Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 18
LANDIÐ
18 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LANGANESFERÐIR eru áhuga-
verður möguleiki fyrir ferðafólk en
tvisvar í viku er lagt af stað frá
íþróttamiðstöðinni Verinu þar sem
tekið er við bókunum í ferðirnar.
Frá Verinu er ekið að eyðibýlinu
Skoruvík á Langanesi og áhuga-
verðir staðir skoðaðir á leiðinni.
Frá Skoruvík getur fólk valið um
það að ganga yfir í Skála sem er um
5 km leið eða ekið áfram alla leið. Á
Skálum, þar sem fyrr var blómleg
verstöð, er fólki boðið upp á að
grilla pylsur en þær er hægt að
kaupa í Verinu við brottför. Á leið-
inni getur fólk fræðst um Langa-
nesið því að í bílnum eru möppur
með ýmsum fróðleik um land-
svæðið. Í ferðina er sjálfsagt að
taka með hlý föt, nesti og sjónauka,
að ógleymdri myndavélinni.
Fjölbreytilegt fuglalíf er á
Langanesi og þar er ein stærsta
súlubyggð landsins í klettadrang-
inum Stóra-Karli, eða „Kallinum“
eins og hann nefnist í daglegu tali.
Ferðirnar eru farnar á föstudög-
um og laugardögum og taka um
6–8 klukkustundir en einnig er
möguleiki á ferðum aðra daga vik-
unnar ef þess er óskað. Á Þórshöfn
eru fjörugir dagar fram undan und-
ir heitinu „Kátir dagar“ en þá verð-
ur skemmtidagskrá og uppákomur
frá föstudeginum 19. júlí til sunnu-
dagsins 21. júlí.
Karen Rut Konráðsdóttir er
framkvæmdastjóri hátíðarinnar og
hefur unnið ötullega að ferða-
málum í heimabyggð sinni. Þórs-
hafnarhátíð með svipuðu sniði hef-
ur verið haldin áður og tekist
ágætlega. Dagskráin verður fjöl-
breytt en hún hefst með kassabíl-
arallýi og verðlaun verða veitt fyrir
besta bílinn en undirbúningur er
löngu hafinn hjá áhugasömum
kassabílasmiðum.
Myndlistarsýningar, minjagripa-
samkeppni, tónleikar og dansleikir
eru á dagskrá, einnig Langanes-
ferðir og sjóferðir, svo og kajakar.
Fallhlífastökksýning, ásamt
hreystikeppni og dorgveiðikeppni,
er einnig á skemmtidagskránni og
ýmislegt fleira.
Útimarkaður verður á svæðinu
og úrslit í minjagripasamkeppni til-
kynnt þar og á laugardagskvöldið
verður brenna með tilheyrandi
söng og gamni.
Fyrir áhugafólk um göngur og
útivist er Rauðanes í Þistilfirði til-
valið, þar er sérstæð náttúrufegurð
og gönguferð með leiðsögn verður
farin um svæðið.
Jeppaferðir á
Langanes
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Súlubyggð í Stóra Karli (Kallinum).
Þórshöfn
NORRÆNU æskulýðssamtökin
NSU eiga 19 aðildarfélög á öllum
Norðurlöndunum með 2,2 milljónir
félaga. Frá Íslandi á Ungmenna-
félag Íslands aðild að þessum sam-
tökum. Formaður samtakanna er
Anna Möller og framkvæmdastjóri
Valdimar Gunnarsson. Aðalmarkmið
samtakanna er að standa fyrir mót-
um ungmenna frá Norðurlöndum í
þeim tilgangi að efla samstarf milli
ungmenna- og æskulýðsfélaga og
búa til tengslanet ungs fólks innan
NSU.
Fyrir nokkru stóð NSU fyrir leið-
toganámskeiði á Gufuskálum fyrir
tilvonandi leiðtoga á aldrinum 18–25
ára. Þátttakendur voru 31 og þar af
þrír þátttakendur frá Íslandi. Nám-
skeiðið að Gufuskálum stóð í 5 daga
þar sem boðið var upp á fyrirlestra
um margvíslegt efni og eins var farið
í vettvangsferðir um hrikalega nátt-
úru undir jökli.
Valdimar Gunnarsson skipulagði
námskeiðið ásamt Páli Guðmunds-
syni en þeir eru starfsmenn UMFÍ.
