allt í
höndunum á Sigríði hvort sem það
var saumaskapur eða prjónles. Hún
prjónaði hyrnur á gamals aldri, þær
voru augnayndi eins og annað er hún
hannaði.
Sigríður Jónsdóttir var gift Páli
Kristjánssyni. Þau slitu samvistum.
Sigríði var eigi barna auðið. Þess
vegna nutum við hin svo mjög ást-
úðar hennar. Það var aldrei nein
lognmolla í kringum hana. Í slátur-
gerð var hún ómissandi við að leið-
beina okkur hinum. Við hin yngri
gátum alltaf lært eitthvað af henni.
Hún var dugnaðarforkur með hríf-
una á teignum. Þetta var á þeim tíma
að mannshöndin vann flest verkin.
Vélarnar voru rétt byrjaðar að koma.
Sigríður varð níræði fyrir ári og
hélt upp á það með myndarbrag í
Sunnusal í Bændahöllinni. Þar voru
saman komnir 125 manns, fjórar
kynslóðir karla og kvenna til að
gleðjast með henni og hún stóð keik í
íslenskum búningi. Hún virtist alltaf
aldurslaus fyrir okkur sem þekktum
hana svo vel. Þarna voru töframenn
og danspar til að gleðja mannskap-
inn. Það sást enginn bilbugur á af-
mælisbarninu. Hún lét taka veisluna
upp á video, slík var fyrirhyggjan.
Hún sagði sjálf eftir á að það hefði
ekkert verið gaman ef ekki hefðu
verið börn í veislunni.
Sigríður var gefandi persónuleiki
alla tíð. Hún var mikil ræktunarkona
þegar kom að jörðinni eða mannfólk-
inu. Ég votta bræðrum hennar sam-
úð mína og öllum venslamönnum
hennar. Nú er hún horfin inn í sum-
ardýrð Drottins. Veri hún Guði falin
um eilífð alla.
Sigrún Halldórsdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 41
✝ Engilbert Guð-jónsson fæddist í
Vogatungu í Leirár-
sveit, 17. febrúar
1918. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
26. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðjón Jónsson,
bóndi í Vogatungu, f.
11. janúar 1884, d.
23. október 1936, og
kona hans Halldóra
Böðvarsdóttir, hús-
freyja og símstöðvar-
stjóri, f. í Vogatungu
7. október 1885, d.
23. febrúar 1975. Systkini Engil-
berts eru Ólöf, f. 30.9. 1910, Böðv-
ar, f. 28.6. 1913, Ólafur, f. 30.9.
1915, Elín, f. 2.4. 1921, Anna, f.
31.3. 1924, Sigurður, f. 14.9. 1924,
og Ásta, f. 10.2. 1927. Systurnar
Anna og Ásta lifa bróður sinn. Eng-
ilbert kvæntist 4.5. 1940 fyrri konu
sinni, Evu Laufeyju Eyþórsdóttur,
f. 27.2. 1918, d. 9.9. 1957. Hún var
dóttir Eyþórs Kjarans Tómassonar
stýrimanns og Guðrúnar Guð-
mundsdóttur. Fimm börn Engil-
bert og Evu eru: 1) Halldóra, f.
18.7. 1940, gift Rögnvaldi Þor-
steinssyni, f. 12.3. 1936, þau eiga
þrjú börn. 2) Sesselja, f. 29.7. 1942,
16.10. 1961, þau eiga tvö börn. 2)
Birgir, f. 30.1. 1965, sambýliskona
Agnes Harpa Hreggviðsdóttir, f.
21.4. 1973, þau eiga eitt barn. Hjá
Engilbert ólst upp sonur Guðrún-
ar, Jón Benediktsson, f. 26.9. 1958.
Afkomendur Engilberts eru 46.
