Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bjarni JúlíusKristjánsson
fæddist í Keflavík
6. apríl 1953. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 6.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Ásta Krist-
björg Bjarnadóttir
frá Stykkishólmi, f.
12. maí 1922, d. 3.
september 1991, og
Kristján Alexander
Helgason frá Kefla-
vík, f. 26. júní 1921,
d. 28. apríl 1965. Systkini Bjarna
eru Guðlaug Sigríður, f. 20.
dóttur, f. 14. nóvember 1933, d.
3. október 1982. Börn Bjarna og
Ernu eru Laufey, f. 14. ágúst
1975, maki Jakob Hermannsson,
f. 10. mars 1976, dóttir þeirra er
Ólína Erna, dóttir Laufeyjar úr
fyrri sambúð er María Bára Arn-
arsdóttir. Arna Björk, f. 10.
febrúar 1977, maki Ólafur Björn
Borgarsson, f. 31. desember
1972, dóttir hennar er Erna Lína
Baldvinsdóttir. Ásta Kristbjörg,
f. 1. júní 1981, sonur hennar er
Bjarni Júlíus Jónsson. Íris
Dröfn, f. 1. febrúar 1984.
Bjarni bjó í Keflavík alla sína
tíð. Hann vann almenn verka-
mannastörf, en síðastliðið ár
starfaði hann sem öryggisvörður
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar,
jafnframt starfaði Bjarni sem
miðill og huglæknir.
Útför Bjarna fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
ágúst 1950, Helgi, f.
10. mars 1954, Mich-
ael, f. 6. júlí 1956, El-
is, f. 8. ágúst, og Sig-
urður, f. 11. febrúar
1959. Sammæðra eru
Hilmar, f. 9. janúar
1944, og Júlíus
Hólm, f. 7. ágúst
1948. Samfeðra er
Þórður, f. 30. desem-
ber 1942.
Hinn 29. nóvember
1980 gekk Bjarni að
eiga Ernu Línu Al-
fredsdóttur, dóttur
Alfreds G. Alfreds-
sonar, f. 5. júlí 1933, d. 18. júlí
1990, og Maríu Báru Frímanns-
Elsku pabbi, nú er tilveru þinni
lokið hér á jörðinni og ertu farinn til
himna. Almættið hefur kallað þig til
sín, þínu hlutverki hefur verið lokið
hér og þín hefur verið þörf hinum
megin.
Ég var ekki nema tveggja ára þeg-
ar þú komst inn í líf mitt og ég eign-
aðist pabba, þig. Ég man ekki eftir
því, ég var svo ung en ég get ekki lýst
því hvað ég er þakklát fyrir að hafa
fengið þig inn í líf mitt. Þó svo að þú
sért ekki blóðfaðir minn ertu eini
pabbinn sem ég hef nokkurn tíma átt
og get ég ekki hugsað mér betri
pabba. Þú tókst mig og Laufeyju
systur algjörlega sem þínum eigin og
var aldrei hægt að finna eða sjá neitt
annað þó svo að þú hafir svo eignast
Ástu og Írisi með mömmu. Margar
eru minningarnar góðar sem ég á
með þér, en þó eru sumar sem standa
upp úr. Þú varst alltaf stoltur af
barnabörnum þínum fjórum og er ég
glöð að hafa getað gefið þér eitt
þeirra. Það var fyrir fjórum árum og
þú og mamma voruð viðstödd fæð-
inguna, sá tími er mér mjög dýrmæt-
ur í minningunni. Þú stóðst þig vel og
í mínum verstu kvölum talaði ég um
að ég væri að deyja, mér fannst sárs-
aukinn vera svo mikill. Ég veit að þú
varst mjög stressaður á þessum tíma-
punkti en þú hélst þéttingsfast í hönd
mína og hughreystir mig. Ég mun
aldrei gleyma því sem þú sagðir:
„Nei, nei, þú deyrð ekkert, þú deyrð
ekkert,“ var það eina sem kom upp úr
þér í stressinu en það var nóg til að
mér leið betur. Mér þykir sárt að vita
til þess að þú hafir ekki náð að sjá litla
afabarnið sem ég geng með núna og á
að koma í næsta mánuði. En mikið
var gaman um jólin þegar þú og
mamma tókuð þátt í smáleik þegar
við tilkynntum restinni af fjölskyld-
unni um óléttu mína. Það skein úr
augum þér hvað þér fannst það gam-
an. Þú hafðir alltaf svo gaman af jól-
unum, sérstaklega þegar þú komst
þér fyrir hjá jólatrénu til að lesa á
pakkana.
