Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.07.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í UPPHAFI skal endinn skoða. Í velferð- arþjóðfélagi er unnið að því markvisst að gera fólk heilbrigðara og langlífara. Það hefur hins vegar gleymst að með slíkri þróun eigum við á hættu að lengja aðdraganda dauðans. Fólk getur því orðið ósjálfbjarga og kvalið á síðustu árum ævi sinnar þrátt fyrir öll læknavís- indi og heilbrigt líferni. Það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti hjúkrunarfólks að þurfa að senda grátandi fársjúk gamalmenni heim af sjúkra- húsum vegna þess að ekkert fannst að þeim annað en það sem ólæknandi er – hrörnun líkamans á endaspretti þessa lífs. Almennt eru sjúkrahús nú til dags ekki ætluð til þess að sinna því hlutverki að veita þessu dauð- sjúka gamla fólki líknandi hjúkrun. Vissulega má deila um hvort það sé rétt eða röng þróun í sjúkrahúsmál- um þessarar fámennu þjóðar. Hitt er annað mál að það er óumdeilanlega rangt að senda þetta fólk til síns heima. Hvorki aðstandendur né heimahjúkrun er í stakk búin til þess að veita þá líknandi hjúkrun sem sem þetta fólk þarf – aðstandendur vegna kunnáttuleysis og eigin aðstæðna og heima- hjúkrun vegna tíma- leysis og manneklu. Þannig er víðast hvar einungis um dagþjón- ustu að ræða hjá heima- hjúkrun og fyrir þá sem verst eru staddir getur hún í raun aðeins sinnt broti af því sem einstak- lingurinn hefur þörf fyrir. Þessi dauðsjúku gamalmenni sem eru að nálgast dauðann hægt og bítandi jafnvel svo mánuðum skiptir geta verið svo ósjálfbjarga og kvalin að þau þurfi meiri eða minni aðstoð við sínar dag- legu þarfir, allan sólarhringinn. Hver hreyfing getur kostað sárs- auka og fyrir þann sem ekki kann til verka getur ógætileg aðstoð aukið við þennan sársauka. Það er því augljóst að þessir einstaklingar eru meðal þeirra sem nauðsynlega þurfa á líknarmeðferð að halda í réttu um- hverfi og í höndum sérmenntaðs fólks. En hvorki aðstandendur né dauðsjúk gamalmennin geta nokkurn tíma myndað þann þrýstihóp á stjórnvöld sem oftast er nauðsyn- legur til þess að breyta ástandi til batnaðar. Til þess varir þetta ástand í lífi okkar of skamman tíma, er of af- gerandi, sárt og einstaklingsbundið. Það er talað um að það hafi tekist að spara í heilbrigðiskerfinu. Það á ekki að þurfa að spara í heilbrigðis- kerfi velferðarþjóðfélags því sá sparnaður er fórnarkostnaður. Það þýðir einfaldlega að færri sjúklingar eru teknir inn á heilbrigðisstofnanir. En þýðir það að sjúklingum sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda hafi fækkað? Spyrji nú hver sig. Ekki þarf þessi sparnaður að verða til vegna þess að ekki séu til nægir peningar í þjóðfélaginu. Það þarf ekki annað en líta í kringum sig til þess að sjá að við eigum næga peninga. Það er aðeins spurning um forgang, í hvað við viljum eyða peningunum okkar. Það er í mannlegu eðli að sá sterki ræður og hann vill fá að njóta augna- bliksins. Það er því ekki óeðlilegt út frá því náttúrulögmáli að sá sterki ráði að peningarnir séu notaðir í t.d. fegrun umhverfis og að reisa afþrey- ingarhúsnæði. Það er gott út af fyrir sig en eitt er öruggt að fyrir okkur öllum er dauðinn vís með misstrang- an, stuttan eða langan aðdraganda. Það væri óskaplega gott ef við hefð- um þá fyrirhyggju að láta svolítið ganga fyrir að búa í haginn með því að reisa hjúkrunar- eða líknardeild- ir/-heimili sem geta tekið við okkur sem enn erum á besta aldri þegar að því kemur. Það þarf að hlúa að lífinu þegar það kemur í heiminn en ekki síður þegar það er að yfirgefa þennan heim. Hver maður á rétt á að fá að deyja með reisn og hans dauðastríð sé virt. Því má ekki gleyma að við sem nú erum virk í þessu þjóðfélagi eigum hverfandi kynslóð því að þakka að hér er yfirleitt til samfélag með sjúkra- húsum og starfsmenntuðu fólki. Þessu gamla fólki er illa launað lífs- starfið ef sú velferð sem það átti sinn stóra þátt í að skapa er ekki í stakk búin til að hlúa vel að því þegar líf þess fjarar út. Að fá að deyja með