Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur svarað erindi
Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) þar sem
félagið gerði athugasemd við hversu auðvelt væri
fyrir flugmenn frá löndum utan Evrópska efna-
hagssvæðisins að fá útgefin leyfi til að fljúga ís-
lenskum flugvélum. Í svari ráðuneytisins segir að
berist íslenskum flugmálayfirvöldum beiðni um
fullgildingu erlendra skírteina sé þeim „skylt að af-
greiða þær á jafnréttisgrundvelli og óheimilt er að
mismuna eftir þjóðerni.“
Í erindi FÍA var bent á að tugir íslenskra at-
vinnuflugmanna væru án atvinnu og var spurt
hvort rétt væri að draga úr slíkum fullgildingum á
meðan það ástand varði. Í svari ráðuneytisins kem-
ur fram að við fullgildingu þjóðarskírteina sem gef-
in voru út innan EES-svæðisins sé farið eftir reglu-
gerð um gagnkvæma viðurkenningu á
flugstarfaskírteinum sem gefin eru út á svæðinu.
Þegar um fullgildingu á skírteinum útgefnum af
ríkjum utan Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) sé
að ræða, gildi reglugerð útgefin af Flugmálastjórn
Íslands.
Óeðlilegt að Flugmálastjórn
gefi út atvinnuleyfi
Jóhann Þ. Jóhannsson, formaður FÍA, hafði ekki
séð svarið þegar Morgunblaðið náði tali af honum í
gær. „Eins og horfir við núna er búið að segja hátt í
50 flugmönnum hjá Flugleiðum upp frá því í fyrra-
haust. Margir þeirra hafa haldið vinnunni en liðlega
20 úr þeirra hópi hafa ekki fengið vinnu hjá Flug-
leiðum aftur og eru í vinnu annars staðar.“ Hann
segir að þeir hafi þurft að ráða sig á samninga sem
gerðir séu við erlendar áhafnaleigur, t.d. hjá flug-
félaginu Atlanta. Það séu engan veginn jafn góðir
samningar.
Þegar íslensk flugmálayfirvöld gefi út íslenskt
flugskírteini geti viðkomandi flugmenn sjálfkrafa
farið að vinna á flugvélum skráðum á Íslandi. „Ég
hef t.d. amerískt flugskírteini, en get ekki farið til
Ameríku og farið að fljúga. Ég verð að fá atvinnu-
leyfi til að geta unnið þar.“ Jóhann segir að félagið
muni nú senda fyrirspurn til félagsmálaráðuneytis-
ins og Vinnumálastofnunar og spyrja hvort það sé
með vitund þeirra að Flugmálastjórn gefi út at-
vinnuleyfi til þegna utan EES-svæðins.
Fyrst leitað til íslenskra flugfélaga
FÍA óskaði einnig í erindi sínu til samgönguráðu-
neytisins eftir upplýsingum um flug milli Íslands og
Karíbahafsins með tékkneska leiguflugfélaginu
Travelservice, á vegum ferðaskrifstofunnar Heims-
ferða. Í svari ráðuneytisins segir að leiguflugið sé
háð leyfi Flugmálastjórnar og að stofnuninni hafi
hvorki borist umsókn Travelservice né söluaðila
þeirra hér á landi til þessa flugs. Andri Már Ingólfs-
son, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að verið
sé að ganga frá umsókninni, hún ætti að berast
Flugmálastjórn í lok þessa mánaðar, en ferðirnar
hefjast ekki fyrr en í nóvember. „Travelservice hef-
ur flogið fyrir okkur í tvö ár þannig að Flugmála-
stjórn þekkir vel til flugfélagsins. Það hefur flutt
um 8.000 Íslendinga til Prag,“ segir Andri Már.
Hann segir að fyrst hafi verið leitað eftir að fá flug
með íslenskum aðilum í Karíbahafið en hvorki
Flugleiðir né Atlanta hafi getað leyst verkefnið. „Í
þeim tilfellum þegar enginn íslenskur aðili getur
veitt þessa þjónustu er venjan sú að leita annarra
aðila sem geta leyst verkefnin af hendi.“
Aðspurður hvort hann telji óeðlilegt að ákveðnar
ferðir séu auglýstar áður en búið er að fá leyfi fyrir
fluginu segir Andri Már að það sé vel þekkt í ferða-
geiranum. „Ef við fengjum ekki leyfi fyrir þessu
flugi myndum við einfaldlega fá annað flugfélag til
að leysa þetta flug af hendi. Flugáætlanir eru oft
auglýstar áður en búið er að ganga frá endanlegum
umsóknum til flugmálayfirvalda. Það er vel þekkt
úti um allan heim.“ Ef um væri að ræða flugfélag
sem Flugmálastjórn þekkti ekki til væri hins vegar
eðlilegt að sækja um leyfi áður en byrjað er að aug-
lýsa ferðirnar.
