Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG liði þér ef þú hefðir staðið fyrir framan byssuhlaup herja stórþjóða og hryðjuverkamanna í 70 ár sem hafa það eitt að markmiði að útrýma þér og fjölskyldu þinni? Þetta er það líf sem blasað hefur við Gyðinga-fjölskyldum í tugi eða hundruð ára. Það mátti ekki styggja sósíalistann Hitler á sínum tíma og var öll áhersla lögð á að halda friðinn við hann jafnvel þó það kostaði líf nokkurra milljóna Gyðinga. Íslendingar voru og eru langt frá því að vera saklaus- ir í þeim efnum, frekar en aðrar „siðmenntaðar“ Evrópuþjóðir. Þegar Ísraelsríki fékk sjálfstæði 1948 hvöttu öll Arabaríkin Arabana í Ísrael til að yfirgefa landið á með- an þeir væru að valta yfir Ísrael og slátra Gyðingunum. Slík staða var og er ekki neitt nýtt vandamál fyrir Gyðinga. Arabaríkin mættu óvæntri mót- spyrnu, þ.v.s. mótstöðu fólks sem að stórum hluta kom úr sláturhúsum hinna „siðmenntuðu“ Vestur-Evr- ópubúa. Þeir vissu að það hafði alls engu að tapa. Þeir vissu einnig að ef þeir töpuðu stríðinu við Arabana biði þeirra ekkert ann- að en sjórinn eða nýtt Auswitch í Arabaheim- inum. Af biturri reynslu í aldaraðir höfðu Gyðingarnir lært að enginn hafði áhuga á örlögum þeirra. og þeir vissu þá, eins og nú, að þeir höfðu enga ástæðu til að treysta öðrum en sjálfum sér fyrir eigin frelsi og lífi. Sameinuðu þjóðirn- ar „gleymdu“ eða „yf- irsást“ sú augljósa skylda sín að þeim bæri að ábyrgjast ör- yggi þess ríkis, sem var stofnað til í þeirra nafni og á þeirra ábyrgð, hversu umdeilanleg sú ákvörðun annars var og er. Ef hægt er að afsaka hryðjuverk og sjálfsmorðsárásir Palestínu- manna gagnvart Gyðingum eiga þá ekki Gyðingar siðferðilegan rétt á að reka hryðjuverk í Vestur Evr- opðu til að ná fram markmiðum sín- um, án þess að eiga það á hættu að Ísrael sem slíkt verði kallað til ábyrgðar. Hið svokallaða siðprúða vinalega og saklausa fólk eins og talað er um Palestínufókið í mörgum fjölmiðlun- um í dag er einmitt það siðprúða fólk sem hefur valið sér egypskan herforingja, Arafat, sem leiðtoga sem sendir börn þeirra og unglinga í sjálfsmorðárásir á Ísrael og rekur skóla fyrir hryðjuverkamenn aðal- lega skipaða börnum sem eru heila- þvegin og alin upp á hatri á Ísrael og síðar notuð til hryðjuverkaárása og sjálfsmorðsárása. Palestínskir hryðjuverkamenn kunna orðið á, hvernig á að ná eyr- um vestræns almennings, þó að það sé ekki ásetningur þeirra að koma á lýðræði eða jafnvel frumstæðustum mannréttindum Ég man ekki að hafa nokkurn tíma lesið að þetta sið- prúða fólk hafi farið í sjálfsmorðs- árásir sjálft heldur fórnar það börn- um sínum eins og skepnum og lofar þeim eilífri sælu í himnaríki að laun- um. Þetta sama fólk virðist ekki vera jafn ákaft sjálft að stytta sér leið til himnaríkis eins og það er tilbúið til að varða veginn fyrir börnin sín út í opinn dauðann, í þeim eina tilgangi að drepa Gyð- inga. Það getur vel verið að siðgæð- ið hafi breyst í heiminum, en ég mundi seint telja mig eiga rétt á að senda mín börn til slíkra verka. Þetta saklausa siðprúða fólk hef- ur líklega drepið fleirri ungar Pal- estínskar konur en Ísraelar hafa nokkru sinni náð að gera, þar á ég við hin svokölluðu „heiðursmorð“. Siður sem þegar er byrjað að fram- fylgja meðal Araba á Norðurlönd- um. Þetta siðprúða