Þeir voru mjög ánægðir með hvað
námskeiðið gekk vel. Einn íslensku
þátttakendanna sagði að þessir fimm
dagar hefðu verið þeir skemmtileg-
ustu hjá sér hingað til og hann
hlakkar til að hitta þessa nýju félaga
sína aftur og endurtaka leikinn.
Fimm daga leiðtoganámskeið fyrir norræna ungmennaleiðtoga var haldið nýverið í Stykkishólmi.
Norrænir ungmennaleið-
togar í æfingabúðum
Stykkishólmur
ÓLAFUR Erlendsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn-
unar Þingeyinga, og Hörður Arnórs-
son fráfarandi framkvæmdastjóri
Hvamms, dvalarheimilis aldraðra á
Húsavík, tóku á dögunum fyrstu
skóflustungurnar að framkvæmdum
við nýjan útivistar- og endurhæfing-
argarð. Starfsfólk heilbrigðisstofn-
unarinnar hefur að undanförnu unn-
ið að hugmyndum og skipulagningu
garðsins sem nefnist Garðshorn og
er við sjúkrahúsið og dvalarheimilið.
Per Langsöe Cristensen arkitekt
sem býr og starfar á Húsavík hefur
hannað garðinn, yfirumsjón með
verklegum framkvæmdum verður í
höndum þeirra Þórólfs Aðalsteins-
sonar hjá Norðurvík ehf. og Hilmars
Dúa Björgvinssonar hjá Garðvík ehf.
Við athöfnina fluttu m.a. ávörp
þeir Friðfinnur Hermannsson fram-
kvæmdastjóri og Ásgeir Böðvars-
son, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga. Ásgeir er jafnframt
verndari fjáröflunar vegna fram-
kvæmda við garðinn sem fjármagn-
aður verður að mestu með fjársöfn-
un, gjöfum og sjálfboðavinnu. Fram
kom m.a. í máli þeirra að þessari
hugmynd starfsfólksins um útivist-
ar- og endurhæfingargarð hafi verið
vel tekið þar sem leitað hefur verið
eftir stuðningi. Margar gjafir hafi
borist, m.a. í formi timburs, trjá-
plantna og blóma auk peningagjafa.
Við athöfnina sem var fjölmenn voru
t.d. afhentar myndarlegar peninga-
gjafir frá fyrirtækjum, félagasam-
tökum o.fl. aðilum. Að skóflustung-
unum loknum var boðið upp á léttar
veitingar og líkan af garðinum var til
sýnis, það gerði Ólafur Guðmunds-
son á Borgarhóli með aðstoð Berg-
lindar dóttur sinnar. Sigríður Jóns-
dóttir hjúkrunarfræðingur hefur að
sögn þeirra Friðfinns og Ásgeirs að
öðrum starfsmönnum stofnunarinn-
ar ólöstuðum verið drífandi við að
kynna verkefnið og gera þessa hug-
mynd að veruleika.
Njóta útivistar
Fram hefur komið að meðal mark-
miða við gerð Garðshorns er að gera
öldruðum kleift að njóta útivistar og
taka þátt í léttum garðyrkjustörfum
og auka möguleika til sjúkra- og iðju-
þjálfunar. Ennfremur að stuðla að
því að heilbrigðisstofnunin verði um-
hverfisvæn stofnun og henni með því
gefið nýtt andlit. Efla heilsutengda
ferðaþjónustu á svæðinu og skapa
tengls á milli aldraðra og unglinga.
Framkvæmdir að
hefjast við úti-
vistar- og endur-
hæfingarsvæði
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hörður Arnórsson og Ólafur Erlendsson tóku fyrstu skóflustunguna.
Á MYNDINNI eru hjúin Þursi og
Sigurást Ermenga sem nú þriðja
sumarið í röð rísa upp á túnbletti
ábúendanna á Ósi við Bolungarvík.
Tignarleg hjón sett saman úr
heyböggum, klædd sparifötum.
Á Ósi búa þau Högni Jónsson og
Sunna Sigurjónsdóttir. Það var
móðir Högna, Guðmunda Högna-
dóttir, sem fékk þessa snjöllu hug-
mynd að nota nokkrar baggarúllur
í þessa sköpun.
Frændi Högna valdi nafnið á
kallinn en kellingin heitir eftir syst-
ur langömmu Sunnu sem bar þetta
sérstæða nafn, en þær systur voru
kenndar við Leysingjastaði í Döl-
um. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Hjúin á Ósi
Bolungarvík