Morgunblaðið - 31.08.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isReynir Sandgerði kærir Leikni
Fáskrúðsfirði / B1
Bjarni Guðjónsson var til
reynslu hjá Duisburg / B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM
Morgunblaðinu í
dag fylgir þekk-
ingarrit frá IMG
um stjórnun og
starfsmannamál.
Blaðinu verður
dreift á höfuð-
borgarsvæðinu
og Akureyri.
SEIÐAVÍSITALA ýsu er nú mun
hærri en nokkru sinni síðan mæl-
ingar hófust og vísitala þorskseiða
er sú næsthæsta sem mælzt hefur.
Þetta er sjötta góða seiðaárið í röð,
en seiðaárgangar næstu ellefu ára
þar á undan voru mjög lélegir. Vísi-
talan hefur aðeins verið hærri árið
1999. Jóhann Sigurjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar,
segir þetta ánægjuleg tíðindi.
Þarna sé kominn efniviður í sterka
árganga en framtíðin ein skeri úr
um það hver niðurstaðan verði.
Nýlokið er 19 daga árlegum
rannsóknum á fjölda og útbreiðslu
fiskseiða. Seiðarannsóknirnar voru
gerðar á rs. Bjarna Sæmundssyni
og einskorðuðust við hafsvæðið
umhverfis Ísland. Auk ofan-
greindra rannsókna fóru fram hita-
og seltumælingar sjávar, mælingar
á koltvísýringi og næringarsöltum í
sjó og lagning straummælinga-
bauja. Leiðangursstjóri var Sveinn
Sveinbjörnsson. Veður var hag-
stætt allan rannsóknatímann og
hafís var ekki til trafala.
Niðurstöður um sjávarástand og
fjölda og útbreiðslu seiða liggja nú
fyrir í stórum dráttum en ekki er
búið að vinna að fullu úr gögn-
unum.
Mikið var af þorskseiðum og var
vísitalan sú næsthæsta sem mælst
hefur frá því seiðarannsóknirnar
hófust árið 1970. Aðeins árið 1999
hafa þorskseiði mælst fleiri en nú.
Útbreiðsla þorskseiða var mikil og
fundust seiði á landgrunninu úti
fyrir Suðvestur- og Vesturlandi,
Vestfjörðum, Norðurlandi og suður
með Austfjörðum og Suðaustur-
landi. Stærð seiðanna var rétt yfir
meðallagi.
„Ljóst er að þarna er á ferðinni
efniviður í sterkan þorskárgang en
afkoma seiðanna fyrsta veturinn
mun þó mestu ráða nú sem endra-
nær um hvernig úr rætist. Áreið-
anlegra mat á styrk þessa árgangs
mun fást í stofnmælingu botnfiska í
mars nk. Þetta er sjötta góða
seiðaárið í röð, en seiðaárgangar
næstu ellefu ára þar á undan voru
mjög lélegir. Miðað við afkomu
stórra seiðaárganga undanfarin ár
má gera ráð fyrir að þessi árgang-
ur verði af meðalstærð,“ segir
Jóhann Sigurjónsson. Hann segir
ennfremur að þessi staða og ástand
sjávar almennt bendi til þess að við
séum að ganga inn í hlýsjávarskeið
eins og ríkti á árunum fyrir haf-
ísárin.
Stærð yfir meðallagi
Seiðavísitala ýsu var sú lang-
hæsta síðan mælingar hófust.
Stærð seiðanna var nokkuð yfir
meðallagi. Fyrstu vísbendingar um
stærð ýsuárgangsins 2002 benda
því til þess að hann verði vel yfir
meðallagi eða stór.
Seiðavísitala loðnu var mjög lág.
Stærð loðnuseiðanna var hins
vegar aðeins yfir langtímameðal-
tali. Ekki er búið að vinna gögn um
aðrar tegundir.
Sjórinn hlýr og selturíkur
Sunnan og vestan Íslands var
sjór hlýr og selturíkur og upphitun
yfirborðslaga talsverð.
Flæði hlýsjávar vestur og norður
fyrir land var verulegt og náði
austur að Langanesi. Hinn kaldi
Austur-Íslandsstraumur fyrir
Norðaustur- og Austurlandi var
heldur nær landi en verið hefur á
þessum árstíma síðustu ár. Upp-
hitun yfirborðslaga var allnokkur
yfir landgrunninu úti fyrir Norð-
austur- og Austurlandi en sjávar-
hiti á þessu svæði var þó heldur
undir meðallagi síðustu ára.
Mikið af seiðum þorsks og ýsu samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar
Efniviður í sterka árganga
Í NÆSTU viku verða lagðar fram
tillögur um viðgerðir og viðhald á
þeim listaverkum í eigu Listasafns
Reykjavíkur, sem skemmdust í
brunanum mikla í Fákafeni 7. ágúst
sl.
