Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SENDIRÁÐ Saarlands í Berlín
hefur fest kaup á listaverki eftir
íslenska myndhöggvarann Sigrúnu
Ólafsdóttur. Verkið er í aðal-
inngangi byggingar þess við
Potsdamer Platz, en Saarland er
eitt sambandsríkja Þýskalands.
Verkið, sem Sigrún setti upp í
sendiráðinu fyrr í sumar, stendur í
miðju byggingarinnar. Það er 17
metrar á hæð og 3–5 metrar á
breidd. „Ég tók þátt í samkeppni
um verk fyrir sendiráðið, sem
gerði kröfu um að tekið væri mið
af þeim sérstæðu aðstæðum sem
fyrir hendi eru í byggingunni,“
svarar Sigrún aðspurð um ástæðu
þess að sendiráðið keypti verk
hennar. „Lóðréttar og láréttar lín-
ur einkenna bygginguna, og svo
steinn og gler. Mér þótti bygg-
ingin svolítið kuldaleg og eins og
vantaði í hana sálina. Mér fannst
að skúlptúrinn ætti að gefa húsinu
meira líf.“
Verk Sigrúnar samanstendur af
bogalöguðum einingum úr tré og
hangir úr lofti anddyrisins, en loft-
hæðin þar er um 20 metrar, og er
það umkringt svölum á fimm hæð-
um. Gert hafi verið að skilyrði í
samkeppninni að verkið héngi en
stæði ekki á gólfi. „Upphaflega
hafði ég hugsað mér að gera verk
með eins konar spíralhreyfingu.
Það þróaðist svo út í sikk-sakk-
laga verk, sem snýst ofurhægt í
hringi,“ útskýrir Sigrún, en verkið
er knúið rafmagnsmótor og snýst í
hring á um það bil fimm mínútum.
„Í raun er eins og skúlptúrinn
teikni í rýmið. Verkið er á stöð-
ugri en mjög hægri hreyfingu,
sem gerir að verkum að það lítur
aldrei eins út. Eins býður form
þess upp á að það breytist eftir því
hvar maður stendur í byggingunni
og á hvaða hæð maður er. Það er
eins og verkið teygi sig og grípi
inn í rýmið. Bogadregnar línur
þess eru eins konar mótsvar en um
leið samspil við kassalagaðan arki-
tektúrinn sem gefur rýminu líf og
mýkt.“
Sigrún hefur verið búsett í Saar-
brücken undanfarin tólf ár og hafa
mörg fyrirtæki og opinberar
stofnanir þar fest kaup á verkum
hennar. Verk hennar eru einnig í
eigu íslenskra listasafna. Hún út-
skrifaðist frá Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands árið 1989 og hélt
þaðan til framhaldsnáms í Saar-
brücken, þar sem hún útskrifaðist
árið 1994. Sigrún hefur tekið þátt
í mörgum samsýningum og haldið
þó nokkrar einkasýningar í Þýska-
landi síðan hún útskrifaðist. Síðast
gafst Íslendingum tækifæri til að
líta verk Sigrúnar er hún hélt
einkasýningu í Gerðarsafni árið
1997. „Það er kostnaðarsamt og
mikil vinna að koma skúlptúrum
til Íslands til að sýna þá. Þess
vegna hefur það setið nokkuð á
hakanum hjá mér að sýna hér
heima,“ segir Sigrún. „Það er þó
aldrei að vita.“
Þýskt sendiráð festir kaup á
verki íslensks myndhöggvara
Verk Sigrúnar, séð neðan frá.
Sigrún Ólafsdóttir við uppsetningu á verki sínu í sendiráði
Saarlands í Berlín. Það er 17 metrar á hæð og 3–5 metrar á breidd.
BRESKI fiðluleikarinn Nigel Kenn-
edy hefur verið ráðinn listrænn
stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í Varsjá í Póllandi og mun stjórna
hljómsveitinni í fyrsta skipti í sept-
ember. Þá mun Kennedy fara með
hljómsveitinni í hljómleikaferðalag
til Þýskalands í október.
Kennedy, sem er 46 ára, verður
einnig listrænn stjórnandi kammer-
sveitar sinfóníuhljómsveitarinnar í
Varsjá, en sú sveit mun væntanlega
breyta nafni sínu í Nýja pólska
kammersveitin.
Kennedy nýtur mikillar hylli víða
um heim. Helstu fyrirmyndir hans
eru Yehudi Menuhin og Stephane
Grappelli, en Kennedy hefur jass á
valdi sínu ekki síður en klassíska
tónlist.
Fiðluleikarinn Nigel Kennedy.
Kennedy
stjórnar
í Varsjá
♦ ♦ ♦
JUDITH Portugall flautuleikari,
Wolfgang Portugall orgelleikari og
Margrét Bóasdóttir sópransöngkona
eru næstu gestir í tónleikaröðinni
Sumartónleikar við Mývatn sem
haldnir verða í Reykjahlíðarkirkju á
laugardagskvöld kl. 21. Flutt verður
tónlist frá Þýskalandi, Englandi og
Frakklandi ásamt íslenskum kirkju-
lögum.
Tónlist
á Mývatni
sokkar, sokkabuxur, undirföt
oroblu@islensk-erlenda.is
Fitness saumlausu
líkamsræktarfötin
sem beðið hefur
verið eftir eru nú
komin í 3 litum
og nokkrum
gerðum
í verslanir Lyfju
ÞEIR MÆTA Á MORGUN
ÍSAFJARÐARBÍÓ