Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 27 DISTILL er hópur sjö listamanna sem koma frá fjórum heimsálfum og eiga sér enn fjölþættari rætur. Síð- ast sýndi hópurinn saman í Chicago árið 2000. Verk þeirra eru sprottin af þeirri sundrungu og endursamruna sem kviknaði á sjöunda áratugnum og leiddi til upphafningar hefðbund- innar flokkunar lista í skýrt afmark- aðar greinar. Þannig má sjá í Talningu, sýningu Distill-hópsins í Sverrissal, veikan enduróm margra þeirra tilrauna með efni og aðferðir sem gerðar voru eftir hnignun formalismans. Upp í hugann koma nöfn á borð við Evu Hesse, Lucas Samaras og Richard Tuttle, sem ekki aðeins tömdu sér nýja afstöðu til efniviðar og úrlausna heldur gengu á svig við hefðbundinn aðskilnað listar og listiðnaðar. Þann- ig má greina í flestum verkum Dist- ill-manna ákveðin tengsl við veflist eða leirlist án þess að þær greinar nái að lita sýninguna. Bandaríska listakonan Amy Bar- illo gengur til dæmis út frá barna- legu snifsi sem hún festir með prjón- um á vegginn svo úr verður einhvers konar spil, meðan samlanda hennar Ann Chuchvara býr til lauslegt lím- bandsteppi með þurrkuðum blómum og hólka úr sokkefni. Viðkvæmt efn- ið má varla við miklu enda virðist það miklu fremur vera föndrið en útkom- an sem helgar niðurstöðuna. Hrafnhildur Sigurðardóttir má segja að gangi enn lengra með stórum súkkulaði- og vanillubátum sínum, hlöðnum kynferðislegum skírskotunum og vænum skammti af háði, sem hún undirstrikar enn frek- ar með stórum konfektkökum. Eld- hússpuðið og afrakstur þess er í senn vottur húsmóðurlegrar undirgefni og tryggðarpantur matarástar, kær- leikans sem eftir stendur þótt annað fari ef til vill forgörðum. Eþíópísku listakonunni Tsehai Johnson svipar hugmyndalega mjög til Hrafnhildar þótt hún kjósi að gera salernið, fremur en eldhúsið, að við- fangsefni sínu. Umbreyttir klósett- burstar hennar og ummótuð plastílát eru í einfaldleik sínum engu ómerk- ari tilvísanir í hvatalíf kynjanna. Um leið sneiða þessi sérkennilegu hrein- lætisáhöld ísmeygilega að hámenn- ingarlegum tepruskap. Í verkum equadorsku listakon- unnar Maríu Patriciu Tinajero-Bak- er og Bandaríkjamannanna Julie Poitras Santos og Jeaha Yoo gætir sterkra óformrænna áhrifa. Skemmst er að minnast hinnar yf- irgripsmiklu og athyglisverðu sýn- ingar um formlausa list sem aðstand- endur tímaritsins October, í New York, höfðu veg og vanda af. Þre- menningarnir hefðu hæglega getað tekið þátt í þeirri veislu með léttum og bráðsnjöllum lausnum sínum á framsetningu efnis, búta og afganga. Hvert með sínum hætti ganga þau Yoo, Poitras Santos og Tinajero-Baker gegn allri form- rænni þvingun og sýna svo ekki verður um villst að drasl, afgangar, sneplar og hnat eru fullt eins verð- ugur efniviður og sá sem talinn var eðalborinn og einn koma til greina til listsköpunar. Talning Distill-hópsins er vissu- lega athyglisverð sýning, einkum fyrir þá sem hafa nægilega breiðan áhuga til að gera ekki upp á milli óháðrar myndlistar, listiðnaðar og hönnunar. Eiming, ein, tvær… MYNDLIST Hafnarborg Til 22. júlí. Opið miðvikudaga til mánu- daga frá kl. 11-17. BLÖNDUÐ TÆKNI AMY BARILLARO, ANN CHUCHVARA, HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, JAEHA YOO, JULIE POITRAS SANTOS, MARIA PATRICIA TINAJERO-BAKER, TSEHAI JOHNSON Áhöld Tsehai Johnson, frá Eþíópíu, bera vott um ferska og frjálslega efnismeðferð listamanna í Distill-hópnum. Halldór Björn Runólfsson OG fiðlan syngur ... er yfirskrift há- degistónleika í Norræna húsinu sem verða á morgun, föstudag, kl. 12.30. Þar kemur fram hópur norskra tólistarmanna sem nefna sig Bø juni- orspelemannslag og er aðgangur að tónleikunum ókeypis. Hópurinn samanstendur af átta listamönnum á aldrinum 14 til 21 árs og hafa þau til- einkað sér norskar tónlistarhefðir á virkan hátt. Tónleikagestum verður boðið uppá einleik, hljómsveit og samleik á harðangursfiðlu auk kvæðasöngs og þjóðdansa úr heima- sveitinni. Félagar í tónlistarhópnum hafa getið sér gott orð í Noregi og einn þeirra, Per Anders Buen Garnås, gaf nýlega út geisladisk með harðang- ursfiðluleik sínum. Bø juniorspelemannslag kemur við á Íslandi í tengslum við hljóm- leikaferðalag til Bandaríkjanna. Hópurinn heldur einnig tónleika í Norska húsinu í Stykkishólmi á laug- ardag kl. 14. Samleikur á harðang- ursfiðlu Í ENERGIU í Smáralind stendur nú yfir myndlistarsýning á verkum Auðar Þórhallsdóttur. Hún sýnir ljósmyndir unnar með blandaðri tækni þar sem sterkir litir og lýsing spila saman í verkunum. Auður hef- ur haldið nokkrar sýningar á Spáni en þetta er hennar fyrsta einkasýn- ing hér á landi. Sýningin, sem er sölusýning, stendur til 14. ágúst og er opin alla daga. Ljósmyndir í Energiu ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.