Þú varst mikill sprellikall og varst
alltaf eitthvað að gera at í öðrum, oft
þegar þú varst að keyra og við stelp-
urnar vorum með þér í bíl fórstu allt í
einu að keyra eins og bjáni og gretta
þig og láta eins og fífl, alltaf hafðir þú
jafn gaman af þessu því þér tókst allt-
af að láta okkur systurnar fara hjá
okkur, lá stundum við að maður setti
hettu á sig eða að maður sökkti sér
niður í sætið þangað til þú hættir.
Sama hvar þú komst safnaðist alltaf
saman fólk í kringum þig til að hlusta
á sögur þínar og brandara.
Þér leið alltaf best ef þú gast hjálp-
að öðrum og var það ekki í fá skipti
sem ég naut góðs af því. Það helsta
sem ég gæti nefnt er hvað þið
mamma hafið hjálpað mér mikið í
gegnum mína skólagöngu. Þegar þú
lást inni á spítala útskrifaðist ég frá
Bifröst sem viðskiptafræðingur. Það
hefði ég aldrei getað gert án ykkar
hjálpar. Mér þykir það leitt að hafa
ekki tækifæri til að launa þér það allt
til baka.
Ég veit að Erna Lína á eftir að
sakna þín mjög, það tók hana mjög
sárt þegar ég sagði henni fréttirnar.
Það var alltaf svo gaman að fara til
afa Bjarna, hann var alltaf svo
skemmtilegur. Í fyrradag spurði hún
hvar hún gæti heimsótt þig og var alls
ekki sátt þegar henni var sagt að það
væri ekki hægt en í gær fékk hún
ásamt fleiri börnum sem héldu upp á
þig (þau voru svo mörg, þeim fannst
alltaf svo gaman að hitta þig, þú varst
alltaf til í sprell með þeim) stund með
prestinum og hafði hún mjög gott af
því, hún bað guð að passa þig og veit
núna að þú ert að fylgjast með okkur
og passa. Þú ert engillinn okkar.
Þegar ég var lítil kallaðir þú mig
alltaf kúluvömb en ég í sakleysi mínu
hafði ekki hugmynd um hvers vegna
fyrr en á fullorðinsárum. Ég svaraði
bara þegar þú kallaðir kúluvömb eins
þú værir að kalla nafnið mitt, það var
bara mitt nafn hjá þér. Núna veit ég
hvers vegna, þú fannst þetta nafn á
mig vegna þess að ég var alltaf svo
grönn en með stóra barnabumbu. Við
hlæjum að þessu núna, sérstaklega
þar sem Erna Lína er með svona
kúluvömb líka!
Ég hef lent í nokkrum bílslysum og
hef verið mjög bílhrædd síðan og
ímyndaði mér oft að ég myndi deyja í
bílslysi, alltaf varð ég jafn hrædd þá,
en núna er ég ekki eins smeyk þar
sem ég veit að þú ert þarna hinum
megin og ef eitthvað svona gerist þá
munt þú taka vel á móti mér. Hlakka
til að hitta þig þegar minn tími kem-
ur.
Ég var alltaf jafn stolt af því að eiga
þig sem pabba og er ennþá. Við syst-
urnar vitum að mamma á um mjög
sárt að binda núna þar sem þið voruð
svo rosalega náin, gerðuð svo margt
saman og ætlum við að gera allt sem
við getum til að styðja hana sem best í
gegnum þessa erfiðleika, eins munum
við styðja hvor aðra. Við munum allt-
af sakna þín.
Þín kúluvömb,
Arna Björk.
Elsku pabbi, það eru engin orð sem
geta lýst því hvernig mér líður, ég
sakna þín svo mikið.
Það er mörg orðin sem hægt er að
segja um þig, elsku pabbi minn. Þú
varst svo góður maður og vildir öllum
það besta. En samt eitt af því besta
sem þú gerðir var það að koma inní líf
mitt er ég var um fjögurra ára gömul
og gerast pabbi minn. Ég hefði aldrei
getað hugsað mér betri föður en þig.
Þú komst alltaf fram við mig og Örnu
systur sem þínar eigin dætur. Ég
fann aldrei neitt annað frá þér en að
þú elskaðir okkur alveg jafnmikið og
Ástu og Írisi enda vorum við allar
þínar dætur.
