Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 22
Harðar deilur tveggja forystumanna
í norska Verkamannaflokknum
Á FLOKKSÞINGI norska Verka-
mannaflokksins, sem hófst á
fimmtudag, sló aftur í brýnu milli
Thorbjørns Jag-
lands, fráfarandi
flokksformanns,
og Jens Stolten-
bergs, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra.
Í ræðu við upp-
haf þingsins virt-
ist Jagland ekki
geta á sér setið
að gagnrýna
Stoltenberg, þótt flokksmenn væru
greinilega búnir að fá sig fullsadda
af rígnum sem ríkt hefur milli þess-
ara tveggja fremstu manna flokks-
ins. Viðbrögðin við ræðu Jaglands
voru slík, að í leiðurum norskra fjöl-
miðla var staða hans túlkuð þannig,
að hann væri orðinn einangraður í
flokknum og pólitískur forystuferill
hans á enda.
Í frétt Óslóarblaðsins Aftenpost-
en í gær segir, að á „uppvasksfundi“
flokksstjórnarinnar daginn áður
hafi atburðarásin endað með því að
Jagland var „hreint og beint póli-
tískt lagt“ af samherjum sínum.
Mæltust viðbrögð Stoltenbergs
við þessari nýjustu atlögu Jaglands
gegn sér vel fyrir meðal fulltrúa á
flokksþinginu og var honum fagnað
með stormandi lófaklappi eftir svar-
ræðu sína í fyrrakvöld. „Það er
komin ný stemmning í flokkinn,
Stoltenberg í hag. Nú verðum við að
fylkja okkur um hann,“ hefur Aften-
posten eftir Roger Hansen, héraðs-
leiðtoga Verkamannaflokksins í
Finnmörku, en hann var fyrstur til
að svara ræðu Jaglands á flokks-
þinginu.
Í ræðu sinni, sem svo illa féll í
kramið hjá flokksmönnum hans,
sakaði hann Stoltenberg m.a. um að
hafa svikið samkomulag sem þeir
hefðu gert sín í milli á lokuðum
flokksstjórnarfundi í janúar sl. um
að Jagland myndi halda flokksfor-
mannsembættinu til 2004.
Í viðtali sem birtist í Dagsavisen í
gær segir Jagland að hann líti ekki
svo á að pólitískur ferill hans sé á
enda, þótt hann hætti sem flokks-
formaður. Sagðist hann vilja gefa
kost á sér til endurkjörs í næstu
Stórþingskosningum árið 2005.
Jagland ein-
angraður
Thorbjørn
Jagland
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KAMLA Jaan, borgarstjóri í Katni
á Indlandi og fyrsti geldingurinn,
sem kjörinn hefur verið í opinbert
embætti, hefur
nú verið sviptur
stöðunni. Er
ástæðan sú, að
hann, eða „hún“
eins og hann vill
hafa það enda
klæðir hann sig
sem kvenmaður,
er þrátt fyrir allt
karlmaður en
samkvæmt kynjakvótakerfi var
embættið frátekið fyrir konu.
Jaan tilheyrir „þriðja kyninu“,
sem svo er kallað á Indlandi, en þar
er um að ræða nokkur hundruð
þúsunda manna, aðallega karl-
menn, sem hafa látið vana sig, og
klæðskiptinga. Eru þeir fyrirlitnir
af mörgum og jafnvel taldir standa
neðar í þjóðfélagsstiganum en hinir
óhreinu.
Vegur þeirra í stjórnmálum
landsins er þó vaxandi. Sumir kjós-
endur, sem eru óánægðir með stóru
flokkana, líta ekki aðeins á þá sem
„þriðja kynið“, heldur líka sem
„þriðja kostinn“. Finnst þeim sem
þeir séu jafnvel líklegri en aðrir til
að vinna að hagsmunum fólksins en
ekki bara sínum eigin.
Kamla Jaan hefur stjórnað
Katni-borg með harðri hendi í hálft
þriðja ár. Hefur hann látið grafa
brunna, gera við lagnir og annað,
sem aflaga hafði farið, og strætis-
vagnamiðstöðin hefur verið end-
urnýjuð. Vegna brottreksturs hans
nú ætla þeir, sem teljast til „þriðja
kynsins“, að kanna hvort rétt sé að
stofna sérstakan stjórnmálaflokk.