reisn Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Höfundur er starfandi heyrnar- og talmeinafræðingur á Akureyri. Aldraðir Það er aðeins spurning um forgang, segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, í hvað við viljum eyða peningunum okkar. ÁKVARÐANIR og yfirlýsingar stjórnar SPRON undanfarið hafa vakið furðu mína og fleiri stofnfjáreig- enda. Þar má helst nefna: 1. Af hverju bregst stjórnin ókvæða við þegar stofnfjáreigend- ur geta hagnast á sölu bréfa sinna? Er ekki stjórnin kosin af stofn- fjáreigendum m.a. til að verja hagsmuni þeirra? Hefði ekki verið eðli- legra að fagna tilboði fimmmenninganna og segjast ætla að taka það til athug- unar? 2. Samkvæmt tillögu stjórnar SPRON að hlutafélagavæðingu áttu stofnfjáreigendur ekki að fá að kjósa í stjórn sjálfseignarstofnunar SPRON fyrsta árið. Hvaða ástæður liggja þar að baki? Stjórnin ákvað einhliða að hún skyldi fara með völdin í sjálfs- eignarstofnuninni. Hefði ekki verið eðlilegra að halda lýðræðislega kosn- ingu eða var stjórnin aðeins að hugsa um að tryggja völd sín enn frekar? 3. Búnaðarbankinn vill greiða um 2 milljarða fyrir bréf stofnfjáreigenda og 3,7 fyrir bréf sjálfseignarstofnun- arinnar eða samtals 5,7 milljarða en SPRON var metið á rúma 5 milljarða miðað við að bréfin séu öll á sömu hendi. Jón G. Tómasson stjórnarfor- maður SPRON segir að hægt sé að fá 6 milljarða fyrir stofnféð og borga einnig 3,7 milljarða fyrir bréf sjálfs- eignarstofnunarinnar, en samkvæmt þessu mati hans er verðmæti SPRON 9,7 milljarðar. Þetta er tóm vitleysa, líklega sagt í þeim tilgangi að læða inn óraunhæfum verðhug- myndum um SPRON og tefja þannig söluferlið þannig að stjórnin geti unn- ið tíma til að tryggja sína hagsmuni. 4. Árið 2000 var afkoma SPRON mjög góð og var arðsemi eigin fjár 44,4%. Svipuð arðsemi var hjá Spari- sjóði Kópavogs, eða um 38%. Stjórn Sparisjóðs Kópavogs gerði vel við sína stofnfjáreigendur það árið og greiddi út 38% arð. Stjórn SPRON ákvað hins vegar að láta stofnfjár- eigendur í SPRON ekki njóta góðrar ávöxtunar félagsins og borgaði einungis út 15% arð. Hægt hefði verið að borga arðinn út í auknu stofnfé og hefði þá ekki verið tekin króna úr rekstrinum. 5. Í stofnsamþykkt- um SPRON segir að stofnfjáreigendur eigi rétt á því að sjá skrá yf- ir stofnfjáreigendur og skal þessi skrá innihalda kennitölu, nafn, heim- ilisfang og eign stofnbréfa. Stjórn SPRON hefur neitað mér um að skoða þá skrá og fer því gegn sam- þykktum félagsins. Af hverju? Ég treysti því að stjórnin boði sem fyrst til fundar stofnfjáreigenda þar sem hægt verður ræða málið og þar sem hún getur skýrt þessar undar- legu ákvarðanir sínar. Mín skoðun á þessu máli er sú að Búnaðarbankinn sé einungis að sækjast eftir völdum stjórnar en allt annað sem við kemur sparisjóðnum ætti að haldast nánast óbreytt. Spurningin er því þessi: Er- um við stofnfjáreigendur reiðubúnir að selja völd stjórnarinnar fyrir fjór- falt virði endurmetins stofnfjár? Hagsmuna- gæsla stjórnar SPRON? Oddur Ingimarsson Höfundur er stofnfjáreigandi í SPRON. SPRON Ég treysti því, segir Oddur Ingimarsson, að stjórnin boði sem fyrst til fundar stofnfjáreigenda. Ungmennafélag Ís- lands ásamt heilbrigð- isráðuneytinu hefur nú blásið til hreyfingar með því að hvetja Ís- lendinga til að stunda gönguferðir sér til heilsubótar. Safnað hefur verið saman í vasakver fjöl- mörgum fjölskyldu- vænum gönguleiðum um land allt til upplýs- ingar. Leiðirnar er all- ar í styttra lagi eða ½ til 2 klukkustunda ganga. Kverið er að sjálfsögðu ekki tæm- andi en gefur mögu- leika á að skipuleggja áningastaði á leið um landið þar sem notalegt er að staldra við og fá sér léttan göngutúr. Takmark verkefnisins til lengri tíma eru að:  …fá kyrrsetufólk og aðra sem stunda ekki reglulega líkamsrækt til að bæta heilsufar sitt með því að ganga reglulega eða stunda aðra líkamsrækt  …fá íslenska ferðamenn til þess að staldra við á stöðum þar sem gönguleiðir er að finna og nýta sér þá þjónustu sem í boði er  …fá íslenskar fjölskyldur til þess að nýta sér tækifæri í sínu