Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 39
áttu við dauðann sem að lokum náði
að sigra hinn kraftmikla og eldhuga
sem Bjarni var. Allan þann tíma er
Bjarni lá á spítalanum var engan bil-
bug á honum að finna, ætíð var
glettnin og gamansemin til taks í orð-
um hans.
Mín fyrstu kynni af Bjarna urðu
þegar Erna kynnti hann fyrir okkur
Heddý árið 1979. Bjarni gekk að eiga
Ernu Línu Alfreðsdóttur mágkonu
mína 29. nóvember 1980 og eignuðust
þau tvær dætur, þær Ástu og Írisi,
ásamt því að Bjarni ættleiddi þær
Laufeyju og Örnu Björk sem Erna
hafði átt áður frá fyrra sambandi.
Bjarni var mikill barnakarl og hafði
mikið yndi af barnabörnum sínum
sem eru fjögur talsins og það fimmta
á leiðinni innan fárra vikna.
Bjarni kom mér ákaflega vel fyrir
sjónir, glaður, glettinn, þrælstríðinn
og kunni frá mörgu skemmtilegu að
segja. Þegar eitthvað mikilvægt stóð
til hjá fjölskyldunni var ætíð talað um
að það yrði örugglega fjör því Bjarni
ætlaði svo sannarlega að mæta, og
minnist ég fjölskyldumótsins, sem
haldið var uppi í bústað þar sem
Bjarni var í aðalhlutverki og fórst það
vel úr hendi. Einnig á ættarmótum
var Bjarni í essinu sínu og á einu slíku
sátum við Bjarni ásamt Kalla frænda,
eins og allir kölluðu hann, í brekku
fyrir ofan tjaldsvæðið við Þrastalund.
Við skemmtum okkur vel og töluðum
um hvað við værum nú ríkir að eiga
allt þetta fólk. Var ákveðið að á næsta
ættarmóti skyldi leikurinn endurtek-
inn. Það veit ég að Bjarni verður
örugglega þar og fylgist með.
Bjarni Kristjánsson þurfti á sínum
uppvaxtarárum að standa mikið á
eigin fótum og hefur sú lífsreynsla
ætíð fylgt honum og styrkt hann
gegnum lífið. Bjarni starfaði sem
huglæknir og miðill og sinnti því
starfi af mikilli alúð og samviskusemi.
Var hann eftirsóttur um allt land.
Þar sem félagi Bjarni er kominn
yfir í annan heim er ég ekki í nokkr-
um vafa um að hann er þegar tekinn
til starfa við sín hugðarefni.
Meðal ánægjulegustu stunda
Bjarna var þegar börn og barnabörn
voru saman komin á Heiðarbrautinni
í Keflavík og var þá mikill hamagang-
ur og gleði, þá voru Bjarni og Erna í
essinu sínu.
Á sorgarstundu er máttur til skrifa
ekki mikill, og kveð ég með söknuði
þann sómadreng sem skilur eftir sig
stórt skarð í fjölskyldunni.
Elsku Erna og fjölskylda, við
Heddý vottum ykkur okkar dýpstu
samúð. Megi Guð blessa ykkur og
styrkja um ókomna framtíð.
Óskar Guðjónsson.
Þú kveiktir von um veröld betri.
Mín von hún óx með þér.
Og myrkrið svarta vék úr huga mér um
stund,
loks fann ég frið með sjálfum mér.
(Ólafur Haukur Símonarson.)
Með þessum orðum vil ég kveðja
þig, Bjarni.
Þú og fjölskyldan þín reyndust
mér ómetanlegur styrkur í veikind-
unum hjá pabba í fyrra og ég verð
ykkur ævinlega þakklátur fyrir hjálp-
ina.
Þessi upphafsorð mín eru lýsandi
fyrir hvernig þú reifst mig upp úr
myrkrinu þegar allt virtist vonlaust
hjá fjölskyldunni minni.
Ég er svo þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. Það var svo
gott að koma til þín, alltaf létt yfir þér
og til í eitthvert sprell en þrátt fyrir
það var stutt í alvöruna og gott að
leita til þín þegar eitthvað var að. Ég
er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið
að upplifa með þér síðustu jólin þín og
fá að sjá hvað þér fannst gaman að
lesa á pakkana og gleðja afabörnin
þín. Þú varst einstakur góðhjartaður
maður og ég á eftir að sakna þess að
geta ekki farið á Heiðarbrautina og
hitt þig og Ernu og spjallað við ykkur
um daginn og veginn.