Minningarnar um þig, elsku pabbi
minn, munu ávallt vera í hjarta mínu,
minningar um hversu yndislegur fað-
ir og afi þú varst. Þær María Bára og
Ólína Erna eiga einnig eftir að sakna
þín því þú gafst þér ávallt góðan tíma
til að vera í afaleik og fór það þér vel
enda voru það ekki bara þín barna-
börn sem hændust að þér, það voru
mörg önnur sem þótti mjög vænt um
þig, elsku pabbi.
Það er svo margt gott hægt að
segja um þig að mig skortir orðin. Við
fjölskyldan eigum eftir að sakna þín
mjög mikið, sakna allra brandaranna
sem þú varst alltaf að segja enda mik-
ill húmoristi og hafðir yndi af og gerð-
ir mikið at í okkur síðasta daginn sem
þú varst hér með okkur þrátt fyrir
mikil veikindi. Ég veit að nú líður þér
vel og að þú munt ávallt vera með
okkur. Ég þakka þér fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Ég elska þig að eilífu.
Þín dóttir
Laufey.
Elsku pabbi. Ég get ekki lýst því
hvernig mér líður núna. Mér finnst
sem ég sé með martröð sem fari að
taka enda og þá hefur ekkert af þessu
gerst og þú ert enn hjá okkur. En
þegar raunveruleikinn gerir vart við
sig veit ég að svona er þetta, eins
ótrúlegt og það er og ég get engu
breytt.
Þú varst alltaf svo hress og kátur
og gast séð skondnar hliðar á öllu, ef
ekki strax þá eftir á, eins og t.d. þegar
ég, Helga og Jana fengum að fara
með þér og mömmu út á land að vinna
og það sprakk á bílnum. Þú fannst
ekki dekkið og þá varðstu brjálaður.
En eftir á hlóstu að þessu öllu saman.
Þannig varstu, þú máttir líka grínast í
öðrum en ef það var gert grín að þér
varst þú ekki mjög svo sáttur og við
hlógum bara að þér.
Þú varst mjög góður maður og held
ég að það sjáist best á því að tókst að
þér Laufeyju og Örnu þegar þú fórst
að vera með mömmu. Þú ættleidddir
þær og varst þeim sem faðir og þó svo
að þú eignaðist mig og Írisi gerðir þú
aldrei upp á milli okkar, við vorum all-
ar jafnar og allar dætur þínar.
Þegar ég var lítil var ég svolítið
hænd að þér. Þegar þú komst heim úr
vinnu lögðumst við upp í sófa og oftar
en ekki sofnuðum við. Alltaf heimtaði
ég að þú greiddir mér því ég var svo
hársár. Þú varst sá eini sem ég vildi
láta koma nálægt hárinu á mér. Þó
svo töglin væru ekki meistaraverk þá
fannst mér þau æðisleg.
Þegar ég var sautján ára sagði ég
þér og mömmu að ég væri ólétt. Þið
tókuð því með jafnaðargeði þó svo
ykkur hafi fundist ég of ung. Þið
hjálpuðuð mér heilmikið og án ykkar
efast ég um að ég hefði verið búin
með stúdentsprófin og á leið í há-
skóla. Daginn sem ég útskrifaðist
hélduð þið veislu fyrir mig og þá
komstu til mín og tókst utan um mig
og sagðir hversu stoltur þú værir.
Einnig varstu mjög stoltur þegar
þú vissir að hafði fætt strák, þann
fyrsta í fjölskyldunni. Þú áttir þrjú
barnabörn sem þú varst mjög stoltur
af en þarna kom nafni þinn því ég
skírði hann í höfuðið á þér, Bjarni Júl-
íus. Ég var mjög montin að geta gefið
þér nafna og ég veit að Bjarni litli
verður montinn líka þegar hann eld-
ist og fær að vita hvernig maður þú
varst.
Það eru margar minningar sem
skjótast upp í hugann þegar maður
sest niður og hugsar og ég veit að þú
munt alltaf fylgjast vel með og passa
okkur í framtíðinni.
Mömmu líður mjög illa núna því
mikið var tekið frá henni eins sam-
rýnd og þið voruð og því vil ég veita
henni allan þann kraft sem ég get til
að hjálpa henni í gegnum þetta.
Pabbi, þú veist að við söknum þín
mikið og við munum standa saman til
að vinna úr missinum sem við höfum
orðið fyrir.
Hvíl þú í friði.