Flugmálayfirvöldum óheimilt
að mismuna eftir þjóðerni
Svar samgönguráðuneytis við erindi Félags íslenskra atvinnuflugmanna
SJÓMANNASAMBAND Íslands
telur óviðunandi að varðskipinu Óðni
verði lagt og segir jafnframt ljóst að
Landhelgisgæslan þurfi meiri fjár-
muni til þess að geta sinnt hlutverki
sínu sem skyldi.
Hjá Landssambandi íslenskra út-
vegsmanna (LÍÚ) kveður að vissu
leyti við annan tón. Þar á bæ telja
menn löngu orðið tímabært að fara
yfir hlutverk og starfsemi Landhelg-
isgæslunnar frá grunni, ekki sé verið
að verja landhelgina að sama marki
fyrir útlendingum og áður var og þá
þurfi einnig að hafa hliðsjón af því að
verkefni Fiskistofu og Gæslunnar
skarist töluvert.
Of lítið að vera
með tvö varðskip
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Íslands, segir að
Sjómannasambandið vilji að Gæslan
sé sem öflugust og þá ekki síst út frá
öryggissjónarmiðum. „Mér finnst of
lítið að vera með tvö varðskip því það
hefur sýnt sig við gæslustörf, eins og
t.d. á Reykjaneshryggnum og vegna
loðnuveiða, og síðan sér í lagi við
björgunastörf, að það veitir ekki af
því að menn ráði yfir þremur skip-
um. Það eru auðvitað aldrei nema
tvö skip á sjó í einu og eftir breyt-
inguna yrði bara eitt skip á sjó og
stundum kannski ekki neitt. Mér
finnst þetta koma til viðbótar við það
að gæslunni séu ekki einu sinni út-
vegaðir fjármunir til að koma nætur-
sjónauka í þyrluna og það verði ekki
gert öðruvísi en með söfnunum.
Þetta er alveg óviðunandi með öllu
og Gæsluna vantar greinilega meiri
fjármuni.“
Sævar bendir á að hlutverk Gæsl-
unnar sé nokkuð víðfeðmt, þ.e. hún
sjái um löggæslu á sjó, slysavarnir
og öryggismál. „Gæslan gerir t.d.
skyndiskoðanir á skipum og fer um
borð í þau og skoðar ástand þeirra og
öryggismál um borð. Það veitir að-
hald sem gerir það að verkum að
menn hafa hlutina í lagi. Við erum
því mjög ósáttir við að það skuli eiga
að hverfa frá þessu.“
Uppstokkun trúlega
nauðsynleg
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segist vera
þeirrar skoðunar að það sé nauðsyn-
legt að fara rækilega yfir hlutverk
Landhelgisgæslunnar og starfsemi
hennar frá grunni, sérstaklega varð-
andi veiðieftirlit og þá einnig í
tengslum við starfsemi Fiskistofu.
Starfsemi Landhelgisgæslunnar og
Fiskistofu skarist að verulegu leyti
þótt ákveðin samvinna sé þar á milli.
Þetta sé verkefni sem þurfi að ráðast
í strax. „Ég tek hins vegar fram,“
segir Friðrik, „að það er auðvitað
ekki hægt að segja að þótt það hafi
verið þrjú varðskip fyrir 30 árum
þurfi svo að vera um aldur og ævi.“
Friðrik bendir á að margt hafi
breyst á þessum þremur áratugum;
á sínum tíma hafi menn verið að
verja landhelgina fyrir útlendingum
en það sé gerbreytt núna og erlend
skip yfirleitt aðeins á afmörkuðum
svæðum á afmörkuðum tímum. „Þá
erum við með sjálfvirka tilkynninga-
skyldu núna, við erum með Fiski-
stofu sem ekki var til, þar sem fjöldi
manns starfar. Og auðvitað er það
dálítið undarlegt að menn skuli
kannski eltast við trillur á varðskip-
um með 18 til 20 manna áhöfn. Mín
skoðun er því sú að það þurfi að fara
heildstætt í þetta og væntanlega
stokka allt upp.“
Hugmyndir dómsmálaráðuneytis um að leggja varðskipinu Óðni
Nauðsynlegt að fara yfir hlut-
verk Gæslunnar frá grunni
HJÓLBÖRUR eru til margs brúk-
legar og nýtast auðveldlega sem
hægindastóll ungum og þreyttum
erfiðismanni. Það var samt enga
sorg eða sút að sjá í andlitum erf-
iðismannanna í þessum unglinga-
vinnuflokki sem tók sér miðdegis-
pásu við Miklubraut í góða veðrinu.
