Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANGANESFERÐIR eru áhuga- verður möguleiki fyrir ferðafólk en tvisvar í viku er lagt af stað frá íþróttamiðstöðinni Verinu þar sem tekið er við bókunum í ferðirnar. Frá Verinu er ekið að eyðibýlinu Skoruvík á Langanesi og áhuga- verðir staðir skoðaðir á leiðinni. Frá Skoruvík getur fólk valið um það að ganga yfir í Skála sem er um 5 km leið eða ekið áfram alla leið. Á Skálum, þar sem fyrr var blómleg verstöð, er fólki boðið upp á að grilla pylsur en þær er hægt að kaupa í Verinu við brottför. Á leið- inni getur fólk fræðst um Langa- nesið því að í bílnum eru möppur með ýmsum fróðleik um land- svæðið. Í ferðina er sjálfsagt að taka með hlý föt, nesti og sjónauka, að ógleymdri myndavélinni. Fjölbreytilegt fuglalíf er á Langanesi og þar er ein stærsta súlubyggð landsins í klettadrang- inum Stóra-Karli, eða „Kallinum“ eins og hann nefnist í daglegu tali. Ferðirnar eru farnar á föstudög- um og laugardögum og taka um 6–8 klukkustundir en einnig er möguleiki á ferðum aðra daga vik- unnar ef þess er óskað. Á Þórshöfn eru fjörugir dagar fram undan und- ir heitinu „Kátir dagar“ en þá verð- ur skemmtidagskrá og uppákomur frá föstudeginum 19. júlí til sunnu- dagsins 21. júlí. Karen Rut Konráðsdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar og hefur unnið ötullega að ferða- málum í heimabyggð sinni. Þórs- hafnarhátíð með svipuðu sniði hef- ur verið haldin áður og tekist ágætlega. Dagskráin verður fjöl- breytt en hún hefst með kassabíl- arallýi og verðlaun verða veitt fyrir besta bílinn en undirbúningur er löngu hafinn hjá áhugasömum kassabílasmiðum. Myndlistarsýningar, minjagripa- samkeppni, tónleikar og dansleikir eru á dagskrá, einnig Langanes- ferðir og sjóferðir, svo og kajakar. Fallhlífastökksýning, ásamt hreystikeppni og dorgveiðikeppni, er einnig á skemmtidagskránni og ýmislegt fleira. Útimarkaður verður á svæðinu og úrslit í minjagripasamkeppni til- kynnt þar og á laugardagskvöldið verður brenna með tilheyrandi söng og gamni. Fyrir áhugafólk um göngur og útivist er Rauðanes í Þistilfirði til- valið, þar er sérstæð náttúrufegurð og gönguferð með leiðsögn verður farin um svæðið. Jeppaferðir á Langanes Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Súlubyggð í Stóra Karli (Kallinum). Þórshöfn NORRÆNU æskulýðssamtökin NSU eiga 19 aðildarfélög á öllum Norðurlöndunum með 2,2 milljónir félaga. Frá Íslandi á Ungmenna- félag Íslands aðild að þessum sam- tökum. Formaður samtakanna er Anna Möller og framkvæmdastjóri Valdimar Gunnarsson. Aðalmarkmið samtakanna er að standa fyrir mót- um ungmenna frá Norðurlöndum í þeim tilgangi að efla samstarf milli ungmenna- og æskulýðsfélaga og búa til tengslanet ungs fólks innan NSU. Fyrir nokkru stóð NSU fyrir leið- toganámskeiði á Gufuskálum fyrir tilvonandi leiðtoga á aldrinum 18–25 ára. Þátttakendur voru 31 og þar af þrír þátttakendur frá Íslandi. Nám- skeiðið að Gufuskálum stóð í 5 daga þar sem boðið var upp á fyrirlestra um margvíslegt efni og eins var farið í vettvangsferðir um hrikalega nátt- úru undir jökli. Valdimar Gunnarsson skipulagði námskeiðið ásamt Páli Guðmunds- syni en þeir eru starfsmenn UMFÍ. Þeir voru mjög ánægðir með hvað námskeiðið gekk vel. Einn íslensku þátttakendanna sagði að þessir fimm dagar hefðu verið þeir