Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 41

Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 41 Það er sumt sem að maður saknar vöku megin við, leggst útaf á mér slokknar svíf um önnur svið. Í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil þegar svefninn verður eilífur finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst) Elsku afi, Sigga, Ársæll og Siggi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þitt langömmubarn Hjördís Halldóra Sigurðardóttir. Jóhanna Guðmundsdóttir kvaddi þennan heim með sömu reisn og þokka sem einkenndi allt hennar líf og andlegum kröftum hélt hún fram til hinstu stundar. Í augum mínum var hún jafnan glæsilegur fulltrúi hins íslenska aðals, sem ólst upp við kröpp kjör, tók margvís- legu mótlæti af hetjulund en greip sérhvert tækifæri til að gleðjast og fagna. Af gengnum sporum hennar þyrlast upp fallegar svipmyndir sem ég minnist með þakklæti. Það var árið 1974 sem fundum okkar bar saman. Þá bjó hún um stundarsakir með systrum sínum tveimur, Eiríku og Kristínu og voru allar komnar af léttasta skeiði. Hver um sig átti sér ólíka sögu, en þær sögur áttu allar sama upphaf, bernskuheimili í sárri fá- tækt, umvafið kærleiksyl, tónlist og glaðværð. Það var bjart yfir þeim systrum þegar þær sögðu frá æskuárunum þegar þeim tókst með vinnusemi að draga dýrmæta björg í bú foreldranna eða áttu sér gleði- stundir við heimilisorgelið. Þær lýstu því fjörlega hvernig þær komu sér upp ballkjólum, trítluðu á dimmum vetrarkvöldum suður í Gúttó og meðtóku grafalvarlegar boðskap bindindispostulanna svo að þær kæmust ókeypis á ball sem haldið var á eftir. Stundum mátti vart greina orðaskil fyrir þríradda gleðihlátri þegar þær útmáluðu for- tíðina í allri sinni dýrð. Slík voru böndin sem tengdu þær saman, en lífið hafði ekki alltaf farið um þær mjúkum höndum og svo voru þær skemmtilega ólíkar, Eiríka þeirra mælskust, Kristín léttlyndust og Jóhanna höfðingleg- ust. Þær áttu stundum til að kýta um eitt og annað, enda hafði mikið vatn runnið til sjávar áður þær hófu eins konar samyrkjubúskap í blokkinni okkar við Álfaskeið í Hafnarfirði. Vindlareykurinn frá Eiríku fór í taugarnar á Kristínu, Eiríka kvartaði stundum yfir smá- munaseminni í Kristínu og Jóhanna hristi höfuðið yfir karpinu í systr- um sínum. Öllum var þeim í mun að halda sjálfstæði sínu í þessu nána sambýli og þótt aldur og heilsuleysi hefðu gert þeim nokkr- ar skráveifur báru þær sig eins og greifafrúr þegar þær tóku á móti gestum eða brugðu sér af bæ, stundum með viðkomu á dansstöð- um Reykjavíkur. Í slíkum ævin- týraferðum bar ýmislegt til tíðinda sem vakti innilegan hlátur er heim var komið, ekki síst þegar spaugið beindist að þeim sjálfum. Þegar fram liðu stundir skildi leiðir okkar og upp frá því tók að halla undan fæti hjá Eiríku og Kristínu. Jóhanna, sem var yngst og keikust þeirra þriggja, bjó þá í eigin íbúð sinnti systrunum af alúð og hlýju þar til yfir lauk. Í tæp 20 ár bjó hún ein og prýddi tilveru sína með listfengi, trúrækni og glaðværð. Ævinlega var hún í nán- um tengslum við börnin sín fjögur en henni var mikið í mun að standa á eigin fótum og þurfa sem minnst til annarra að sækja. Hún var gjöf- ul í samskiptum, hafði frá mörgu að segja og perlurnar úr sjóði minninganna voru hver annarri fegurrri, ekki síst þær sem sorgin hafði