Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 57 STJÖRNUKISI varð til árið 1996. Meðlimir höfðu þá verið í hinum ýmsu rokksveitum fram að því, en helsti undanfari Kisans var sveitin Silverdrome. Hin nýstofnaða sveit sigraði svo glæsilega í Músíktilraun- um 1996 og sama ár kom út forláta þriggja laga tíutomma, hvít að lit, sem nefnist Veðurstofan. Í kjölfarið fóru meðlimir að týna tölunni en árið 1997 kom stuttdiskurinn Geisla- veisla út. Árið 1999 kom út smáskífa með laginu „Flottur sófi“ ásamt end- urhljóðblöndunum á nefndu lagi. Og síðan – ekkert. Þar til nú að fyrsta breiðskífan lítur dagsins ljós. Plötur sem aldrei koma út Til að ræða þessi tímamót eru komnir til viðtals þeir Bogi Reynis- son bassaleikari, Gunnar Óskarsson gítarleikari og Úlfur Chaka Karls- son söngvari. Aðrir í sveitinni eru þeir Gísli Már Sigurjónsson sem leikur á gítar og hljómborð og Ari Þorgeir Steinarsson trymbill. Það hefur verið beðið eftir plöt- unni nýútkomnu um nokkurt skeið og því eðlilegast að inna viðstadda eftir skýringum. Bogi verður fyrir svörum. „Platan byrjaði að verða til er við ákváðum að byggja eigið hljóðver (sem heitir Veðurstofan, í höfuðið á tíutommunni góðu). Sú vinna hófst fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Við rák- um endahnútinn á þá byggingu með því að taka upp plötu. Við tókum hana upp í desember á síðasta ári. Úlfur fór svo út til Spánar og hefur verið þar lungann af árinu. Á meðan krukkuðum við í lögunum – með góðri hjálp Netsins. Ég og Swell, svissneski upptökumaðurinn okkar, vorum í Sviss; Úlfur á Spáni og rest- in heima á Íslandi.“ Stjörnukisi hefur gengið í gegnum nokkrar mannabreytingar í gegnum tíðina, og hafa t.a.m. ófáir barið húðir hjá sveitinni. „Við byrjuðum með tuttugu í hljómsveitinni,“ segir Úlfur, og held- ur þann sið í heiðri að rokkurum beri ávallt að svara með útúrsnúningi og spaugi. „Þeir hafa svo smám saman verið að tínast út!“ Bogi segir plötuna nýju vissulega hafa verið lengi í gerjun. „En lögin eru öll ný. Þetta er ekki gamla efnið okkar sem er búið að vera að safnast saman í mörg ár. Það má frekar segja að við höfum misst af tveimur plötum sem komu aldrei út (kímir). Og þær eru bara farnar og koma aldrei út.“ Pukur Þeir félagar gefa lítið út á framtíð- aráætlanir, nú þegar þessi áfangi er í höfn. „Núna er bara þessi plata í hausn- um á okkur og við ætlum að sinna henni næstu tvo, þrjá mánuði,“ segir Bogi. „Við erum byrjaðir að pukrast aðeins með nýtt efni, og næsta plata verður allt öðruvísi en þessi. Þá ætl- um við að nýta okkur hljóðverið í botn.“ Hljóðverið er rekið sem almennt hljóðver, og tónlistarmenn eiga þess kost að taka þar upp. „Það hefur vantað svona hljóðver á Íslandi,“ segir Bogi. „Hljóðver með sæmilegan metnað sem er ekki fá- ránlega dýrt.“ „Það er líka mikilvægt að þeir sem eru að taka upp geti tengst þeim sem eru að vinna með þeim,“ segir Gunn- ar. Að lokum er aftur vikið að plöt- unni nýju. Bogi segir að þeir hafi lent fremur snemma á þeirri hugmynd sem á bak við hana stendur. „Þetta er í rauninni beint fram- hald af fyrstu útgáfunni af Stjörnu- kisa, það er sú sveit sem vann Mús- íktilraunir,“ segir Bogi. „Eftir þær tókum við algera u-beygju en fórum svo í raun heilhring og lentum aftur á sama stað, að gera harða rokktón- list eftir okkar höfði, sem hefur aug- ljós höfundareinkenni okkar.“ Stjörnukisi heldur útgáfutónleika í kvöld í Iðnó til að fagna útgáfunni. Stundin er runnin upp Hljómsveitin Stjörnu- kisi er tilbúin með fyrstu breiðskífuna sína, Góðar stundir. Arnar Eggert Thoroddsen kannaði þetta mál. Morgunblaðið/Arnaldur Stjörnukisi á góðri stundu: (f.v.) Gunnar Óskarsson, Úlfur Chaka Karls- son, Gísli Már Sigurjónsson og Bogi Reynisson. Á myndina vantar „tromm“Ara Þorgeir Steinarsson sem var vant við látinn. arnart@mbl.is Stjörnukisi gefur út Góðar stundir Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is 1/2kvikmyndir.com Radíó X Rás 2 1/2HK DV Sýnd kl. 8. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10. Þegar pabbinn neitar að borga enn eitt skólaárið fyrir son sinn, tekur partýdýrið Van til sinna ráða... Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 6 og 10. 1/2 kvikmyndir.is  kvikmyndir.is Framhjáhald getur verið spennandi en líka stórhættulegt. Magnaður erótískur spennutryllir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  SV.MBL  HK.DV FRUMSÝNING Sýnd kl. 8. Martin Lawrence er trítilóður og tímavilltur Í fyndnustu mynd ársins ...í topp formi. Ótrúleg bardagaatriði. Slagsmál og grín. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400 FRUMSÝNING Sandra Bullock í spennumynd sem tekur þig heljartaki! Þeir búa til leik sem hún þarf að leysa.. takmarkið er hinn fullkomni glæpur. Úr smiðju Jerry Bruckheimer (ConAir, The Rock) kemur þessi magnaða sumarsprengja undir leikstjórn Joel Schumacher. (Batman, Forever, 8mm) Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Vit 393. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit 400 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 18 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393.  HL Mbl Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 389.Sýnd kl. 3.45. Íslenskt tal. Vit 358. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 398 1/2 Kvikmyndir.is HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. 38 ÞREP ÚTSALA opið frá 10-18 / laugavegi 49 / sími 561 5813

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.