Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.07.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SENDIRÁÐ Saarlands í Berlín hefur fest kaup á listaverki eftir íslenska myndhöggvarann Sigrúnu Ólafsdóttur. Verkið er í aðal- inngangi byggingar þess við Potsdamer Platz, en Saarland er eitt sambandsríkja Þýskalands. Verkið, sem Sigrún setti upp í sendiráðinu fyrr í sumar, stendur í miðju byggingarinnar. Það er 17 metrar á hæð og 3–5 metrar á breidd. „Ég tók þátt í samkeppni um verk fyrir sendiráðið, sem gerði kröfu um að tekið væri mið af þeim sérstæðu aðstæðum sem fyrir hendi eru í byggingunni,“ svarar Sigrún aðspurð um ástæðu þess að sendiráðið keypti verk hennar. „Lóðréttar og láréttar lín- ur einkenna bygginguna, og svo steinn og gler. Mér þótti bygg- ingin svolítið kuldaleg og eins og vantaði í hana sálina. Mér fannst að skúlptúrinn ætti að gefa húsinu meira líf.“ Verk Sigrúnar samanstendur af bogalöguðum einingum úr tré og hangir úr lofti anddyrisins, en loft- hæðin þar er um 20 metrar, og er það umkringt svölum á fimm hæð- um. Gert hafi verið að skilyrði í samkeppninni að verkið héngi en stæði ekki á gólfi. „Upphaflega hafði ég hugsað mér að gera verk með eins konar spíralhreyfingu. Það þróaðist svo út í sikk-sakk- laga verk, sem snýst ofurhægt í hringi,“ útskýrir Sigrún, en verkið er knúið rafmagnsmótor og snýst í hring á um það bil fimm mínútum. „Í raun er eins og skúlptúrinn teikni í rýmið. Verkið er á stöð- ugri en mjög hægri hreyfingu, sem gerir að verkum að það lítur aldrei eins út. Eins býður form þess upp á að það breytist eftir því hvar maður stendur í byggingunni og á hvaða hæð maður er. Það er eins og verkið teygi sig og grípi inn í rýmið. Bogadregnar línur þess eru eins konar mótsvar en um leið samspil við kassalagaðan arki- tektúrinn sem gefur rýminu líf og mýkt.“ Sigrún hefur verið búsett í Saar- brücken undanfarin tólf ár og hafa mörg fyrirtæki og opinberar stofnanir þar fest kaup á verkum hennar. Verk hennar eru einnig í eigu íslenskra listasafna. Hún út- skrifaðist frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1989 og hélt þaðan til framhaldsnáms í Saar- brücken, þar sem hún útskrifaðist árið 1994. Sigrún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið þó nokkrar einkasýningar í Þýska- landi síðan hún útskrifaðist. Síðast gafst Íslendingum tækifæri til að líta verk Sigrúnar er hún hélt einkasýningu í Gerðarsafni árið 1997. „Það er kostnaðarsamt og mikil vinna að koma skúlptúrum til Íslands til að sýna þá. Þess vegna hefur það setið nokkuð á hakanum hjá mér að sýna hér heima,“ segir Sigrún. „Það er þó aldrei að vita.“ Þýskt sendiráð festir kaup á verki íslensks myndhöggvara Verk Sigrúnar, séð neðan frá. Sigrún Ólafsdóttir við uppsetningu á verki sínu í sendiráði Saarlands í Berlín. Það er 17 metrar á hæð og 3–5 metrar á breidd. BRESKI fiðluleikarinn Nigel Kenn- edy hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Varsjá í Póllandi og mun stjórna hljómsveitinni í fyrsta skipti í sept- ember. Þá mun Kennedy fara með hljómsveitinni í hljómleikaferðalag til Þýskalands í október. Kennedy, sem er 46 ára, verður einnig listrænn stjórnandi kammer- sveitar sinfóníuhljómsveitarinnar í Varsjá, en sú sveit mun væntanlega breyta nafni sínu í Nýja pólska kammersveitin. Kennedy nýtur mikillar hylli víða um heim. Helstu fyrirmyndir hans eru Yehudi Menuhin og Stephane Grappelli, en Kennedy hefur jass á valdi sínu ekki síður en klassíska tónlist. Fiðluleikarinn Nigel Kennedy. Kennedy stjórnar í Varsjá ♦ ♦ ♦ JUDITH Portugall flautuleikari, Wolfgang Portugall orgelleikari og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona eru næstu gestir í tónleikaröðinni Sumartónleikar við Mývatn sem haldnir verða í Reykjahlíðarkirkju á laugardagskvöld kl. 21. Flutt verður tónlist frá Þýskalandi, Englandi og Frakklandi ásamt íslenskum kirkju- lögum. Tónlist á Mývatni sokkar, sokkabuxur, undirföt oroblu@islensk-erlenda.is Fitness saumlausu líkamsræktarfötin sem beðið hefur verið eftir eru nú komin í 3 litum og nokkrum gerðum í verslanir Lyfju ÞEIR MÆTA Á MORGUN ÍSAFJARÐARBÍÓ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.