Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þjóðbjörg Þórð-ardóttir fæddist í
Hafnarfirði 19. febr-
úar 1945. Hún lést 6.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hulda Sigurveig
Helgadóttir, f. 27.
nóvember 1921, d. 2.
nóvember 1971, og
Þórður Björgvin
Þórðarson, f. 14.
mars 1910, d. 2. des-
ember 2001. Systkin
hennar eru Sigur-
björt, f. 31. júlí 1943,
gift Gauta Indriða-
syni, f. 5. júní 1941, þau eiga tvö
börn og þrjú barnabörn, og Helgi
Sævar, f. 20. desember 1947,
kvæntur Ástu Ágústsdóttur, f. 1.
júní 1948, þau eiga fjögur börn
og fimm barnabörn.
Hinn 29. ágúst 1971 giftist
Þjóðbjörg Sigurði Bjarnasyni, f.
10. nóvember 1940. Þau eignuð-
ust þrjá syni: 1) Bjarna, f. 7. des-
ember 1971, unnusta Sigurlaug
Gissurardóttir, f. 14. mars 1972,
og eiga þau dótturina Gyðu
Perlu, f. 29. ágúst
2001. 2) Björgvin
Skúla, f. 25. ágúst
1974, unnusta Krist-
ín Friðgeirsdóttir, f.
9. ágúst 1971. 3)
Kára, f. 13. júní
1976, unnusta Anna
Helga Eydís Bald-
ursdóttir, f. 4. apríl
1976.
Þjóðbjörg ólst
upp í Hafnarfirði.
Hún varð stúdent
frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1964
og lauk BS-prófi í
líffræði frá Háskóla Íslands 1972.
Hún vann á atvinnudeild Háskóla
Íslands, í Hjartavernd, við
lyfjaþróun hjá G. Ólafsson,
kenndi við Menntaskólann í
Reykjavík, við læknadeild Há-
skóla Íslands og við Fjölbrauta-
skólann í Garðabæ frá árinu 1991
þar til hún varð að hætta vegna
veikinda.
Útför Þjóðbjargar fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Tengdamóðir okkar, Þjóðbjörg
Þórðardóttir, er látin fyrir aldur
fram. Kynni okkar af Þjóðbjörgu
voru bæði einlæg og góð og við
minnumst hennar sem glæsilegrar
og gáfaðrar konu. Hún var gefandi
og hafði ákveðnar skoðanir og
skemmtilegan húmor. Við tengda-
dæturnar kynntumst Þjóðbjörgu
eftir að veikindi hennar hófust og
hafði hún á orði við strákana sína,
Bjarna, Björgvin Skúla og Kára, að
hún hefði viljað að við hefðum
þekkt hana á meðan hún naut
ennþá fullrar heilsu. Við kynnt-
umst baráttuvilja hennar og út-
haldi og lýsir eftirfarandi orðtæki
sem hún hafði uppi við vel hennar
anda: „Ef við snúum í rétta átt
nægir að halda göngunni áfram.“
Fyrir lífsskoðunum hennar og bar-
áttu berum við mikla virðingu.
Á undanförnum árum höfum við
öll búið talsvert erlendis og var
Þjóðbjörg mjög dugleg við að
hringja og senda skemmtilega
tölvupósta. Einnig heimsótti hún
strákana sína oft en því miður
auðnaðist henni ekki að heimsækja
Björgvin Skúla til Kaliforníu eins
hún hafði ætlað sér. Hún fékk þó
tækifæri til að heimsækja Kára til
Bretlands og Gyðu Perlu, barna-
barn sitt, til Danmerkur síðastlið-
inn vetur. Það var mikill ánægju-
dagur í lífi Þjóðbjargar og
Sigurðar þegar fyrsta barnabarnið
kom í heiminn á perlubrúðkaups-
dag þeirra hjóna í ágúst í fyrra.
Gyða Perla var sólargeisli í lifi
Þjóðbjargar og veitti hún ömmu
sinni margar gleðistundir hvort
heldur þær voru saman á Íslandi
eða hvor í sínu landi.
