Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 2

Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 2
LÖGREGLUNNI í Keflavík var tilkynnt að hundar gengju lausir á býli skammt frá Höfn- um um kvöldmatarleytið í gær- kvöld. Ásamt hundaeftirlits- manni fór lögreglan á vettvang og færði fimm hunda í geymslu sem sloppið höfðu út fyrir girð- inguna á bænum. Tveir hundar voru innan girðingar og ekki færðir á brott. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík hefur áður verið kvartað undan lausagöngu þessara hunda, en þeir eru af Stóra Dan- kyni. Óvíst er hvað verður um hundana fimm sem teknir voru. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Fimm lausir hundar teknir FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isValsmenn komnir á beinu brautina í 1. deildinni/C2 Skagamönnum refsað fyrir mistökin í Sarajevo/C3 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Coldwater UK kaupir fyrirtæki á 700 milljónir / B1  Úr skolphreinsun í skemmtiefni / B4  Lengi ljóst hvert stefndi / B6  Er hitinn að drepa hörpuskelina? / B9  Coca-Cola ákveður að gjaldfæra kauprétt / B12 EIGENDUR rúmlega þriðjungs stofnfjár Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hafa nú krafist þess að stjórn SPRON boði til fundar stofnfjáreigenda nú þegar. Fulltrúar þessa hóps, þeir Ingimar Jóhannsson og Pétur Blöndal, fóru í gær á skrif- stofu SPRON, þar sem listi yfir stofnfjáreigendur er geymdur, og sannreyndu að eigendur nægilegs fjölda hluta hefðu krafist fundar. Pét- ur Blöndal segist ekki hafa trú á öðru en boðað verði til fundar og það fyrr en seinna en Jón G. Tómasson, for- maður stjórnar SPRON, segir að þetta breyti engu í sínum huga, rétt- arstaðan sé enn sem fyrr óviss. Fund- ur stofnfjárfesta muni hins vegar verða boðaður. Í bréfi Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, lögmanns stofnfjáreigendanna fimm, til Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra er þess krafist að fundur stofnfjáreigenda verði hald- inn svo fljótt sem unnt er. Furðulegar reglur Þá segir jafnframt í bréfinu að af ummælum Guðmundar í fjölmiðlum virðist mega ráða að ekki verði boðað til fundarins nú þegar: „Er raunar svo að sjá að þér teljið yður geta svar- að erindum fjölda stofnfjáreigenda við stjórn sparisjóðsins upp á ein- dæmi yðar. Virðist þér telja yður hafa öll ráð stjórnarinnar í hendi yðar.“ Pétur Blöndal segir að tekist hafi að ná tilskildum fjölda stofnfjárhluta þrátt fyrir að mjög margir sem hafi verið hlynntir kröfunni hafi ekki vilj- að skrifa undir af ýmsum ástæðum, s.s. vegna vinfengis og viðskiptahags- muna. Þetta hafi allt gengið kurteis- lega fyrir sig hjá SPRON þótt settar hafi verið upp furðulegar reglur, þ.e. hann og Ingimar hafi ekki mátt skrifa neitt niður á blað sem þeir tækju síð- an með sér. Pétur segir að ef reglur sem þessar eigi að gilda verði aldrei framar boð- að til fundar stofnfjáreigenda SPRON. Það sé útilokað ef menn megi ekki nálgast lista yfir stofnfjár- eigendur með öðrum hætti en þess- um. Það sé dapurlegt gagnvart lýð- ræðinu í SPRON og raunar lýðræðinu almennt. Jón G. Tómasson, formaður stjórn- ar SPRON, segir að reiknað hafi ver- ið með því að stjórn SPRON myndi funda í dag eða jafnvel á morgun, en enginn fundur hafi þó enn verið tíma- settur. „Þetta breytir svo sem engu í mín- um huga. Stjórn Sparisjóðsins er búin að marglýsa því yfir að hún muni boða til fundar stofnfjáreigenda, í stað fundarins sem átti að vera 28. júní, þegar vitað verður hver réttarstaðan er. Sú staða er enn óviss, við höfum ekki enn heyrt frá Fjármálaeftirlitinu. En þegar það liggur fyrir munum við ákveða fundardag og -stað.“ „Bréfið hefur enga þýðingu“ Spurður um bréf það sem Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hef- ur sent sparisjóðsstjóra SPRON seg- ir Jón að slíkt bréf hefði átt að stíla á stjórn SPRON. Bréfið hafi hins vegar enga þýðingu. „Það er einfaldlega lið- ur í ófrægingarherferð sem kostuð er af Búnaðarbanka Íslands.