Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKATTLEYSISMÖRK hafa lækkað mikið að raungildi síðustu 12 árin, samkvæmt útreikningum Einars Árnasonar, hagfræðings Félags eldri borgara í Reykjavík. Þetta þýðir með öðrum orðum, að sögn Einars, að greiddir eru skattar af mun lægri tekjum að raungildi en áður. Einar bendir á að skattleysismörk hafi verið 53.998 árið 1990 en séu núna 67.468 kr. Á þessum sama tíma hafi skatt- hlutfall staðgreiðslu lækkað. Það var 39,79% árið 1990 en 38,54% í janúar 2002. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því að það er að greiða mun hærra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt en áður og á þetta sérstak- lega við um þann hóp sem hefur lægstu tekjurnar,“ segir Einar í sam- tali við Morgunblaðið. Niðurstöður útreikninga Einars voru kynntar á blaðamannafundi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í gær. Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði að niður- stöðurnar þýddu að láglaunafólk, 70 ára og eldra, væri að borga hærri skatta en áður. Tekjur þessa hóps hefðu með öðrum orðum rýrnað á síð- asta áratug. Minnti hann á í þessu sambandi að samkvæmt tölum sem félagið hefði fengið frá Ríkisskatt- stjóra árið 2000 vegna tekna ársins 1999 kæmi fram að 40% eldri borgara væru með heildartekjur undir 75.000 kr. á mánuði. „Það er alveg ljóst,“ sagði Ólafur, „að þessi hópur fólks hefur misst af velferðinni.“ Ólafur vís- aði einnig til þess að ef miðað væri við launavísitölu árið 1995 ættu greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins til aldr- aðra að vera rúmum 7.000 krónum hærri á mánuði en þær eru í dag. Væri hins vegar miðað við lágmarks- laun árið 1995 ættu greiðslur TR til aldraðra að vera rúmum 17.000 kr. hærri á mánuði en þær eru í dag. Breytingar voru gerðar á ellilífeyris- greiðslum árið 1995. Fram til 1994 fylgdi ellilífeyrir lágmarkslaunum verkafólks en frá og með desember 1995 hefur ellilífeyrir fylgt vísitölu verðlags. Þegar Ólafur var inntur eftir því hvað Félag eldri borgara hygðist gera til að bæta kjör aldraðra, sagði hann að orð væru til alls fyrst. „En það unir því enginn til lengdar að svona skuli vera komið fram við stór- an hóp af fólki.“ Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borg- ara, sagði að niðurstöður Einars yrðu m.a. kynntar í svokallaðri samráðs- nefnd ríkisstjórnarinnar og samtaka eldri borgara. „Þá ætlumst við til þess að tekið verði tillit til þessara niður- staðna við gerð fjárlaga fyrir næsta ár.“ Benedikt sagðist ennfremur binda vonir við ummæli Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra í nýlegu við- tali við Morgunblaðið þar sem ráð- herra sagði m.a. að fara þyrfti yfir aðstöðu og skilyrði eldra fólksins. Skattleysismörk hækki eða skatthlutfall lækki Einar bendir á, í útreikningum sín- um, að ef skattleysismörk hefðu þróast eins og verðlag frá árinu 1990 væru þau nú 82.188 kr. eða 14.720 kr. hærri en þau eru í dag og hefðu þau þróast eins og laun í landinu, þ.e. í samræmi við launavísitölu, væru þau nú 104.461 kr. eða 36.993 kr. hærri en í dag. Í útreikningum sínum tók Einar einnig nokkur dæmi, m.a. dæmi af því hvað skattleysismörk þyrftu að hækka mikið miðað við núverandi skatthlutfall svo að skattbyrðin væri óbreytt frá árinu 1990. Þar tók hann m.a. dæmi af einstaklingi sem hafði 54.000 kr. í tekjur á mánuði árið 1990. Sá einstaklingur var þá alveg við skattleysismörkin. Hann hefði m.