Synir Þjóðbjargar hafa alltaf tal-
að mikið og vel um móður sína og í
gegnum frásagnir þeirra höfum við
fengið að kynnast fleirum hliðum
hennar. Okkur finnst aðdáunarvert
að sjá hvað strákarnir báru mikla
virðingu fyrir móður sinni og
hversu náið sambandi hún hafði við
þá alla. Það fór ekki á milli mála
hvað Þjóðbjörgu þótti vænt um
syni sína og hvatti hún þá óspart til
góðra verka en hélt vel í taumana
þegar kom að áhættusömum uppá-
tækjum eins og fallhlífastökki og
mótorhjólaakstri. Þjóðbjörg lagði
metnað sinn í að ala syni sína upp
sem heilsteypta einstaklinga og
teljum við okkur vera lánsamar að
hafa kynnst henni og hennar fjöl-
skyldu.
Minning Þjóðbjargar mun ávallt
lifa í hugum okkar og hjörtum.
Sigurlaug, Kristín og Anna
Helga Eydís.
Andlát Þjóðbjargar Þórðardóttur
kom ekki á óvart, því í rúman ára-
tug glímdi mágkona mín við sjúk-
dóm sinn allt þar til lengur varð
ekki barist og hún varð að játa sig
sigraða.
Líklega verður okkur ljósastur
eigin vanmáttur þegar við verðum
vitni að ótrúlegum styrk annarra í
glímu við erfiðleika sem virðast svo
augljóslega óyfirstíganlegir. En
það var ekki í skapgerð Boggu að
gefast upp og því síður að láta lík-
amlega hnignun sína verða að
sterkara gripi á lífi sinna nánustu
en algerlega var óhjákvæmilegt.
Hún var mikil móðir og fjölskyldu-
kona og það var áreiðanlega bjarg-
fastur ásetningur hennar að geyma
ævilok sín þar til séðar væru fyrir
farsælar niðurstöður í framtíðar-
undirbúningi sona hennar þriggja.
Hver sem upplifað hefur bar-
daga við heiftúðuga sjúkdóma veit
að sá slagur er fjarri því að vera
einkamál hins sjúka, hans nánustu
taka með ein hverjum hætti bein-
línis á sig hluta af þjáningunni,
sem fyrir bragðið verður ef til vill
bærilegri. Það er svo vert að íhuga
feimnislaust hvort yfirveguð um-
gengni við aðdraganda fyrirsjáan-
legs andlát ástvinar er ekki eðlileg
og þroskandi fyrir þá sem eftir lifa
og líkleg til þess að gefa nýja sýn á
lífinu, eðli sársaukans og þýðingu
mannlegra tengsla innan fjölskyldu
og utan.
Bogga vildi eiga sínar síðustu
stundir heima í Stapaseli og þar
lést hún laugardagskvöldið 6. júlí,
umkringd sinni nánustu fjölskyldu.
Það er átakamikil en ómetanleg
kveðjustund fyrir unga og gamla
og skilur eftir sig arfleifð góðra
minninga og staðfestingu á gildi
umhyggju og uppeldis, samhygðar
og mannlegrar reisnar.
Reisn og umhyggja er líka það
sem kemur fyrst upp í hugann þeg-
ar Boggu er minnst. Hún tengdist
stórri fjölskyldu með hjónabandi
sínu og staður hennar í þeim hópi
var alla tíð styrkur og ljós; það var
engin tvöfeldni í samskiptum henn-
ar við annað fólk. Þau Sigurður
áttu saman einstaklega góð ár og
nutu ávaxtanna af uppeldislegri
natni sinni og ábyrgðartilfinningu í
framúrskarandi barnaláni. Samúð
okkar í Langagerðinu er óskipt
með honum og litlu fjölskyldunum í
Stapaselinu í dag, og þótt sú öfluga
baráttukona Þjóðbjörg hyrfi miklu
fyrr af sjónarsviðinu en réttlátt
getur talist lítum við samt á hana
sem sigurvegara í því stríði sem
enginn fær umflúið eða gengið heill
frá.
Hinrik Bjarnason.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Sigurbjört.