Vinnutíminn er frá níu til hálf-
fjögur og þau segja þetta stundum
vera nokkuð harða vinnu og lítt
skemmtilega í úrhellisrigningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lúnir erfiðismenn
FULLTRÚARÁÐ Sambands
íslenskra sparisjóða hefur sent
frá sér ályktun um framtíð
sparisjóðanna þar sem fram
kemur að yfirtökutilboð fimm
stofnfjáreigenda í SPRON sé
ógnun og aðför að starfsemi og
tilvist sparisjóðanna í landinu.
Fundur fulltrúaráðsins í
gær lýsti yfir fullum stuðningi
við þau sjónarmið sem fram
koma í ályktun stjórnar sam-
bandsins frá 27. júní sl. Segir
að yfirtökutilboð fimm stofn-
fjáreigenda í SPRON sé ógnun
og aðför að starfsemi og tilvist
sparisjóðanna í landinu. Þá
segir m.a. í ályktuninni:
„Fulltrúaráðið leggur þunga
áherslu á að Alþingi hefur á
síðustu árum ítrekað lýst vilja
sínum til þess að styrkja og
efla sparisjóðina sem einn af
hornsteinum fjármálaþjónustu
í landinu. Það var skýr vilji
löggjafans að viðhalda tilgangi
sparisjóðanna og sérstökum
tengslum þeirra við starfs-
svæði sín. Um leið voru þeim
opnaðir möguleikar á að efla
eiginfjárstöðu sína m.a. með
breytingu yfir í hlutafélags-
form ef þeir sæju sér hag í því.
Þau viðskipti með stofnfjár-
bréf sem gert er ráð fyrir í til-
boði Búnaðarbankans og nokk-
urra einstaklinga til stofn-
fjáreigenda í SPRON eru í
beinni andstöðu við lagafyrir-
mæli, sem leggja bann við því
að stofnfjárbréf séu keypt eða
seld nema á fyrirfram ákveðnu
verði er miðast við endurmetið
nafnvirði þeirra samkvæmt
verðlagsvísitölu. Nái þessi at-
laga fram að ganga er þeirri
hættu boðið heim að umtals-
verður hluti eiginfjár spari-
sjóðanna hverfi á næstu mán-
uðum úr samfélagseign um leið
og viðskiptabankarnir munu
öðlast yfirráð yfir margfalt
meiri fjármunum í sparisjóða-
kerfinu en greitt er fyrir. Sú
niðurstaða væri með öllu óvið-
unandi.“
Ógnun og
aðför að
starfsemi
sparisjóð-
anna
MEÐALTALSSALA Morgunblaðs-
ins á dag frá janúar til júní var
53.916 eintök, samkvæmt upplags-
eftirliti Verslunarráðs Íslands, en
var 54.963 á sama tíma í fyrra.
Upplagseftirlit VÍ annast einnig
eftirlit og staðfestingu upplags
prentmiðla fyrir útgefendur, sem
eftir því óska og gangast undir eft-
irlitsskilmála. Trúnaðarmaður eftir-
litsins er löggiltur endurskoðandi.
Morgunblaðið er eina dagblaðið
sem nýtir sér þessa þjónustu.
Meðaltalssala
Morgunblaðs-
ins 53.916 ein-
tök á dag
BÚIÐ er að opna Dyngjufjallaleið og
þar með eru allir hálendisvegir í um-
sjón Vegagerðarinnar opnir.
Upplýsingar um opnun fjallvega
birtast á kortum Vegagerðarinnar
og Náttúruverndar ríkisins og eru
þau birt á fimmtudögum meðan ein-
hverjir fjallvegir eru lokaðir. Einnig
veitir þjónustudeild Vegagerðarinn-
ar (s. 1777) nánari upplýsingar um
ástand vega.
Allir hálendis-
vegir opnir
♦ ♦ ♦
HELGI Jóhannesson, lögmað-
ur Fréttablaðsins, segir ekki
rétt að DV hafi höfðað mál gegn
Fréttablaðinu.
Í Morgunblaðinu í gær var
haft eftir Óla Birni Kárasyni,
aðalritstjóra og einum eigenda
útgáfufélags DV, að DV hefði
stefnt Fréttablaðinu og rit-
stjórum blaðsins fyrir að hafa
notað ljósmyndir DV án leyfis.
Þegar Fréttablaðið hefði farið
af stað hefði verið gerður samn-
ingur þess efnis að DV sinnti
ljósmyndun fyrir Fréttablaðið
en DV hefði rift samningnum
um sl. áramót þar sem engin
greiðsla hefði borist og krafist
væri tæplega 19 milljóna króna
í bætur. Helgi segir að hvorki
hafi verið birt stefna né þing-
fest mál. Notkun Fréttablaðs-
ins á myndunum hafi verið
byggð á samningi sem kunni að
vera túlkunaratriði og þá verði
tekið á því.
Ekki
höfðað
mál enn