Eftir að Engilbert flutti að heim-
an, bjó hann alla sína tíð á Akra-
nesi. Síðustu 10 árin bjuggu þau
Engilbert og Guðrún í Lerkigrund
7. Á yngri árum tók Engilbert
nokkurn þátt í ýmsum félagsstörf-
um, lék m.a. með Leikfélagi Akra-
ness og söng með Karlakórnum
Svönum. Engilbert lærði múrverk
hjá Aðalsteini Árnasyni á Akranesi
og lauk sveinsprófi 1947. Árið 1951
hlaut hann meistararéttindi í iðn
sinni. Hann starfaði að iðn sinni á
Akranesi um árabil, eða til ársins
1981, þá varð Engilbert húsvörður
og eftirlitsmaður við fjölbrauta-
skólann á Akranesi, og starfaði þar
til ársins 1988, er hann varð sjötug-
ur. Í fimm ár þar á eftir var hann
með umsjón í verknámshúsum
skólans. Engilbert varð snemma
félagi í Iðnaðarmannafélagi Akra-
ness og síðar í Múrarafélagi Akra-
ness og Múrarafélagi Vesturlands.
Sat í stjórn Múrarafélags Akraness
og í prófnefnd múrara þar í nokk-
ur ár. Hann var og um skeið for-
maður Múrarafélags Vesturlands.
Engilbert sat um langa hríð í stjórn
Stangveiðifélags Akraness.
Útför Engilberts fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
gift Þórði Árnasyni, f.
25.10. 1942, þau eiga
tvö börn. 3) Guðrún, f.
23.2. 1944, gift Birni
Inga Finsen, f. 10.7.
1942, þau eiga þrjú
börn. 4) Hugrún, f. 8.7.
1946, gift Stefáni
Gunnlaugssyni, f. 17.3.
1945, þau eiga fjögur
börn. 5) Guðjón, f.
12.2. 1955, var kvænt-
ur Ólafíu Ársælsdótt-
ur, f. 11.11. 1956, þau
eiga tvö börn. Þau
slitu samvistir. Sam-
býliskona Guðjóns er
Dóra Ingólfsdóttir, f. 24.6. 1965,
þau eiga eitt barn. Sonur Evu Lauf-
eyjar er Allan Heiðar Sveinbjörns-
son, f. 24.4. 1937. Kona hans er
Kristín Jónsdóttir, f. 17.11. 1939.
Engilbert kvæntist 1.10. 1960 eft-
irlifandi konu sinni, Guðrúnu Jóns-
dóttur, f. 21.10. 1933. Hún er dóttir
Jóns Pálssonar, áður bónda á
Granastöðum, S-Þingeyjarsýslu,
og konu hans Bjargar Kristjáns-
dóttur. Synir Engilberts og Guð-
rúnar eru: 1) Óli Páll, f. 8.10. 1961,
var kvæntur Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, þau eiga eitt barn.
Þau slitu samvistir. Óli Páll er
kvæntur Sigríði Einarsdóttur, f.
Látinn er Engilbert Guðjónsson,
múrarameistari, á Akranesi, sem á
fyrstu og fjarlægu hjúskaparárum
sínum hlustaði vel ásamt heimilis-
fólki sínu þegar MA-kvartettinn
söng síðasta lag fyrir fréttir. Það
þótti góður söngur og þá bar öðrum
að þegja að því er dætur minnast.
Og sjálfur hafði Engilbert ágæta
rödd. Þessa er minnst.
Í fyrri tíð og síðar, kynti verkmað-
urinn Engilbert vel undir kröftum
þeim sem leggja þurfti til erfiðs
múrverksins. Eigi skyldi skuturinn
eftir liggja í samvinnunni við bróð-
urinn og dugnaðarþjarkinn, Ólaf. –
Og með harðar, vinnudjarfar og nær
ólúnar vinnuhendur var Engilbert
þá. Og þess er minnst.
Þegar mikið og lítið lá við, fyrr og
síðar, var Engilbert betri en enginn,
bæði innan fjölskyldunnar og hjá
vandalausum, innan iðnverksins og
utan, og þess mega margir minnast.
Fyrir áratugum fóru ungir dreng-
ir á Akranesi til rakara bæjarins og
báðu um klippingu „eins og Berti
múrari er með“, – löngu áður en slík
klipping varð almenn tíska hjá lýð-
um. Enda var maðurinn góður og
eftirbreytni verður. Þessa er minnst.
