Morgunblaðið - 31.08.2002, Page 28
LISTIR
28 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐSTEFNAN Sögur og sam-
félög verður haldin í Borgarnesi
dagana 5.–9. september. Um er að
ræða þverfaglega ráðstefnu þar
sem um 50 fræðimenn frá ýmsum
heimshornum halda erindi og
kynna ýmsa menningarviðburði í
tengslum við ráðstefnuna. Við-
fangsefni hennar er sagnagerð
fyrri tíma, tengsl sagnanna við
samfélögin sem skópu þær og síð-
ari tíma áhrif þeirra. Erlendir
fræðimenn sem taka þátt í ráð-
stefnunni eru meirihluti þátttak-
enda og koma þeir víðsvegar að,
frá Bretlandi, Bandaríkjunum,
Rússlandi, Eystrasaltslöndunum,
Ástralíu og Suður-Afríku. Af ís-
lenskum þátttakendum má nefna
Torfa Tulinius, Guðrúnu Nordal,
Gísla Sigurðsson, Úlfar Bragason,
Helga Skúla Kjartansson og Jón
Karl Helgason. Verkefnisstjóri er
Ólína Þorvarðardóttir, en fram-
kvæmdastjóri verkefnisins er Þor-
varður Árnason.
Verkefni um sagna-
ritun fyrri tíma
„Ráðstefnan á sér aðdraganda
alveg aftur til síðastliðins hausts,
þegar kom upp sú hugmynd að
koma af stað rannsóknarverkefni
þar sem reynt væri að leiða saman
fræðimenn úr ýmsum áttum, víðs
vegar að úr heiminum og úr ýms-
um fræðigreinum, til þess að fjalla
um fornsögurnar og sagnagerð í
samfélögum á þverfaglegan hátt,“
segir Ólína Þorvarðardóttir í sam-
tali við Morgunblaðið, en ráðstefn-
an er liður í fyrrnefndu rannsókn-
arverkefni sem einnig ber heitið
Sögur og samfélög. Verkefnið, sem
Borgarbyggð er í forsvari fyrir,
fjallar um stöðu, gildi og merkingu
fornsagna. Menningarsjóður Evr-
ópubandalagsins, C-2000, veitti
styrk til verkefnisins en auk hans
eru Menningarborgarsjóður og
Menningarsjóður Borgarbyggðar
styrktaraðilar ráðstefnunnar.
Verkefnið er samstarfsverkefni
þriggja landa. Að því koma nor-
rænudeild háskólans í Tübingen í
Þýskalandi og Bókmenntastofnun
Eistlands, auk Safnahúss Borgar-
fjarðar, Snorrastofu í Reykholti og
Reykjavíkurakademíunnar.
Á ráðstefnunni mætast nú fræði-
menn úr ýmsum greinum, hand-
ritafræðum, bókmenntafræðum,
þjóðfræðum, mannfræðum og
félagsfræðum, svo dæmi séu tekin.
„Þess vegna heitir ráðstefnan Sög-
ur og samfélög,“ útskýrir Ólína,
„því lykilatriðið er að átta sig á
þessari lifandi kviku sagnagerðar í
samfélagi. Þá er fjallað jafnt um
áhrif samfélagsins á mótun sagn-
anna og öfugt.“
Fjöldi þátttakenda
ungt fólk
Ólína segir að upphaflega hafi
ekki verið ætlunin að leggja
áherslu á íslenska sagnagerð um-
fram sagnagerð annarra þjóða og
samfélaga. Þróunin hafi hins vegar
orðið þannig, þar sem margir
fræðimannanna sem halda erindi á
ráðstefnunni óskuðu eftir að fjalla
um íslenska sagnagerð fyrri tíma.
„Eins og gefur að skilja urðu Egils
saga og verk Snorra Sturlusonar
ofarlega á baugi, enda ráðstefnan
haldin í Borgarfirði,“ segir Ólína.
Hún segir það ánægjulegt hve
margir fræðimannanna sem taka
þátt í ráðstefnunni séu ungt fólk.
