Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 60

Morgunblaðið - 18.07.2002, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÖKK sé þeim Þorsteini Má Bald- vinssyni og Arthúr Bogasyni fyrir að leiða saman hesta sína í umræðu um kvótakerfið margumdeilda. Undirritaður hvetur alla málsmet- andi landsmenn til að verða sér úti um þau skrif þessara manna sem þegar hafa komið fram Mbl. 30. júní (viðtal við Þorstein Má) Mbl. 2. júlí (svar Arthúrs Bogasonar) og svar Þorsteins aftur þann 9. júlí í Mbl. Undirritaðan langar til að setja þriðja hjól undir þennan vagn Þor- steins og Arthúrs. Skoðum 6. kafla viðtals við Þor- stein Má 30. júní, „Verðum að taka þátt í eldinu“, en þar segir Þor- steinn orðrétt: „Ég held við verðum ekkert stór fiskveiðiþjóð eftir 10–20 ár.“ Þegar Þorsteinn Már loks nefnir þennan augljósa sannleika þá er hann birtur á prenti. Línurit Alberts Tómassonar yfir fiskveiðar Íslendinga sl. 150 ár, unn- ið upp úr skýrslum Fiskifélags Ís- lands og Hafró, sannar fullyrðingu Þorsteins Más. Eftir að kvótakerfið var sett á þá liggur línan stöðugt niður á við. Allar togslóðir á Íslands- miðum líta út eins og Berlínarborg eftir heimstyrjöldina síðari. Trollin eru orðin svo gífurlega stór og þung, dregin af 7000 hestafla vinnuvélum sem kallast fiskveiðiskip. Ekki er grunnslóðin betri, því hún er eins og kartöflugarður að haust- lagi í Þykkvabænum eftir fjörutroll- in og nú er Árni Matt vinur minn farin að hlusta á fiskifræði sjó- mannsins og fer gjarnan að ráðum mestu skaðvaldanna á fjörutogurun- um. Fátt verður um svör þegar spurt er um lúðuna og rauðsprett- una. Þorsteinn segir einnig orðrétt í þessum 6. kafla „krafan um rekj- anleika matvæla eykst stöðugt. Það getur því orðið tiltölulega auðvelt fyrir okkur að rekja framleiðslu á eldisfiski allt frá veiðum á uppsjáv- arfiski.“ Það dylst engum að Þorsteinn Már er feikna duglegur og útsjón- arsamur fyrir sig og sína – en hvernig væri nú að færa togveiðar út fyrir 50 mílur, afleggja dragnót, minnka notkun þorskaneta, og minnka möskvann í 7 ½’’, auka veið- ar með krókum, minnka loðnuveið- ar, síldveiðar og kolmunna’ og mak- rílveiðar fjórfalt og láta náttúruna um málið? Væri þetta allt gert sem nefnt er hér mætti auka botnfisk- veiðar jafnt og þétt og eftir 8 ár mætti landa hér 600.000 tonnum í landvinnsluna. En til þess þarf að sturta niður afdrepi fyrir uppvöxt fiskistofna. Það væri bót að því að sökkva skipsflökum og öðru dóti á berangurslegustu svæðunum, þar sem áður var bæði kórall og hraun- breiður og standar, svo sem við Vestmannaeyjar og víðar. Undirritaður lagði til árið 1995 að tekin væru upp 10 tonn þorskafla á hvert stærðartonn báts, þó að há- marki 60 tonn á bát, fyrir smábáta- kerfið í heild, en í stað þess var önn- ur leið valin sem orsakaði svokallað ,,hraðfiskbátaævintýri“. Einnig hef ég reynt að fá menn til samstarfs um betri rannsóknir á hafsvæðinu kringum Ísland svo sem með myndatökum á hafsbotni, því hvar- vetna í veröldinni eru menn að vakna til vitundar um nauðsyn rann- sókna sem slíkra. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, bátasmiður, Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði. Umdeildasti gjörningur Íslandssögunnar? Frá Garðari Björgvinssyni: Smekkbuxur Gallabuxur, kvartbuxur, sokkabuxur, nærbuxur Þumalína, Skólavörðustíg 41 S U N D F Ö T undirfataverslun Síðumúla 3-5 Jakkar, buxur, Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. 1.000 kr. stk. pils

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.