Tímarnir breytast – og mennirnir
með – og gleymskan læðist oftlega
hljótt inn lífsdalinn og skellist snör
yfir. En minningar um Engilbert
fyrr og síðar haldast mér enn og eru
góðar, skýrar og þokulausar. Og er
gott meðan svo má vera.
Að minnast við tengdaföðurinn,
„afa Berta“, var mér ekki tamt, en
reynt var á réttum tímum að taka í
sterklega hönd hans með þökkum og
óskum, er það átti við. Alltaf leit
Engilbert djúpt í augu handtektar-
manns síns – hann mátti vera að því
– og meinti handtektina. Sú hin
hægri höndin hans var greipargóð,
festulegt handtakið, þétt og innilegt.
Og allt fram til þess síðasta. Þess er
minnst.
Í áttræðisveislu fyrir nokkrum ár-
um þótti mér sem ég hefði lokið við
að segja flest það sem segja þurfti í
einlægni við tengdaföðurinn varð-
andi skipti okkar. Ekki þótti ástæða
til að bíða þar til nú að nefna allt það
sem ljóst mátti vera, en einhverjum
var ef til vill hulið. Mátti kappinn
skilja hvað hann vildi.
Í fyrrnefndu afmæli var minnst á
fyrstu fundi okkar snemmsumars
nálægt Bjarnastöðum á Skaga,
snemma á sjöunda áratug síðustu
aldar, með formfagurt Akrafjallið í
baksýn, skafheiðan himinn og hlýja
austangoluna eftir vinalegu Háholt-
inu. Öll samskipti okkar eftir fyrstu
kynnin voru þá þökkuð, nefnd góð
ætt Engilberts og ættarfylgja og
sögð sú ósk að enn um hríð mætti
hann ná frekari samskiptum við
börn, barnabörn, aðra ættingja og
venslafólk. Þau samskipti urðu og
það var gott. En nú er hann horfinn;
frjósömu lífi og ljúfu í flesta staði er
lokið. Og hví skal þá trega? Enn er
þó stuttlega aukið við þakkirnar fyr-
ir kynnin og samveruna í áranna rás
en nú er það einungis skrifað mér til
áminningar um góðar samvistir við
ágætan mann – út í óræðan og
dimmbláan geiminn.
Um leið er við hæfi að leyfa sér að
þakka öllum hinum mörgu og velvilj-
andi fyrir allt hið góða og vinalega
sem þeir sneru að Engilbert í lífi og
starfi. Þessa er minnst. – Eftir því
var ágætlega tekið af ættingjum
hans og fjölskyldu, hversu vel hon-
um var löngum fagnað uppi á Höfða,
á gengnum götum eða mannamótum
síðustu árin, hvort sem hann var ró-
legur á leið niður í búð eða upp í
Skógrækt, eða hægfara og brosmild-
ur á öðrum gangi.
Engilbert Guðjónssyni leið sann-
lega vel þegar árin færðust yfir í
fjöld sinni; en Elli kerling knúði
dyra, og löngu vinnuskeiði Engil-
berts lauk og kærkomin starfslok
urðu, og ævilokin nálguðust stíft og
þau náðust um síðir – og í fríið var
farið.
Björn Ingi Finsen.
Í dag verður jarðsunginn á Akra-
nesi mætur heiðursmaður, Engil-
bert Guðjónsson.
Berti átti því láni að fagna að fá að
lifa lengi, ala upp mörg og mann-
vænleg börn og framkvæma miklu
meira en venjulegt er að gera á einni
ævi.
Hann fæddist í Vogatungu í Leir-
ársveit 1918 og ólst upp við venjuleg
sveitastörf. Þaðan lá leiðin á Akra-
nes þar sem hann vann ýmis störf
þangað til að hann lærði múrverk.
Við múrverk vann hann síðan
lengstan hluta ævi sinnar. Nokkur
síðustu starfsárin vann hann sem
umsjónarmaður í Fjölbrautaskólan-
um á Akranesi.
