Morgunblaðið - 14.08.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2002 13
K
O
R
T
E
R
LÖGREGLAN í Reykjavík fékk um
helgina tilkynningu um grunsamlegt
athæfi grímuklæddra manna sem bar
sterkan keim af mannráni. Mennirnir
sáust draga unga stúlku inn í bifreið
við Hveradali og óku í átt til borg-
arinnar. Þeir voru stöðvaðir af lög-
reglu og kom þá í ljós að brottnám
stúlkunnar var leikur í svokölluðu
gæsapartýi. Lögreglunni var ekki
skemmt yfir tiltækinu enda hröðuðu
lögreglumenn sér í verkefnið, sem
þeir tóku af fullri alvöru. Að sögn lög-
reglu vill hún ekki þurfa að leggja
sjálfa sig og vegfarendur í aukna
slysahættu vegna platverkefna.
Lögreglan
skarst í vafa-
saman leik
STARFSMENN Landhelgisgæsl-
unnar hafa síðustu vikur prófað nýtt
tæki til sjómælinga sem hafrann-
sóknastofnun bandaríska sjóhersins
lánaði hingað. Hafa bandarískir
starfsmenn hennar þjálfað starfs-
menn Landhelgisgæslunnar við sjó-
mælingar og næstu vikurnar munu
þeir spreyta sig á eigin vegum áður
en tækjabúnaðinum verður skilað í
næsta mánuði.
Ásgrímur Ásgrímsson, deildar-
stjóri mælingadeildar og skipstjóri á
sjómælingaskipinu Baldri, segir að
bandaríski búnaðurinn sé svonefndur
fjölgeislamælir en hingað til hafa sjó-
mælingar Landhelgisgæslunnar far-
ið fram með eingeislamæli. Munurinn
á þeim er einkum sá að eingeislamæl-
irinn mælir einn punkt á hafsbotni í
einu en fjölgeislamælirinn gefur
heildarmynd af botninum. Segir Ás-
grímur það ekki síst mikilvægt þegar
mælt er á grunnsævi, t.d. þar sem
skipsflök geti legið; með eingeisla-
mæli geti mönnum hæglega sést yfir
einn slíkan punkt en með fjölgeisla-
mælinum náist meiri yfirsýn.
Sjómælingamenn Landhelgisgæsl-
unnar hafa frá miðjum júlí verið við
mælingar ásamt fulltrúum banda-
ríska sjóhersins á svæðinu frá Kjal-
arnesi og suður fyrir Gróttu. Í gær
var unnið að mælingum við Sand-
gerði. Ásgrímur sagði að með þessum
tilraunum fengist góð mynd af því
hvort mælir sem þessi hentar og mun
hluti af verkefninu nýtast beint við
mælingar vegna kortagerðar og ann-
arra verkefna. Hefur m.a. verið gerð
tilraun til að mæla flak Goðafoss út af
Garðsskaga.
Prófanir á
nýju sjómæl-
ingatæki
ANNA Kristine Magnúsdóttir út-
varpsmaður segir að ástandið á
flóðasvæðunum í Tékklandi sé verra
nú en það var fyrir fimm árum þegar
mikil flóð í landinu ollu stórtjóni.
Mörg af helstu menningarverðmæt-
um landsins eru nú undir vatni. Hún
skorar á íslensku þjóðina að láta fé af
hendi rakna sem varið verður til
hjálpar íbúum Tékklands sem eiga
um sárt að binda.
Fyrir fimm árum hófst fjársöfnun
hér á landi fyrir frumkvæði Önnu
Kristine eftir að mikil flóð ollu stór-
tjóni í Tékklandi. M.a. var efnt til
styrktartónleika í Háskólabíói. Söfn-
unarféð var notað til að byggja upp
elliheimili fullbúið húsgögnum í
litlum bæ á Mæri í Tékklandi.
„Frá þessum tíma hafa þúsundir
Íslendinga sótt Tékkland heim og þá
sérstaklega Prag. Ég vil höfða til
þeirra sem unna Tékklandi og vilja
hjálpa landsmönnum í nauð,“ segir
Anna Kristine.
Í Búnaðarbankanum er söfnunar-
reikningur sem ber yfirskriftina
„Neyðarhjálp úr norðri“. Númer
reikningsins er 301-26-72000.
Söfnun
til hjálpar
Tékkum
MARGIR sem leggja leið sína að
Hellnum á Snæfellsnesi hrífast af
einstæðri náttúrufegurð staðarins
og fjörugu fuglalífi.
Útivist á vaxandi vinsældum að
fagna á svæðinu og leita þangað er-
lendir ferðamenn sem íslenskir.
Margt var um manninn síðastliðinn
sunnudag þar sem fólk naut blíð-
viðrisins og einn ferðalanganna
settist niður við fallegar kletta-
myndanir við fjöruborðið til að
hvíla lúin bein. Morgunblaðið/Alfons
Hvíld að
Hellnum
♦ ♦ ♦