Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 53

Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 53
þeir nafnarnir duglegir að sækja íþróttaleiki í Reykjavík. Friðrik studdi Friðrik Inga af öllu hjarta og var ákaflega stoltur af af- rekum hans. Friðrik sá heldur ekki sólina fyrir langafabörnunum sínum og þau voru honum til ómældrar gleði og ánægju. Þau eiga eftir að sakna langafa síns mikið. Það var mikil gæfa fyrir Friðrik að kynnast sinni góðu sambýliskonu Elísabetu og var hún honum mikil stoð og styrkur í þeim erfiðu veikindum sem hann gekk í gegnum og að lokum leiddu til andláts hans. Friðrik minn, maðurinn minn, hann Ingólfur, þakkar þér góð kynni og vináttu þegar þið unnuð saman í Eimskip. Börnin mín Maríanna og Ágúst þakka þér af alhug umhyggju þína og vináttu í þeirra garð. Elsku Elísabet, elsku hjartans Anna Karen mín, Friðrik Ingi, Anna Þórunn, Steinar Bjarki, Karen El- ísabet og Sigurjón Gauti, ég bið Guð að styðja ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Kristín og fjölskylda, okkar samúð er með ykkur líka. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Guð blessi minningu Friðriks Steindórssonar. Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir. Elsku afi Friðrik, ég leyfi mér að segja það því þú varst alltaf eins og afi minn líka. Eftir að við Friðrik kynntumst og ég fór að venja komur mínar á heimili ykkar Elísabetar fyrst bara við tvö og seinna með börnin okkar Karen Elísabetu og Sigurjón Gauta varstu alltaf við mig eins og ég væri eitt af barnabörnum þínum. Þú hafðir einstakt lag á því að láta okkur finnast við sérstök, hjartalag þitt var einstakt og góð- mennska þín mikil, sem ég og börnin fengum óspart að finna og njóta. Missir eiginmanns míns og nafna þíns er mikill því þú varst honum meira en bara afi. Friðrik hefur sagt mér margar sögur af ykkur frá því sem þið gerðuð saman og hvað þú gerðir margt fyrir hann. Hann talaði mikið um þig. Ég og börnin mín eig- um eftir að sakna þín mikið en ég er líka ánægð að hafa fengið að kynnast þér og njóta þeirrar hlýju og góð- mennsku sem þú hafðir að geyma. Það verður skrýtið að koma á Flóka- götuna og hitta ekki afa Friðrik, en minningarnar um góðan og skemmtilegan afa munu ylja okkur um alla framtíð. Mig langar til að þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman og allt sem þú gafst af þér til mín og barnanna. Megi algóð- ur guð blessa þig og varðveita. Hafðu kærar þakkir fyrir allt og allt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum, sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sól- arlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt „Einstakur “ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Anna Þórunn Sigurjónsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 53 Það eru að verða 62 ár síðan. Á gráum og dimmum haustdegi í barnaskólanum er komin ný stelpa. Kennarinn sagði okkur hvað hún héti og að hún væri nýflutt frá Vest- mannaeyjum. Hún var kölluð Adda. Það vildi nú verða svo í heimavist- arbarnaskóla að það fundu sig ekki allir og félagsskapurinn var ekki alltaf öllum þægilegur. Ég fór að gefa mig að þessari stelpu og upp úr því spratt vinátta sem hefur varað öll þessi ár. Ekki var nú hægt að segja að við hefðum sérstaklega lík áhugamál. Mér fannst hún ekki sýna náminu mikinn áhuga – nema í málfræðitímum. Þá tók