saklausa fólk drepur og limlestir lík þeirra manna úti á götu sem það þykjast eiga sök- ótt við og hengir síðan lík þeirra upp í ljósastaura. Hvað er slíkt rétt- arfar kallað á Vesturlöndum? Er slík framkoma Ísraelum að kenna, eða hefur þetta ávallt verið þannig? Hvað eigum við sameiginlegt með slíku fólki og aðferðum þess til að ná markmiðum sínum? Það er óþekkt meðal þessa sið- prúða fólks að konur fái að velja sér maka sjálfar og ef stúlkurnar setja sig upp á móti foreldrum í þeim efn- um eða í öðrum málum er þeim ein- faldlega slátrað, í orðsins fyllstu merkingu. Eru það ekki konur hér á landi sem lýst hafa mestri samstöðu með hryðjuverkamönnum Palest- ínu? Þrátt fyrir að palestínskar mæður hafi krafist af Arafat að hann hætti að smala börnum þeirra saman til að mynda skildi um hryðjuverkamennina í átökum þeirra við Ísraela. En það er ekki hlustað á vilja íslamskra kvenna og mannréttindi mæðra í heimi íslam eru engin. Og síðan lýsum við stuðn- ingi við ráðamenn þessara ríkja sem fótum troða öll hugsanleg mannrétt- indi og kennum svo lýðræðisríkinu Ísrael um hvernig komið er fyrir þeim. Þetta hljómar eitthvað mót- sagnakennt. Það furðulega er að engin Araba- þjóð hafi tekið upp hanskann til varnar Palestínuaröbum í dag. Er það einfaldlega ekki vegna þess að þeir vita hvað gjörspilltir Arafat og liðsmenn hans eru? Það er að koma betur í ljós í fréttum hvað þjóð- arleiðtogar heims eða sendiboðar þeirra hafa verið að ræða um við Arafat á undan kossunum og faðm- lögunum. Honum hefur verið ein- faldlega verið bent á að ef hann uppræti ekki spillingu meðal sinna eigin manna og stöðvi ekki hryðju- verkaárásir á Ísrael og komi ekki á einhvers konar lýðræði mun hann ekki mega vænta stuðnings vest- rænna ríkja. Hvað er þetta svo sem frábrugðið því sem Gyðingarnir eru að fara fram á, áður en þeir telja að hægt verði að tala um frið við Pal- estínumenn? Mest af styrkjum þeim sem veitt- ir hafa verið Palestínumönnum í gegnum árin er á einkareikningum leiðtoganna í Sviss. Talið er að að- eins 2% hafi komist alla leið til fólksins. Einn daginn er samið við Arafat um einhvers konar friðarferli og hann er krýndur Nóbelsverðlaun- um, næsta dag skipar hann hryðju- verkamönnunum að gera sjálfs- morðsárásir á Ísrael til að eyðileggja friðarferlið. Hefur það farið framhjá mönnum hvað Annan framkvæmdastjóri Sameinu þjóð- anna hefur að segja um friðarvilja og friðarferli Palestínumanna? Falla slíkar yfirlýsingar ekki í kramið hjá fréttamönnum Vesturlandabúa og almennings í dag þar sem gamla gyðingahatrið sem sósíalistinn Hit- ler bjó til er að festa rætur aftur. Vestrænir stjórnmálamenn þykjast best hafa vit á utanríkispólitík eins og t.d. síðustu tvær heimstyrjaldir bera vitni um og þar sem Banda- ríkjamenn voru ákallaðir til bjargar siðmenningunni í Evrópu eða rétt- ara sagt í heiminum öllum. Til varnar gyðingum Kristófer Magnússon Hryðjuverk Palestínskir hryðju- verkamenn kunna nú- orðið að ná eyrum vest- ræns almennings, segir Kristófer Magnússon, þó að það sé ekki ásetn- ingur þeirra að koma á lýðræði eða jafnvel frumstæðustu mannréttindum. Höfundur er tæknifræðingur. NÚ stendur yfir um- ræðan um hvort Ísland eigi að ganga í Evr- ópuambandið og sýnist sitt hverjum. Er það vel að fram komi sem flest sjónarhorn á þessu