Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 22
ERLENT
22 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A
199kr.
COKE 2 l
KOSTAR MINNA
BANDARÍKJASTJÓRN hefur
fallið frá kröfu sinni um varanlega
friðhelgi bandarískra friðargæslu-
liða fyrir Alþjóðlega sakamáladóm-
stólnum, sem tekur til starfa á
næsta ári, og lagt til að þeir verði
aðeins friðhelgir í eitt ár.
Er þetta veruleg tilslökun af
hálfu Bandaríkjastjórnar, sem
hafði sætt gagnrýni fjölmargra
ríkja vegna afstöðu sinnar, og til-
lagan er talin auka líkurnar á því
að málamiðlunarsamkomulag náist
um málið í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna.
Nokkrir fulltrúanna í öryggis-
ráðinu fögnuðu tillögu Bandaríkja-
manna en sögðu hana ófullnægj-
andi. Margir þeirra voru þó mjög
fegnir því að Bandaríkjastjórn væri
nú tilbúin að semja um málamiðl-
unarlausn.
„Við erum allir mjög ánægðir
með þá uppbyggilegu afstöðu
Bandaríkjamanna að vinna að
minnsta kosti með öðrum aðildar-
ríkjum,“ sagði Jagdish Koonjul,
sendiherra Máritíus. „Þetta er
góðs viti, miðað við síðustu tvær
vikur, þegar þeir vildu ekki einu
sinni ræða Alþjóðlega sakamála-
dómstólinn. Ég tel að við séum að
ná settu marki.“
Sendiherra Bretlands, Jeremy
Greenstock, formaður öryggisráðs-
ins, sagði að tillaga Bandaríkja-
stjórnar væri „sanngjarnur grunn-
ur undir viðræður“ og að málið
yrði rætt frekar fyrir luktum dyr-
um.
Deilt á Bandaríkin
á opnum fundi
Sendiherra Bandaríkjanna, John
Negroponte, bar fram tillöguna eft-
ir opinn fund í ráðinu þar sem
Bandaríkjastjórn sætti gagnrýni
nær 40 ríkja fyrir að krefjast var-
anlegrar friðhelgi bandarískra frið-
argæsluliða. Aðeins Indland, sem
hefur einnig hafnað aðild að dóm-
stólnum, studdi afstöðu Banda-
ríkjastjórnar.
Bandaríkjamenn höfðu hótað að
binda enda á friðargæslu Samein-
uðu þjóðanna í Bosníu á mánudag-
inn kemur ef krafa þeirra yrði ekki
samþykkt. Stuðningsmenn saka-
máladómstólsins sökuðu Banda-
ríkjastjórn um að stofna í hættu
friði og stöðugleika víða um heim,
frá Balkanskaga og Austur-Tímor
til Mið-Austurlanda og Afríku, þar
sem Sameinuðu þjóðirnar eru með
friðargæslulið.
Rannsóknir og lögsóknir
verði bannaðar í eitt ár
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn
hefur það hlutverk að dæma í mál-
um einstaklinga sem grunaðir eru
um alvarlegustu glæpi gegn mann-
kyninu, það er hópmorð, glæpi
gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi
gegn friði. Rómarsamþykktin um
dómstólinn tók gildi 1. júlí og 76
ríki hafa fullgilt hana.
Bandaríkjastjórn berst gegn því
að hægt verði að lögsækja banda-
ríska hermenn fyrir glæpi sem
kunni að verða framdir í ríki sem
hefur fullgilt Rómarsamþykktina,
þótt Bandaríkin hafi ekki fullgilt
hana. Hún óttast að Bandaríkja-
menn verði dregnir fyrir dómstól-
inn í pólitískum tilgangi, en stuðn-
ingsmenn dómstólsins segja að í
Rómarsamþykktinni séu ákvæði
sem komi í veg fyrir pólitískar lög-
sóknir.
Samkvæmt nýrri tillögu Banda-
ríkjastjórnar verður bannað að
hefja „rannsóknir eða lögsóknir“ á
hendur friðargæsluliðum frá ríkj-
um, sem hafa ekki fullgilt Róm-
arsamþykktina, í eitt ár. Stefnt
verði síðan að því að framlengja
bannið í eitt ár í senn eins lengi og
nauðsyn krefji. Orðið friðhelgi er
ekki notað í tillögunni.
Richard Grenell, talsmaður
fastanefndar Bandaríkjanna hjá
SÞ, segir að eitt ár sé nægur tími
til að kalla bandaríska friðargæslu-
liða heim eigi þeir á hættu að verða
lögsóttir, þannig að ekki verði
hægt að leiða þá fyrir dómstólinn.
Bandaríkjastjórn slær af í deilu um Alþjóðasakamáladómstólinn
Fallið frá kröfunni um
varanlega friðhelgi
Leggur til að bandarískir her-
menn verði friðhelgir í eitt ár
Sameinuðu þjóðunum. AP.