Ég veit að þér líður vel hjá engl-
unum og ég veit að ég fæ að hitta þig
aftur þegar minn tími kemur.
Elsku Íris, Erna, Laufey, Arna,
Ásta og fjölskyldur, megi guð gefa
ykkur styrk í þessari miklu sorg.
Ykkar vinur
Arnar Már Frímannsson.
Vinur okkar Bjarni J. Kristjánsson
er látinn langt fyrir aldur fram. Betri
vin og samstarfsmann er vart hægt
að hugsa sér en því miður eru það
mörg hraustmenni sem eiga fáa líka
og fá að lifa allt of stutt. Bjarni hafði
ótrúlegan persónuleika, mikla og
skemmtilega frásagnar- og kímni-
gáfu. Léttleiki var allsráðandi hvert
sem hann kom og hvert sem hann fór.
Að þurfa að setjast niður og skrifa
minningarorð um slíkan persónuleika
reynist okkur erfitt.
Okkar fyrstu kynni af þeim hjón-
um, Bjarna og Ernu, voru fyrir rúm-
um 20 árum er við bjuggum í sama
húsi við Sólvallagötuna og lífsbarátta
okkar hjónanna að byrja fyrir fulla al-
vöru með litlu ungana okkar. Alla tíð
síðan hefur sá vinskapur okkar hald-
ist og styrkst og aldrei skugga borið
á. Það sama má segja um vinskap
barna okkar. Allt sem við fjölskyld-
urnar gerðum var gert sameiginlega,
hvort sem um var að ræða að fara
saman í ferðarlög eða á mannamót. Í
slíkum ferðum eða mannamótum
kom í ljós hve gaman var að hafa
Bjarna með, hann var hrókur alls
fagnaðar og kom öllum til að veltast
um af hlátri með sínum einstöku frá-
sögnum og bröndurum. Það verður
seint sagt að það hafi verið lognmolla
þar sem Bjarni var annars vegar.
Það var svo árið 1996 sem við
Bjarni hófu samstarf er fólst í því að
gera við fiskikör fyrir hin ýmsu fisk-
vinnslufyrirtæki hér á svæðinu, en
Bjarni hafði stundað þá iðju í um það
bil eitt og hálft ár áður en ég kom inn í
reksturinn. Okkar litla fyrirtæki var
alltaf í daglegu tali nefnt því
skemmtilega nafni „Þrot h/f“. Ég
minnist þess ætíð hvað það fór í taug-
arnar á mér hve Bjarni var óstundvís
þegar við höfðum ákveðið að fara að
vinna í körunum á einhverjum til-
teknum tíma, ég kom öskuillur út bíl
og Bjarni sá að ég var í vondu skapi.
Þá kom hann með þennan frasa sem
fylgt hefur okkar samstarfi frá upp-
hafi og sagði sí svona: ,,Jæja, ertu þá
kominn, vinur, varstu búinn að bíða
lengi?“ Meira þurfti ekki að segja og
við hlógum báðir.
Ekki óraði mig fyrir því, kæri vin-
ur, að þann 25. maí sl. þegar þið hjón-
in ásamt vinum og vandamönnum
voruð að samfagna útskrift Ástu dótt-
ur ykkar og við svo síðar um kvöldið
með smá gleði vegna sveitarstjórnar-
kosninganna að það væri í síðasta
skipti sem ég sæi þig. Undanfarnar
vikur höfum við vinir og kunningjar
fylgst með baráttu þinni við að ná
heilsu aftur, stundum kom birta,
stundum vonleysi en alltaf lifðum við í
voninni. Ótrúlegt baráttuþrek þitt og
lífsvilji kom læknum og hjúkrunar-
fólki á óvart og virtist á tímabili sem
þú ætlaðir að hafa þetta af. En svo
kom reiðarslagið, að morgni þann 6.
júlí s.l. hafði baráttuþrek þitt þrotið
og þú gefið þig á vald hans sem öllu
ræður.
Ég tel það til forréttinda að hafa
átt Bjarna að vini og samstarfsmanni.
Þá er komið að kveðjustund, kæri
vinur, þar til við hittumst síðar og þú
segir við mig: ,,Jæja, ertu þá kominn,
vinur, varstu búinn að bíða lengi?“
Elsku Erna, ég veit að fátækleg
orð veita litla huggun á svona stundu,
en ég bið þó algóðan guð að umvefja
þig allri hlýju sinni, einnig Laufeyju,
Örnu, Ástu, Írisi, afabörn og tengda-
börn. Systkinum Bjarna og öðrum
aðstandendum votta ég mína dýpstu
samúð.