slípað. Einatt rifjaði hún upp fyrir mér þá þungbæru stund er henni, kornungri móður, var til- kynnt að eiginmaður hennar hefði hlotið vota gröf, löngu áður en að- stæður skópu fyrirbærið áfalla- hjálp. Þá þótti ekki sæma stoltri konu að bera tilfinningar á torg. Þótt Jóhanna nyti stuðnings kær- leiksríkrar fjölskyldu, eignaðist síð- ar nýjan lífsförunaut, efnilega af- komendur og lifði marga bjarta daga var auðfundið að tíminn hafði aldrei megnað að græða hið djúpa hjartasár. Samt var það jafnan fjarri Jó- hönnu að barma sér og kvarta og meðfædd listhneigð fékk útrás við margvísleg verkefni á sviði hann- yrða og tónlistar. Hún var líka mik- ill lestrarhestur og sýndi mér eitt sinn stolt heildarsafn verka Hall- dórs Laxness er hún faldi fyrir Kristínu systur sinni, sem hafði af því áhyggjur að hún eyddi um efni fram. Hún gerði sér far um að fylgjast með þjóðmálum og vakti yfir sporum afkomendanna, ekki síður þeirra sem bjuggu erlendis en hinna sem henni auðnaðist að hafa náinn samgang við. Aldrei lét hún falla styggðaryrði í garð sam- ferðafólks síns og ævinlega var stutt í bros og blessunarorð þrátt fyrir versnandi heilsu síðustu ævi- árin. Nú eru þær allar fallnar frá vin- konur mínar frá frumbýlingsárun- um í Hafnarfirði. Fyrir tilstilli þeirra öðlaðist ég svolitla hlutdeild í heimi sem ég kynntist aldrei af eigin raun, þar sem hendur kær- leika og samheldni máðu út fátækt, fásinni og raunir. Þeim tókst að hefja sig upp yfir aðstæður sínar og eru í huga mínum meiri að- alskonur en aðrar sem ég hef kynnst. Um leið og þeim er þökkuð samfylgdin vona ég að þríradda hláturinn þeirra ómi nú handan fortjaldsins mikla en aldrei efuðust þær um að þar biðu þeirra sælurík- ir dagar. Blessuð sé minning Jóhönnu Guðmundsdóttur. Guðrún Egilson. Vesturbraut heitir gata sem ligg- ur upp brattann frá höfninni og sker Vesturbæinn í Hafnarfirði. Á fyrstu áratugunum eftir seinni heimsstyrjöld sameinaði hún íbúana sem bjuggu þar í kring, – var þeirra aðalsamgönguæð og að- setur matvöruverslana. Kiddabúð var sú verslun kölluð sem lengst var starfrækt þar, nefnd í höfuðið á eiganda sínum Ársæli Kristni Jóns- syni, sem einnig rak reykhús á bakvið hús sitt sem var tvílyft steinhús og stóð á mótum Merk- urgötu og Vesturbrautar. Fyrst sá ég Kidda í eldhúsinu heima. Hann kom þjótandi upp stigann og snar- aði kassa með vörum í upp á skör- ina. Hávaxinn, þunnhærður vin- gjarnlegur maður, sem var að flýta sér. Seinna þegar ég var farin að rata milli húsa varð búðin hans að stað þar sem ég eyddi löngum stundum eins og aðrir Vesturbæ- ingar. Barn var ekki bara oftast velkominn gestur heldur fékk þar ýmsa nauðsynlega félagslega þjálf- un. Þar var maður settur upp á kassa og látinn lesa upp úr Morg- unblaðinu svo allir gætu fylgst með og dáðst að því hversu vel manni miðaði í andlegum þroska og þar var manni kennd sú gullna list Gaflarans að þegar búið væri að skófla hlutunum af ætti maður að gefa sér góðan tíma til að ræða um heima og geima. Kiddi var óvenju vel lesinn maður og sá fyrsti er ég kynntist og kannski sá eini í Vest- urbænum er var áskrifandi að er- lendum tímaritum um stjórnmál og ýmis önnur efni. Ég var ekki há í loftinu þegar hann var farinn að segja mér frá ýmsu sem hann las og ræða það við mig eins og væri ég fullorðin. Hann þessi kraftmikli maður sem eiginlega var erfitt að