ö.o. greitt 5 kr. á mánuði það árið í skatta eða 0,0% af tekjum sínum. „Ef laun hans hefðu hækkað í takt við laun í landinu (launavísitölu) væru þau kr. 104.465 nú í janúar og miðað við nú- verandi álagningu greiddi hann kr. 14.259 í skatta eða 13,6% af tekjum sínum. Miðað við núverandi skatt- hlutfall þyrftu skattleysismörk fyrir þennan mann að hækka í kr. 104.440 svo hann héldi eftir sama hlutfalli tekna sinna,“ segir í dæmi eftir Einar. Hann tók einnig m.a. dæmi af því hvað skatthlutfallið þyrfti að lækka mikið miðað við núverandi skattleys- ismörk svo skattbyrðin væri óbreytt frá árinu 1990. Hann tók m.a. dæmi af einstaklingi sem var með 70.000 kr. í laun á mánuði árið 1990 og 135.418 kr. í laun á mánuði í janúar 2002 miðað við hækun launa. Í dæminu segir að einstaklingurinn hafi greitt 9,1% af tekjum sínum í skatt árið 1990 en 19,3% í janúar 2002. „Til að hann stæði í stað gagnvart skattinum þyrfti skatthlutfallið hjá honum að lækka úr 38,54% í 18,14%. Þá héldi hann eftir sama hlutfalli tekna sinna,“ segir í dæmi Einars. Ný úttekt Einars Árnasonar, hagfræðings Félags eldri borgara í Reykjavík Skattleysismörk hafa lækkað mikið að raungildi Morgunblaðið/Jim Smart Á blaðamannafundi Félags eldri borgara í Reykjavík voru kynntir út- reikningar Einars Árnasonar. Stefanía Björnsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, Ólafur Ólafsson, formaður félagsins og Þórir Daníelsson, rit- ari félagsins. MARGIR kusu að njóta blíðunnar í Nauthólsvík í fyrradag og ekki laust við að vel heitt væri á þeim sem lágu í sólbaði í skjóli af gras- bökkunum enda var um sautján stiga hiti í Reykjavík seinni part dags. Þol barnanna við að liggja kyrr í sólbaði var minna og þau busluðu því í pottunum og í lóninu góða eða sigldu um á lónfærum skipum úr gerviefnum á meðan framtíðarfleyin klufu öldurnar úti á voginum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Strandlíf við nyrstu höf SJÓNVARPSSENDAR sem Byggðastofnun á veð í eru ekki í vörslu stofnunarinnar, heldur þrota- bús. Aðalsteinn Þorsteinsson, settur forstjóri Byggðastofnunar, segir að mikið vatn eigi eftir að renna til sjáv- ar áður en ákveðið verði hvað gera eigi við sendana. Nú sé ekki víst hvaða þrotabúi þeir tilheyri. Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var í júní, skýrði Kristinn H. Gunnarsson, fráfarandi stjórnarfor- maður stofnunarinnar, frá því, að Byggðastofnun hefði eignast sjón- varpssenda, sem hún hefði átt veð í, og myndi beita sér fyrir uppbygg- ingu dreifikerfa fyrir þrjár sjón- varpsstöðvar, þ.e. Sýn, Skjá einn og Aksjón á Akureyri. Látnir ganga milli fyrirtækja Aðalsteinn segir að kanna þurfi mörg vafaatriði áður en stofnunin leysi til sín sendana. Byggðastofnun hafi fyrsta veðrétt, en tækin hafi ver- ið látin ganga milli fyrirtækja án þess að bera það undir stofnunina eins og eðlilegt hefði verið. Nú sé uppi ágreiningur um það hvaða þrotabúi sendarnir tilheyra. „Staðan er óljós í augnablikinu,“ segir hann. Hann segir að þegar Byggðastofn- un leysir tækin til sín verði fjallað um málið í nýskipaðri stjórn sem taki ákvörðun um framhaldið. Það eina sem liggi fyrir sé samþykkt fyrri stjórnar um að æskilegt sé að Byggðastofnun eignist sendana. Sjónvarpssendar sem Byggðastofnun á veð í Ekki í vörslu stofnunar- innar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugs- aldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárásir í fyrra- sumar með því að stinga mann og konu með hnífi og sparka í þau. At- burðurinn átti sér stað í heimahúsi í Reykjavík. Karlmaðurinn, sem stunginn var, hlaut stungusár á handlegg, læri og fótlegg auk rifbrots, en konan hlaut m.a. sár á læri. Ákærði viðurkenndi að hafa valdið fólkinu áverkunum en bar að hann hefði átt hendur sínar að verja. Dómurinn féllst ekki á að fórn- arlömbin hefðu gert eitthvað á hluta ákærða sem réttlættu gerðir hans. Hann var dæmdur til að greiða karl- manninum tæpar 320 þúsund í skaðabætur og konunni rúmar 220 þúsund krónur, auk alls sakarkostn- aðar. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Örn Clausen hrl. var verjandi ákærða og Hilmar Ingi- mundarson hrl. réttargæslumaður hans. Sex mánaða fangelsi fyrir hnífaárásir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.