Morgunblaðið - 31.08.2002, Side 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2002 19
Nánari uppl‡singar í 800 7000 og
verslunum Símans um allt land.
lækka› ver› – betri fljónusta NONNI O
G
M
A
N
N
I l Y
D
D
A
•
N
M
0
7
0
5
8
/ sia
.is
AÐALFUNDUR Félags loðdýra-
bænda var haldinn í Árnesi í Gnúp-
verjahreppi laugardaginn 24. ágúst.
Fram kom á fundinum að nú eru
starfandi 47 loðdýrabændur í land-
inu og hefur sú tala haldist svipuð sl.
þrjú ár, en búin voru um 200 þegar
þau voru flest. Mikill meirihluti bú-
anna er minkabú en refabúum hefur
fækkað meira.
Markaðsverð erlendis fyrir
minkaskinn hefur verið nokkuð
stöðugt síðustu ár og er ekkert sem
bendir til annars en að svipað verð
haldist áfram á skinnunum. Hugs-
anlega geta orðið smávægilegar
breytingar á milli litategunda eftir
tískusveiflum. Meiri óvissa ríkir með
verð á refaskinnum en það sveiflast
meira, hækkaði verulega fyrir um
ári en hefur nú lækkað töluvert á
þessu ári.
Bændur skuldsettir
Í samtali við Einar E. Einarsson,
landsráðunaut í loðdýrarækt, kom
fram að ákveðinn hluti bænda væri
mjög skuldsettur, ástæður væru
nokkrar en að stórum hluta fortíð-
arvandi sem menn veltu á undan
sér. Háir vextir hefðu gert enn erf-
iðara fyrir, verið væri að vinna í end-
urskipulagningu á fjármálum þess-
ara aðila.
Einar sagði að enn vantaði meiri
hagræðingu í búgreinina og búin
þyrftu að vera sem næst fóðurstöðv-
unum. Flutningskostnaður á fóðri
og hrávörum væri einn stærsti
kostnaðarliðurinn og hefði hækkað
mikið á síðastliðnu ári sem og allur
almennur rekstrar- og launakostn-
aður.
Nú eru um 32 þúsund minkalæður
í landinu og gefa þær af sér að með-
altali fimm hvolpa á ári, sem er svip-
að og í Noregi. Framleiðslan er um
160 þúsund minkaskinn á ári. Refa-
læður eru rúmlega 3.000 sem gefa af
sér um 16.500 yrðlinga árlega.
Núverandi stjórn SÍL skipa:
Björn Halldórsson Engihlíð, Jón
Sigurðsson Sauðárkróki, Stefán
Guðmundsson Ásaskóla, Katrín Sig-
urðardóttir Ásaskóla og Skarphéð-
inn Pétursson Hrísum.
47 loðdýrabænd-
ur starfandi
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Frá landsfundi loðdýrabænda. Við fundarborðið eru Björn Halldórsson,
formaður samtakanna, Árni Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍL,
Bjarni Stefánsson fundarstjóri og í ræðustól Guðmundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri Lánasjóðs landbúnaðarins.
Hrunamannahreppur
HÚSAVÍKURKIRKJA hefur verið
vinsæl meðal þeirra ferðamanna
sem sótt hafa Húsavík heim í sum-
ar. Það þarf ekki að koma neinum á
óvart enda þykir hún að margra
mati, þó kannski sérstaklega
heimamanna, ein fallegasta bygg-
ing landsins.
Friðrik Sigurðsson formaður
sóknarnefndar sagði fjölda þeirra
ferðamanna sem heimsótt hafa
kirkjuna í sumar vera um fimmtán
þúsund. Það gerir hana að fjölsótt-
asta viðkomustað ferðamanna í
bænum að undanskildu hvalasafn-
inu og hvalaskoðunarferðunum.
Kirkjan er ekki markaðssett sem
ferðamannastaður en hefur alltaf
notið athygli ferðamanna og í sum-
ar var ráðinn starfsmaður sem sá
um að taka á móti ferðamönnum.
Friðrik er vel að sér í málefnum
sem snúa að ferðaþjónustunni í
bænum, auk þess að vera formaður
Ferðamálafélags Húsavíkur er
hann bóksali bæjarins og er því
með daglegan púls á þessum mál-
um. „Það er ekki spurning að öll sú
vinna og peningar sem þeir sem
standa að Hvalasafninu og Norð-
ursiglingu ehf. o.fl. hafa sett í að
markaðssetja Húsavík er að skila
sér. Við sem stöndum í verslun og
þjónustu við ferðamenn njótum
þess líka og er kirkjan engin und-
antekning þar á,“ sagði Friðrik.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sunna Guðmundsdóttir í sumar-
blíðu á kirkjutröppunum.
Húsavíkurkirkja vin-
sæl meðal ferðamanna
Húsavík
ATHÖFN fór fram efst á Gjá-
bakkavegi á fimmtudag á vegum
Bláskógarbyggðar til að minna
þingmenn á nauðsyn þess að
byggja upp varanlegan heilsársveg
frá Þingvöllum til Laugarvatns.
Á myndinni er reiðmaður ásamt
Sveini Sæland oddvita Bláskóga-
byggðar að afhenda alþingismönn-
unum Margréti Frímannsdóttur,
Ólafi Erni Haraldssyni, Kjartani
Ólafssyni, Drífu Hjartardóttur og
Guðmundi Bjarnasyni áminningar-
skjöl um uppbyggingu vegarins frá
Gjábakka til Laugarvatns.
Fjöldi íbúa hinnar nýsameinuðu
Bláskógabyggðar var saman kom-
inn á heiðinni af þessu tilefni. Kom
fram í máli manna að vegurinn sem
er um 15 km langur og kostaði
u.þ.b. 450 milljónir króna væri
mikilvægur til að tengja Þingvalla-
sveitina við Laugardalinn og Bisk-
upstungurnar og þjónaði sífellt
aukinni umferð ferðamanna á
svæðinu. Arðsemi vegarins væri
ótvíræð þar sem um væri að ræða
styttingu leiðarinnar til Reykjavík-
ur um 20 km sem gerði það að
verkum að létta myndi verulega
helgarumferð af Hellisheiði. Nú-
verandi Gjábakkavegur er að meg-
inhluta á sama stað og þegar hann
var fyrst lagður 1907, með sömu
krókabeygjum og hraunhöftum. Á
vetrum er vegurinn yfirleitt lok-
aður frá fyrstu snjóum og fram í
maí á vorin.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Þingmenn minntir á
nauðsyn heilsársvegar
Laugarvatn
FUGLAHÚS
Garðprýði fyrir garða og sumarhús.
10 mismundandi gerðir.
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
PIPAR OG SALT
Frá kr. 3.995
8