Svo heppilega vildi til að for-
vörður frá danska Þjóðminjasafn-
inu er að vinna fyrir Þjóðminjasafn
Íslands og var hann lánaður til
Listasafns Reykjavíkur til að meta
verkin úr brunanum. Í kjölfar
skýrslu hans verður unnt að leggja
fram kostnaðaráætlun og taka
ákvörðun um hvernig verkum verð-
ur deilt niður á forverði og staðið
að viðgerðum að öðru leyti. Kemur
til greina að leita til listamannanna
sjálfra varðandi viðgerðir þar sem
því verður við komið.
Eiríkur Þorláksson, for-
stöðumaður Listasafns Reykja-
víkur, segir að kostnaðaráætlunin
verði lögð fram við Reykjavíkur-
borg með beiðni um fjármagn til að
mæta tjóninu og væntir hann góðra
viðbragða úr borgarkerfinu.
Hann segir að 1–2 verk séu alfar-
ið ónýt eftir eldsvoðann, þ.e. pappa-
massaverk eftir Svövu Björns-
dóttur, sem drógu í sig bleytu og
hrundu saman. Hann segir hugsan-
legt að listakonan geti endurgert
munina ef mótin af þeim finnast.
Málmverk sem geymd voru í
kjallaranum voru sum hver máluð
og segir Eiríkur að þau þurfi að
hreinsa og mála á ný. „Málmurinn
var ber á öðrum verkum og þau
þarf hugsanlega að pússa alveg upp
og bera olíur og annað á þau,“ segir
Eiríkur. „Tréskúlptúrarnir eftir
Ásmund Sveinsson fengu í sig
nokkra vætu og þurfa að þorna
hægt og rólega áður en þeir verða
þrifnir og borið á þá.“
Verkin sem björguðust út úr
geymslunni eru nú komin í geymslu
á Gylfaflöt í Grafarvogi og í
Borgartúni.
Forvörður frá Danmörku aðstoðar vegna listaverka sem skemmdust í Fákafeni
Tillögur
að viðgerð-
um vænt-
anlegar í
næstu viku
Morgunblaðið/Jim Smart
Sérfræðingar hafa verið að meta skemmdir á listaverkum eftir brunann. F.v.: Þorbjörg Gunnarsdóttir, deild-
arstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur, og forverðirnir Jennie Ebsen, Mikala Bagger og Helgi Örn Pétursson.
GRÆNLENSKA sveitarstjórnar-
sambandið heldur ársfund sinn á Ís-
landi dagana 3.–6. september næst-
komandi. Unnar Stefánsson, ritstjóri
hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
segir að allt frá árinu 1995 hafi verið
samstarf milli hins íslenska sveitar-
félagasambands og þess grænlenska.
Grænlendingarnir hafi komið hingað
með hópa í kynnisferðir öðru hvoru
og ætli nú í fyrsta sinn að halda árs-
fund sinn hér á landi. Unnar segir að
þau skipti sem Grænlendingarnir
hafa komið hingað hafi þeir kynnt sér
atvinnu- og byggðamál og nú vilji þeir
kynna sér þau til þrautar þar sem
þeir eigi í vanda með þessi mál í
heimalandi sínu og vilji læra af okkur.
„Þeir munu heimsækja sveitar-
félög, til dæmis Árborg, og auk þess
munu sveitarstjórnarmenn koma á
fund þeirra sem haldinn verður á
Hótel Örk í Hveragerði og ræða við
þá. Fulltrúar vinabæja þeirra munu
einnig mæta á fund Grænlending-
anna og ræða við þá um hvernig vina-
bæirnir hér geta orðið þeim að liði,“
segir Unnar. Auk þess að heimsækja
sveitarfélög gefst Grænlendingunum
tækifæri til að skoða allmörg fyrir-
tæki á Suðurlandsundirlendinu og
höfuðborgarsvæðinu.
Unnar segir að á fundinum verði
einnig rætt um skipan sveitar-
stjórnarmála almennt og sérstaklega
hvaða heimildir sveitarfélög hérna
hafa til þess að taka þátt í atvinnu-
málum eða blanda sér í atvinnu-
rekstur því að takmörk eru fyrir því
hvað þau mega gera. Grænlending-
arnir vilji fræðast um reynslu ís-
lenskra sveitarfélaga í þessum
efnum.
Grænlensk-
ir sveitar-
stjórnar-
menn funda
á Íslandi
SANDEL, Adríel, Addi, Demus,
Garri og Engla voru meðal
nafna sem mannanafnanefnd
tók til greina á síðasta fundi
sínum og verða þau færð á
mannanafnaskrá. Nefndin hafn-
aði á hinn bóginn beiðni um eig-
innafnið Annamaría og Dyljá.
Taldi nefndin að nafnið Anna-
maría væri ekki myndað í sam-
ræmi við almennar nafnamynd-
unarreglur íslensks máls og
bryti í bága við íslenskt málkerfi.
Þá hefði nafnið ekki unnið sér
sess í íslensku máli líkt og kveðið
er á um í lögum um mannanöfn
frá 1996. Dyljá var ekki talið rit-
að í samræmi við almennar rit-
reglur íslensks máls. Önnur nöfn
sem nefndin féllst á voru Nikol-
as, Höfðdal (millinafn), Fía, Stef-
an, Adela og Torheiður.
Nöfnin
Addi, Garri
og Engla
viðurkennd