Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 1
161. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. JÚLÍ 2002 ÍRÖNSK yfirvöld eru nú lent í mestu stjórnmálakreppu sem skollið hefur á í landinu síðan í íslömsku byltingunni 1979, er klerkarnir náðu völdum. Kreppan fylgir í kjölfar óvæntrar afsagnar háttsetts klerks, götumótmæla og atlagna gegn klerkastjórninni. „Stríðið er hafið og engum verður hlíft, ekki einu sinni klerkunum,“ sagði stjórnmálaskýr- andinn Dariush Abdali í gær. Atburðir undanfarinna vikna hafa aukið sundurþykkjuna meðal íhalds- manna og umbótasinna og hafa nú hinir valdamiklu shítaklerkar í land- inu í fyrsta sinn dregist inn í deil- urnar. Írönsk blöð voru í gær full af fréttum af samkomum í Teheran og öðrum borgum þar sem þúsundir manna óhlýðnuðust banni yfirvalda við að minnst yrði stúdentaóeirða er urðu 1999. Samkomurnar breyttust í mótmæli gegn yfirvöldum og lenti fundarmönnum saman við lögreglu. Um 200 manns voru handtekin. Engar fréttir voru birtar í gær um óvænta afsögn bænaleiðtoga í borg- inni Isfahan, Ayatollah Jalaleddin Taheri, sem er háttsettur klerkur. Sagðist hann ekki geta haldið áfram að gegna embætti sínu vegna „ring- ulreiðarinnar“ í landinu. Þjóðarör- yggisráð Írans bannaði á miðviku- daginn fjölmiðlum að birta fréttir „með eða á móti“ Taheri, en gagn- rýni hans á yfirvöld sl. þriðjudag, sem á sér engin fordæmi, olli úlfaþyt um land allt. Ráðið, sem bannaði fjöl- miðlum að segja frá afsögn Taheris, heyrir beint undir æðsta leiðtoga landsins, Ayatollah Ali Khamenei. Taheri sagði „blekkingar, atvinnu- leysi, verðbólgu, hið djöfullega bil á milli ríkra og fátækra, mútuþægni, sviksemi, aukna fíkniefnaneyslu, getuleysi stjórnvalda og hnignun stjórnkerfisins“ vera ástæður af- sagnar sinnar. Afsagnarbréf hans gerði íhaldsmenn ævareiða, og sögðu þeir hann hafa skrifað það „undir áhrifum vafasamra aðila“. Alvarleg kreppa í írönskum stjórnmálum Hörðustu deilur í tvo áratugi Teheran. AFP. FIMM danskir kaþólikkar hyggjast láta á það reyna fyr- ir rétti hvort sérstök réttindi þjóðkirkjunnar fram yfir aðr- ar kirkjudeildir standist lög, að sögn dagblaðsins Berl- ingske Tidende í gær. Segja þeir að um mismunun sé að ræða. Fimmmenningarnir eru í samtökum sem vilja koma á jafnrétti trúfélaga í Dan- mörku en kaþólska kirkjan sem slík er ekki á bak við bar- áttu þeirra. Samkvæmt lögum ber öllum dönskum skatt- borgurum að taka þátt í að greiða prestum og biskupum þjóðkirkjunnar laun og skiptir engu í hvaða trúflokki menn eru. Greitt er sérstakt gjald fyrir greftrun fólks sem ekki er í þjóðkirkjunni og senda þarf tilkynningar um fæðing- ar og dauðsföll til skrifstofu þjóðkirkjunnar. Dönunum fimm finnst einnig ósann- gjarnt að menntun presta í háskólum landsins sé greidd af opinberu fé en aðrir trú- flokkar þurfi að kosta sjálfir menntun sinna kennimanna. Talsmaður hópsins, Jørn Arpe Munksgaard lektor, seg- ist efast um að hefðbundin túlkun kirkjumálaráðuneytis- ins á því hvað teljist persónu- legt framlag og hvað sé óbeint framlag standist fyrir rétti. Þjóð- kirkjan fyrir rétt MIKIÐ verðfall varð á mörkuðum í Evrópu og Asíu í gær en á hinn bóg- inn virtist fallið í Bandaríkjunum hafa stöðvast. Dow Jones-vísitalan tók dýfu framan af degi en endaði á sama róli og við opnun, Nasdaq-vísi- talan hækkaði hins vegar um tvo af hundraði. S&P-vísitalan hækkaði einnig nokkuð. Helsta ástæða sveiflnanna á mörkuðum síðustu daga er talin vera vantrú almennings á stöðu stórfyrirtækjanna vegna upplýsinga um bókhaldssvindl ým- issa þekktra, bandarískra fyrir- tækja. Í gær bættist enn eitt í hópinn er lyfjarisinn Bristol-Myers Squibb