„Sú þverfaglega nálgun sem við
leitumst við að nota á ráðstefnunni
er að vissu leyti krafa yngri vís-
inda,“ segir Ólína. „Maður skynjar
á ýmsum sviðum ákveðna uppreisn
gegn múrum milli fræðigreina. Það
er fagnaðarefni að sjá hve vel hef-
ur verið tekið undir með okkur í
þessari nálgun.“
Ráðstefnan er stærsti viðburður
rannsóknarverkefnisins, en auk
hennar og meðan á henni stendur
verða haldnar ýmsar uppákomur
er snerta þema hennar í tengslum
við verkefnið. Má þar meðal ann-
ars nefna kvikmyndasýningu, þar
sem kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Í skugga hrafnsins, verður
sýnd og haldinn fyrirlestur um
kvikmyndina, og vettvangsferð að
Borg á Mýrum, í Húsafell og
Reykholt, þar sem einnig verða
haldin fræðileg erindi. „Auk þessa
höfum við haft opna heimasíðu í
sumar, þar sem áhugamenn geta
komist inn á umræðuvettvang til
þess að reifa skoðanir sínar á efn-
inu,“ bætir Ólína við. Á heimasíð-
unni er einnig að finna útdrætti úr
greinum flestra þátttakenda ráð-
stefnunnar.
Að sögn Ólínu eru margir fræði-
mannanna sem óskað hafa eftir
þátttöku í ráðstefnunni þekkt nöfn
úr ýmsum greinum fræðaheimsins,
þó að ekki hafi verið leitað sér-
staklega til þekktra fræðimanna
með þátttöku. „Það hefur tekist
mjög vel til að fá breidd í umfjöll-
unina og fræðimenn koma víðsveg-
ar að. Við vonum að í því verði
styrkleiki ráðstefnunnar fólginn,“
sagði Ólína að lokum.
Hægt er að nálgast nánari upp-
lýsingar um ráðstefnuna á slóðinni:
http://www.borgarnes.is/sagas.
Ráðstefna um sagnagerð samfélaga í Borgarnesi 5.–9. september
Ólíkar fræðigreinar fjalla
um sögur og samfélög
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Aðstandendur ráðstefnunnar
Sögur og samfélög, sem haldin
verður í Borgarnesi dagana
5.–9. september.
Opinber-
unarbókin er
skáldsaga eftir
Rupert Thomson
í þýðingu Her-
manns Stef-
ánssonar.
Sagan segir frá
ungum hæfi-
leikaríkum dans-
ara í blóma lífsins sem bregður sér
frá til að kaupa sígarettur fyrir kær-
ustu sína. Þessi hversdagslega ferð
á eftir að kollvarpa tilveru hans.
Honum er rænt af þremur konum
sem beita andstyggilegum kúg-
unartækjum til að ná vilja sínum
fram við hann.
Rupert Thomson er einn athygl-
isverðasti höfundur Breta nú um
stundir og hafa bækur hans verið
þýddar á fjölmörg tungumál. Op-
inberunarbókin vakti verðskuldaða
athygli þegar hún kom árið 1999
enda fjallar hún á áleitin og djarfan
hátt um kúgun, vald og kynferði, og
þær ófyrirsjáanlegu afleiðingar sem
óbærileg reynsla getur haft á líf ein-
staklingsins.
Útgefandi er bókaforlagið Bjartur.
Bókin er 17. verkið í neon-
bókaflokki forlagsins. Bókin er
prentuð í prentsmiðjunni Odda hf.,
kápugerð annaðist Jón Karl Helga-
son.
Skáldsaga
Í TILEFNI af
komu breska
klarínettuleikar-
ans Johns Mc-
Caw hingað til
lands er efnt til
klarínettuhátíð-
ar í fyrsta sinn
hérlendis dag-
ana 30. ágúst til
1. september.
Þungamiðja hátíðarinnar er
námskeið fyrir lengra komna ís-
lenska klarínettunema þar sem
McCaw er leiðbeinandi, en auk
þess flytur dr. Þórir Þórisson
fyrirlestur um klarínettuleik á
Íslandi og haldin verður sýning á
gömlum hljóðfærum og ýmsum
munum tengdum klarínettufag-
inu í tengslum við hátíðina.