“ Jón segir að lögum samkvæmt og samkvæmt samþykktum sparisjóðs- ins beri að boða stjórnarfundi með minnst tíu daga fyrirvara en önnur tímamörk séu ekki sett, ekki heldur fyrir hvaða tíma skylt sé að halda fundinn, ólíkt því sem sé í hluta- félagalögunum. Menn ætli sér þó alls ekki að draga það úr hömlu að halda fund. Eigendur þriðjungs stofn- fjár SPRON krefjast fundar Morgunblaðið/Arnaldur Pétur Blöndal og Ingimar Jóhannsson í höfuðstöðvum SPRON í gær. ÍSLENSK erfðagreining greindi í gær frá því að vísindamenn fyrir- tækisins og samstarfsaðila hefðu gert nýjar uppgötvanir í erfðafræði og lyfjaerfðafræði astma og ofnæm- is. Stefnt er að þróun nýrra grein- ingar- og meðferðarúrræða til að auka notagildi þeirra lyfja sem nú eru notuð. Vísindamennirnir hafa kortlagt erfðavísi sem tengist astma. Vísinda- grein um þetta mun birtast í sept- emberhefti vísindaritsins American Journal of Human Genetics og er að- gengileg á vefsíðu þess, http:// www.ajhg.org. Þeir hafa einnig staðsett tvo erfða- vísa sem tengjast ofnæmi í öndunar- vegum. Í tilkynningu frá ÍE segir að þetta sé í fyrsta sinn sem vísinda- menn hafi sýnt fram á sterk, töl- fræðilega marktæk tengsl ákveðins svæðis á litningi við astma. Þróuðu aðferð til að spá fyrir um svörun við steralyfjum Í rannsókninni var ofnæmi skil- greint sem aukinn styrkur mótefna af E-flokki. Í tilkynningunni segir að það sé mikilvægur þáttur í ofnæmi fyrir ýmsum ofnæmisvökum í um- hverfinu og auki hættuna á myndun astma. Vísindamenn ÍE, dótturfyrir- tækisins Íslenskra lyfjarannsókna og samstarfsaðila hafa einnig þróað aðferð til að spá fyrir um svörun astmasjúklinga við ákveðnum stera- lyfjum, út frá athugunum á tjáningu erfðavísa. „Þessar niðurstöður eru hluti af sí- auknum rannsóknum ÍE sem stund- aðar eru án stærri samstarfsaðila. Ætlunin er að nýta þessar niðurstöð- ur til áframhaldandi rannsókna, með það að markmiði að þróa ný grein- ingarpróf og meðferðarúrræði sem beinast að orsökum astma og of- næmis. Út frá lyfjaerfðafræðilegum hluta þessara niðurstaðna hyggst Ís- lensk erfðagreining einnig hanna próf sem geta tryggt að þessi stera- lyf séu aðeins notuð af þeim sjúkling- um sem líklegt er að muni fá af þeim bata með sem minnstum líkum á aukaverkunum,“ segir í tilkynning- unni. Núverandi lyf beinast gegn sjúkdómseinkennum Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, seg- ir að astmi og ofnæmi séu með allra flóknustu sjúkdómum sem við þekkj- um. „Það að finna og kortleggja ákveðna erfðaþætti í slíkum sjúk- dómum sýnir hversu öflugar aðferðir okkar eru. Þau lyf sem notuð eru gegn þessum sjúkdómum í dag bein- ast fyrst og fremst að sjúkdómsein- kennum en ekki að orsökum þeirra. Við vonumst til að geta nýtt okkur þekkingu á erfðaþáttunum til að þróa ný og markvissari lyf. Slíkt lyf verður ekki komið í hillurnar á morgun, en við erum einnig að vinna að þróun greiningarprófa til að há- marka hag sjúklinga af þeim lyfjum sem eru á markaðnum í dag,“ segir hann. Ein stærsta tengslagreining sem framkvæmd hefur verið Kortlagning erfðavísisins sem tengist astma byggðist á um 1.000 erfðamörkum hjá 600 sjúklingum og 550 ættingjum þeirra í 175 fjölskyld- um. „Hér var því um að ræða eina stærstu tengslagreiningu sem nokk- urn tíma hefur verið framkvæmd. Um það bil 600 manns tóku þátt í rannsóknunum á erfðum ofnæmis í öndunarvegi,“ segir í fréttatilkynn- ingunni sem Íslensk erfðagreining sendi frá sér í gær. ÍE gerir uppgötvanir á sviði astma og ofnæmis Stefnt að þróun nýrra meðferðarúrræða ALLMIKIÐ rigndi víða um land í gær og er þá gott að kunna að búa sig. Ef hettan dugar ekki til að vera í góðu skjóli getur regnhlífin tekið við og þá ætti nú allt að vera nokk- uð öruggt. Þó getur verið var- hugavert að treysta á regnhlífina þegar vindar blása. Þokkalegu veðri er spáð í dag, víða verður skýjað og vætu er spáð á Suðausturlandi. Morgunblaðið/Jim Smart Í góðu skjóli ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti í gærkvöld skip- verja, sem slasast hafði á hendi við vinnu sína, um borð í Höfr- ung III AK 250. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk til- kynningu um slysið kl. 19.55 er Höfrungur III var staddur um 70 sjómílur vestur af Snæfells- jökli. Skipverjinn var kominn um borð í þyrluna kl. 21.55 og tæpri klukkustund síðar var hann kominn undir læknis- hendur á slysadeild Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni gekk sjúkraflugið að óskum enda hægviðri og sjó- lítið. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild klemmdust tveir fingur á vinstri hönd skip- verjans illa og gekkst hann undir aðgerð seint í gærkvöld. Þyrluflug eftir sjómanni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.