Annel Jón Þorkelsson
og fjölskylda.
Elsku Bjarni. Eftir hetjulega bar-
áttu ertu látinn, langt um aldur fram.
Ég gerði mér vonir um að þú myndir
ná þér, ég held að við höfum öll gert
okkur þær vonir sem eftir stöndum
felmtri slegin.
En þín bíða mikilvæg verkefni á
æðri stöðum.
Það er mér sannur heiður að hafa
fengið að kynnast þér og yndislegri
konu þinni. Um tíma var ég tíður
gestur á heimili ykkar heiðurshjóna.
Í hvert sinn naut ég einstakrar gest-
risni og umhyggju. Það var ávallt ein-
stök tilfinning að koma til ykkar, mik-
ið spjallað og mikið hlegið. Hafðu
hugheilar þakkir, Bjarni, fyrir alla
hjálpina.
Minning þín lifir í huga mínum og
hjarta að eilífu. Guð blessi þig og
varðveiti. Elsku Erna, missir þinn er
ólýsanlegur. Megi góður Guð leiða
þig og fjölskyldu þína á þessum erfiðu
stundum.
Ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Alma Ólafsdóttir.
Hlátur, andlitsgrettur, ómótstæði-
legur húmor og kátína eru hugtök
sem Bjarni vinur okkar var sérfróður
um. Það er því erfitt að kyngja þeirri
staðreynd að svo lífsglaður og ástrík-
ur maður sem Bjarni var skuli vera
farinn frá okkur. Hann sem fékk alla í
kringum sig til að hlæja og sá alltaf
skondnu hliðarnar á öllum málum.
Í jólaboðum og á ættarmótum var
Bjarni ávallt hrókur alls fagnaðar.
Hress og kátur smitaði hann okkur
hin – svo ekki sé minnst á litlu gris-
lingana í fjölskyldunni sem kepptust
við að leika andlitsgrettur hans eftir.
Talandi um ættarmót þá verður
ekki hjá því komist af minnast á tjald-
hæfileika Bjarna og Ernu! En ófáar
myndir eru til að því þegar hjóna-
kornin eru að reyna að púsla saman
tjaldstöngunum sem allar voru þó
rækilega merktar. Eftir langan tíma
og mikla aðstoð fjölskyldumeðlima
tókst að reisa tjaldið og var þetta orð-
inn fastur liður hvert ættarmótið á
fætur öðru. Þess verður sárt saknað.
Þó svo að tjaldhæfileikar Bjarna
hafi ekki verið glæsilegir þá mátti
bóka það að ef einhver gleymdi ein-
hverju heima þá var hægt að fara í
tjald þeirra hjóna og fá þann hlut lán-
aðan hvort sem það var upptakari eða
saltstaukur.
Hin síðari ár starfaði Bjarni meðal
annars sem miðill. Fyrir hvert ætt-
armót gantaðist Bjarni með það að
hann væri búinn að hafa samband við
veðurguðina sem lofuðu góðu útilegu-
veðri – sem stóðst oftast nær.
Óhætt er að segja að Bjarni hafi
verið óhræddur við að hrinda þeim
verkefnum í framkvæmd sem hann
hafði trú á. Árið 1995 gaf hann út bók-
ina „Undir verndarhendi“ þar sem
hann fór stuttlega yfir þann tíma er
hann var ungur drengur fram til þess
tíma er hann var búinn að stofna
glæsilega fjölskyldu og farinn að
starfa sem miðill. Þennan hæfileika
fór Bjarni ekki að nýta fyrr en á
seinni árum en hann hefur án nokk-
urs vafa hjálpað mörgum einstakling-
um með bænum sínum og andlegum
stuðningi.
Eitt sinn er Bjarni var með miðils-
fund í útvarpi gafst hlustendum kost-
ur á að hringja. Okkur systrunum
fannst tilvalið að fá einhvern sem ekki
tryði á svona lagað til að slá á þráðinn
og til þess var faðir okkar vel fallinn.