hún heldur betur við sér. Þetta sem mér fannst óskiljanlegt og óskemmtilegt torf virtist vera hennar besta skemmtun og í ofanálag hélt hún því fram að ÁRVEIG KRISTINSDÓTTIR ✝ Árveig Kristins-dóttir fæddist á Grund í Vestmanna- eyjum 14. desember 1929. Hún lést í Reykholti í Biskups- tungum að morgni 8. júlí síðastliðins og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 15. júlí. þetta lægi svo ljóst fyr- ir! Það var nú annað upp á teningnum þeg- ar ég var að lesa grasafræðina eins og spennandi reyfara, þá var nú áhuginn hjá henni heldur minni. Eins og allir vita sem kynntust Öddu var hún mjög góðum gáfum gædd. Það sem ég dáð- ist mest að á þessum barnaskólaárum var hvað hún skrifaði fal- lega stafi og teiknaði fínar stelpur. Öll blöð og spássíur voru skreytt með feg- urðardísum. Svo tóku unglingsárin við með sínum draumum og líka mikilli vinnu. Adda varð glæsilega stúlka. Hún vann heilsutæpum foreldrum sínum mikið, hafði á þeim mikla ást og virðingu. Sveitastörfin voru henni mjög geðþekk. Hún var mikill dýravinur og hafði yndi af húsdýr- unum. Á þessum árum voru hest- arnir okkar aðalsamgöngutæki og gleðigjafi. Hún taldi það alltaf sína mestu hamingju að hafa flutt í sveit- ina og Borgarholt var alltaf hennar bernsku- og æskustöðvar. Ung stofnaði hún heimili og al- vara lífsins, sem lætur sjaldnast á sér standa, tók við. Hún eignaðist fimm mannvænleg börn. Þau urðu hennar lífsinntak. Hún var þeirra verndari og uppalandi, og, er þau komust á fullorðinsár, vinur og fé- lagi. Er börnin voru á unglingsaldri var oft glatt á hjalla. Hún fylgdist með og tók þátt í viðfangsefnum þeirra og alltaf var grunnt á gamn- inu. Hún var alla tíð ákaflega fund- vís á skemmtileg atvik og hélt þeim frammi. Það er dýrmætur eiginleiki í lífsins ólgusjó. Það sem upp úr stendur, er ég minnist Öddu, er hvað hún var börnum sínum góð móðir. Hún var vinur tengdabarna sinna og barnabörnin og barna- barnabörnin áttu í henni þá elsku- legustu ömmu sem hugsast getur. Fyrir þau öll er missirinn sár, líka svona óvænt. En er þetta ekki gott hlutskipti, að fá að fara svona þegar sjúkdómar og hrörnun vofir yfir? Auðvitað erum við ekkert tilbúin að taka því að missa hana svona fljótt, að því er okkur finnst. Þetta er nú einu sinni gangur lífsins. Minning- arnar eigum við áfram. Þær eru dýrmætar. Mér er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt vináttu hennar öll þessi ár. Hlíf Einarsdóttir. www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi                                 !  "#                 $         %   !" #$"%      &  '  % ( (  &  ' (    ) #(           " "   ) *+ ,-..      /0/  /0 $          12!!""23!  4- 5 '6 7 4  &       * !     + #(          ","   /40- ,-..  "  "  !  .4+ ,-..   " ,-..  #, .#40   %  #4   "    ,-..  /  /0 ,#  -.  ! 1  !! "2" 8! 9  +" . 0, ! #      ' (    #   %   /0 #(  12 00 ) (,    ,-..   .   ,-..  .(+:  (40 7 , #0 - (40 7 , 3 -      #(    .   18)2"2392! 8!   4; 0  &      + #(      4.  9  %  ", ,-..    (   /40-5  1 + ,-..   % 1 + ,-..   - ", ,-..  "     .", ,-..  %- *+  -  ", ,-..  < %    (&, 7 .  $      .  .   %!** =92!   4  0.'> (  &     1/ #(         !   # #%   /5 #(  12 00    &,% ??, 9 <    "  ( ,-..  @5   . -"     , ,-..  $ .   ,   ,-..  3 -  !!A "B   (. 5 'C &   4 #  16 #( *            74 -5  ,-.. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.