hugsa sér að gæti staðið kyrr, hall- aði sér þá venjulega upp að vegg með hendurnar krosslagðar á brjósti, fylgdist með umferðinni út á götunni og rifjaði alvörugefinn upp eitthvað sem hann hafði lesið eða ræddi af ákefð það sem ég, er sat í gluggakistunni, hafði til mál- anna að leggja. Truflaði okkur ein- hver afgreiddi hann hinn sama fljótt og vel svo við gætum haldið samræðum okkar áfram. Þessar samræður okkar stóðu, með hléum þó, liðlega tvo áratugi. Samband mitt við eiginkonu hans Jóhönnu Guðmundsdóttur var annað og eiginlega veit ég ekki hvernig stóð á því að allt í einu var ég komin upp á efri hæðina og sat við eldhúsborðið hjá þeirri góðu konu og drakk kakó og borðaði dýrindis kökur, og hún hinum meg- in horfandi allan tímann á mig brosandi en spyrjandi ekki margs. Síðan leiddi hún mig inn í barna- herbergið þar sem ég var skilin eft- ir ein og fékk að velja mér úr bók- um Siggu dóttur hennar, sem var nokkrum árum eldri en ég, þær bækur sem ég vildi að láni. En Sigga átti dýrindis safn unglinga- bóka sem ekki voru til á mínu heimili. Oftast trítlaði ég svo glað- beitt heim með feng minn. En það kom einnig fyrir að saman gengum við Jóhanna áður til stofu. Í minn- ingunni er stofan sveipuð dular- fullu rökkri sem hún hverfur inn í þannig að ég sé aðeins ljósan koll hennar við píanóið og von bráðar fyllist hugurinn af tregafullum lög- um um ástina og dauðann. Lék hún þau lög fyrir mig? Ég veit það ekki. En ég vissi þá að hún hafði orðið fyrir þeirri miklu sorg að fyrri eiginmaður hennar sem var sjómaður hafði drukknað og hún staðið ein uppi með tvö kornung börn. Ef til vill er það einungis þess vegna að mér finnst alltaf að þessi fríða, brosmilda, kona sem kom með rómantíkina inn í líf mitt, hafi haft þunglyndisleg augu og að hún hafi leikið þessi lög fyrir mig á píanóið. Ég á þessum vandalausu hjónum ýmislegt fleira upp að unna en það hvernig þau reyndu að auðga anda minn á uppvaxtarárunum. Það var til dæmis ekki alltaf gott atvinnu- ástand í Vesturbænum og á tíma- bilum gengu margir atvinnulausir. Þegar þannig áraði og ég var send með ákveðna upphæð til að kaupa fyrir í matinn vigtaði Kiddi ætíð meira en greitt var fyrir og svo mikið að dugði fyrir allan systk- inaskarann. Þegar reynt var að hindra hann í rausnarskapnum og beðið um ákveðið magn, kom það fyrir ekki, hann vissi nákvæmlega hvað þurfti til að ekkert okkar væri svangt. Fleiri en við nutum þessa hjartalags enda urðu þau hjónin aldrei auðug af þessa heims gæðum og misstu að minnsta kosti einu sinni nær allt sem þau áttu. Ársæll Kristinn Jónsson lést langt fyrir aldur fram en þá var hann horfinn úr Vesturbænum og þau hjón skilin. Jóhanna Guð- mundsdóttir lést í Hafnarfirði hinn 4. júlí síðastliðinn. Börnum hennar Þóri og Sigríði, og sonum þeirra Kidda, Ársæli og Sigurði, og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Ef því er þannig farið að æðsti tilgangur lífsins sé að hlúa vel að börnum, einnig þeim sem eru manni allsendis óviðkomandi, og ef svo ólíklega vill til að einhver guð sé til þá er ég viss um að Jó- hanna og Kiddi sitja nú við háborð- ið hjá honum. María Kristjánsdóttir. öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Hárlaugsson, Hrafnhildur og Pálmar Örn. Mig langar til að minnast þín, Maja mágkona mín, með nokkrum orðum. Ég heimsótti þig ásamt Heiðu systur