Henni lýkur með tónleikum á
morgun kl. 14 í sal FÍH við
Rauðagerði, þar sem íslensk
klarínettuverk verða í forgrunni.
Flytjendur á tónleikunum eru
margir af helstu klarínettuleik-
urum þjóðarinnar, auk Johns
McCaw, en einnig kemur fram
klarínettukór, settur saman úr
þátttakendum á námskeiðinu auk
fleiri klarínettunemenda. Píanó-
leikari á námskeiðinu og tónleik-
unum er Anna Guðný Guðmunds-
dóttir.
Einn af toppunum í faginu
Heimsókn Johns McCaw er
mikill fengur fyrir íslenskan
klarínettuheim, að sögn Einars
Jóhannessonar klarínettuleikara,
en hann er einn af skipuleggjand-
um hátíðarinnar ásamt Kjartani
Óskarssyni og Sigurði I. Snorra-
syni. „Hann er mikill kennari og
fyrrum mikill spilari, en hann er
að mestu sestur í helgan stein,
enda maður um áttrætt. Hann er
engu að síður einn af toppunum í
faginu.“ Einar bendir jafnframt
á, að koma hans hafi einnig leitt
til aukinnar samstöðu meðal ís-
lenskra klarínettuleikara, með
því að efna til hátíðarinnar. „Von-
andi verður framhald á þessu
samstarfi okkar. Það er eiginlega
nauðsynlegt, einnig nemendanna
vegna. Þetta örvar þá til dáða,
sem er mikilvægt, því við gömlu
jaxlarnir erum nú ekki eilífir,“
segir Einar og hlær við, en bætir
við að klarínettufagið þurfi á end-
urnýjun að halda eins og annað.
John McCaw er fæddur á
Nýja-Sjálandi og þykir um margt
merkilegur klarínettuleikari.
„Hann er að miklu leyti sjálf-
lærður, og hefur þar af leiðandi
af miklu að miðla, því hann hefur
þurft að vinna sig í gegnum öll
vandamálin mikið til sjálfur,“
segir Einar, en hann var nemandi
McCaw við Konunglega tónlist-
arháskólann í London á sínum
tíma. „Einnig hefur hann kafað
mikið ofan í byggingu hljóðfær-
isins og hefur meira að segja allt-
af haft svolítið leyndardómsfullt
verkstæði uppi á lofti hjá sér og
smíðað og gert þar tilraunir með
hljóðfærið. Hann hefur af mikilli
reynslu að miðla.“
Breska sendiráðið er aðal-
styrktaraðili klarínettuhátíðar-
innar, auk FÍH, Tónskóla Sigur-
sveins og Tónastöðvarinnar.
Klarínettu-
hátíð í fyrsta
sinn hérlendis
John McCaw
TVÆR sýningar
verða opnaðar í
Listasafni ASÍ í
dag, laugardag, kl.
16. Í Ásmundarsal
sýnir Guðrún
Hrönn Ragnars-
dóttir ljósmyndir
og skúlptúr úr
MDF, gleri og líni
en í Gryfjunni sýn-
ir Kristveig Hall-
dórsdóttir mynd-
verk gerð úr
rabarara en úr
honum hefur hún
búið til papýrus.
Rabarbarinn, sem
húsmæður hafa löngum soðið
niður eða sultað, fær nýtt hlut-
verk á sýningu Kristveigar. Einn-
ig sýnir hún ljósmyndir af börn-
um.
Þetta er tíunda einkasýning
Guðrúnar en þriðja einkasýning
Kristveigar, auk þess hafa þær
báðar tekið þátt í fjölda samsýn-
inga á Íslandi og erlendis.
Listasafn ASÍ er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 14–18 og
stendur sýningin til 22. sept-
ember. Aðgangur er ókeypis.
Kristveig Halldórsdóttir og Guðrún Hrönn
Ragnarsdóttir í Ásmundarsal.
Gler, lín og endurnýttur
rabarbari á listsýningu
Morgunblaðið/Kristinn
TVEIR lista-
menn úr Skaga-
firði, þeir Jóhann
Már Jóhannsson
söngvari og
Rögnvaldur S.