Þegar Bogga frænka var dáin
fann ég fyrir ákveðnum létti, vegna
þess hvernig líðan hennar var orð-
in, þó svo að ég fyndi líka fyrir
hryggð. Það vissu allir hvert
stefndi, en vonast var til þess að
tíminn yrði sem lengstur sem hún
ætti með strákunum sínum í sum-
ar. Bogga var ein af þeim konum
sem bar hag sinna meira fyrir
brjósti en eigin og því var það
markmið hennar að strákarnir
fengju tíma til að sinna námi sínu,
og því sem því tengdist, án þess að
þurfa að hafa áhyggjur. Henni var
mikið í mun að veikindin hefðu
ekki áhrif á framtíðaráform þeirra,
en samt held ég að það hafi verið
henni mikill léttir þegar þeir voru
allir komnir heim og þá hafi hún
fundið hvíld. Það að hafa þá alla
samtímis heima um síðustu páska
veit ég að var henni ómæld
ánægja. Af kynnum mínum við
hana veit ég að hún vildi síst af öllu
láta hafa fyrir sér og hennar æðsta
ósk var að fá að vera heima til
hinstu stundar þar sem hún naut
þeirrar ástríku umhyggju sem
Siggi, strákarnir og tengdadæturn-
ar veittu henni að ógleymdu eina
ömmubarninu sem hún mat svo
mikils. Ég ætla ekki að hafa mörg
orð um manngæsku Boggu, sem
kom fram á svo mörgum sviðum.
Þeir sem þekktu hana vita hvað um
er rætt og nutu þess að eiga sam-
skipti við hana alla tíð. Ég veit að
strákarnir sjá hversu mikið og gott
vegarnesti þeir hafa fengið og
koma til með að nýta sér það í
framtíðinni. Jafnframt veit ég að
þetta skarð í fjölskylduna verður
alltaf meðvitað og votta Sigga,
Bjarna, Björgvini Skúla og Kára
ásamt tilvonandi tengdadætrum og
Gyðu Perlu, prinsessunni hennar,
mína innilegustu samúð.
Þórður.
Merkiskonan Þjóðbjörg Þórðar-
dóttir er horfin. Hún bar höfuðið
hátt í sínu langa stríði við sjúkdóm-
inn. Þjóðbjörg var ætíð sjálfri sér
samkvæm. Þessi sterki persónu-
leiki einkenndi hana frá því ég
fyrst kynntist henni, á mennta-
skólaárunum, og fram á síðustu
stund.
Við Þjóðbjörg höfðum fjörutíu
ára samfylgd, en aðstæðurnar
gerðu samverustundir okkar strjál-
ar síðustu þrjátíu árin. Þrátt fyrir
það var þráðurinn alltaf tekinn upp
þar sem frá var horfið, þegar fund-
um okkar bar saman.
Einn af mörgum góðum kostum
Þjóðbjargar var hve fallegt og ríkt
mál hún talaði. Þess vegna voru
það grimm örlög þegar svo var
komið, að hún ekki gat tjáð sig
með góðu móti. En þrátt fyrir allar
hremmingar fannst aldrei uppgjöf
hjá henni og aldrei heyrðist æðru-
yrði. Ég hef aldrei kynnst eins
heilsteyptri manneskju. Ég sakna
góðrar vinkonu.
Auður Sigurbjörnsdóttir.
Á stundum sem þessum, þegar
Bogga mín hefur kvatt okkur,
verður orða vant og áleitnar spurn-
ingar koma upp í hugann. Hug-
urinn fyllist af söknuði, en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa notið
þeirra forréttinda að eiga hana að
vini.
Leiðir okkar lágu fyrst saman á
Hvanneyri fyrir margt löngu. Þar
undum við glaðar saman við leik og
störf og þar þróaðist ævarandi vin-
átta. Bogga var einstök manneskja,
vel gefin og lífsglöð. Alltaf var
stutt í hláturinn og rifjuðum við oft
upp þessi ógleymanlegu ár á
Hvanneyri.
Um tíma vorum við fjarri hvor
annarri, en aftur náðum við saman
og ekkert hafði breyst, alltaf sama
góða Bogga. Það var notalegt að
finna hana aftur.
Saman komu þau Siggi í heim-
sókn til okkar til Portúgal. Það
voru sæludagar sem aldrei gleym-
ast. Víða var farið og ekkert lét
hún aftra sér. Hennar andlegi
styrkur var einstakur.