nánasta umhverfi til að fara saman út að ganga  … auka þekkingu almennings á mikil- vægi hreyfingar fyr- ir heilsu einstaklinga  …auka framboð á merktum gönguleið- um um allt land  … miðla upplýs- ingum um gönguleið- ir og göngu á Íslandi á markvissan hátt  …spara okkur út- gjöld í heilbrigðis- kerfi framtíðarinnar. Hreyfingarleysi er óvinur Við höfum öll tæki- færi (sem mörg eru vannýtt) til að hreyfa okkur reglu- lega. Dagleg hreyfing í um 30–50 mínútur er það sem líkami okkar fer fram á til að viðhalda eðlilegri færni og ástandi. Þeir sem stundað hafa gönguferð- ir vita hver ávinningurinn er, svo sem: betra þol, vellíðan, góður fé- lagsskapur, slökun, sterkari bein og meiri vöðvakraftur svo að eitthvað sé nefnt. Hinir, sem ekki hafa stundað hreyfingu reglulega, heldur eru kenndir við kyrrstöðu vegna hreyf- ingarleysis hafa einnig sína upplifun, oftar en ekki neikvæða, eins og: kraftleysi, þreytu, offitu og fé- lagslega einangrun. Valið er því ykkar. Til að gera göngu eða aðra hreyf- ingu af daglegum viðburði þarf að byrja smátt. Göngum jafnvel aðeins 500–1.000 skref og bætum síðan smátt og smátt við 100 skrefum dag- lega þar til við höfum náð 30 mínútna markinu. Ganga í 10 mínútur, t.d. til vinnu eða í skóla, gerir einnig gagn þegar saman kemur. Göngum um Ísland er hugsað til að minna okkur á mikilvægi göngu sem hreyfingar og einnig sem mögu- leika til líkamsræktar, útivistar og samveru. Verkefnið er áætlað til framtíðar og verður vonandi á næstu árum hægt að byggja ofan á þá þekk- ingu og reynslu sem nú hefur áunn- ist. Þið getið nálgast leiðabókina Göngum um Ísland frítt á næstu upplýsingamiðstöð ferðamanna og víðar. Göngum saman af stað um Ísland og njótum þess. Göngum saman Arngrímur Viðar Ásgeirsson Hreyfing Við höfum öll tækifæri, segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, til að hreyfa okkur reglulega. Höfundur er íþróttakennari og verk- efnisstjóri Göngum um Ísland. KALT og svalandi, hreint og ómengað, hollt og gott. Hvað skyldi það vera sem á skilin öll þessi lýsing- arorð? Það er að sjálf- sögðu kalda vatnið okkar. Við erum svo lánsöm að geta drukkið hreint og ómengað vatn beint úr krananum. Þegar við ferðumst erlendis finnum við sérstaklega hversu vel við búum þegar ómengað og bragð- gott drykkjarvatn fæst ekki nema sem söluvara. Átak er nú hafið á veg- um heilbrigðisráðuneytis, um- hverfisráðuneytis, UMFÍ, KSÍ og Orkuveitu Reykjavíkur til að stuðla að meiri vatnsdrykkju barna og unglinga í landinu. Öll grunnskólabörn fá vatnsbrúsa að gjöf. Tilgangur þessa átaks er að stuðla að heilbrigðari lífsháttum með því að minnka neyslu gos- drykkja, súrra og sætra drykkja en auka neyslu vatns sem er okkar náttúru- lega auðlind. Auk þessa er tilgangur verkefnisins að stuðla að hreinna umhverfi með því að minnka þann úrgang sem felst í drykkjarumbúðum. Um árabil hefur tannverndarráð lagt áherslu á neyslu vatns í stað kolsýrðra, sætra og súrra drykkja. Vitað er að neysla gosdrykkja á Íslandi er óhóflega mikil eða 160 lítrar á hvert mannsbarn á ári. Þetta eru meðaltalstölur og lík- legt er að börn og unglingar neyti meirihluta gosdrykkjanna. Talið er að glerungseyðingu á tönnum megi rekja að mestu til of mikillar neyslu á kolsýrðum og súrum drykkjum. Rannsókn dr. Peter Holbrook og Ingu B. Árnadóttur, tannlækna við HÍ, leiddi í ljós að 20% unglinga í 10. bekk grunn- skóla voru með glerungseyðingu og 3% nemenda höfðu engan gler- ung aftan á framtönnum í efri gómi. Það er því full ástæða til að hvetja foreldra til að huga að neysluvenjum barna sinna. Nauðsynlegt er einnig að bæta aðstöðu til vatnsdrykkju með drykkjarbrunnum á stöðum eins og íþróttahúsum og grunnskólum. Kalt og svalandi vatn ætti að vera alls staðar aðgengilegt þar sem börn eru að leik og starfi. Hollusta á heimavelli Helga Ágústsdóttir Höfundur er formaður tann- verndarráðs. Tannvernd Kalt og svalandi vatn, segir Helga Ágústsdóttir, ætti að vera alls staðar aðgengilegt þar sem börn eru að leik og starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.