mikilvæga máli. Þá vaknar sú spurning hvernig okkur hefur vegnað í samskiptum við aðrar þjóðir allt frá upphafi kristni á Ís- landi. Hvað getur sag- an sagt okkur, getum við dregið lærdóm af því í nútímanum, þeg- ar horft er til helstu atriða sem hafa valdið vatnaskilum í þjóðlífi okkar? Kristnitakan árið 1000 færði okkur vissulega evrópska menningu og siði, sem blandaðist þeim lífsháttum sem fyrir voru í landinu. Þó er hæpið að hugsa sér að Ólaf- ur konungur Tryggvason hafi ein- göngu verið með það í huga að kristna Íslendinga þegar hann hélt höðingjasonunum íslensku í gíslingu forðum í upphafi kristnitöku. Það kom enn betur í ljós síðar þegar eft- irmaður hans Ólafur digri (helgi) fór fram á hersetu í Grímsey og ving- aðist við Guðmund ríka á Möðru- völlum til að á ná fram markmiði sínu Það vildi svo vel til að við átt- um þá framsýnan mann, Einar Eyj- ólfsson Þveræing(bróður Gumundar ríka á Möðruvöllum); sem skildi að við yrðum að hafa til hnífs og skeið- ar til að lifa af og móta okkar eigin meningu og framfarir. Sneri hann þingheimi gegn konungserindi þar sem hann benti norð- lenskum bændum á að það gæti orðið þröngt fyrir dyrum ef her sæti í Grímsey. Má ljóst vera eftir þeirra tíma siðgæði og háttum, að þá hefðu hermenn konungs talið sjálfsagt að taka sér nauðþurftir hjá bænd- um í landi eftir þörf- um. Þessi frásögn er í Íslandssögu Björns Þorsteinssonar, bls 58, þar segir: Ekki er sag- an öll frumsmíði Snorra (Sturlusonar), því hann styðst við eldri vísu, sem eignuð er Einari Þveræingi, þar sem hann kveðst vera trauður að láta Grímsey af hendi, þótt leitt sé að reita konung til reiði, heldur skulu menn halda eynni fyrir hinum siglingafúsa her- konungi. Það er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort Snorri Sturluson hefði haft efni og aðstæður til að skrifa fræði sín á kálfskinn ef þróast hefði erlend herseta á Íslandi – þá hefði sagnaritun okkar orðið snaut- legri. – Gæti ekki verið að Norð- lendingum og þjóðinni allri fyndist þröngt fyrir dyrum ef veiðiheimildir okkar yrðu ákveðnar af skrifræðinu úti í Brussel. – Ekki er rúm til að fjalla um kirkjugoðaveldi, kirkjustríð eða ósættir þeirra Sturlunga, um það geta menn lesið í Íslandsögunni og Kristni á Íslandi sem kom út árið 2000. Þó má nefna að hjaðningavíg Sturlunga voru ekki eingöngu vegna innbyrðis deilna þeirra í milli, þar blandaðist inn í áhrif erlends valds sem vildi hrifsa völdin í skjóli sundrungar valdamikilla manna; það er ný og gömul saga sem sífellt endurtekur sig á öllum tímum. Skálholtsstóll var mikilvægasta miðstöð Íslendinga á öllum sviðum frá upphafi kristnitöku og var Hóla- stóll stofnsettur skömmu síðar. Byggðu þeir efnislega tilveru sína á innlendum aðföngum í formi skatta (tolla), stærstum hluta á landbún- aðarafurðum en einnig á sjávar- fangi. Kristnisaga II hefti (bls. 149) greinir frá því að lítið sé vitað um útgerð biskupsstólanna á miðöldum en þó hafi einkum Skálholtsbiskups- stóll haft tekjur sínar af sjávarfangi, orðrétt segir: Af viðbótartekjum Skálholtsbiskups má nefna þriðjung fisktíundar úr Vestmannaeyjum, en prestarnir fengu tvo þriðju. Álíta má samt sem áður að sjávarfang hafi snemma komið til þó að við værum eingöngu bændasamfélag á þessum tímum. Ekki er óraunhæft að hugsa sér að eitthvað af