Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 60

Morgunblaðið - 12.07.2002, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HAFÞÓR Már, þriggja ára, fór í fjöruferð í rigningunni í gær- morgun ásamt nokkrum félögum sínum á leikskólanum Krógabóli á Akureyri. Endurnar á Pollinum vöktu athygli krakkanna. „Þarna koma alvöru fuglar, lifandi,“ sagði einn þeirra þegar andahóp- urinn nálgaðist. „Hvað er þetta?“ spurði annar og dröslaði vænu stykki af þara úr sjónum. Eftir hádegið í gær braust sólin fram úr skýjunum í höfuðstað Norður- lands. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alvöru fugl- ar, lifandi TALSVERÐ hætta er talin á fjölda- sýkingum, farsóttum og jarðskjálft- um á höfuðborgarsvæðinu, sam- kvæmt skýrslu um áhættugreiningu fyrir höfuðborgarsvæðið. Í skýrslunni er bent á að fjölda- sýkingar hafi komið hér upp, t.d. vegna illvígra matareitrana, en talið ólíklegt að slíkt leiði til almanna- varnaástands. Hins vegar sé áhætta vegna farsótta fyrir hendi og á ein- hverju stigi valdi þær almanna- varnaástandi. Þær geti komið upp sem afleiðing náttúruhamfara, styrj- aldarástands, hugsanlegra hryðju- verka, sýklahernaðar eða sem heimsfaraldur lítt þekktra eða óþekktra sjúkdóma. Þá kemur fram að afleiðingar öflugra jarðskjálfta séu yfirleitt til þess fallnar að skapa almannavarnaástand. Í skýrslunni kemur fram að tíðni efnaslysa og mengunaróhappa sé að aukast en ekki er talið líklegt að al- menn hætta geti skapast af völdum slíkra slysa. Ólíklegt er talið að eld- gos verði á höfuðborgarsvæðinu en eldgos í nágrenni við svæðið geti valdið margs konar hættu fyrir íbúa þess. Eldsvoðar valdi alla jafna ekki almannavarnaástandi en talið er mögulegt að slíkt geti gerst ef um er að ræða eldsvoða í mannvirkjum þar sem fjöldi fólks er samankominn. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu Mest hætta á fjölda- sýkingum og farsóttum  Atburðir/14 SKATTLEYSISMÖRK hafa lækk- að mikið að raungildi síðustu 12 árin samkvæmt nýrri úttekt Ein- ars Árnasonar, hagfræðings Fé- lags eldri borgara í Reykjavík. Að sögn Einars þýðir þetta að greidd- ir eru skattar af mun lægri tekjum að raungildi en áður. Einar bendir á að skattleysismörk hafi verið 53.998 kr. árið 1990 en séu nú 67.468. Ef þau hefðu þróast eins og verðlag frá 1990 væru þau 82.188 og ef þau hefðu þróast eins og launavísitala væru þau 104.461. Einar segist telja að fólk geri sér ekki grein fyrir því að það sé að greiða mun hærra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt en áður. Og það þrátt fyrir að skatthlutfall staðgreiðslu hafi lækkað. Þetta eigi þó sérstaklega við um þann hóp sem hafi lægstu tekjurnar. Í þeim hópi eru m.a. eldri borgarar, segir Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara. Hann og Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, ætlast til þess að kjör eldri borg- ara verði bætt í þeirri fjárlagagerð sem nú standi yfir fyrir næsta ár. Skattleys- ismörk lækkuðu að raungildi  Skattleysismörk/6 TILKYNNING um eldsvoða að bænum Litlu-Gröf í Skagafirði barst slökkviliðinu á Sauðárkróki laust eft- ir hádegi í gær. Þegar slökkviliðs- menn og lögregla komu á staðinn barst mikill reykur út um dyragætt og glugga á neðri hæð, en eldur ekki sjáanlegur, enda höfðu heimamenn þegar tekið til við slökkvistörf með handslökkvitækjum. Að sögn Óskars Stefáns Óskars- sonar slökkviliðsstjóra tókst á skömmum tíma að ráða niðurlögum eldsins sem eftir var, en rjúfa þurfti vegg við rafmagnstöflu þar sem var mikil glóð og einnig í ýmsu lauslegu sem var í forstofu og herbergi þar inn af. Sagði Óskar að heimafólk hefði haldið eldinum niðri og þess vegna hefði verið fljótlegra en ella að ráða niðurlögum hans. Á neðri hæð hússins eru þrjú her- bergi auk stigagangs og hafa þar orðið miklar skemmdir, en einnig munu hafa orðið nokkur spjöll á efri hæð vegna sóts og reyks. Ekki er talið að neinn hafi verið í lífshættu, þó var húsfreyjan á bæn- um flutt á Sjúkrahúsið á Sauðár- króki vegna gruns um reykeitrun. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík rannsakar upptök eldsins. Eldsvoði að Litlu-Gröf í Skagafirði Morgunblaðið/Pétur Ingi Björnsson Eins og sjá má barst talsvert mikill reykur frá húsinu. SVEITARSTJÓRN Grímsness- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum í vikunni að áfrýja úrskurði Óbyggðanefndar frá því í mars um að ríkið sé eigandi Skjaldbreiðar. Hefur oddvita hreppsins verið gefin heimild til að ráða lögfræðing til verksins. Að sögn Guðmundar Rúnars Svav- arssonar, sveitarstjóra Grímsness- og Grafningshrepps, verður unnið að því á næstunni að semja við lögfræðing og verður úrskurðinum að líkindum formlega áfrýjað í haust. Óbyggða- nefnd kvað upp úrskurði 21. mars sl. um þjóðlendumörk sjö hreppa í upp- sveitum Árnessýslu en frestur til að áfrýja niðurstöðunni til dómstóla rennur út í lok október. Að sögn Guðmundar hefur legið fyrir um nokkra hríð að úrskurðinum yrði áfrýjað en það er ekki fyrr en nú sem formleg bókun liggur fyrir þar um. Hann segir fullkomna samstöðu meðal sveitarstjórnarmanna um að áfrýja málinu. Hreppurinn eignaðist Skjaldbreið með makaskiptasamningi við Þing- vallakirkju fyrir liðlega hundrað ár- um í skiptum fyrir jörðina Kaldár- höfða. Samkvæmt niðurstöðu Óbyggðanefndar seldi kirkjan hins vegar eingöngu beitarrétt á fjallinu. „Núna er verið að hirða Skjald- breiðina af okkur og þeir halda líka Kaldárhöfða eftir og það erum við ekki sátt við. Ef þeir ætla að taka Skjaldbreiðina finnst okkur eðlilegt að þeir skili Kaldárhöfða til baka,“ segir Guðmundur en undirstrikar að eftir sé að marka skýrari línur varð- andi kröfur hreppsins og hvort hrepp- urinn fari fram á að fá Kaldárhöfða til baka eða eignarréttur hreppsins í Skjaldbreið verði viðurkenndur. Hafnar því að ríkið sé eigandi Skjaldbreiðar Grímsness- og Grafningshreppur vill áfrýja úrskurði Óbyggðanefndar „HINIR 280 þúsund íbúar Íslands deila landinu með um hálfri millj- ón kinda ásamt svona fimm til tíu þúsund álfum. Sauðféð hakka þeir beinlínis í sig, eða 55 pund á ári hver maður, en til samanburðar borðar hver Bandaríkjamaður rétt liðlega eitt pund. Kjötið af lömb- unum, sem sleppt er lausum upp á heiðar landsins á hverju vori, er í senn bragðgott, meyrt og fitulítið. Og það er algerlega laust við vaxt- arhormóna, sýklalyf og skor- dýraeitur.“ Þetta segir Jason Epstein, út- gefandi og matgæðingur, í ýtar- legri grein í sunnudagsútgáfu The New York Times þar sem hann m.a. rómar gæði íslenska lamba- kjötsins og bendir lesendum á hvernig matreiða megi íslenska lambið. Epstein á að baki langan og far- sælan feril í bókaútgáfu vestra. Hann stofnaði meðal annars The New York Review of Books og var lengi vel útgáfustjóri hins þekkta forlags Random House en mat- arlistin hefur ekki síður átt hug Epsteins. Epstein segir frá því þegar hann kom til Íslands í fyrsta sinn fyrir um átta árum og vissi ekki annað um íslenska matargerð en það eitt að landsmenn ætu úldinn hákarl og soðin lambshöfuð – og þótti það ekki lofa góðu. Það hafi ekki verið fyrr en hann eldaði lambakjöt heima hjá vinum að hann kynntist íslenska hráefninu af eigin raun og heillaðist af íslenska lamba- kjötinu. Magnús Bjarnason, starf- andi aðalræðismaður Íslands í New York, segir að greinar á borð við þá sem Epstein skrifaði geti haft mikil áhrif. The New York Times sé líklega útbreiddasta dag- blað í Bandaríkjunum og sunnu- dagsútgáfu þess sé dreift um öll Bandaríkin. „Í greininni var vísað á vefsíðu icelandnaturally.com og við fengum um 300 bréf sama dag og greinin birtist frá fólki sem vildi panta lambakjöt. Og reyndar fisk líka. Þetta vekur því mikla at- hygli. Langflestir vilja nálgast lambakjötið í verslunum en það er aðeins selt í búðum hér í takmark- aðan tíma á haustin og þetta er því mjög gott fyrir söluna í haust.“ Grein um íslenska lambakjötið í The New York Times Hráefninu hælt og viðbrögðin mikil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.