Mörg bréfin fóru okkar á milli
síðustu árin, sem ég mun varðveita
og ylja mér við.
Ykkar missir er mestur, elsku
Siggi, drengirnir og fjölskyldan öll.
Við biðjum góðan Guð að vaka yfir
ykkur og styrkja á þessum erfiðu
tímum.
Megi minningin um einstaka
konu og móður lýsa ykkur veginn
fram á við.
Guð geymi þig, elsku vinan mín.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Edda L. Jónsdóttir.
Þrátt fyrir vissuna um að kallið
kæmi og lífsneistinn slokknaði
koma endalokin okkur jafnan
óvænt. Bogga, besta æskuvinkona
mín og mikil hetja, hefur kvatt
þetta jarðlíf. Við, sem eftir stönd-
um, drúpum höfði og okkur er orða
vant yfir öllu því æðruleysi og bar-
áttuþreki sem við urðum vitni að.
Hún laut í lægra haldi fyrir þeim
sama sjúkdómi og móðir hennar
sem einnig dó langt fyrir aldur
fram úr brjóstakrabbameini.
Þegar við héldum að Bogga væri
hólpin eftir vel heppnaða meðferð
og sex góð ár, þá var meinið komið
í lungun. Aftur hófst mjög erfið
meðferð og þá skemmdust radd-
böndin með þeim afleiðingum að
hún gat ekki lengur talað heldur
aðeins hvíslað, sem var mjög
áreynslumikið til lengdar. Hún
hvatti okkur vinkonurnar til þess
að hafa þá bara samband við sig
með tölvupósti eða bréfaskriftum
og var það gert. Og þegar við hitt-
umst sagði hún: „Stelpur mínar,
þið talið, ég hlusta.“
Það var í sjö ára bekk í Lækjar-
skóla í Hafnarfirði sem við kynnt-
umst. Við urðum sessunautar og
sátum við Bogga saman öll skóla-
árin þar til á öðru ári í MR en þá
fór hún í stærðfræðideild en ég í
máladeild. Á barnaskólaárunum
man ég eftir kjallaraíbúðinni á
Vitastígnum, sumarhúsinu úti á
Hvaleyri (þar sem golfvöllurinn er
nú) sem okkur fannst, fyrir daga
einkabílsins, vera langt úti í sveit.
Foreldrar hennar Þórður Björgvin
og Hulda byggðu síðan „stórt og
flott“ hús á Arnarhrauni. Heimili
þeirra einkenndist í senn af menn-
ingu og hlýju. Hulda spilaði vel á
gamla heimilisorgelið enda hafði
hún verið kirkjuorganisti og hafði
fallega söngrödd. Eins er minn-
isstætt að Hulda var oft rúmliggj-
andi á miðjum degi vegna erfiðra
veikinda. Bogga erfði líka söngrödd
móður sinnar og stoltar vorum við
vinkonur þegar hún söng aðalhlut-
verkið í „Litla stúlkan með eld-
spýturnar“ á sviði Bæjarbíós.
Bogga var afburða námsmaður,
ekki bara í bóklegum greinum
heldur var hún toppnemandi í öll-
um verklegum greinum einnig.
Okkur fannst Bogga svo sjálfstæð
að hún væri sú okkar sem gæti bú-
ið ein og hennar lífsfylling yrðu
skriftir og góðar bækur. Margt
varð líkt með okkur vinkonum.
Báðar urðum við kennarar, giftar
tannlækni og lækni, eignuðumst
báðar þrjá syni, sem allir búa nú
erlendis við nám og störf.
Bogga lauk líffræðinámi frá Há-
skóla Íslands og vann lengi á rann-
sóknarstofu en síðustu starfsárin
var hún kennari við Fjölbrauta-
skólann í Garðabæ.
Við vorum fimm skólasystur og
vinkonur frá grunnskólaárunum,
Anna Margrét, Líney, Stína og við
Bogga, sem stofnuðum saumaklúbb
fyrir 35 árum og höfum bundist
miklum vináttu- og tryggðabönd-
um. Við höfum notið þeirrar djúpu
vináttu eins og þegar Líney varð
fyrir mikilli og erfiðri lífsreynslu.