þinni og Önnu Lovísu dóttur okkar síðasta sunnudaginn þinn heima. Þú vildir taka á móti þín- um gestum, gefa þeim kaffi og hafa ofan af fyrir þeim þó greinilegt væri að það væri meira af vilja en mætti. Þú gekkst um húsið, upp og niður stigana, sóttir Barbie dúkkurnar handa Önnu Lovísu. Ég var hræddur um að þú myndir detta í stiganum nánast í hverju spori. Líkami þinn var örþreyttur en samt varstu að hamast þetta. Baráttan við illkynja mein var senn á enda. Í þessari bar- áttu sáust best eðliskostir þínir, hvað þú varst hugrökk og þrautseig og jafnframt æðrulaus fyrir því sem koma skyldi. Ýmsar myndir komu upp í hugann þennan sunnudag, þú í eldhúsinu, þú í garðinum, þú og jólin, þú og afmæli, þú í heimsókn hjá okk- ur, þú með hestunum þínum. Þú vild- ir hlúa að lífinu, rækta garðinn þinn, hlúa að sprotum lífsins, syni þínum augasteini þínum og eins sýndir þú dóttur minni mikla velvild enda lað- aðist hún mjög að þér og missir nú góðan vin. Fyrir nokkrum árum sótt- um við Summa í skólann. Hann hélt á mjög fallegri mynd af engli sem hann hafði búið til í skólanum. Engillinn var á svörtum fleti og hélt á kerta- ljósi og hafði vængi úr silfurpappír. Ég hrósaði honum mikið fyrir þessa fallegu mynd og spurði hann jafn- framt hvort ég mætti eiga hana. Ekki vildi hann það. Þá spurði ég hann hvort hann vildi selja mér hana en hann svaraði mér staðfastur að hún fengist hvorki gefin né seld. Engillinn væri handa mömmu sinni og engum öðrum. Þessi engill skipaði svo virðingar- sess í stofunni hjá þér enda varstu áhugasöm um engla og safnaðir þeim leynt og ljóst. Um leið og ég þakka þér samfylgdina og óska þér góðrar ferðar vil ég gera ferðasálm Hall- gríms Péturssonar að þínum: Ég byrja reisu mín. Jesú í nafni þín. Höndin þín helg mig leiði. Úr hættu allri greiði. Jesús mér fylǵí friði með fögru englaliði. Kæru Guðmundur og Summi, Anna og Sigurjón, Siggi, Dista, Tommi og Heiða, megi minningin um Maju lifa. Guð veri með ykkur og styrki. Daníel Guðjónsson. Það er alltaf sárt þegar fólk á besta aldri er tekið burt frá ættingjum og vinum en við vitum að lífið heldur áfram. Það er stórt tómarúm hjá mér eftir að Anna kvaddi þennan heim. Ég hitti hana í fyrsta sinn fyrir tæpum fjórtán árum þegar Gummi bróðir kynnti okkur. Það skein frá þeim mikil ást hvors til annars og þarna sá ég að Gummi var búinn að finna sér lífsföru- naut sem stæði með honum í blíðu og stríðu. Með kynnum okkar á þessum árum komst ég að því að hún var mikill karakter, hafði ákveðnar skoðanir, var hlý og umfram allt hafði hún að leið- arljósi velvilja og tillitssemi til ann- arra. Anna og Gummi báru gæfu til að eignast soninn Sigurjón sem var henn- ar líf og yndi og augljóst var að móð- urhlutverkið átti hug hennar allan. Gummi bróðir á líka fjögur börn frá fyrra hjónabandi sem Anna elskaði og virti sem sín eigin og hún sýndi barna- börnunum mikla umhyggju og hlýju þegar þau komu eitt af öðru. Anna er búin að fá þá hvíld sem hún þurfti á að halda eftir að hafa barist við illvígan sjúkdóm í nokkur ár með einstakri reisn. Við trúum að hún eigi eftir að fylgja Sigurjóni í gegnum lífið og þá sérstaklega ferm- inguna næsta vor sem var henni svo hugleikin. Þú, sem á lífsins þyrnileið þekkastar lætur rósir gróa og endalaust um uppheims skeið eilífar vonar stjörnur glóa, þú, elskan himnesk, utan þín er æfi