Þín elskulega dóttir,
Ásta Kristbjörg.
Nú er hann elsku pabbi farinn, far-
inn að eilífu. Mikið á ég eftir að sakna
hans.
Hann pabbi var rosa karakter.
Mikill grínisti og kunni að gera grín
að öllu. Hann átti auðvelt með að
koma mér til að hlæja. Ég og pabbi
áttum góðar stundir saman og er ein
eftirminnilegust þegar ég var að fara
á ball og vinkonur mínar komu heim
til mín að taka okkur til. Ég bað
pabba um að skutla okkur og sækja.
Svo lauk ballinu og við stelpurnar bið-
um fyrir utan þar sem safnast hafði
saman mikill fjöldi. Þá ákvað hann að
gera okkur grikk. Og það var að
keyra alveg upp að og kalla á okkur.
Við vorum svo miklar pæjur að við
ætluðum varla að þora að svara hon-
um. En auðvitað hlógu allir eftir á.
Hann var mikil félagsvera enda
mjög gott að vera í kring um hann,
ekki bara sem dóttir heldur einnig
sem vinur, en það vorum við svo sann-
arlega. Ég var mikil pabbastelpa, og
gat ég nánast alltaf doblað hann til að
segja já þó svo mamma hafi verið bú-
in að segja nei við einhverju.
Hann pabbi var yndislegur maður
og á ég erfitt með að sætta mig við að
hann sé farinn. En ég held að tilgang-
ur sé í öllu og að hlutverki hans hér á
jörð hafi verið lokið og að nýtt hlut-
verk bíði hans hinum megin þó svo að
mér finnist ósanngjarnt að það sé
ekki með mér og fjölskyldu minni. Ég
veit að hans bíður mikil vinna hinum
megin.
Elsku pabbi, ég elska þig af öllu
hjarta og mun alltaf sakna þín.
Sjáumst seinna
Þín eilífa rósarós
Íris Dröfn Bjarnadóttir.
Í dag kveðjum við Bjarna Júlíus
Kristjánsson. Hann er látinn eftir að
hafa háð erfiða baráttu fyrir lífi sínu í
sex vikur. Það sást á þessum tíma
hvað Bjarni var í raun og veru sterk-
ur. Hann ætlaði ekki að gefast upp
því lífsvilji hans var mjög mikill. En
þó fór svo að lokum að hjartað gafst
upp. Í þessum veikindum hans var
alltaf stutt í húmorinn eins og honum
var einum lagið. Þó hann væri mjög
veikur gat hann enn skopast og þó að-
allega að sjálfum sér.
Bjarni var mikil barnagæla. Öll
börn hændust að honum því þeim
fannst hann skemmtilegur. Hann
hafði alltaf tíma til að tala við þau og
sprella með þeim. Það sést best á því
að þegar við tilkynntum syni okkar
níu ára að Bjarni væri dáinn varð
hann mjög sorgmæddur og sagði:
„Hann sem var svo skemmtilegur.“
Sem dæmi um húmorinn hjá
Bjarna þá má nefna að fyrstu jólin
sem hann var í fjölskyldunni komum
við börnin og barnabörnin saman hjá
foreldrum okkar systranna á Holts-
götunni í Njarðvíkum. Móðir okkar
biður Bjarna á aðfangadagskvöld að
spila fyrir okkur jólalögin á skemmt-
ara sem var á staðnum. Bjarni varð
mjög undrandi og fölnaði smám sam-
an og sagðist ekki kunna að spila á
hljóðfæri. Þá kom í ljós að hann hafði
verið að grínast í Ernu nokkrum
mánuðum áður og sagt að hann kynni
að spila á öll hljóðfæri. Hún var
auðsjáanlega ekki farinn að þekkja
húmorinn hans og trúði þessu auðvit-
að. En Bjarna láðist að leiðrétta
þetta. Það er mikið búið að gera grín
að þessari uppákomu því þegar betur
var að gáð og við litum á litlu feitu
puttana á Bjarna var mjög ólíklegt að
hann væri einhver píanisti. En Bjarni
fékk seinna að njóta „hæfileika“ sinna
sem píanísti. Í skemmtiþætti hjá
Hemma Gunn í sjónvarpinu var hann
kallaður upp þar sem hann var dá-
leiddur og látinn leika á píanó af
hjartans lyst.