Hann náði inn og breytti auðvitað
röddinni í þeim tilgangi að Bjarni
myndi ekki þekkja hann. Á þessum
tímapunkti varð faðir okkar að
kyngja því að skyggnigáfa Bjarna var
einstök og sönn. Oft höfum við feðg-
inin hlegið að þessu símtali. Í út-
varpsþáttum sem þessum og á miðils-
fundum sannaði Bjarni að hann var
gæddur einstökum hæfileikum sem
allt of fáir fengu að njóta.
Eflaust gætum við haldið áfram að
skrifa skemmtilegar minningar um
Bjarna en þau okkar sem þekktu
hann munum eiga bókina hans og
ljóslifandi minningar til að ylja okkur
um hjartarætur og minnast hans með
bros á vör.
Elsku Erna, Laufey, Arna Björk,
Ásta og Íris, missir ykkar er mikill.
Megi góður Guð styrkja ykkur, maka
ykkar og börn í þeirri miklu sorg sem
við tökumst öll á við í dag. Með þess-
um línum viljum við kveðja góðan
fjölskylduvin.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
María Kristín og
Rakel Óskarsdætur.
Með örfáum orðum langar mig til
þess að minnast Bjarna samstarfs-
manns míns sem var tekinn frá okkur
öllum langt fyrir aldur fram. Við hóf-
um að starfa saman hjá Flugmála-
stjórn á Keflavíkurflugvelli og síðar
hjá Öryggismiðstöðinni og strax og
maður kynntist honum tók maður eft-
ir því hversu glaðlegur og kátur hann
var alla daga enda rómaður fyrir það
eitt að vera glaðlegur og hlýr.
En kæri Bjarni, ég er þakklátur
fyrir þann tíma sem við áttum saman
og ég veit það að við eigum eftir að
hittast. En spurningunni stóru sem
ég var alltaf að spyrja þig máttu
svara þá. Minning þín lifir, Bjarni.
Kæra fjölskylda, ég votta ykkur
samúð mína. Megi guð veita ykkur
styrk í sorginni.
Grétar Hermannsson.
Okkur var heldur betur brugðið
starfsfélögunum er við fengum þær
fréttir að Bjarni vinnufélagi okkar
væri dáinn. Ekki óraði okkur fyrir því
þegar hann boðaði veikindi í fyrsta
sinn á rúmu ári að hann ætti ekki eftir
að starfa með okkur framar.
Bjarni hóf störf við öryggisgæslu í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl
2001, fyrst hjá Flugmálastjórn og síð-
an hjá Öryggismiðstöð Íslands. Það
var einstaklega gott að starfa með
Bjarna á allan hátt, hann var í eðli
sínu mjög samviskusamur og traust-
ur maður.
Bjarni hafði mjög létta lund og var
alltaf kátur og hress. Það verður mik-
ill eftirsjá í þeim skemmtilegu sögum
sem hann gat látið falla um menn og
málefni enda rómaður fyrir að sjá
skemmtilegu hliðarnar á öllum mál-
um.
Við viljum með þessum fátæklegu
orðum kveðja Bjarna með söknuði og
senda fjölskyldu hans og nánustu
ættingjum okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Bjarna J.
Kristjánssonar.
Fyrir hönd samstarfsmanna,
Halldór Rúnar Þorkelsson.
Anna frænka er dáin,
voru skilaboðin sem
bárust okkur systrum
upp á reginfjöll fyrir
rúmri viku síðan.
Blendnar tilfinningar
vöknuðu, tilfinningar saknaðar og
sorgar en einnig þakklætis fyrir það
að Anna þyrfti ekki að liggja veik í
langan tíma. Anna frænka var elsta
móðursystir okkar, hún var mann-
eskja sem gott var að vera hjá enda
var ósjaldan skroppið yfir til Önnu og
Geira á meðan við fjölskyldan bjugg-
um á Ísafirði. Það var alltaf gott og
gaman að vera nálægt henni. Hún var
eiginlega alltaf glöð og full tilhlökk-
unar yfir lífinu framundan. Anna virt-
ist alltaf hafa eitthvað til að hlakka til
hvort sem það voru stórviðburðir eða
bara það að nú væri að koma mánu-
dagur.
Anna frænka var falleg kona og
mikið gat hún verið glæsileg þegar
hún var komin í sitt fínasta púss, síð-
an kjól og háhælaða skó. Okkur
fannst það með ólíkindum hvernig
hún entist heilu kvöldin langt fram á
nótt og komin á níræðisaldur á pinna-
hælum. Þegar haft var orð á þessu við
Önnu þá skildi hún varla hvað maður
var að fara. Fyrir hana var eflaust
óhugsandi að vera á dansleik eða öðr-
um fagnaði í annars konar skóm en
þeim sem skarta góðum hælum.