mannsins sóllaus dagur, þú gyllir sorgar ský og skín svo skært, að heimur verður fagur. (Steingr. Thorst.) Elsku Gummi og Sigurjón, við fjölskyldan biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ragnheiður Sumarliðadóttir. Það er tregafullt að kveðja og orð mega síns lítils er við nú kveðjum Önnu Maríu. Eftir lifa minningar um fyrrum samstarfsfélaga og vinkonu. Hún háði erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, en hefur nú öðlast hvíld og frið. Kynni okkar hófust þegar Anna María hóf störf hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar. Hún var feimin í fyrstu og hógvær að eðlis- fari. Vann hún fljótt traust okkar og virðingu, því hún var einstaklega vel gerð. Góðum gáfum var hún gædd og næmleika fyrir lífinu og tilfinning- um. Hún varð ein af okkur og eigum við ógleymanlegar stundir með henni, hvort sem var í hádeginu og glímt var við lífsgátuna í Ingólfs- brunni, hlegið á Hressó eða spáð í framtíðina á Austurvelli. Einnig var glatt á hjalla fyrir utan vinnutíma og naut þá kímnigáfa hennar sér vel. Anna María var gædd mörgum góð- um kostum. Hún hafði sérstaklega góða nærveru, var bóngóð og mátti ekkert aumt sjá. Hún var einnig góð- ur starfsmaður, samviskusöm, tölu- glögg og vann öll sín störf af dugnaði. Með þessum línum kveðjum við Önnu Maríu og vottum eiginmanni, syni, foreldrum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Megi mildi Guðs lina söknuð ykkar og auka ástvinum hennar öllum styrk í sorginni. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Ásdís Sólrún Arnljótsdóttir, Þóra Guðjónsdóttir. Hógvær með sérstakt skopskyn en fyrst og fremst sterk. Þau per- sónueinkenni lýsa Önnu Maríu best eins og við kynntumst henni. Hún lét ekki fara mikið fyrir sér en stóð fast á sínu ef á þurfti að halda. Og hún gaf ekkert eftir í langri og erfiðri baráttu við veikindi sem hún var harðákveðin í að sigra fram á síðustu daga. Löng- unin til að fá að fylgja syni sínum sem lengst inn í lífið virtist koma henni lengra en nokkurn hefði grun- að. En þó líkaminn hafi verið sigr- aður, lifir andinn að eilífu og minn- ingarnar og allt sem Anna María gaf með umhyggju sinni, eru dýrmæti sem búa áfram í sálum þeirra sem fengu að njóta. Á hásumardegi kveðjum við Önnu Maríu sem hefur sýnt okkur hversu ótrúlega langt er hægt að komast á hugrekki og vilja. Við þökkum henni góðar samverustundir í hesthúsinu og látum Davíð Stefánsson eiga síð- ustu orðin sem minna okkur á að feg- urð sálarinnar skilar sér áfram í hringrás lífsins: Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. Elsku Gummi, Sigurjón Sumarliði og aðrir ættingjar og vinir, okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls þessarar góðu konu sem við hefðum svo gjarnan viljað hafa leng- ur hjá okkur. Kristín Heiða, Ingvar, Melkorka og Kristinn. Anna María mín. Við Aldís sökn- um þín mikið og við trúum ekki að þú sért farin. Þú gerðir mikið fyrir okk- ur í Bólstaðarhlíðinni, komst til okk- ar og sinntir okkur vel. Við fórum heim til Sigurjóns og við drukkum kaffi og töluðum um daginn og veg- inn. Við fórum með þér í afmæli Sig- urjóns og tókst þú okkur heim. Við munum alltaf sakna þessarar góðu konu og vonum að henni líði nú vel. Guð geymi ættingja þína og styrki þína nánustu. Hinsta kveðja. Stefán og Aldís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.