Morgunblaðið - 31.08.2002, Qupperneq 1
203. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 31. ÁGÚST 2002
FJÖLDI fólks um allan heim stund-
ar kajak-róður en bátarnir eru í
lögun eins og húðkeipar Grænlend-
inga. Hér hefja þátttakendur í ein-
um milliriðli 1.000 metra róðrar á
heimsmeistaramótinu í Sevilla
keppni í gær. Lið Slóvaka sigraði
og tryggði sér því rétt í lokakeppn-
inni.
Reuters
Knálega
róið í
Sevilla
GÓÐ götulýsing er ódýr kost-
ur og áhrifaríkari í baráttunni
við glæpi en rándýrt eftirlits-
kerfi. Hafa breskir sérfræð-
ingar komist að þeirri niður-
stöðu og nú hyggst lögreglan í
Ósló fylgja því eftir. Kom
þetta fram í Aftenposten í
gær.
Eftirlitsmyndavélar eru
hvergi fleiri en á Englandi og
reiknað hefur verið út, að hver
Lundúnabúi á ferð um bæinn
sé að meðaltali myndaður átta
sinnum á dag. Glæpum hefur
samt ekki fækkað nema um
5% á þeim svæðum, sem eru
mest vöktuð. NACRO, bresk
samtök, sem vinna að endur-
hæfingu afbrotamanna, telja,
að góð götulýsing sé besta
vörnin auk þess sem hún auki
á öryggiskennd fólks.
Tilraun gerð á
Rosenkrantz-götu
John Finsberg, yfirlögreglu-
þjónn á Sentrum-stöðinni í
Ósló, segist ekki þekkja til
þessara mála á Englandi en
niðurstöðurnar koma honum
ekki á óvart.
„Við vonumst til, að gerð
verði tilraun með flóðlýsingu á
neðri hluta Rosenkrantz-götu
en þar gengur á ýmsu þegar
veitingahúsunum er lokað.
Yrði lýsingin þá aðeins sett á
seint að kveldi og hún myndi
þá einnig gera eftirlitsmynda-
vélunum leikinn auðveldari,“
sagði Finsberg.
Flóð-
lýstir
glæpir
HEIMSVIÐSKIPTASTOFNUNIN
(WTO) úrskurðaði í gær að Evrópu-
sambandið, ESB, ætti rétt á að beita
viðskiptalegum refsiaðgerðum vegna
skattareglna sem Bandaríkjamenn
nota til þess að efla eigin útflutnings-
fyrirtæki, þ.á m. Boeing og Microsoft.
Reglurnar hafði WTO þegar dæmt
ólöglegar árið 2000 og taldi breyting-
ar sem Bandaríkjamenn gerðu síðar á
þeim ófullnægjandi. Heildarfjárhæð
aðgerðanna má nema fjórum millj-
örðum dollara, um 350 milljörðum kr.
Rætt hefur verið um að hækka gjöld á
völdum, bandarískum vörum sem
myndi ýta þeim af Evrópumarkaði.
Talið er ósennilegt að ESB muni
nýta sér heimildina, sambandið muni
ekki taka þá áhættu að stofna við-
skiptatengslunum yfir hafið í hættu,
en ljóst er að staða ESB í samningum
við Bandaríkin er nú mun vænlegri.
Bandarísku reglurnar heimila
fyrirtækjum sem selja mikið af vöru
sinni og þjónustu í útibúum erlendis
að greiða ekki skatta af allt að 30% af
úitflutningstekjum sínum, en það ger-
ir þeim kleift að lækka verðið sem því
nemur á alþjóðlegum mörkuðum.
WTO telur að um sé að ræða styrki
sem ekki samrýmast reglum
stofnunarinnar. Styrkirnir spara þús-
undum bandarískra fyrirtækja alls
um 4,8 milljarða dollara á ári.
Robert Zoellick, viðskiptafulltrúi
Bandaríkjanna, sagði niðurstöðuna
hafa valdið sér vonbrigðum en Banda-
ríkjamenn höfðu áður sagt að þeir
myndu sætta sig við umfangsminni
aðgerðir sem næmu um milljarði doll-
ara. Hann sagði að þingið í Wash-
ington fjallaði nú um endurskoðun á
skattalögum og jafnframt væri hugað
að ráðstöfunum til þess að auka sam-
keppnishæfni bandarískra fyrirtækja
á erlendum mörkuðum.
„Eitt af því sem gerir þetta mál hlá-
legt er að þegar hávaðanum linnir
vonumst við til þess að samkeppnis-
hæfni fyrirtækjanna hafi aukist en
ekki minnkað,“ sagði Zoellick.