RUDOLPH Giuliani, fyrrverandi
borgarstjóri New York, og Donna
Hanover hafa náð samkomulagi
um skilnað eftir hatrömm mála-
ferli sem æsifréttablöð í borginni
höfðu gert sér mat úr. Svo virðist
sem Giuliani hafi fengið sig full-
saddan á fjölmiðlafárinu því hann
samþykkti að greiða Hanover að
minnsta kosti 6,8 milljónir dala,
andvirði tæpra 600 milljóna króna.
Dómari í New York féllst á sátt-
ina skömmu áður en réttarhöld í
málinu áttu að hefjast.
Lögfræðingur Hanover, Helene
Brezinsky, sagði að samkvæmt
samkomulaginu ætti Giuliani að
greiða henni 6,8 milljónir dala auk
alls kostnaðar hennar af málaferl-
unum. Áður hafði dómari gert
Giuliani að greiða Hanover and-
virði 1,7 milljóna króna á mánuði í
barnameðlög og aðrar fastar
greiðslur.
„Þetta er stórkostlegur sigur
fyrir Donnu og börnin,“ sagði
Brezinsky og aðrir lögfræðingar
tóku undir það. Einn þeirra sagði
þetta „hrikalega góðan samning“
fyrir Hanover. „Hún hefði aldrei
fengið svona mikla peninga ef hún
hefði haldið málaferlunum áfram.“
Giuliani óskaði eftir skilnaði 20.
október 2000 og sakaði Hanover
um „grimmd og miskunnarleysi“.
Hanover sagði hins vegar að „ódul-
ið og alræmt framhjáhald“ hans
væri ástæða hjúskaparslitanna.
„Þetta er mjög sorglegur dagur
en ég finn líka til mikils léttis,“
sagði Giuliani.
Reuters
Rudolph Giuliani ásamt Donnu
Hanover er allt lék í lyndi.
Skilnaður-
inn varð
Giuliani
dýrkeyptur
New York. AP.
SLÖKKVILIÐSMAÐUR sagar í
sundur tré sem féll á bíl í Berlín í
fyrrinótt. Tvö ungmenni létust á
eyju í stöðuvatninu Wannsee er tjöld
þeirra urðu undir trjám sem brotn-
uðu í ofsaveðri sem skall óvænt á í
Berlín og nágrenni. Alls létust sjö
manns af völdum veðursins.
Vindur fór í 42 metra á sekúndu
og fengu lögregla og sjúkralið borg-
arinnar yfir tvö þúsund beiðnir um
hjálp. Veðurfræðingar höfðu spáð
því síðdegis á miðvikudag að vindur
yrði mikill, en engin bjóst við því
óveðri sem dundi yfir. Segja borg-
arstarfsmenn þetta vera versta veð-
ur sem komið hafi í borginni í þrjá-
tíu ár.
AP
Sjö létust í óveðri í Berlín
MARGIR íbúa japönsku borg-
arinnar Ogaki þurftu að flýja
heimili sín vegna flóða í gær
og komu björgunarmenn á
bátum þeim til aðstoðar. Að
minnsta kosti fjórir Japanir
létu lífið af völdum flóða og
storms, leifa fellibyls sem
gekk yfir eyjar í Kyrrahafi og
kostaði að minnsta kosti 170
manns lífið í Míkrónesíu og á
Filippseyjum.
Um það bil 165.000 manns
þurftu að flýja heimili sín
vegna flóðanna í Japan. Vatn
flæddi inn í nær 2.000 hús og
ár tóku með sér að minnsta
kosti sjö brýr sem hrundu í
vatnavöxtunum. Skriður féllu
á 347 stöðum.
Tveir skóladrengir og tveir
aldraðir Japanar fórust. Fjög-
urra til viðbótar var saknað.
Mann-
skaðaveð-
ur í Japan
Tókýó. AP, AFP.
FORSETI Suður-Kóreu, Kim Dae-
Jung, skipaði í gær nýjan forsætis-
ráðherra í uppstokkun hans á rík-
isstjórn landsins. Nýi forsætisráð-
herrann, Chang Sang, sem er fyrsta
konan til að gegna þessu embætti í
Suður-Kóreu, er 62 ára gömul og
hefur ekki hingað til látið mikið að
sér kveða í stjórnmálum. Alls voru
sex ráðherrar látnir taka pokann
sinn í uppstokkuninni.
Talsmaður forsetans segir skipun
Sangs bera vott um aukinn þátt
kvenna í samfélagi
landsins á tuttug-
ustuogfyrstu öld-
inni. Hann sagði
einnig að forsetinn
beri mikið traust til
hennar þar sem
hún sé ekki einung-
is fræðimaður og
kennari heldur
hafi hún einnig sýnt stjórnunarhæfi-
leika í sínu fyrra starfi sem skóla-
stjóri kvennaháskóla.
Kona forsætisráð-
herra Suður-Kóreu
Seoul. AFP.
Chang Sang