skemmtileg- ustu hjá sér hingað til og hann hlakkar til að hitta þessa nýju félaga sína aftur og endurtaka leikinn. Fimm daga leiðtoganámskeið fyrir norræna ungmennaleiðtoga var haldið nýverið í Stykkishólmi. Norrænir ungmennaleið- togar í æfingabúðum Stykkishólmur ÓLAFUR Erlendsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga, og Hörður Arnórs- son fráfarandi framkvæmdastjóri Hvamms, dvalarheimilis aldraðra á Húsavík, tóku á dögunum fyrstu skóflustungurnar að framkvæmdum við nýjan útivistar- og endurhæfing- argarð. Starfsfólk heilbrigðisstofn- unarinnar hefur að undanförnu unn- ið að hugmyndum og skipulagningu garðsins sem nefnist Garðshorn og er við sjúkrahúsið og dvalarheimilið. Per Langsöe Cristensen arkitekt sem býr og starfar á Húsavík hefur hannað garðinn, yfirumsjón með verklegum framkvæmdum verður í höndum þeirra Þórólfs Aðalsteins- sonar hjá Norðurvík ehf. og Hilmars Dúa Björgvinssonar hjá Garðvík ehf. Við athöfnina fluttu m.a. ávörp þeir Friðfinnur Hermannsson fram- kvæmdastjóri og Ásgeir Böðvars- son, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Ásgeir er jafnframt verndari fjáröflunar vegna fram- kvæmda við garðinn sem fjármagn- aður verður að mestu með fjársöfn- un, gjöfum og sjálfboðavinnu. Fram kom m.a. í máli þeirra að þessari hugmynd starfsfólksins um útivist- ar- og endurhæfingargarð hafi verið vel tekið þar sem leitað hefur verið eftir stuðningi. Margar gjafir hafi borist, m.a. í formi timburs, trjá- plantna og blóma auk peningagjafa. Við athöfnina sem var fjölmenn voru t.d. afhentar myndarlegar peninga- gjafir frá fyrirtækjum, félagasam- tökum o.fl. aðilum. Að skóflustung- unum loknum var boðið upp á léttar veitingar og líkan af garðinum var til sýnis, það gerði Ólafur Guðmunds- son á Borgarhóli með aðstoð Berg- lindar dóttur sinnar. Sigríður Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur hefur að sögn þeirra Friðfinns og Ásgeirs að öðrum starfsmönnum stofnunarinn- ar ólöstuðum verið drífandi við að kynna verkefnið og gera þessa hug- mynd að veruleika. Njóta útivistar Fram hefur komið að meðal mark- miða við gerð Garðshorns er að gera öldruðum kleift að njóta útivistar og taka þátt í léttum garðyrkjustörfum og auka möguleika til sjúkra- og iðju- þjálfunar. Ennfremur að stuðla að því að heilbrigðisstofnunin verði um- hverfisvæn stofnun og henni með því gefið nýtt andlit. Efla heilsutengda ferðaþjónustu á svæðinu og skapa tengls á milli aldraðra og unglinga. Framkvæmdir að hefjast við úti- vistar- og endur- hæfingarsvæði Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hörður Arnórsson og Ólafur Erlendsson tóku fyrstu skóflustunguna. Á MYNDINNI eru hjúin Þursi og Sigurást Ermenga sem nú þriðja sumarið í röð rísa upp á túnbletti ábúendanna á Ósi við Bolungarvík. Tignarleg hjón sett saman úr heyböggum, klædd sparifötum. Á Ósi búa þau Högni Jónsson og Sunna Sigurjónsdóttir. Það var móðir Högna, Guðmunda Högna- dóttir, sem fékk þessa snjöllu hug- mynd að nota nokkrar baggarúllur í þessa sköpun. Frændi Högna valdi nafnið á kallinn en kellingin heitir eftir syst- ur langömmu Sunnu sem bar þetta sérstæða nafn, en þær systur voru kenndar við Leysingjastaði í Döl- um. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Hjúin á Ósi Bolungarvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.