Heimsviðskiptastofnunin úrskurðar ESB í hag
Mega beita Banda-
ríkin refsingum
Genf, Washington. AP, AFP.
JUNICHIRO Koizumi, forsætisráðherra Japans,
lýsti því yfir í gær að hann hygðist heimsækja
Norður-Kóreu í næsta mánuði og eiga þar fund með
leiðtoga ríkisins, Kim Jong Il. Ef af verður er þetta
fyrsta heimsókn háttsetts japansks ráðamanns til
þessa einangraða kommúnistaríkis, sem George W.
Bush, Bandaríkjaforseti, sagði hluta af öxli hins illa
í frægri ræðu á dögunum. Talsmaður Bandaríkja-
forseta, Sean McCormack, sagði í gær ríkin tvö
hafa áhyggjur af stefnu N-Kóreu en stjórn Bush
styddi tilraunir Koizumis til að reyna að bæta sam-
skiptin við stjórnvöld í Pyongyang.
Ráðamenn í N-Kóreu sögðust fagna heimsókn-
inni, sem þau lýstu sem mikilvægu tækifæri, og
stjórnvöld í Suður-Kóreu sögð-
ust bjartsýn á að hún gæti
hjálpað til við að brúa bilið milli
ríkisstjórna N-Kóreu og
Bandaríkjanna. Stjórnmála-
skýrendur vara hins vegar við
slíkri bjartsýni, og benda á að
andúð í garð Japana sé enn
landlæg í N-Kóreu, sem var
undir japanskri stjórn á árun-
um 1910 til 1945.
Heimsóknin varpar ljósi á
mismunandi afstöðu ríkisstjórna Bandaríkjanna og
Japans til Norður-Kóreu. Koizumi hefur reynt að
hefja viðræður smám saman án þess að setja
N-Kóreumönnum nokkur skilyrði en Bush vill ekki
ræða neinar tilslakanir fyrr en stjórnin í Pyong-
yang dregur úr vopnaframleiðslu og -sölu.
Fyrri viðræður ríkjanna hafa siglt í strand vegna
deilna um nokkur viðkvæm málefni. Norður-Kór-
eumenn hafa krafist þess að stjórnin í Tókýó biðjist
formlega afsökunar á hernámi Kóreuskagans og
framkomu hersins meðan á því stóð. Japansstjórn
vill hins vegar að stjórnin í Pyongyang geri grein
fyrir ellefu japönskum borgurum, sem hún segir að
hafi verið rænt frá Japan og fluttir yfir sundið til
Norður-Kóreu. Þá vilja Japanir frekari tryggingu
gegn útbreiðslu vopna frá Norður-Kóreu.
Forsætisráðherra Japans hyggst heimsækja Norður-Kóreu í september
Koizumi vill bæta samskiptin
Tókýó, Crawford í Texas. AP, AFP.
Junichiro
Koizumi
FLUGMÁLASTOFNUN Banda-
ríkjanna, FAA, ákvað í gær að láta
skoða rúmlega 1.400 Boeing-þotur í
bandarískri eigu af gerðunum 737,
747 og 757 vegna galla í eldsneyt-
isdælu og fá flugfélögin fjóra daga til
þess að ljúka verkinu. Flugfélög ut-
an Bandaríkjanna, sem reka rúm-
lega 2.000 þotur af þessum gerðum,
fengu einnig viðvörun.
Tengingar dælunnar eru sagðar
geta valdið sprengingu en tekið er
fram að ekki hafi komið til neinna al-
varlegra atvika vegna gallans. Munu
leiðslur vera of nálægt spöðum í
hreyfli og geta skemmst vegna
nuddsins.
Settar í þotur í janúar
og apríl
Flugfélögunum er, að sögn Rons
Wojnars, aðstoðarframkvæmda-
stjóra loftferðaleyfa hjá FAA, ráð-
lagt að tryggja að ávallt sé svo mikið
bensín á geymum flugvélanna að
dælurnar séu umluktar eldsneytinu.
Sé þá tryggt að ekki geti myndast
neisti í bensíngufu vegna gallans.
Umræddar dælur, sem framleidd-
ar eru hjá Hydro-Aire-fyrirtækinu í
Kaliforníu, voru settar í þoturnar í
janúar og apríl sl. FAA mun, að sögn
Wojnars, gefa út nánari fyrirskipan-
ir eftir nokkrar vikur vegna gallans
og þá verður félögunum skipað að
láta gera við dælurnar eða skipta um
búnað.
Boeing-
þotur verði
skoðaðar
Skýrt frá galla í
eldsneytisdælu
Washington. AP, AFP.