Kynni okkar Berta hófust á þenn-
an venjulega hátt, við fórum að vera
saman ég og dóttir hans. Við vorum
bara 16 ára svo ég bjóst við að hann
yrði ekki upprifinn. En af sinni eðl-
islægu ljúfmennsku tók hann mér
sem öllu öðru er forsjónin lagði á
hann. Það eru um fjörutíu ár síðan
þetta var og á þessum árum kynnist
ég þessum hugljúfa manni. Berti var
hraustmenni að burðum en einnig
svo ljúfur að ég held að hann hafi
aldrei notað afl sitt nema til góðs.
Þegar við kynntumst hafði Berti
misst fyrri konu sína og gekk það
mjög nærri honum. Hún hét Eva
Laufey Eyþórsdóttir. Þau áttu sam-
an fimm börn, Halldóru, Sesselju,
Guðrúnu, Hugrúnu og Guðjón en
Eyja átti eitt barn fyrir, Allan. Það
hlýtur að hafa verið erfiður tími hjá
Berta með barnahópinn móðurlaus-
an. Ég man enn tal fullorðins fólks
frá þessum tíma er það dáðist að
Berta en einnig og ekki síður að elstu
dótturinni Halldóru er hún, þá korn-
ung, tók að sér móðurhlutverkið og
stóð sig með einstakri prýði.
Það var mikil gæfa fyrir Berta eft-
ir þennan mikla missi að kynnast
seinni konu sinni Guðrúnu Jónsdótt-
ur. Þessi glaðlega og ákveðna kona
var að mínu mati mikil blessun fyrir
fjölskylduna. Það hefur ekki verið
létt að taka að sér uppeldi hóps
barna frá 4 til 18 ára, en þetta lán-
aðist Gunnu mjög vel. Sérstaka að-
dáun mína hefur það vakið hvað sam-
band Gunnu og „barnabarnanna“ var
náið og einlægt, og hefur það sýnt
mér enn betur hvílík kostakona hún
Gunna er.
Berti og Gunna eignuðust saman
tvo stráka, Óla Pál og Birgi en Gunna
átti fyrir einn strák, Jón. Berti var
mikill dugnaðarforkur í byggingar-
málum og byggði fyrir sig og sína að
minnsta kosti fjórum eða fimm sinn-
um, íbúðir eða einbýli.
Sem múrari var Berti í fremstu
röð. Vegna starfs míns þekkti ég vel
verk Berta og get sagt með sanni að
betra múrverk fékk maður ekki til að
mála. Þegar Berti fór að lýjast á
múrverkinu réði hann sig í starf sem
umsjónamaður í Fjölbrautaskólanum
á Akranesi. Þetta starf virtist vera
sem skapað fyrir hann, honum fórst
það vel úr hendi og eignaðist marga
góða vini í hópi ungmennanna og
kennara, sem hann umgekkst.
Einn var sá þáttur í lífi Berta sem
ekki er hægt að sleppa, það var lax-
veiðin. Laxveiðin var honum lífs-
nautn eins og svo margt annað í líf-
inu. Hann var lífsnautnamaður í
orðsins jákvæðustu mynd, naut þess
að vera til, naut þess að sitja í sól
með smá í glasi og vera með góðu
fólki. Manni leið alltaf vel í návist
hans, það stafaði af honum hlýja og
vinátta. Seinustu árin fór heilsan að
bila og þá var nú Gunna betri en eng-
in. Hún stóð ógnar sterk og létti sín-
um manni lífið, betur var ekki hægt
að gera það.
Berti andaðist á Sjúkrahúsi Akra-
ness þrotinn að kröftum, sáttur við
Guð og menn.
Mikill höfðingi er fallinn, hann
auðgaði líf okkar sem vorum svo
heppin að eiga með honum samleið.
Gunna mín og börnin hans Berta, þið
eigið ómetanlegan sjóð minninga um
einstakan mann. Ég kveð þig með
söknuði kæri vinur, far í friði.
Þórður Árnason.
ENGILBERT
GUÐJÓNSSON
!
" #
$ %&
!!!"
! # !!"
$% & !
' !!" & (!
)!%!!" $%
' *## *" ' ' *## +
'
& ,-.,
/ '' 01
) )
( ) *
& + ,
- #2 !!" /*!2" %!
%
" %%
!3''4+!3'!!" ' 5 '
&$ !3'!!" ' 6/*!
*" *+
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina