Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 6

Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 6
yrðum sem meðal annars varða Baug. Reuters-fréttastofan sagði í gær að efasemdir hefðu vaknað vegna frétta um húsrannsókn Ríkislög- reglustjórans í húsnæði Baugs síð- astliðinn miðvikudag. Hafði frétta- stofan eftir talsmanni Arcadia að ekki væri hægt að taka afstöðu til yf- irtökutilboðs Taveta fyrr en fyrir lægi hvort samkomulag fyrirtækis- ins við Baug gengi eftir. Þá er haft eftir Philip Green á Reuters að tilboð hans í Arcadia sé háð því að Baugur seldi honum 20,1% hlut sinn í Arcadia og keypti á móti hluta af eignum verslunarkeðjunnar. Þá segir breska blaðið The Indep- endent á vefsíðu sinni í gær að Philip Green hafi sagt í samtali að húsleit Ríkislögreglustjórans hjá Baugi geti STJÓRN Arcadia Group hefur ekki tekið afstöðu til yfirtökutilboðs Tav- eta Investments Limited, sem er í eigu breska kaupsýslumannsins Philips Green. Í tilkynningu frá stjórninni, sem Baugur sendi til Kauphallar Íslands í gær, kom fram að stjórnin hefði óskað eftir frekari skýringum frá Taveta, meðal annars á samkomulagi fyrirtækisins og Baugs í tengslum við yfirtökutilboð- ið. Vegna þessa hafi stjórnin ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Taveta lagði síðastliðinn miðviku- dag fram lokatillögu fyrir stjórn Arc- adia um yfirtökutilboð í hlutabréf í Arvadia. Tillagan hljóðar upp á að Taveta greiði hluthöfum Arvadia, öðrum en Baugi sem á 20,1% hluta- fjár, 408 pens fyrir hvern hlut í félag- inu. Tillagan er háð nokkrum skil- Frekari skýringa óskað varðandi yfirtökutilboð skaðað yfirtökutilboð hans. Ef eng- inn fótur sé fyrir þeim ásökunum sem bornar hafi verið á stjórnendur Baugs verði haldið áfram með yfir- tökutilboðið sem ekkert sé. Öðru máli gegni hins vegar ef svo eitthvað komi út úr ásökununum. Haft er eftir talsmanni Arcadia á fréttavefnum TimesOnline, að stjórn Arcadia geti ekki lagt mat á tilboð Taveta fyrr en óvissu varðandi Baug hafi verið aflétt. Þá segir að talsmað- urinn spyrji hvaða tryggingar Philip Green geti lagt fram sem sýni að til- boði hans fylgi ekki áhætta. Gengi hlutabréfa í Arcadia stóð í stað í kauphöllinni í Lundúnum í gær og endaði í 370 pensum eins og dag- inn áður. Yfirtökutilboð Taveta In- vestments Limited í Arcedia hljóðar upp á 408 pens á hlut. FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KETILL Axelsson kaupmaður lést á gjör- gæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut fimmtudag- inn 29. ágúst síðastliðinn, 72 ára að aldri. Ketill Axelsson fædd- ist í Reykjavík 20. apríl 1930, sonur hjónanna Axels Ketilssonar kaup- manns og Ólafar Björns- dóttur. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og tók sveins- próf í bifvélavirkjun 1957 auk þess sem hann var í tvö ár í verslunarskóla á Englandi. Ketill keypti tóbaksverslunina London við Austurstræti árið 1957 og rak hana til 1996 en þá tók Axel, son- ur hans, við þeim rekstri. Auk þess rak hann London – dömudeild frá 1957 til 1976, en þá tók sonur hans við og rak hana þar til hún var lögð niður 1996 og húsnæðið tekið undir tóbaks- verslunina London. Árið 1992 stofnaði hann ásamt sonum sínum Kaffi París við Austurvöll og starfaði við reksturinn til dauðadags. Um áratugaskeið var Ketill áberandi í miðborg Reykjavíkur. Hann hafði mikinn áhuga á miðborginni og gerði sitt til að lífga upp á hana. Ketill var félagi í Rótarýfélagi Kópa- vogs í áratugi og gaf sig töluvert að ýmsum góðgerðarmál- um. Fyrri kona Ketils var Margrét Jónsdóttir, fædd 16. mars 1932, dáin 31. ágúst 