Anna kom oft suður til Reykjavíkur
og þá gisti hún gjarnan hjá foreldrum
okkar. Um leið og Anna var komin
varð líf og fjör. Hún þurfti að fara í
ANNA
HERMANNSDÓTTIR
✝ Kristín AnnaHermannsdóttir
fæddist í Ögri 14.
nóvember 1918. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 2. júlí síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Ísa-
fjarðarkirkju 11. júlí.
ótal búðir, heimsækja
heilan her af vinum, tala
í símann og skipuleggja
dagana, segja okkur
skemmtilegar sögur,
taka til í kringum sig
prjóna, hekla, sauma og
fleira og fleira. Hún
virtist aldrei sitja kyrr
nema rétt í smá stund
til að klára sígarettuna
sína.
Það var einkar kært á
milli þeirra systra frá
Barði. Daglegt síma-
samband þótti sjálfsagt
ef ekki nauðsynlegt og
oft var talað lengi. Einhver hafði það á
orði að þær systur Þuríður á Húsavík
og Anna hefðu komið fótunum undir
Símann með sinni miklu og reglu-
bundnu notkun. Það verður eflaust
tómlegt og hljótt í kringum símann á
mörgum bæjum núna þegar Anna er
ekki lengur til að slá á þráðinn.
Við kveðjum Önnu frænku með
þakklæti fyrir að hafa átt hana fyrir
frænku. Af því höfum við orðið ríkari.
Salóme, Þóra,
Hlynur og Hildur.
Elsku Anna, eitthvað verður nú
Grundargatan skrítin núna. Það var
alltaf svo gaman að standa við stofu-
gluggann hjá mönnu og horfa á þig
koma siglandi yfir völlinn, alltaf svo
fín og virðuleg. Það kemur heldur
enginn lengur og hringir bjöllunni hjá
mönnu og segir ertu heima, enginn
sem situr við eldhúsborðið þar sem þú
varst vön að sitja. Það er orðinn eins
og fastur liður að sjá þig sitja við eld-
húsborðið, þetta er svona einn af
þessum hlutum sem á að vera svona.
Það tilheyrði að þú sætir þarna, alltaf
í sama sætinu, þetta vara sætið henn-
ar Önnu, alltaf færði maður sig ef
maður var þar þegar þú komst. Gam-
an var líka þegar þú hringdir eða
komst og ég svaraði, þú þekktir okkur
aldrei í sundur og talaði ég auðvitað
bara við þig og svaraði þér eftir því
sem ég gat. Það var stundum ekki
fyrr en ég fór að hlæja að þú þekktir
muninn. Alltaf áttuð þið mamma ykk-
ar stund yfir kaffibolla, ekki var það
endilega langur tími, bara að sjá hvor
aðra. Maður vissi alltaf hvar mamma
var ef hún var ekki heima eftir því
hvað klukkan var því „ykkar tími“ var
á sérstökum tíma, annaðhvort rétt
fyrir hádegið (eftir að mamma hætti
að vinna) eða þá fljótlega eftir kl. eitt.
Mér finnst það frábært hversu góðar
vinkonur þið voruð alltaf, þótt langt
væri á milli ykkar í árum, og hversu
mikið þú leitaðir til mömmu eftir ráð-
um og ráðleggingum þó sérstaklega
með prjóna- eða saumaskapinn. Þó
hún þættist nú stundum ekki vita
hlutina gat hún alltaf hjálpað þér. Ég
held að það verði mömmu erfiður tími
framundan ekki síður en þínu fólki,
því þitt skarð er ekki hægt að fylla.
Það var nú ekki gaman að sitja í eld-
húsinu hjá mömmu með hverjum sem
var en það var alltaf gaman að vera
þar með þér. Þú varst alltaf svo hrein
og bein. Það verður tómlegt í eldhús-
inu á Grundargötunni núna, elsku
Anna. Megir þú hvíla í friði. Það verð-
ur gaman hjá þér að hitta hann Geira
þinn aftur.
Elsku Anna ég kveð þig með sökn-
uði, það verður tómlegt að koma vest-
ur núna.
Elsku Sigga Bogga, Anna Stína og
fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar
samúðarkveðjur.
Þín vinkona
Sigurrós.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.