sjáv- arfangi hafi borist til Hólastaðar í formi tolla frá Vestfjörðum. – Ég get séð fyrir mér Odd Gott- skálksson berja sér þorskhausa þegar hann sat í leyni og sneri Nýja testamentinu á íslensku í fjósinu forðum. – Væntanlega með hliðsjón af útgáfu Jóns Arasonar af guð- spjöllunum sem nú er glötuð, segir Björn Þorsteinsson orðrétt í Ís- landsögu sinni bls 181. – Ásókn erlends valds hélt áfram hér á landi, verslunin var einokuð og einveldi Danakonungs komst á 1662 eins og kunnugt er. Jafnframt hnignaði veldi biskupsstólanna. Í mínum huga er Guðbrandur Þor- láksson á Hólum síðasti biskupinn, sem með bókaútgáfu sinni hafði bol- magn til að halda merki íslenskrar menningar hátt á lofti. Má álíta að með því hafi hann eflt verulega ís- lenska sjálfsvitund. – Hlutur Skál- holtsstaðar varð ekki réttur aftur fyrr en að frumkvæði Sigubjörns Einarssonar, biskups á síðustu öld. Leyfi ég mér að álíta það mikið framfaraspor til að gleyma ekki hver sjálfsmynd okkar er sem þjóð bæði í trúarlegu og samfélagslegu tilliti. – Stórstígar framfarir urðu ekki hér á landi og var hér einsleitt bændasamfélag fram á 20. öld. Fólksfjölgun var háð veðurfari og skepnuhöldum. Seinni hluta 19. ald- ar var fólksfjöldi hér á landi í há- marki og gat bændasamfélagið ekki framfleytt þeim fjölda. Fólk flykkt- ist til Ameríku frekar en að deyja úr hungri. Það vantaði framtak og efni til að hefja sjávarútveg, verkmenn- ing hafði ekki þróast innan frá. Með sjálfstæðisbaráttunni og upplýsingu komu nýir straumar sem var und- anfari velgengni okkar á 20. öld. Borgarsamfélag myndaðist, útgerð og handverk hófu innreið sína, skól- ar risu og menntun efldist. Þessa velmegun eigum við að stærstum hluta fiskveiðum að þakka sem er undirstaða okkar nú og einnig í framtíðinni. Þessi velsæld var síðan tryggð með útfærslu landhelginnar. Í dag býr í þessu landi velmennt- uð þjóð til munns og handa, vísindi, fræði og tækni eru sambærileg við það sem gerist erlendis. Bænda- samfélagið er ekki lengur til staðar og „borgríki“ hefur risið við Faxaflóann, sem kemur til með að móta og ákveða framtíð þessa lands. Þá er mikilvægt að gleyma ekki uppruna sínum og hvað er undir- staða velsældar, menningar og tækniframfara, það að hafa til hnífs og skeiðar. Auðlindir okkar, fiski- miðin, landið og vatnsföllin ber að umgangast með aðgát og virðingu til framfæris bæði okkur og kom- andi kynslóðum. Ég hef með þessari grein reynt að sýna fram á mikilvægi þess að eiga til hnífs og skeiðar sem þjóð í landinu. Þá verða framfarir í vís- indum, tækni og menning byggð á réttum grundvelli innan frá og við höldum áfram að vera til í samfélagi þjóðanna. Þrátt fyrir hnattvæðingu erum við landfræðilega langt frá Evrópu og höldum best reisn okkar með viðskiptum við sem flestar þjóðir heimsins. Miklar röklegar umræður verða að eiga sér stað áður en við leggjumst svo lágt að biðja um inn- göngu í Evrópusambandið og inn- leiða á ný bein erlend yfirráð í land- inu. Evrópubanda- lagið í ljósi sögunnar Sigríður Laufey Einarsdóttir Evrópumál Þá er mikilvægt að gleyma ekki uppruna sínum, segir Sigríður Laufey Einarsdóttir, og hvað er undirstaða vel- sældar, menningar og tækniframfara, það að hafa til hnífs og skeiðar. Höfundur er BA-guðfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.