1988. Þau eignuðust tvo syni sem lifa föður sinn. Þau skildu. Seinni kona Ketils er Margrét Gunnlaugs- dóttir, fædd 11. mars 1938. Þau eign- uðust þrjú börn sem öll eru á lífi. Andlát KETILL AXELSSON BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands hefur ákveðið að lækka vexti bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,3% í 7,6% frá næsta uppboði sem haldið verður næstkomandi þriðjudag. Seðlabank- inn lækkaði síðast vexti um 0,6% fyrsta ágúst sl. Með lækkuninni sem nú hefur verið ákveðin hefur bankinn lækkað þessa vexti um 2,5% frá byrj- un apríl og um 3,8% frá því að þeir urðu hæstir á fyrri hluta árs 2001. Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabankans, telur að verðbólgumarkmið bankans muni nást. „Við höfum verið að lækka vexti smám saman um nokkurt skeið, síðast 1. ágúst þegar við birtum grein- argerð um ástand og horfur í pen- ingamálum. Þá lækkuðum við vexti um 0,6% og létum þess jafnframt get- ið að við myndum lækka vexti frekar á komandi mánuðum ef framvindan staðfesti að verðbólgumarkmið bank- ans næðist og stöðugleikinn yrði í svipuðu fari og hann hefur verið. Við sjáum vísbendingar um að innlend eftirspurn sé byrjuð að taka við sér á ný eftir mikið samdráttartímabil. Þetta sjáum við á aukinni greiðslu- kortaveltu, af auknum innflutningi og auknum tekjum ríkissjóðs af virðis- aukaskatti. Við teljum eðlilegt eftir svona langt tímabil samdráttar að það gerist. Við teljum að það ógni á engan hátt því sem við keppum að, sem er að hafa verðbólguna sem lægsta,“ segir Birgir Ísleifur. Bankarnir lækka vexti í kjölfarið Að sögn Árna Tómassonar, banka- stjóra Búnaðarbankans, kemur bank- inn til með að fylgja að fullu vaxta- lækkunum Seðlabankans eins og hann hefur gert hingað til. Finnur Sveinbjörnsson, banka- stjóri Sparisjóðabankans gerir ráð fyrir að Sparisjóðirnir lækki vexti einnig. „Sparisjóðirnir munu taka mið af markaðsaðstæðum. Þeir hafa fylgt vaxtalækkunum Seðlabankans hing- að til og ég geri fastlega ráð fyrir að svo verði áfram. Um það hefur hins vegar ekki verið tekin formleg ákvörðun,“ segir Finnur. Íslandsbanki ætlar að lækka út- lánsvexti til samræmis við lækkun Seðlabankans en mun lækka innláns- vexti minna, að sögn Jóns Þórissonar, framkvæmdastjóra útibúasviðs Ís- landsbanka. „Við höfum lagt á það áherslu í markaðssetningu að undan- förnu að tryggja hagstæðustu vexti á útlánum og munum gera svo áfram.“ Ekki náðist í Halldór J. Kristjáns- son, bankastjóra Landsbankans, í gær. Bankastjórn Seðlabankans ákveður að lækka vexti um 0,3% Eðlilegt að halda vaxta- lækkunarferlinu áfram HREINN Loftsson, lögmaður Baugs Group hf., segir að íhugað verði að höfða skaðabótamál ef rannsókn og húsleit lögreglunnar á miðvikudags- kvöld spillir fyrir þátttöku Baugs í yf- irtökutilboði á Arcadia-keðjunni. Margra milljarða hagsmunir séu í húfi. Segir Hreinn þó ekki tímabært að ræða neitt slíkt fyrr en niðurstaða úr rannsókn lögreglunnar liggur fyr- ir og sömuleiðis úrskurður Héraðs- dóms um lögmæti aðgerðarinnar. „Staðan yrði skoðuð í heild sinni ef þetta veldur því að ekki verður af þessum kaupum á Arcadia. Ljóst er að það yrði verulegt tjón. Við vitum ekki enn þá hvort svo fer, en fari svo er augljóst að ástæðan yrði sú að þarna hefur verið farið fram með þessum hætti.“ Hreinn segist telja að lögreglan hefði átt að fara varlegar í sakirnar í ljósi þess að samningaviðræður um yfirtökutilboð í Arcadia, sem Baugur á 20% hlut í, stóðu yfir. Philip Green hefur gert yfirtökutilboð í Arcadia- keðjuna upp á 800 milljónir punda (um 109 milljarða króna) í samráði við Baug. Hægt hefði verið að upplýsa málið með mun mildari aðgerðum. Hreinn segir að Baugsmenn hafi í gær reynt að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri við breska viðskipta- menn. „Það er t.d. eitt að þetta snýr ekki að fyrirtækinu sem slíku heldur fyrst og fremst að þessum þremur einstaklingum og við teljum að þessi aðgerð sé allt of harkaleg.“ Hreinn segir að fyrirtækið vilji fyrst og fremst leiða sannleikann í ljós og upplýsa málið þannig að fyrir- tækið geti haldið áfram. „Það er veru- legt áfall að fá þetta allt í einu á þess- um viðkvæma tíma. Baugsmenn telja að hið sanna muni koma í ljós og að það muni fría þá af þessum ásökun- um, en óttast að það geti orðið um seinan.“ Hefur hleypt öllu í uppnám Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnar- formaður Baugs Group hf., er nú staddur í London eftir að hafa átt stutta viðdvöl á Íslandi til að fara í yf- irheyrslu hjá lögreglu. Í samtali við fréttastofu Ríkisút- varpsins í gær sagði Jón Ásgeir að mikið hefði verið fjallað um húsleitina í breskum fjölmiðlum. „Það er mikil athygli eða fókus á þetta því mönnum finnst þetta náttúrulega mjög harka- leg aðgerð og telja því að það sé verið að rannsaka eitthvað stórmál en ekki 30 reikninga þar sem hver reikningur er 1,3 milljónir að meðaltali,“ sagði Jón Ásgeir við fréttamann Útvarps. Hann sagðist hafa rætt við ýmsa viðskiptamenn í London í gær. „Menn svona rekur í rogastans þegar við segjum þeim það að á síðustu 12 mánuðum á Íslandi hafa opinberir að- ilar ráðist inn í 5 fyrirtæki með þess- um hætti, menn bara botna hreinlega ekkert í því.“ Hann sagðist meta tjón- ið sem Baugur yrði fyrir vegna lög- reglurannsóknarinnar í milljörðum. Sagðist Jón Ásgeir rekja málatil- búnað Sullenbergers til þess að upp úr viðskiptum fyrirtækis hans við Baug slitnaði. Þá sagðist hann ekki hafa látið Baug greiða fyrir skemmti- snekkjuna The Viking sem Tryggvi Jónsson, forstjóri Baugs Group hf., og Jón Ásgeir eiga í félagi við Sullen- berger, eins og Sullenberger hefði haldið fram. „Nei það gerði ég ekki, enda hefði málið verið kannað þá kemur í ljós að skemmtisnekkjan er ekki á mínu nafni heldur alfarið á nafni fyrirtækis sem Jón Gerald Sull- enberger á.“ Í fréttum Útvarps kom fram að svo virðist sem Philip Green hafi ekki vit- að um húsleitina fyrr en eftir að hann gerði tilboðið í Arcadia. „Við vorum náttúrlega að skrifa tilboð á sama tíma og þetta gerðist en bjuggumst kannski ekki við að breska pressan tæki þessu svona svakalega harka- lega.“ Fréttamaður: „Létuð þið Philip Green vita um húsleitina áður en til- boðið var gert?“ „Við ræddum það ekki sérstak- lega,“ sagði Jón Ásgeir. Íhugað verður að höfða skaðabótamál spilli rannsókn lögreglu fyrir kaupum á Arcadia Margra milljarða hagsmunir í húfi NÚ er enn eitt skólaárið hafið og börn með skólatöskur á bakinu algeng sjón á morgnana. Öku- menn þurfa að vera meðvitaðir um unga fólkið í umferðinni og hafa augun opin. Þessar ungu námsmeyjar, sem ljósmyndari Morgunblaðsins kom auga á í Engihjallanum í Kópa- vogi í gærmorgun, hafa greini- lega fengið nýjar skólatöskur fyr- ir skólaárið sem er nýhafið. Töskurnar þeirra eru glansandi fínar og fallegar en mestu máli skiptir að þær eru búnar end- urskinsmerkjum sem hjálpa syfj- uðum ökumönnum að koma auga á unga fólkið. Þetta er sérstak- lega mikilvægt eftir að skamm- degið hefur innreið sína. Þá er einnig til fyrirmyndar að stúlk- urnar fóru að öllu með gát og gættu þess að fara aðeins yfir götuna á merktri gangbraut. Á leið í skólann Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.