Fulltrúi „þriðja kyns-
ins“ sviptur embætti
AP
Indverskur geldingur dansar úti
á götu á hátíð geldinga í Bhopal.
Bhopal. AP.
Kamla Jaan
BRESKA blaðið Independent
hafði í vikunni eftir breskum
ráðherrum að þeir teldu að
George W. Bush Bandaríkja-
forseti mundi á endanum láta
undan alþjóðlegum þrýstingi
og skrifa undir Kyoto-bók-
unina um losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
Fulltrúar Breta á umhverf-
isráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Jóhannesarborg kváð-
ust ekki telja að þar tækist að
tryggja stuðning Bandaríkja-
manna við bókunina, en In-
dependent hefur eftir heim-
ildarmanni í bresku stjórninni
að áfram verði reynt eftir
óopinberum leiðum að telja
Bush á að samþykkja bók-
unina.
Bush kallaði yfir sig reiði
margra í fyrra er hann dró
Bandaríkin út úr bókuninni,
er gerð var í Kyoto í Japan
1997 um minnkun á losun
gróðurhúsalofttegunda út í
andrúmsloftið. Sagði Bush að
það gæti skaðað bandaríska
hagsmuni að samþykkja bók-
unina.
Rússar staðfesti Kyoto
Heimildamaður Independ-
ent segir að Bandaríkjastjórn
muni neyðast til að taka
ákveðnari skref en hún hafi
hingað til gert, einfaldlega
vegna þrýstings frá banda-
rískum fyrirtækjum, sem
mörg hver hafi þegar áttað
sig á því sem sé í húfi og séu
oft skrefi á undan stjórnvöld-
um í málum er varði breyt-
ingar í andrúmsloftinu.
Varaumhverfis- og þróun-
armálaráðherra Rússlands
sagði stjórnvöld þar í landi
ætla að staðfesta Kyoto-bók-
unina, þrátt fyrir að Banda-
ríkjamenn hefðu neitað að
gera slíkt hið sama. „Það að
Bandaríkjamenn hyggjast
ekki staðfesta bókunina gerir
okkur erfiðara fyrir, en við
erum samt að vinna að stað-
festingu,“ sagði hann.
Kyoto-bókunin
Stefnu-
breyting
hjá
Bush?
Á MYNDINNI sést kort til minn-
ingar um Díönu Bretaprinsessu, og
er texti þess svohljóðandi: „Díana!
Þín verður ætíð minnst. Með ást-
arkveðju, Harpa og María frá Ís-
landi.“ Í dag eru fimm ár liðin frá
því að Díana fórst í umferðarslysi í
París ásamt unnusta sínum, Dodi al
Fayed.
Umfjöllun um Díönu og áhugi al-
mennings á henni virðist fara dvín-
andi í Bretlandi og dagblöð sem áð-
ur notuðu hvert tækifæri til að birta
myndir af henni á forsíðu segja nú
stöku sinnum af henni fréttir á inn-
síðum. Heimsóknum til minnisvarða
sem fjölskylda Díönu lét reisa á
nærri ættarsetrinu Althorp fer einn-
ig fækkandi. „Ég held að þráhyggj-
unni sé lokið,“ segir Penny Junor
blaðamaður, sem lengi hefur skrifað
um af kóngafjölskylduna. „Ég held
að fólk líti til baka með væntum-
þykju og aðdáun, en það er yfirveg-
aðra en áður.“AP
Kveðja frá
Íslandi
MAKEDÓNSKUR herlög-
reglumaður á brynvörðum bíl á
leið til þorpsins Zerovjane, sem er
um sjötíu kílómetra frá höf-
uðborginni Skopje. Herlögreglan
sat í gær um þorpið þar sem hún
segir skæruliða af albönskum
uppruna halda fimm mönnum í
gíslingu. Vitni sagði í gær að tug-
ir brynvarinna bíla hefðu um-
kringt þorpið auk fjölda lögreglu-
manna.
Tveir menn af albönskum ætt-
um voru skotnir til bana og einn
til viðbótar særðist í skotbardög-
um við lögreglu fyrir utan þorpið
í gær. Fimmmenningarnir voru
teknir í gíslingu af albönskum
skæruliðum fyrr í vikunni, sem
vildu með þeim hætti mótmæla
handtöku þriggja manna af alb-
önskum uppruna, sem grunaðir
eru um að hafa skotið tvo lög-
reglumenn til bana.
Reuters
Aukin spenna
í Makedóníu