viðurkenndi að bandaríska fjármála- eftirlitið væri að kanna hvort fyrir- tækið hefði brotið bókhaldsreglur. Heildsöluverð hækkaði um 0,1% í Bandaríkjunum í júní og atvinnu- leysi reyndist vera hið mesta sem mælst hefur í sex vikur. Ekki eru þó allar tölur neikvæðar, þannig skýrðu talsmenn samtaka iðnfyrirtækja frá því að horfur í greininni hefðu ekki verið jafn góðar í tvö ár. Dollarinn hefur veikst gagnvart evrunni og bætir það stöðu margra bandarískra útflutningsfyrirtækja. Breska FTSE-vísitalan var við lokun í gær lægri en hún hefur verið í fimm ár. „Allir vita að verðið á eftir að falla og þess vegna selja þeir í dag, verðið fellur enn og þá halda þeir áfram að selja,“ sagði Anais Fa- raj, hagfræðingur við Nomura Int- ernational-fjármálafyrirtækið. Tals- menn Evrópusambandsins, ESB, sögðu í gær að svikamál af sama tagi og í bandarísku viðskiptalífi gætu vel komið upp þar. „Vandinn í tengslum við Enron, WorldCom, Xerox og fleiri fyrirtæki kemur okkur öllum við og við verðum að taka hann föst- um tökum,“ sagði Frits Bolkestein, sem situr í framkvæmdastjórn ESB og fer með mál innri markaðarins. Hann varaði við „vanhugsuðum að- gerðum“ en boðaði til fundar síðar í mánuðinum með fulltrúum frá fjár- málaráðuneytum aðildarríkjanna. Skjöl um Bush verði birt Skoðanakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir CNN-sjón- varpsstöðina og blaðið USA Today á miðvikudag gaf til kynna að George W. Bush forseti nyti mikils stuðnings meðal almennings, 76% aðspurðra sögðust ánægð með störf hans. Á hinn bóginn sögðust aðeins 47% telja að hann gætti fremur hagsmuna al- mennings en stórfyrirtækjanna; hlutfallið hafði lækkað um sex af hundraði frá því í vikunni á undan. Demókratar hafa gagnrýnt forset- ann hart vegna upplýsinga sem komið hafa fram um viðskiptaferil hans áður en hann gerðist stjórn- málamaður. Tom Daschle, sem er demókrati og leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, hvatti Bush í gær til að leyfa fjármálaeftirlitinu að birta öll skjöl um viðskipti hans við Harken-orkufyrirtækið fyrir rúmum áratug. Bati í Wall Street en fall í Evrópu London, New York, Washington. AP, AFP. AP Götusópari í London við glugga þar sem sýndar voru sveiflur á verð- bréfavísitölum síðustu daga. FTSE-vísitalan breska féll mikið í gær.  Bandarískir/18  Fékk/20 BANDARÍSKIR vísindamenn við New York-háskóla hafa búið til fyrstu tilbúnu veiruna, að sögn fréttavefjar BBC. Notaðar voru upplýsingar um genamengi mænu- sóttarveirunnar til að búa til eft- irlíkingu, nýju veirunni dælt í mýs og fór svo að þær lömuðust og drápust. Ekki er eining um það meðal vís- indamanna hvort líta beri á veirur sem sjálfstæðar lífverur en séu þær það má halda því fram að um- ræddir vísindamenn hafi búið til lífveru. Bent hefur verið á að rann- sóknir af þessu tagi geti haft í för með sér að hryðjuverkamenn búi til nýjar og banvænar veirur en vísindamennirnir segja að mjög fá- ir ráði yfir nægilegri þekkingu til að endurtaka leikinn. „Framförum í vísindum fylgja hættur,“ sagði Eckard Wimmer, sem stjórnaði rannsóknarhópnum. Veira gerð af mönnum ÞESS var minnst í Bosníu í gær að sjö ár voru liðin frá fjöldamorðum Bosníu-Serba á meira en 7.000 vopnlausum múslímum í borginni Srebrenica. Þúsundir manna úr öll- um héruðum landsins tóku þátt í minningarathöfn í þorpinu Potoc- ari, skammt frá Srebrenica, í gær, einnig voru lagðir blómsveigar á fjöldagröf í Srebrenica. Þyrlur frið- argæsluliðs Atlantshafsbandalags- ins sveimuðu í öryggisskyni yfir rúmlega 100 rútum sem fluttu fólk- ið á staðinn. AP Minnst voðaverka í Srebrenica

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.