Barátta, hetjulund, óbilandi bjart-
sýni og æðruleysi Boggu hefur
kennt okkur margt og markað sín
spor á okkur sem næst stóðum og
fylgdumst með góðri eiginkonu og
móður sem fyrst og fremst hugsaði
um hag sinna nánustu. Við sam-
glöddumst innilega yfir framúr-
skarandi námsgengi sonanna, þeg-
ar þeir festu ráð sitt með góðum
stúlkum og þegar barnabarnið
fæddist. Bogga og Sigurður voru
afar samstillt og samhent hjón í
öllu sem þau tóku sér fyrir hendur.
Stóð hann sem klettur við hlið
konu sinnar í öllum þeim löngu og
ströngu veikindum sem urðu hlut-
skipti hennar síðastliðin ár.
Við þökkum forsjóninni fyrir að
hafa átt slíka konu að vini. Hvíl í
friði.
Sigrún Gísladóttir.
Kveðja frá Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ
Langvinnu stríði er lokið. Eftir
hetjulega baráttu er enn einn fé-
lagi okkar fallinn í valinn. Við sitj-
um hljóð og drúpum höfði um leið
og minningarnar leita á hugann.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Þjóðbjörg Þórðardóttir kom til
starfa í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ haustið 1990. Hún kenndi
líffræði og var kennslustarfið henni
afar hugleikið. Hún var góður fag-
maður og átti mjög auðvelt með að
miðla til ungs fólks. Nemendur
báru mikla virðingu fyrir henni og
leið vel í kennslustundum hjá
henni. Á kennarastofunni var hún
jafnan hress í bragði og skemmti-
leg en alvarleg og afar háttvís þeg-
ar það átti við. Við, starfsmenn
Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vor-
um lánsöm að starfa með Þjóð-
björgu og kynnast henni. Eftir-
minnilegt er þegar hún sagði okkur
öllum frá vel heppnaðri Kínaferð
þeirra hjóna. Með orðum sínum gaf
hún myndunum líf og á sinn hóg-
væra hátt náði hún athygli allra
með frásögn sinni. Hún var jákvæð
og ætíð tilbúin til að gefa af sér til
samstarfsmanna sinna og nem-
enda.
Árið 1998 tók heilsu Þjóðbjargar
að hraka og ákvað hún að hætta
störfum til að takast á við veik-
indin. Baráttan varð mjög erfið.
Hún átti ekki afturkvæmt í skólann
okkar. Við söknuðum sárt góðs fag-
manns og félaga.
Að leiðarlokum votta ég eigin-
manni Þjóðbjargar, Sigurði
Bjarnasyni, sonum þeirra og öðr-
um ástvinum innilega samúð og
þær kveðjur flyt ég enn fremur í
nafni Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Blessuð sé minning Þjóðbjargar
Þórðardóttur.
Þorsteinn Þorsteinsson.
,,Hún Þjóðbjörg er gull og ger-
semi, þú ert heppin ef þú færð
hana til starfa með þér.“
Þannig komst starfsfélagi henn-
ar að orði þegar ég sagðist vera að
reyna að fá Þjóðbjörgu til að kenna
líffræði með mér í Fjölbrautaskól-
anum í Garðabæ. Skólinn var ung-
ur og vaxandi og aðstæður á marg-
an hátt erfiðar. Þjóðbjörg hafði þá
nýlega ákveðið að söðla um frá
vinnu við rannsóknir og aflað sér
kennsluréttinda.
Það var mikið lán að fá hana til
samstarfs. Ég lít á það sem forrétt-
indi að vinna með góðu fólki, ekki
síst í vandasömu starfi eins og við
kennslu í framhaldsskóla, þar sem
allt litróf mannlegra tilfinninga
birtist í glímunni við að koma ung-
mennum til manns. Gaman var að
fylgjast með Þjóðbjörgu í upphafi
kennslustarfsins. Hún undraðist
agaleysi unga fólksins í fyrstu.
Sjálf átti hún þrjá hæfileikaríka
syni sem sigldu gegnum unglings-
árin án vandræða. Fljótlega áttaði
hún sig á þeim efniviði sem bjó í
ungmennunum og lagði mikla alúð
ÞJÓÐBJÖRG
ÞÓRÐARDÓTTIR