Þegar við hjónin settumst niður til
að rifja upp minningar um Bjarna þá
mundum við bara eftir einu tilviki þar
sem við sáum Bjarna reiðan og æst-
an. Hann var nefnilega alltaf í góðu
skapi. Þetta var um verslunarmanna-
helgi og fórum við fjölskyldurnar í
Galtalækjarskóg. Við áttum saman
stórt fellihýsi og tókum það með okk-
ur. Það kom í Bjarna hlut að draga
það á bílnum sínum því við höfðum
engan krók á okkar bíl. Eins og gefur
að skilja var maður ekki allveg á slétt-
lendi í skóginum en við völdum okkur
góða flöt til að tjalda fellihýsinu. Þá
hófust miklar tilfæringar hjá Bjarna
með fellihýsið. Það þurfti að bakka og
færa til í langan tíma. Þá fékk minn
maður nóg. Hann rauk út úr bílnum
þegar fellihýsið var loks komið upp á
flötina og hans fáu hár risu og lét
hann nokkur vel valin orð falla um
fellihýsið. Hann tilkynnti Ernu konu
sinni það að þetta væri í síðasta sinn
sem hann færi með þetta ferlíki í úti-
legu og hann stóð við það. Hann ætl-
aði bara að nota sitt gamla hústjald
þó það tæki hann þrjá tíma að tjalda
því. Við stóðum hjá og skellihlógum
að honum og Erna skemmti sér hið
besta því hún vissi sem var að hann
var reiðastur sjálfum sér fyrir að vera
svona mikill klaufi að bakka með felli-
hýsið. En það leið ekki langur tími
þar til hann var orðinn hrókur alls
fagnaður á flötinni góðu og hélt uppi
skemmtun með sínum valinkunnu
bröndurum fram eftir nóttu .
Með þessum sögum af Bjarna er
honum vel lýst. Það var alltaf gott að
vera í návist hans.
Bjarni starfaði mikið í andlegum
málefnum. Þar hjálpaði hann mörg-
um og starfaði um tíma eingöngu við
það. Hann vildi ekki gera mikið úr
hæfileikum sínum en af hógværð
sagði hann alltaf að hann væri bara
millistykki milli tveggja heima. Þó að
í upphafi höfum við gert góðlátlegt
grín að þessum hæfileikum hans þá
sannfærðumst við seinna þegar við af
eigin raun upplifðum þá aðstoð sem
hægt er að fá að handan.
Árið 1995 kom út bókin „Undir
verndarhendi“ sem segir frá lífs-
hlaupi Bjarna. Bókin hefur að geyma
reynslusögur hans frá æskuárunum í
Keflavík og störfum hans að miðils-
málum. Það hlýtur að teljast sérstakt
að ástæða þótti að gefa út bók um
mann sem aðeins var 42 ára gamall.
En lífshlaup Bjarna var all sérstakt
og gefur bókin góða mynd af hans lífi.
Við sem þekktum Bjarna eigum
eftir að sakna hans mikið. Það skarð
sem hann skilur eftir verður vand-
fyllt. Við vitum að við tekur annað líf
hjá honum því hann bæði trúði og
starfaði við það að brúa bil milli
tveggja heima.
Elsku Erna, Laufey, Arna Björk,
Ásta, Íris og fjölskyldur, megi góður
guð styrkja ykkur og varðveita.
Kristín og Þórður.
Eftir að hafa fylgt Elínu Frí-
mannsdóttur (Ellu frænku eins og
hún var alltaf kölluð) til grafar föstu-
daginn 5. júlí sl. rann laugardagurinn
upp, himinninn skýjaður og við hjónin
að gera okkur klár í bústaðinn.
Hringdi þá síminn, það var Erna
mágkona mín, sem tjáði mér að hún
og stelpurnar væru á leið á spítalann
þar sem Bjarni svili minn lá og háði
baráttu fyrir lífi sínu.
Nokkru síðar hringdi Ásta dóttir
þeirra og sagði að pabbi sinn væri dá-
inn. Um stund stóð ég stjarfur við
símann og fannst að allur máttur
hefði farið frá mér. Þó að ég trúði og
treysti því að Bjarni yfirstigi þá erf-
iðleika, býr maður sig samt undir það
versta við slíkar aðstæður. Bjarni var
fluttur á Landspítalann við Hring-
braut í lok maímánaðar þar sem hann
hafði fengið alvarlegt hjartaáfall ný-
orðinn 49 ára.
Í sex vikur háði Bjarni harða bar-
BJARNI JÚLÍUS
KRISTJÁNSSON