Valbergsson org-
anisti, halda tón-
leika í Reykholts-
kirkju annað
kvöld, laugar-
dagskvöld, kl. 21.
Þar flytja þeir félagar verk eftir
ýmsa höfunda, m.a. Gunnar Þórð-
arson, Oskar Merikanto, Friðrik
Jónsson, César Franck, Albert Hay
Malotte o.fl. Í söngskránni flétta
þeir saman einsöngsverkum með
orgelundirleik og einleik á orgel
kirkjunnar.
Jóhann Már er fæddur á Akur-
eyri og ólst þar upp, en hefur verið
sauðfjárbóndi í Skagafirði sl. 26 ár.
Hann naut tilsagnar Sigurðar Dem-
etz Franzsonar í söng á yngri árum.
Hann hefur sungið víða um land og
einnig erlendis sem einsöngvari og
með ýmsum kórum. Hann hefur
komið fram á tónleikum með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og gefið út
tvær hljómplötur.
Rögnvaldur S. er fæddur í Fljót-
um í Skagafirði árið 1956. Hann hóf
orgelnám hjá Páli Kr. Pálssyni og
lærði seinna á Akureyri hjá Jakobi
Tryggvasyni og Birni Steinari Sól-
bergssyni. Rögnvaldur er nú búsett-
ur á Sauðárkróki. Hann er kennari
við tónlistarskólann þar og jafn-
framt organisti í Sauðárkróks-
kirkju. Hann hefur haldið allmarga
tónleika, bæði einn og í samstarfi
við aðra.
Orgelsjóður kirkjunnar nýtur
styrks af aðgangseyri tónleikanna.
Tenórhljóm-
ar í Reyk-
holtskirkju
Jóhann Már
Jóhannsson
Englar alheimsins eftir Einar Má
Guðmundsson er komin út á ensku
hjá Máli og menningu í þýðingu
Bernard Scudder og heitir Angels of
the Universe.
Aðalpersónan, Páll, segir sögu
sína frá vöggu til grafar og lýsir því
hvernig skuggi geðveikinnar leggst
yfir líf hans þegar æskuárunum
sleppir.
Einar Már Guðmundsson fékk
Norrænu bókmenntaverðlaunin fyrir
Engla alheimsins árið 1995 og hún
hefur komið út á fjölda tungumála.
Kápumynd gerði Björg Vilhjálms-
dóttir og á kápu má sjá hluta af
höggmyndinni Fararheill eftir Borg-
hildi Óskarsdóttur.
Skáldsaga
PÉTUR H. Ár-
mannsson arki-
tekt hefur verið
ráðinn í starf
gestaprófessors
við hönnunar- og
arkitektúrdeild
Litaháskóla Ís-
lands.
Pétur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
í Reykjavík 1980, B.Arch. Hons-prófi
í arkitektúr frá Háskólanum í Tor-
onto, Kanada, 1986, og meistaraprófi
frá Cornell háskólanum í New York,
1991. Hann hefur gegnt starfi deild-
arstjóra byggingalistadeildar Lista-
safns Reykjavíkur frá 1993, en starf-
aði áður við ýmsar teiknistofur í
Reykjavík. Pétur hefur verið afkasta-
mikill á sviði rannsókna í arkitektúr
og skipulagi og skrifað fjölda greina
um þau mál í bækur og virt tímarit.
Þá hefur hann verið til ráðgjafar um
skipulagningu og stefnumótun í fjöl-
mörgum hönnunarverkefnum og
gegnt mikilvægum trúnaðarstörfum
fyrir félög arkitekta og í opinberum
nefndum og ráðum. Pétur hefur með
öðrum lagt inn tillögur í mikilvægar
hönnunarsamkeppnir sem hlotið hafa
verðlaun og viðurkenningar.
Starf gestaprófessors er hlutastarf
til að byrja með og verður það helsta
hlutverk hans auk kennslu að skipu-
leggja nám á fræðasviði deildarinnar
og undirbúa rannsóknar- og listsköp-
unarverkefni á þeim sviðum sem
deildin starfar á.
Gestaprófessor í LHÍ
Pétur H.
Ármannsson